Senda fernur nú til Svíþjóðar í von um betri nýtingu Kjartan Kjartansson skrifar 6. júní 2023 14:46 Svonefndar Tetra Pak-umbóðir, fernur sem eru samsettar úr pappír og plasti, torvelda endurvinnslu á pappír. Sorpa ætlar nú að láta flokka fernurnar sérstaklega frá öðrum pappír í Svíþjóð. Vísir/Getty Stjórn Sorpu hefur ákveðið að láta flokka fernur sem ekki hefur verið hægt að endurvinna sérstaklega úr pappírsúrgangi í Svíþjóð. Kostnaður við flokkunina er metinn um 75 milljónir króna á ári. Leiðbeiningar til almennings um flokkun á fernum verða óbreyttar. Mikil umræða hefur skapast um endurvinnslu á pappír eftir að dagblaðið Heimildin upplýsti að fernur sem flokkaðar eru með pappír til endurvinnslu séu ekki endurunnar heldur brenndar sem orkugjafi í sementverksmiðjum í Hollandi. Þær raddir hafa heyrst að almenningur hafi verið á einhvern hátt blekktur með fullyrðingum um að fernurnar yrðu endurunnar. Sorpa segir að fyrirtækið hafi nú fengið staðfest frá hollenska fyrirtækinu Smurfit Kappa, endurvinnsluaðila sínum á pappír, að fernurnar séu ekki endurunnar heldur endurnýttar í orkuvinnslu. Í tilkynningu biðst Sorpa afsökunar á sínum þætti í að miðla ekki skýrar til fólks hver afdrif drykkjarferna sem íbúar á höfuðborgarsvæðinu flokka eru. Þrátt fyrir þetta segir fyrirtækið að það nái að endurvinna um 92 prósent af pappír sem er flokkaður. Fernur skulu áfram flokkaðar með pappír Svonefndar Tetra Pak-umbúðir eru samsettar úr pappa og plasti. Smurfit Kappa segir Sorpu að enginn árangur hafi náðst í að endurvinna fernurnar og að þær rýri endurvinnslumöguleika pappírs sem er flokkaður með þeim. Mikilvægt sé því að ná fernunum úr pappírsstraumnum. Gunnar Dofri Ólafsson, samskiptastjóri Sorpu.Vísir/Sigurjón Því hefur stjórn Sorpu ákveðið að senda pappír fyrst í flokkun hjá Stena Recycling, móttökuaðila Sorpu í Svíþjóð á endurvinnsluefnum, þar sem Tetra Pak-umbóðir verða flokkaðar frá öðrum pappír og pappa. Umbúðunum verði komið í betri farveg í Svíþjóð en afgangurinn af pappírs- og papparuslinu verði svo fluttur áfram til Hollands. Reiknað er með því að kostnaðurinn við útúrdúrinn til Svíþjóðar nema um 75 milljónum króna á ári. Breytingin hefur ekki áhrif á leiðbeiningar til íbúa á höfuðborgarsvæðinu um flokkun á fernum. Þær skal áfram flokka með öðrum pappír. Annars verða þær urðaðar á urðunarstað Sorpu í Álfsnesi. Gunnar Dofri Ólafsson, samskiptastjóri Sorpu, segir í samtali við Vísi að ekki liggi nákvæmlega fyrir hvað verði um fernurnar í Svíþjóð. Þjóðhátíðardagur Svíþjóðar er í dag og því hafa nánari upplýsingar ekki fengist strax. Fyrirtækið Fiskeby Board AB haldi því fram að það geti endurunnið Tetra Pak-umbúðir. Umhverfismál Sorpa Tengdar fréttir Neytendur ekki blekktir þó fernur hafi verið brenndar Umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra hefur kallað forsvarsmenn Sorpu og Úrvinnslusjóð á fund til að skýra þær fréttir sem bárust í dag um að fernur sem neytendum hafi verið talin trú um að yrðu endurnýttar væru í raun brenndar. Hann lítur málið alvarlegum augum. Samskipta- og þróunarstjóri Sorpu segir of langt gengið að tala um blekkingar í þessu samhengi. 2. júní 2023 22:23 Mest lesið Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Innlent Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Erlent Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Innlent „Ég er ekkert búin að læra“ Innlent Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Innlent Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Innlent Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Erlent Fleiri fréttir Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Rýnt í kannanir og tendrun jólatrés í Hafnarfirði Alma verði heilbrigðisráðherra í stjórn Kristrúnar Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Sjá meira
Mikil umræða hefur skapast um endurvinnslu á pappír eftir að dagblaðið Heimildin upplýsti að fernur sem flokkaðar eru með pappír til endurvinnslu séu ekki endurunnar heldur brenndar sem orkugjafi í sementverksmiðjum í Hollandi. Þær raddir hafa heyrst að almenningur hafi verið á einhvern hátt blekktur með fullyrðingum um að fernurnar yrðu endurunnar. Sorpa segir að fyrirtækið hafi nú fengið staðfest frá hollenska fyrirtækinu Smurfit Kappa, endurvinnsluaðila sínum á pappír, að fernurnar séu ekki endurunnar heldur endurnýttar í orkuvinnslu. Í tilkynningu biðst Sorpa afsökunar á sínum þætti í að miðla ekki skýrar til fólks hver afdrif drykkjarferna sem íbúar á höfuðborgarsvæðinu flokka eru. Þrátt fyrir þetta segir fyrirtækið að það nái að endurvinna um 92 prósent af pappír sem er flokkaður. Fernur skulu áfram flokkaðar með pappír Svonefndar Tetra Pak-umbúðir eru samsettar úr pappa og plasti. Smurfit Kappa segir Sorpu að enginn árangur hafi náðst í að endurvinna fernurnar og að þær rýri endurvinnslumöguleika pappírs sem er flokkaður með þeim. Mikilvægt sé því að ná fernunum úr pappírsstraumnum. Gunnar Dofri Ólafsson, samskiptastjóri Sorpu.Vísir/Sigurjón Því hefur stjórn Sorpu ákveðið að senda pappír fyrst í flokkun hjá Stena Recycling, móttökuaðila Sorpu í Svíþjóð á endurvinnsluefnum, þar sem Tetra Pak-umbóðir verða flokkaðar frá öðrum pappír og pappa. Umbúðunum verði komið í betri farveg í Svíþjóð en afgangurinn af pappírs- og papparuslinu verði svo fluttur áfram til Hollands. Reiknað er með því að kostnaðurinn við útúrdúrinn til Svíþjóðar nema um 75 milljónum króna á ári. Breytingin hefur ekki áhrif á leiðbeiningar til íbúa á höfuðborgarsvæðinu um flokkun á fernum. Þær skal áfram flokka með öðrum pappír. Annars verða þær urðaðar á urðunarstað Sorpu í Álfsnesi. Gunnar Dofri Ólafsson, samskiptastjóri Sorpu, segir í samtali við Vísi að ekki liggi nákvæmlega fyrir hvað verði um fernurnar í Svíþjóð. Þjóðhátíðardagur Svíþjóðar er í dag og því hafa nánari upplýsingar ekki fengist strax. Fyrirtækið Fiskeby Board AB haldi því fram að það geti endurunnið Tetra Pak-umbúðir.
Umhverfismál Sorpa Tengdar fréttir Neytendur ekki blekktir þó fernur hafi verið brenndar Umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra hefur kallað forsvarsmenn Sorpu og Úrvinnslusjóð á fund til að skýra þær fréttir sem bárust í dag um að fernur sem neytendum hafi verið talin trú um að yrðu endurnýttar væru í raun brenndar. Hann lítur málið alvarlegum augum. Samskipta- og þróunarstjóri Sorpu segir of langt gengið að tala um blekkingar í þessu samhengi. 2. júní 2023 22:23 Mest lesið Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Innlent Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Erlent Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Innlent „Ég er ekkert búin að læra“ Innlent Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Innlent Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Innlent Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Erlent Fleiri fréttir Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Rýnt í kannanir og tendrun jólatrés í Hafnarfirði Alma verði heilbrigðisráðherra í stjórn Kristrúnar Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Sjá meira
Neytendur ekki blekktir þó fernur hafi verið brenndar Umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra hefur kallað forsvarsmenn Sorpu og Úrvinnslusjóð á fund til að skýra þær fréttir sem bárust í dag um að fernur sem neytendum hafi verið talin trú um að yrðu endurnýttar væru í raun brenndar. Hann lítur málið alvarlegum augum. Samskipta- og þróunarstjóri Sorpu segir of langt gengið að tala um blekkingar í þessu samhengi. 2. júní 2023 22:23