Ræðukóngurinn ekki þekktur fyrir málgleði utan þingsalarins Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 12. júní 2023 13:13 Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata, varði samtals um 32 klukkustundum í ræðuhöld á Alþingi og hélt 293 ræður á nýafstöðnu þingi. Hann talaði manna mest. Vísir/Vilhelm Ræðukóngur liðins þingvetrar segir það ekki vera sérstakt markmið að tala sem mest í ræðupúlti Alþingis. Það hafi einfaldlega verið svo oft sem tilefni hafi verið til þess að taka til máls. Aðeins eitt þingmannamál stjórnarandstöðunnar var samþykkt á þessu 153. löggjafarþingi. Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata, varði samtals um 32 klukkustundum í ræðuhöld á Alþingi og hélt 293 ræður á nýafstöðnu þingi. Þessi samantekt eftir þingveturinn virtist koma honum eilítið á óvart. „Oh, þetta er nú ekki sjálfstætt markmið hjá mér, þetta bara einhvern veginn gerist. Fólk sem þekkir mig dagsdaglega myndi ekki giska á að ég myndi enda sem ræðukóngur. Ég er ekki þekktur fyrir að tala endilega neitt rosalega mikið,“ sagði Björn Leví sem svaraði því játandi þegar hann var spurður hvort hann væri frekar hlédrægur þegar hann væri ekki á Alþingi. Þingmenn Pírata verma efstu fjögur sætin á lista yfir þá þingmenn sem vörðu mestum tíma í ræðuhöld á Alþingi en lengsta umræðan var um útlendingafrumvarp dómsmálaráðherra en hún stóð samtals í rúmar 103 klukkustundir og voru þingmenn Pírata þar fremstir í flokki. „Óháð útlendingafrumvarpinu sem skýrir af hverju Píratarnir voru þarna frekar ofarlega þá er þetta svona, ég er ágætlega þekktur fyrir að segja eitthvað ef eitthvað bull er í gangi, þá hef ég mikinn áhuga á að benda á slíkt og með þessa blessuðu ríkisstjórn þá er bara svo mikið sem þarf að benda á að sé ekki alveg í lagi.“ Óhóflegt meirihlutavald liður í lýðræðisþynningu Aðeins eitt frumvarp frá stjórnarandstöðunni var samþykkt á liðnum þingvetri en Hanna Katrín Friðriksson, þingmaður Viðreisnar var framsögumaður frumvarps um að banna svokallaðar bælingarmeðferðir. Samþykkt þingmannamál meirihlutans voru þá síst mörg, annars vegar þingsályktunartillaga Diljár Mistar Einarsdóttur þingmanns Sjálfstæðisflokksins um hungursneyð í Úkraínu og hins vegar mál forseta Alþingis um ríkisendurskoðanda. Björn Leví segir óhóflegt meirihlutavald vera lið í lýðræðisþynningu. „Mér finnst það frekar óþægilegt einkenni alþingis. Þetta er meirihlutavaldið í hnotskurn eins og það er stundað. Það er hægt að gera þetta öðruvísi en einhvern veginn gefur meirihlutinn sér ekki tíma til að kynna sér þingmannamál stjórnarandstöðu,“ segir Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata. Alþingi Píratar Tengdar fréttir Útlendingafrumvarp dómsmálaráðherra lang fyrirferðarmesta málið Alls voru haldnir 123 þingfundir á 153. löggjafarþingi, sem lauk á föstudag. Þingfundadagar voru 105 og stóðu þingfundirnir í samtals 659 og hálfa klukkustund. 12. júní 2023 07:03 Mikilvægt og löngu tímabært skref að banna bælingarmeðferðir Frumvarp sem gerir svokallaðar bælingarmeðferðir refsiverðar var samþykkt með miklum meirihluta á Alþingi í gær. Formaður Samtakanna 78 segir það gríðarlega mikilvægt og löngu tímabært skref. 10. júní 2023 13:37 Fjöldi mála afgreiddur á lokadegi þings fyrir sumarleyfi Sautján mál verða að öllum líkindum að lögum frá Alþingi í dag. Umfangsmesta málið er fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar til næstu fimm ára, frumvarp dómsmálaráðherra um dvalarleyfi útlendinga og frumvarp sem dregur úr launahækkunum æðstu embættismanna. 9. júní 2023 13:30 Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Brenna líkin á nóttunni Innlent Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Innlent Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Innlent Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Innlent Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Innlent Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Innlent Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Innlent Fleiri fréttir Rýnt í kannanir og tendrun jólatrés í Hafnarfirði Alma verði heilbrigðisráðherra í stjórn Kristrúnar Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Sjá meira
Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata, varði samtals um 32 klukkustundum í ræðuhöld á Alþingi og hélt 293 ræður á nýafstöðnu þingi. Þessi samantekt eftir þingveturinn virtist koma honum eilítið á óvart. „Oh, þetta er nú ekki sjálfstætt markmið hjá mér, þetta bara einhvern veginn gerist. Fólk sem þekkir mig dagsdaglega myndi ekki giska á að ég myndi enda sem ræðukóngur. Ég er ekki þekktur fyrir að tala endilega neitt rosalega mikið,“ sagði Björn Leví sem svaraði því játandi þegar hann var spurður hvort hann væri frekar hlédrægur þegar hann væri ekki á Alþingi. Þingmenn Pírata verma efstu fjögur sætin á lista yfir þá þingmenn sem vörðu mestum tíma í ræðuhöld á Alþingi en lengsta umræðan var um útlendingafrumvarp dómsmálaráðherra en hún stóð samtals í rúmar 103 klukkustundir og voru þingmenn Pírata þar fremstir í flokki. „Óháð útlendingafrumvarpinu sem skýrir af hverju Píratarnir voru þarna frekar ofarlega þá er þetta svona, ég er ágætlega þekktur fyrir að segja eitthvað ef eitthvað bull er í gangi, þá hef ég mikinn áhuga á að benda á slíkt og með þessa blessuðu ríkisstjórn þá er bara svo mikið sem þarf að benda á að sé ekki alveg í lagi.“ Óhóflegt meirihlutavald liður í lýðræðisþynningu Aðeins eitt frumvarp frá stjórnarandstöðunni var samþykkt á liðnum þingvetri en Hanna Katrín Friðriksson, þingmaður Viðreisnar var framsögumaður frumvarps um að banna svokallaðar bælingarmeðferðir. Samþykkt þingmannamál meirihlutans voru þá síst mörg, annars vegar þingsályktunartillaga Diljár Mistar Einarsdóttur þingmanns Sjálfstæðisflokksins um hungursneyð í Úkraínu og hins vegar mál forseta Alþingis um ríkisendurskoðanda. Björn Leví segir óhóflegt meirihlutavald vera lið í lýðræðisþynningu. „Mér finnst það frekar óþægilegt einkenni alþingis. Þetta er meirihlutavaldið í hnotskurn eins og það er stundað. Það er hægt að gera þetta öðruvísi en einhvern veginn gefur meirihlutinn sér ekki tíma til að kynna sér þingmannamál stjórnarandstöðu,“ segir Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata.
Alþingi Píratar Tengdar fréttir Útlendingafrumvarp dómsmálaráðherra lang fyrirferðarmesta málið Alls voru haldnir 123 þingfundir á 153. löggjafarþingi, sem lauk á föstudag. Þingfundadagar voru 105 og stóðu þingfundirnir í samtals 659 og hálfa klukkustund. 12. júní 2023 07:03 Mikilvægt og löngu tímabært skref að banna bælingarmeðferðir Frumvarp sem gerir svokallaðar bælingarmeðferðir refsiverðar var samþykkt með miklum meirihluta á Alþingi í gær. Formaður Samtakanna 78 segir það gríðarlega mikilvægt og löngu tímabært skref. 10. júní 2023 13:37 Fjöldi mála afgreiddur á lokadegi þings fyrir sumarleyfi Sautján mál verða að öllum líkindum að lögum frá Alþingi í dag. Umfangsmesta málið er fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar til næstu fimm ára, frumvarp dómsmálaráðherra um dvalarleyfi útlendinga og frumvarp sem dregur úr launahækkunum æðstu embættismanna. 9. júní 2023 13:30 Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Brenna líkin á nóttunni Innlent Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Innlent Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Innlent Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Innlent Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Innlent Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Innlent Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Innlent Fleiri fréttir Rýnt í kannanir og tendrun jólatrés í Hafnarfirði Alma verði heilbrigðisráðherra í stjórn Kristrúnar Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Sjá meira
Útlendingafrumvarp dómsmálaráðherra lang fyrirferðarmesta málið Alls voru haldnir 123 þingfundir á 153. löggjafarþingi, sem lauk á föstudag. Þingfundadagar voru 105 og stóðu þingfundirnir í samtals 659 og hálfa klukkustund. 12. júní 2023 07:03
Mikilvægt og löngu tímabært skref að banna bælingarmeðferðir Frumvarp sem gerir svokallaðar bælingarmeðferðir refsiverðar var samþykkt með miklum meirihluta á Alþingi í gær. Formaður Samtakanna 78 segir það gríðarlega mikilvægt og löngu tímabært skref. 10. júní 2023 13:37
Fjöldi mála afgreiddur á lokadegi þings fyrir sumarleyfi Sautján mál verða að öllum líkindum að lögum frá Alþingi í dag. Umfangsmesta málið er fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar til næstu fimm ára, frumvarp dómsmálaráðherra um dvalarleyfi útlendinga og frumvarp sem dregur úr launahækkunum æðstu embættismanna. 9. júní 2023 13:30