Komu tómhent heim af fæðingardeildinni Auður Ösp Guðmundsdóttir skrifar 25. júní 2023 14:01 Gunnar Helgi Friðriksson var einungis ellefu daga gamall þegar hann lést á vökudeild Barnaspítala Hringsins, þann 16. júní 2022 Samsett „Eitt af því sem yfirlæknirinn á vökudeildinni sagði við okkur á sínum tíma var að það væri bara tvennt í stöðunni hjá okkur: annað hvort myndi þetta verða of erfitt fyrir okkur og við myndum hætta saman eða við ættum eftir að koma sterkari saman út úr þessu,“ segir Friðrik Svavarsson en hann og sambýliskona hans Steinunn Erla Davíðsdóttir hafa undanfarið ár gengið í gegnum langt og erfitt sorgarferli. Frumburður þeirra, Gunnar Helgi Friðriksson var einungis ellefu daga gamall þegar hann lést á vökudeild Barnaspítala Hringsins, þann 16. júní 2022. Til að halda minningu sonar síns á lofti og aðstoða aðra foreldra stofnuðu Friðrik og Steinunn sjóð. Minningarsjóð Gunnars Helga. Hröð atburðarás Friðrik og Steinunn eru búsett á Akureyri og hafa fest þar rætur. Gleðin var mikil þegar ljóst var að þau ættu von á sínu fyrsta barni og þau hófust strax handa við hreiðurgerðina. Meðgangan gekk snurðulaust fyrir sig og allir biðu spenntir eftir komu erfingjans. Friðrik, sem er vélstjóri, var í sínum seinasta túr fyrir fæðingarorlof þegar Steinunn missti óvænt vatnið, nokkrum vikum fyrir tímann. „Það var búið að gera ákveðnar ráðstafanir vegna þess að Steinunn og systkini hennar eru öll fædd tæpum tveimur vikum fyrir tímann. Planið var þess vegna að ég myndi vera í landi alveg frá tveimur vikum fyrir settan dag. Ég var þess vegna enn úti á sjó þegar Steinunn missti vatnið.“ Atburðarásin sem tók við í kjölfarið var hröð. Steinunn var lögð inn á sjúkrahúsið á Akureyri og fljótlega var ljóst að framkvæma þyrfti bráðakeisara. Á meðan var Friðrik enn staddur fyrir austan land á veiðum og hafist var handa við að koma áhöfninni strax í land. Á meðan kom litli strákurinn í heiminn. „Hann fæddist semsagt heilbrigður, en var reyndar blóðlítill og slappur. Seinna átti eftir að koma í ljós að æðar frá naflastrengnum hefðu rofnað. Það hafði ekki sést á neinum myndum sem voru teknar á meðgöngunni. Svo gerist það að þegar hann er tæplega klukkustundargamall að þá fer hann í hjartastopp. Það þurfti að hnoða hann og hann var úti ansi lengi, nógu lengi til að verða fyrir súrefnisskorti.“ Á meðan á öllu þessu stóð var Friðrik enn úti á sjó og hafði litla sem enga vitneskju um það sem var að eiga sér stað í landi. „Það var auðvitað gífurlega erfitt, að vita ekki hvað var í gangi. Ég vissi í raun veru lítið um alvarleika málsins þarna á þessu stigi. Gunnar Helgi var síðan sóttur með sjúkraflugi að sunnan og flugvélin kom svo til baka og sótti Steinunni. Fyrir eitthvað ótrúlegt kraftaverk þá náðum við að fá sjúkraflugvélina til að koma við á Neskaupsstað, þar sem við vorum akkúrat að koma í land á sama tíma. Ég náði þess vegna að fylgja Steinunni suður.“ Beðið upp á von og óvon Í kjölfarið tók við 11 daga dvöl á vökudeild Barnaspítala Hringsins þar sem Gunnar Helgi gekkst undir ótal rannsóknir. „Þessi ellefu dagar voru algjör rússíbani. Maður var eiginlega í hálfgerðu losti. Hann lá þarna í vöggu með milljón víra tengda um allan líkamann. Þetta var eiginlega bæði góður og vondur tími. Góður tími, af því að við fengum tíma til að vera með honum, kynnast honum, sjá hvernig karakter hann væri. Við fengum að skipta á fyrstu kúkableyjunni hans. Það var ómetanlegt að fá að eiga þessar stundir með honum,“ segir Friðrik og bætir við ljósmyndirnar sem teknar voru á þessu ellefu daga tímabili séu þar að auki ótrúlega dýrmætar. Á vökudeildinni.Aðsend Óljóst var með framhaldið, hvort Gunnar Helgi myndi lifa af eða ekki. „Það voru rosalega miklar sveiflur. Og við vorum orðin hóflega bjartsýn fyrir framhaldinu. Við biðum bara uppá von og óvon. Svo fer hann í myndatöku og niðurstaðan var afgerandi. Það var mikið áfall“ Í kjölfarið var tekin ákvörðum um að setja Gunnar Helga í líknandi meðferð. Nánustu fjölskyldu var flogið suður og Gunnar Helgi var aftengdur öllum snúrum og leiðslum. Í kjölfarið fékk fjölskyldan að eiga með honum kveðjustund. „Eftir að hann var settur í fangið á okkur var okkur sagt að það væri ekki víst að hann myndi hafa það af að vera lengi án allra tækjanna. En við náðum þó að eiga restina af deginum, og nóttina með honum. Við náðum að taka margar fallegar myndir og þetta var ótrúlega mikilvæg stund sem við áttum þarna, þetta er eitthvað sem við höldum rosalega fast í. Það eru ekki allir sem fá þetta tækifæri.“ Á vökudeildinni ákváðu þau að nefna drenginn Gunnar Helga. „Gunnars nafnið vísar í bardagamann og þarna vorum við búin að sjá hvað hann var fær um að gera. Þannig að þetta nafn lá beint við.“ Friðrik og Steinunn eru þakklát fyrir þær stundir sem þær áttu með syni sínum á vökudeildinni.Aðsend Komu tómhent heim Síðdegis þann 16.júní flugu Friðrik og Steinunn með sjúkraflugi heim til Akureyrar, ásamt Gunnari Helga. „Þegar við lendum er okkur síðan keyrt í kapellu og þurftum að skilja hann þar eftir í vöggu. Það var ótrúlega skrítið og óraunverulegt að þurfa að gera það.“ Heimavið mættu þeim síðan ónotuð barnaföt, nýr barnavagn, bílstóll og ýmislegt fleira sem þau höfðu sankað að sér handa væntanlegu barni. „Þetta tók ofboðslega mikið á okkur bæði. Við vorum samt sem áður samtaka, við vildum reyna að láta lífið halda áfram. Og við eigum afskaplega mikið af góðu fólki í kringum okkur, fjölskyldu og vini, og allir voru boðnir og búnir að hjálpa. En það var ekki alltaf auðvelt að koma sér fram úr rúminu og takast á við daginn. Það sem hjálpaði okkur mikið var að hafa eitthvað verkefni, hafa eitthvað að stefna að, í staðinn fyrir að festast fyrir framan sjónvarpið eða eitthvað slíkt. Við eigum trillu og vorum mikið á henni þetta sumar, fórum að veiða og áttum æðislegar stundir með vinum og fjölskyldu,“ segir Friðrik en þess má geta að trillunni var seinna gefið nafnið Gunni litli, í minningu Gunnars Helga. „Svo erum við að byggja hús, þannig að við gátum líka verið saman í því og dúllað okkur í því. Það hjálpaði mikið.“ Trilla sem ber nafn Gunnars Helga.Aðsend Mikilvægt að fara aftur að vinna Friðrik og Steinunn hafa einnig sótt tíma hjá sálfræðingi seinasta árið. Friðrik segir gott að geta talað um hlutina upphátt. „Við vorum samt að díla við þetta á ólíkan hátt, vorum á mismunandi stað oft í sorginni.Stundum hefur mér liðið illa en Steinunni liðið vel og þá vill ég ekki vera draga hana niður.“ Friðrik nefnir einnig að fyrstu vikurnar og mánuðina á eftir hafi oft verið erfið tilhugsun að mæta fólki hér og þar, þeim sem vissu hvað hafði gerst. „Maður tók eftir að fólk átti erfitt með að nefna þetta beint við mann, fólk vissi ekki almennilega hvort það ætti að segja eitthvað við mann og hvað það ætti að segja. Í fyrstu búðarferðinni sem ég fór í, eftir að við komum heim, rakst ég á gamlan vin sem ég hafði ekki séð lengi og hann vissi af þessu. Hann var í raun einn af þeim fáu sem minntust strax á þetta og spurði mig beint í þetta allt. Ég man það mjög vel.“ Friðrik segir það einnig hafa verið töluvert átak að koma sér í vinnu aftur, tæpum þremur mánuðum eftir að Gunnar Helgi dó. Það hafi engu að síður verið nauðsynlegt skref. Koma sér aftur í rútínuna. Steinunn, sem starfar á leikskóla, fór aftur að vinna nokkrum mánuðum seinna. „Það var mikilvægt að fara aftur að vinna, það hjálpaði við að koma sér upp úr lægðinni. Allt þetta seinasta ár er búið að vera rosalega skrítinn tími." Maður lærir mikið inn á sjálfan sig í þessu ferli, og líka inn á maka sinn og þá sem standa manni næst. Og maður sér svo sannarlega hvað maður á yndislegt fólk í kringum sig. Minningarsjóðurinn Hugmyndin af minningarsjóðnum byrjaði í raun að gerjast strax á vökudeildinni að sögn Friðriks. „Af því að ég man að ég sat þar og við vorum að ganga í gengum þetta og ég hugsaði hvað við værum heppin að þurfa ekki að hafa fjárhagsáhyggjur ofan á þetta allt. Ég get rétt svo ímyndað mér hversu erfitt það er að glíma við þetta áfall eins og við gerðum, koma heim tómhent og þurfa svo að hafa áhyggjur af reikningum ofan á allt saman.“ Hugmyndin vatt síðan uppi á sig og í kjölfarið varð til Minningarsjóður Gunnars Helga. Með minningarsjóðnum er markmiðið að geta aðstoðað fjölskyldur sem lenda í sömu aðstæðum og foreldar Gunnars Helga eða ef veikindi koma upp hjá börnum þeirra, ásamt því að geta styrkt vökudeildina sem hugaði svo vel að fjölskyldunni. Um er að ræða almannaheillafélag sem tekur við frjálsum framlögum. „Við vildum líka finna leið til halda minningu hans, og nafninu hans á lofti. Og um leið, hjálpa öðrum sem lenda í þessum aðstæðum.“ Minningarsjóður Gunnars Helga aðstoðar fjölskyldur sem lenda í sömu aðstæðum og Friðrik og Steinunn.Aðsend Líkt og Friðrik bendir á er Minningarsjóður Gunnars Helga ekki stuðningshópur eða spjallgrúbba, heldur er markmiðið að búa til sjóð sem foreldrar geta leitað til ef þeir óska. Einkum þá þeir sem eru á landsbyggðinni. Kapellan á Akureyri er milliliður á milli foreldranna og sjóðsins og beinir fólki til sjóðsins. „Stefnan er að hafa ekki beina tengingu á milli foreldranna og okkar, heldur hafa ákveðið skilrúm þarna á milli.“ Að sögn Friðriks hafa þau mætt gríðarlegum stuðning, og sjóðurinn er svo sannarlega kominn til að vera. Á seinasta ári safnaðist tæp ein og hálf milljón í áheitasöfnun Reykjavíkurmaraþonsins. Og í ár hyggjast bæði Friðrik og Steinunn hlaupa 10 kílómetra í maraþoninu og safna áheitum. „Ég get ekki nægilega þakkað öllum þeim sem hafa tekið þátt í þessu verkefni með okkur,“ segir Friðrik. Aðspurður um ráð til þeirra sem eru í svipuðum aðstæðum bendir Friðrik á að allt sé eðlilegt í sorg; allar hugsanir og öll líðan sem kemur upp á rétt á sér. „Og það er hver og einn með sinn hraða í þessu, hvort sem það er hratt eða hægt. Eitt af því sem ég gerði þegar við vorum á vökudeildinni var að ég endurtók upphátt í sífellu: ,,Annan fótinn fram yfir hinn.“ Ég einblíndi á það. Af því að maður þurfti að halda áfram, einhvern veginn. Ég sagði þetta aftur og aftur: ,,Annan fótinn fram yfir hinn.“ Það sagði einhver einhvern tímann að tíminn lækni öll sár, en ég held að það sé kjaftæði. Þú lærir að lifa með þessu. Eins klisjukennt og það kannski hljómar. Þetta verður hluti af þér.“ Hér má heita á Friðrik og Steinunni og styðja við Minningarsjóð Gunnars Helga. Reykjavíkurmaraþon Akureyri Börn og uppeldi Mest lesið Hundruðum svekktra tónleikagesta vísað frá Hvalasafninu Lífið „Er ekki að fara fram á það lifa lífinu í bómull“ Lífið Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Lífið Skellti sér á djammið Lífið Fáir sáu íslenskar bíómyndir sem fengu 350 milljónir króna í styrk Lífið Hafa bæði kvatt sín fyrrverandi og eru alsæl saman Lífið Heitasti plötusnúður í heimi í Melabúðinni Lífið Tengdó hringdi og vildi vita hvort Sunnu Dís hefði í alvöru liðið svona Lífið Segir fjölskylduna flutta Lífið „Getur líka fengið Óskarsverðlaun fyrir besta leik í aukahlutverki“ Lífið Fleiri fréttir Hundruðum svekktra tónleikagesta vísað frá Hvalasafninu Skellti sér á djammið Segir fjölskylduna flutta Fáir sáu íslenskar bíómyndir sem fengu 350 milljónir króna í styrk Stílhreinn glæsileiki og svartur marmari á Nesinu „Er ekki að fara fram á það lifa lífinu í bómull“ Conan O'Brien verður kynnir á Óskarnum Hafa bæði kvatt sín fyrrverandi og eru alsæl saman „Nýja heimsskipanin:“ Leynileg áætlun um heimsyfirráð í undirbúningi? Bannað að hlæja: Stressið allsráðandi í upphafi kvöldsins Katrín og Markus orðin tveggja barna foreldrar Tengdó hringdi og vildi vita hvort Sunnu Dís hefði í alvöru liðið svona „Getur líka fengið Óskarsverðlaun fyrir besta leik í aukahlutverki“ Heitir og hýrir flugþjónar í suðrænni stemningu Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Heitasti plötusnúður í heimi í Melabúðinni Emilíana Torrini einhleyp Fólkið sem fer yfir tíu tonn af fatnaði á dag „Vinkonusambönd virka aldrei ef það er afbrýðisemi“ Kári og Erla vilja 330 milljónir fyrir lúxusíbúð við höfnina Eiríkur og Guðrún selja eitt fallegasta hús Vesturbæjarins Edda Falak gaf bróður sínum nafna Krasinski er kynþokkafyllstur í ár Fólk fer of snemma af stað í næsta samband Tók ákvörðun um að hætta að gera ráð fyrir því að fólk hataði sig Linda Ben mætir á skjáinn í fyrsta sinn Stóð ekki á svörum um vandræðalegasta augnablikið Meinta mannætan fékk ófrjósemisaðgerð í afmælisgjöf frá mömmu Hvað skal gera þegar tilhugsunin er meira sexý en kynlífið? Sjáðu stikluna: Zellweger, Firth og Grant öll í nýjustu Bridget Jones Sjá meira
Frumburður þeirra, Gunnar Helgi Friðriksson var einungis ellefu daga gamall þegar hann lést á vökudeild Barnaspítala Hringsins, þann 16. júní 2022. Til að halda minningu sonar síns á lofti og aðstoða aðra foreldra stofnuðu Friðrik og Steinunn sjóð. Minningarsjóð Gunnars Helga. Hröð atburðarás Friðrik og Steinunn eru búsett á Akureyri og hafa fest þar rætur. Gleðin var mikil þegar ljóst var að þau ættu von á sínu fyrsta barni og þau hófust strax handa við hreiðurgerðina. Meðgangan gekk snurðulaust fyrir sig og allir biðu spenntir eftir komu erfingjans. Friðrik, sem er vélstjóri, var í sínum seinasta túr fyrir fæðingarorlof þegar Steinunn missti óvænt vatnið, nokkrum vikum fyrir tímann. „Það var búið að gera ákveðnar ráðstafanir vegna þess að Steinunn og systkini hennar eru öll fædd tæpum tveimur vikum fyrir tímann. Planið var þess vegna að ég myndi vera í landi alveg frá tveimur vikum fyrir settan dag. Ég var þess vegna enn úti á sjó þegar Steinunn missti vatnið.“ Atburðarásin sem tók við í kjölfarið var hröð. Steinunn var lögð inn á sjúkrahúsið á Akureyri og fljótlega var ljóst að framkvæma þyrfti bráðakeisara. Á meðan var Friðrik enn staddur fyrir austan land á veiðum og hafist var handa við að koma áhöfninni strax í land. Á meðan kom litli strákurinn í heiminn. „Hann fæddist semsagt heilbrigður, en var reyndar blóðlítill og slappur. Seinna átti eftir að koma í ljós að æðar frá naflastrengnum hefðu rofnað. Það hafði ekki sést á neinum myndum sem voru teknar á meðgöngunni. Svo gerist það að þegar hann er tæplega klukkustundargamall að þá fer hann í hjartastopp. Það þurfti að hnoða hann og hann var úti ansi lengi, nógu lengi til að verða fyrir súrefnisskorti.“ Á meðan á öllu þessu stóð var Friðrik enn úti á sjó og hafði litla sem enga vitneskju um það sem var að eiga sér stað í landi. „Það var auðvitað gífurlega erfitt, að vita ekki hvað var í gangi. Ég vissi í raun veru lítið um alvarleika málsins þarna á þessu stigi. Gunnar Helgi var síðan sóttur með sjúkraflugi að sunnan og flugvélin kom svo til baka og sótti Steinunni. Fyrir eitthvað ótrúlegt kraftaverk þá náðum við að fá sjúkraflugvélina til að koma við á Neskaupsstað, þar sem við vorum akkúrat að koma í land á sama tíma. Ég náði þess vegna að fylgja Steinunni suður.“ Beðið upp á von og óvon Í kjölfarið tók við 11 daga dvöl á vökudeild Barnaspítala Hringsins þar sem Gunnar Helgi gekkst undir ótal rannsóknir. „Þessi ellefu dagar voru algjör rússíbani. Maður var eiginlega í hálfgerðu losti. Hann lá þarna í vöggu með milljón víra tengda um allan líkamann. Þetta var eiginlega bæði góður og vondur tími. Góður tími, af því að við fengum tíma til að vera með honum, kynnast honum, sjá hvernig karakter hann væri. Við fengum að skipta á fyrstu kúkableyjunni hans. Það var ómetanlegt að fá að eiga þessar stundir með honum,“ segir Friðrik og bætir við ljósmyndirnar sem teknar voru á þessu ellefu daga tímabili séu þar að auki ótrúlega dýrmætar. Á vökudeildinni.Aðsend Óljóst var með framhaldið, hvort Gunnar Helgi myndi lifa af eða ekki. „Það voru rosalega miklar sveiflur. Og við vorum orðin hóflega bjartsýn fyrir framhaldinu. Við biðum bara uppá von og óvon. Svo fer hann í myndatöku og niðurstaðan var afgerandi. Það var mikið áfall“ Í kjölfarið var tekin ákvörðum um að setja Gunnar Helga í líknandi meðferð. Nánustu fjölskyldu var flogið suður og Gunnar Helgi var aftengdur öllum snúrum og leiðslum. Í kjölfarið fékk fjölskyldan að eiga með honum kveðjustund. „Eftir að hann var settur í fangið á okkur var okkur sagt að það væri ekki víst að hann myndi hafa það af að vera lengi án allra tækjanna. En við náðum þó að eiga restina af deginum, og nóttina með honum. Við náðum að taka margar fallegar myndir og þetta var ótrúlega mikilvæg stund sem við áttum þarna, þetta er eitthvað sem við höldum rosalega fast í. Það eru ekki allir sem fá þetta tækifæri.“ Á vökudeildinni ákváðu þau að nefna drenginn Gunnar Helga. „Gunnars nafnið vísar í bardagamann og þarna vorum við búin að sjá hvað hann var fær um að gera. Þannig að þetta nafn lá beint við.“ Friðrik og Steinunn eru þakklát fyrir þær stundir sem þær áttu með syni sínum á vökudeildinni.Aðsend Komu tómhent heim Síðdegis þann 16.júní flugu Friðrik og Steinunn með sjúkraflugi heim til Akureyrar, ásamt Gunnari Helga. „Þegar við lendum er okkur síðan keyrt í kapellu og þurftum að skilja hann þar eftir í vöggu. Það var ótrúlega skrítið og óraunverulegt að þurfa að gera það.“ Heimavið mættu þeim síðan ónotuð barnaföt, nýr barnavagn, bílstóll og ýmislegt fleira sem þau höfðu sankað að sér handa væntanlegu barni. „Þetta tók ofboðslega mikið á okkur bæði. Við vorum samt sem áður samtaka, við vildum reyna að láta lífið halda áfram. Og við eigum afskaplega mikið af góðu fólki í kringum okkur, fjölskyldu og vini, og allir voru boðnir og búnir að hjálpa. En það var ekki alltaf auðvelt að koma sér fram úr rúminu og takast á við daginn. Það sem hjálpaði okkur mikið var að hafa eitthvað verkefni, hafa eitthvað að stefna að, í staðinn fyrir að festast fyrir framan sjónvarpið eða eitthvað slíkt. Við eigum trillu og vorum mikið á henni þetta sumar, fórum að veiða og áttum æðislegar stundir með vinum og fjölskyldu,“ segir Friðrik en þess má geta að trillunni var seinna gefið nafnið Gunni litli, í minningu Gunnars Helga. „Svo erum við að byggja hús, þannig að við gátum líka verið saman í því og dúllað okkur í því. Það hjálpaði mikið.“ Trilla sem ber nafn Gunnars Helga.Aðsend Mikilvægt að fara aftur að vinna Friðrik og Steinunn hafa einnig sótt tíma hjá sálfræðingi seinasta árið. Friðrik segir gott að geta talað um hlutina upphátt. „Við vorum samt að díla við þetta á ólíkan hátt, vorum á mismunandi stað oft í sorginni.Stundum hefur mér liðið illa en Steinunni liðið vel og þá vill ég ekki vera draga hana niður.“ Friðrik nefnir einnig að fyrstu vikurnar og mánuðina á eftir hafi oft verið erfið tilhugsun að mæta fólki hér og þar, þeim sem vissu hvað hafði gerst. „Maður tók eftir að fólk átti erfitt með að nefna þetta beint við mann, fólk vissi ekki almennilega hvort það ætti að segja eitthvað við mann og hvað það ætti að segja. Í fyrstu búðarferðinni sem ég fór í, eftir að við komum heim, rakst ég á gamlan vin sem ég hafði ekki séð lengi og hann vissi af þessu. Hann var í raun einn af þeim fáu sem minntust strax á þetta og spurði mig beint í þetta allt. Ég man það mjög vel.“ Friðrik segir það einnig hafa verið töluvert átak að koma sér í vinnu aftur, tæpum þremur mánuðum eftir að Gunnar Helgi dó. Það hafi engu að síður verið nauðsynlegt skref. Koma sér aftur í rútínuna. Steinunn, sem starfar á leikskóla, fór aftur að vinna nokkrum mánuðum seinna. „Það var mikilvægt að fara aftur að vinna, það hjálpaði við að koma sér upp úr lægðinni. Allt þetta seinasta ár er búið að vera rosalega skrítinn tími." Maður lærir mikið inn á sjálfan sig í þessu ferli, og líka inn á maka sinn og þá sem standa manni næst. Og maður sér svo sannarlega hvað maður á yndislegt fólk í kringum sig. Minningarsjóðurinn Hugmyndin af minningarsjóðnum byrjaði í raun að gerjast strax á vökudeildinni að sögn Friðriks. „Af því að ég man að ég sat þar og við vorum að ganga í gengum þetta og ég hugsaði hvað við værum heppin að þurfa ekki að hafa fjárhagsáhyggjur ofan á þetta allt. Ég get rétt svo ímyndað mér hversu erfitt það er að glíma við þetta áfall eins og við gerðum, koma heim tómhent og þurfa svo að hafa áhyggjur af reikningum ofan á allt saman.“ Hugmyndin vatt síðan uppi á sig og í kjölfarið varð til Minningarsjóður Gunnars Helga. Með minningarsjóðnum er markmiðið að geta aðstoðað fjölskyldur sem lenda í sömu aðstæðum og foreldar Gunnars Helga eða ef veikindi koma upp hjá börnum þeirra, ásamt því að geta styrkt vökudeildina sem hugaði svo vel að fjölskyldunni. Um er að ræða almannaheillafélag sem tekur við frjálsum framlögum. „Við vildum líka finna leið til halda minningu hans, og nafninu hans á lofti. Og um leið, hjálpa öðrum sem lenda í þessum aðstæðum.“ Minningarsjóður Gunnars Helga aðstoðar fjölskyldur sem lenda í sömu aðstæðum og Friðrik og Steinunn.Aðsend Líkt og Friðrik bendir á er Minningarsjóður Gunnars Helga ekki stuðningshópur eða spjallgrúbba, heldur er markmiðið að búa til sjóð sem foreldrar geta leitað til ef þeir óska. Einkum þá þeir sem eru á landsbyggðinni. Kapellan á Akureyri er milliliður á milli foreldranna og sjóðsins og beinir fólki til sjóðsins. „Stefnan er að hafa ekki beina tengingu á milli foreldranna og okkar, heldur hafa ákveðið skilrúm þarna á milli.“ Að sögn Friðriks hafa þau mætt gríðarlegum stuðning, og sjóðurinn er svo sannarlega kominn til að vera. Á seinasta ári safnaðist tæp ein og hálf milljón í áheitasöfnun Reykjavíkurmaraþonsins. Og í ár hyggjast bæði Friðrik og Steinunn hlaupa 10 kílómetra í maraþoninu og safna áheitum. „Ég get ekki nægilega þakkað öllum þeim sem hafa tekið þátt í þessu verkefni með okkur,“ segir Friðrik. Aðspurður um ráð til þeirra sem eru í svipuðum aðstæðum bendir Friðrik á að allt sé eðlilegt í sorg; allar hugsanir og öll líðan sem kemur upp á rétt á sér. „Og það er hver og einn með sinn hraða í þessu, hvort sem það er hratt eða hægt. Eitt af því sem ég gerði þegar við vorum á vökudeildinni var að ég endurtók upphátt í sífellu: ,,Annan fótinn fram yfir hinn.“ Ég einblíndi á það. Af því að maður þurfti að halda áfram, einhvern veginn. Ég sagði þetta aftur og aftur: ,,Annan fótinn fram yfir hinn.“ Það sagði einhver einhvern tímann að tíminn lækni öll sár, en ég held að það sé kjaftæði. Þú lærir að lifa með þessu. Eins klisjukennt og það kannski hljómar. Þetta verður hluti af þér.“ Hér má heita á Friðrik og Steinunni og styðja við Minningarsjóð Gunnars Helga.
Reykjavíkurmaraþon Akureyri Börn og uppeldi Mest lesið Hundruðum svekktra tónleikagesta vísað frá Hvalasafninu Lífið „Er ekki að fara fram á það lifa lífinu í bómull“ Lífið Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Lífið Skellti sér á djammið Lífið Fáir sáu íslenskar bíómyndir sem fengu 350 milljónir króna í styrk Lífið Hafa bæði kvatt sín fyrrverandi og eru alsæl saman Lífið Heitasti plötusnúður í heimi í Melabúðinni Lífið Tengdó hringdi og vildi vita hvort Sunnu Dís hefði í alvöru liðið svona Lífið Segir fjölskylduna flutta Lífið „Getur líka fengið Óskarsverðlaun fyrir besta leik í aukahlutverki“ Lífið Fleiri fréttir Hundruðum svekktra tónleikagesta vísað frá Hvalasafninu Skellti sér á djammið Segir fjölskylduna flutta Fáir sáu íslenskar bíómyndir sem fengu 350 milljónir króna í styrk Stílhreinn glæsileiki og svartur marmari á Nesinu „Er ekki að fara fram á það lifa lífinu í bómull“ Conan O'Brien verður kynnir á Óskarnum Hafa bæði kvatt sín fyrrverandi og eru alsæl saman „Nýja heimsskipanin:“ Leynileg áætlun um heimsyfirráð í undirbúningi? Bannað að hlæja: Stressið allsráðandi í upphafi kvöldsins Katrín og Markus orðin tveggja barna foreldrar Tengdó hringdi og vildi vita hvort Sunnu Dís hefði í alvöru liðið svona „Getur líka fengið Óskarsverðlaun fyrir besta leik í aukahlutverki“ Heitir og hýrir flugþjónar í suðrænni stemningu Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Heitasti plötusnúður í heimi í Melabúðinni Emilíana Torrini einhleyp Fólkið sem fer yfir tíu tonn af fatnaði á dag „Vinkonusambönd virka aldrei ef það er afbrýðisemi“ Kári og Erla vilja 330 milljónir fyrir lúxusíbúð við höfnina Eiríkur og Guðrún selja eitt fallegasta hús Vesturbæjarins Edda Falak gaf bróður sínum nafna Krasinski er kynþokkafyllstur í ár Fólk fer of snemma af stað í næsta samband Tók ákvörðun um að hætta að gera ráð fyrir því að fólk hataði sig Linda Ben mætir á skjáinn í fyrsta sinn Stóð ekki á svörum um vandræðalegasta augnablikið Meinta mannætan fékk ófrjósemisaðgerð í afmælisgjöf frá mömmu Hvað skal gera þegar tilhugsunin er meira sexý en kynlífið? Sjáðu stikluna: Zellweger, Firth og Grant öll í nýjustu Bridget Jones Sjá meira