Segir reiði meðal félagsfólks stigmagnast með degi hverjum Margrét Björk Jónsdóttir skrifar 5. júní 2023 12:00 Sonja Ýr Þorbergsdóttir, formaður BSRB, segir að ekki standi til að þiggja samning sem Samband íslenskra sveitafélaga bjóða og segja þann besta boðinn hafi verið í kjaraviðræðum undanfarið. Vísir/Ívar Fannar Formaður BSRB segir reiði meðal félagsfólks stigmagnast með hverjum deginum. Ekki standi til að þiggja samning sem Samband íslenskra sveitarfélaga býður sem hljóðar upp á 50 til 60 þúsund hækkun lægstu launa. Víðtækar verkfallsaðgerðir félagsfólks BSRB eru hafnar eftir að samningafundi félagsins og Sambands íslenskra sveitarfélaga lauk án árangurs í nótt. Í tilkynningu sem Samband íslenskra sveitafélaga sendi frá sér nú í morgun kemur fram að sambandið vísi allri ábyrgð á verkfallsaðgerðum á forystufólk BSRB. Ítrekað hafi verið lögð fram ný tilboð sem hafi verið hafnað en það síðasta hljóðar upp á 50 til 60 þúsund króna hækkun lægstu launa. Sonja Ýr Þorbergsdóttir, formaður BSRB, segir ekki standi til að þiggja þann samning því allt strandi á þriggja mánaða hækkun á ársgrundvelli. „Það auðvitað grípur enginn til verkfalla nema í neyð. Við erum búin að reyna eiga samtal og reyna að rétta þennan kúr síðan í febrúar til að tryggja það að fólkið okkar búi ekki við mismunandi laun samanborið við aðra sem vinna inn á sömu vinnustöðum. Það hefur ekki þokað áfram. En það er auðvitað ekki þannig þegar við eigum í kjaradeilu að einhver einn beri ábyrgð á því.“ Inga Rún Ólafsdóttir, formaður samninganefnar Sambands sveitarfélaganna, segir sambandið ítrekað hafa lagt fram ný tilboð sem forysta BSRB hafi hafnað.Vísir/Ívar Fannar Sonja segir mikla samstöðu meðal félagsfólks BSRB um verkfallsaðgerðir sem nú eru skollnar á af fullum þunga. Góð þátttaka hafi verið í atkvæðagreiðslu og afstaða félagsfólks hafi verið mjög skýr þar sem mikill meirihluti kaus með aðgerðum. „Við finnum núna að það hefur verið mikil reiði og vonbrigði í hópnum yfir þessum mismunandi launum, sem bara eykst með hverjum deginum sem líður. Þau skilja ekki af hverju sveitafélögin grípa ekki til raunverulegra aðgerða til að leiðrétta þetta.“ Gríðarlegur stuðningur frá foreldrum Verkfallsaðgerðir sem nú eru hafnar hafa víðtæk áhrif á samfélagið allt. Ekki síst foreldra og börn en aðgerðirnar hafa áhrif á um 70 leikskóla. „Við höfum fundið fyrir gríðarlegum stuðningi af hálfu foreldra sem ég er mjög þakklát fyrir. Við vitum auðvitað að þetta hefur áhrif en það langar engan að vera í verkfalli. En þetta er til að tryggja okkar réttlátu kröfu um sömu laun fyrir sömu störf,“ segir Sonja Ýr Þorbergsdóttir formaður BSRB. Kjaraviðræður 2022-23 Kjaramál Tengdar fréttir Krafa um sömu laun fyrir sömu störf stendur enn út af borðinu Formaður BSRB segir að krafa félagsins um sömu laun fyrir sömu störf standi enn út af borðinu í viðræðum þess við sveitarfélög. Víðtækar verkfallsaðgerðir félagsmanna BSRB hófust í dag sem formaðurinn segir að hafi mikil samfélagsleg áhrif. 5. júní 2023 09:13 Mikill þungi færist nú í aðgerðirnar segir formaður BSRB Engin niðurstaða varð af löngum fundi í Karphúsinu í nótt á milli BSRB og Sambands íslenskra sveitarfélaga. Fundi lauk á öðrum tímanum í nótt og stefnir í víðtækar verkfallsaðgerðir í dag. 5. júní 2023 06:38 Enn engin niðurstaða í sjónmáli Enn er engin niðurstaða komin í karphúsinu í viðræðum stéttarfélagsins BSRB og Sambands íslenskra sveitarfélaga. 4. júní 2023 23:50 Foreldrar skulu gera ráðstafanir Freyja Steingrímsdóttir samskiptastjóri BSRB segir lítið hafi breyst í kjaraviðræðum Sambands íslenskra sveitarfélaga og BSRB. Enn er fundað í karphúsinu en allsherjarverkfall hefst að óbreyttu á morgun. 4. júní 2023 19:30 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu Erlent Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Innlent „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ Innlent Brenna líkin á nóttunni Innlent Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Innlent „Nei, Áslaug Arna“ Innlent Fleiri fréttir Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Rýnt í kannanir og tendrun jólatrés í Hafnarfirði Alma verði heilbrigðisráðherra í stjórn Kristrúnar Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Sjá meira
Víðtækar verkfallsaðgerðir félagsfólks BSRB eru hafnar eftir að samningafundi félagsins og Sambands íslenskra sveitarfélaga lauk án árangurs í nótt. Í tilkynningu sem Samband íslenskra sveitafélaga sendi frá sér nú í morgun kemur fram að sambandið vísi allri ábyrgð á verkfallsaðgerðum á forystufólk BSRB. Ítrekað hafi verið lögð fram ný tilboð sem hafi verið hafnað en það síðasta hljóðar upp á 50 til 60 þúsund króna hækkun lægstu launa. Sonja Ýr Þorbergsdóttir, formaður BSRB, segir ekki standi til að þiggja þann samning því allt strandi á þriggja mánaða hækkun á ársgrundvelli. „Það auðvitað grípur enginn til verkfalla nema í neyð. Við erum búin að reyna eiga samtal og reyna að rétta þennan kúr síðan í febrúar til að tryggja það að fólkið okkar búi ekki við mismunandi laun samanborið við aðra sem vinna inn á sömu vinnustöðum. Það hefur ekki þokað áfram. En það er auðvitað ekki þannig þegar við eigum í kjaradeilu að einhver einn beri ábyrgð á því.“ Inga Rún Ólafsdóttir, formaður samninganefnar Sambands sveitarfélaganna, segir sambandið ítrekað hafa lagt fram ný tilboð sem forysta BSRB hafi hafnað.Vísir/Ívar Fannar Sonja segir mikla samstöðu meðal félagsfólks BSRB um verkfallsaðgerðir sem nú eru skollnar á af fullum þunga. Góð þátttaka hafi verið í atkvæðagreiðslu og afstaða félagsfólks hafi verið mjög skýr þar sem mikill meirihluti kaus með aðgerðum. „Við finnum núna að það hefur verið mikil reiði og vonbrigði í hópnum yfir þessum mismunandi launum, sem bara eykst með hverjum deginum sem líður. Þau skilja ekki af hverju sveitafélögin grípa ekki til raunverulegra aðgerða til að leiðrétta þetta.“ Gríðarlegur stuðningur frá foreldrum Verkfallsaðgerðir sem nú eru hafnar hafa víðtæk áhrif á samfélagið allt. Ekki síst foreldra og börn en aðgerðirnar hafa áhrif á um 70 leikskóla. „Við höfum fundið fyrir gríðarlegum stuðningi af hálfu foreldra sem ég er mjög þakklát fyrir. Við vitum auðvitað að þetta hefur áhrif en það langar engan að vera í verkfalli. En þetta er til að tryggja okkar réttlátu kröfu um sömu laun fyrir sömu störf,“ segir Sonja Ýr Þorbergsdóttir formaður BSRB.
Kjaraviðræður 2022-23 Kjaramál Tengdar fréttir Krafa um sömu laun fyrir sömu störf stendur enn út af borðinu Formaður BSRB segir að krafa félagsins um sömu laun fyrir sömu störf standi enn út af borðinu í viðræðum þess við sveitarfélög. Víðtækar verkfallsaðgerðir félagsmanna BSRB hófust í dag sem formaðurinn segir að hafi mikil samfélagsleg áhrif. 5. júní 2023 09:13 Mikill þungi færist nú í aðgerðirnar segir formaður BSRB Engin niðurstaða varð af löngum fundi í Karphúsinu í nótt á milli BSRB og Sambands íslenskra sveitarfélaga. Fundi lauk á öðrum tímanum í nótt og stefnir í víðtækar verkfallsaðgerðir í dag. 5. júní 2023 06:38 Enn engin niðurstaða í sjónmáli Enn er engin niðurstaða komin í karphúsinu í viðræðum stéttarfélagsins BSRB og Sambands íslenskra sveitarfélaga. 4. júní 2023 23:50 Foreldrar skulu gera ráðstafanir Freyja Steingrímsdóttir samskiptastjóri BSRB segir lítið hafi breyst í kjaraviðræðum Sambands íslenskra sveitarfélaga og BSRB. Enn er fundað í karphúsinu en allsherjarverkfall hefst að óbreyttu á morgun. 4. júní 2023 19:30 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu Erlent Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Innlent „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ Innlent Brenna líkin á nóttunni Innlent Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Innlent „Nei, Áslaug Arna“ Innlent Fleiri fréttir Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Rýnt í kannanir og tendrun jólatrés í Hafnarfirði Alma verði heilbrigðisráðherra í stjórn Kristrúnar Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Sjá meira
Krafa um sömu laun fyrir sömu störf stendur enn út af borðinu Formaður BSRB segir að krafa félagsins um sömu laun fyrir sömu störf standi enn út af borðinu í viðræðum þess við sveitarfélög. Víðtækar verkfallsaðgerðir félagsmanna BSRB hófust í dag sem formaðurinn segir að hafi mikil samfélagsleg áhrif. 5. júní 2023 09:13
Mikill þungi færist nú í aðgerðirnar segir formaður BSRB Engin niðurstaða varð af löngum fundi í Karphúsinu í nótt á milli BSRB og Sambands íslenskra sveitarfélaga. Fundi lauk á öðrum tímanum í nótt og stefnir í víðtækar verkfallsaðgerðir í dag. 5. júní 2023 06:38
Enn engin niðurstaða í sjónmáli Enn er engin niðurstaða komin í karphúsinu í viðræðum stéttarfélagsins BSRB og Sambands íslenskra sveitarfélaga. 4. júní 2023 23:50
Foreldrar skulu gera ráðstafanir Freyja Steingrímsdóttir samskiptastjóri BSRB segir lítið hafi breyst í kjaraviðræðum Sambands íslenskra sveitarfélaga og BSRB. Enn er fundað í karphúsinu en allsherjarverkfall hefst að óbreyttu á morgun. 4. júní 2023 19:30
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent