„Hann veit manna best að hann þarf að gera eitthvað í sínum málum“ Smári Jökull Jónsson skrifar 3. júní 2023 12:00 Snorri Steinn Guðjónsson var gestur í nýjasta þætti Handkastsins. Vísir/Vilhelm Snorri Steinn Guðjónsson, nýráðinn landsliðsþjálfari í handknattleik, var gestur í nýjasta þætti Handkastsins þar sem hann ræddi landsliðið við Arnar Daða Arnarsson stjórnanda hlaðvarpsins. Snorri Steinn Guðjónsson var í vikunni ráðinn landsliðsþjálfari Íslands í handknattleik en hann tekur við liðinu sem hafði verið þjálfaralaust í 100 daga eftir að Guðmundi Guðmundssyni var sagt upp störfum. Snorri Steinn var gestur í nýjasta þætti handboltahlaðvarpsins Handkastið þar sem hann og Arnar Daði Arnarsson, sérfræðingur Stöð 2 Sport og stjórnandi Handkastsins, fóru yfir víðan völl í umræðu um karlalandsliðið í handbolta. Meðal þess sem þeir Arnar Daði og Snorri Steinn ræddu var staðan á Aroni Pálmarssyni landsliðsfyrirliða. Aron er á leið heim til FH í sumar og mun leika með liðinu í Olís-deild karla á næsta tímabili. Umræða skapaðist um stöðu Arons í landsliðinu eftir EM í janúar en Aron hefur verið óheppinn með meiðsli á sínum landsliðsferli og lent í því oftar en einu sinni að þurfa að hætta keppni eða forfallast á stórmóti. „Auðvitað hef ég áhyggjur af því að einn besti leikmaður sem við höfum átt hefur verið mikið meiddur. Það er alveg óháð því hvort hann heitir Aron, Ómar Ingi eða Gísli Þorgeir,“ sagði Snorri Steinn. „Ætli það verði ekki versti parturinn af þessu, það er að standa af sér desember og vona að enginn meiðist. Það er áhyggjuefni. Það að hann fari í FH, auðvitað væri frábært ef hann væri áfram í sterkustu deildum í heiminum að spila þar á fullu. Hann tekur þessa ákvörðun og hún er ekki bara handboltalegs eðlis og við þurfum að virða það. “ Snorri Steinn segist hafa rætt við Aron og segir að það vanti ekki viljann eða löngunina hjá honum að koma sér á lappir. „Ég er búinn að ræða við Aron, hann er fáránlega mótiveraður fyrir þessu. Hann veit manna best sjálfur að hann þarf að gera eitthvað, hann þarf að gera eitthvað í sínum málum. Hann er að gera það, það er ekki eins og hann sé bara heima að borða Snickers. Það er bara þvæla.“ „Það vantar ekki viljann og löngunina til að koma sér á lappir.“ „Væri til í að sleppa við það“ „Varðandi hans hlutverk þá er ég með ákveðnar hugmyndir. Ég er ekkert að fara að umturna hans hlutverki og ég ætla ekkert að tala of mikið um það. Ég ætla bara að setjast niður með honum þegar hann flytur heim í sumar og fara aðeins yfir hvað ég sé fyrir mér frá honum.“ „Aron Pálmarsson í dúndurstandi, það segir sig sjálft að það er lykilleikmaður í þessu landsliði,“ bætti Snorri Steinn við. Síðasta spurningin sem Snorri Steinn fékk var áhugaverð en þá spurði Arnar Daði hann að því hvort hann myndi banna leikmönnum landsliðsins að tjá sig á samfélagsmiðlum á meðan á stórmótum stendur. „Ertu að hugsa um Bjögga?,“ spurði Snorri Steinn með gamansömum tón en Björgvin Páll Gústavsson, markvörður Vals og landsliðsins, hefur í gegnum tíðina verið duglegur að tjá sig á samfélagsmiðlum um landsliðsverkefni og ýmis önnur mál. Skemmst er að minnast málsins sem kom upp á milli Björgvins Páls og Kristjáns Arnar Kristjánssonar, félaga hans í landsliðinu, þar sem Björgvin fór mikinn á samfélagsmiðlum og tilkynnti meðal annars að hann myndi ekki gefa kost á sér í næsta verkefni landsliðsins. Málið leystist þó farsællega. „Ég talaði nú við Karenu konuna hans um daginn og spurði hvort hún gæti ekki bara tekið internetið úr sambandi um daginn. Við bara sjáum hvaða leið ég fer í því. Ef þú ert að vitna í þetta sem var um daginn þá væri ég til í að sleppa við það,“ sagði Snorri Steinn að lokum. Handkastið Landslið karla í handbolta Tengdar fréttir Snorri Steinn jafngamall Þorbirni Jens og einu ári eldri en Gummi Gumm Snorri Steinn Guðjónsson er tekinn við sem þjálfari íslenska karlalandsliðsins í handbolta en hann er þó ekki í hópi þeirra sem hafa yngstir tekið við landsliði Íslands. 2. júní 2023 10:31 Eigum að geta keppt um verðlaun inn á milli „Ég er mjög sáttur. Ég tel að við höfum tekið rétta ákvörðun út frá þeim möguleikum sem við höfðum,“ sagði Guðmundur B. Ólafsson, formaður HSÍ, eftir að hafa kynnt Snorra Stein Guðjónsson sem nýjan landsliðsþjálfara karla í handbolta. 2. júní 2023 07:20 „Mjög stoltur að geta kallað mig landsliðsþjálfara“ Snorri Steinn Guðjónsson segist stoltur yfir því að hafa verið ráðinn þjálfari íslenska karlalandsliðsins í handbolta. 1. júní 2023 15:31 Snorri Steinn í fullt starf og skrifaði undir þriggja ára samning Vísir var með beina útsendingu og textalýsingu frá blaðamannafundi HSÍ þar sem Snorri Steinn Guðjónsson var kynntur sem næsti þjálfari íslenska karlalandsliðsins í handbolta. 1. júní 2023 13:00 Mest lesið Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sport Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Körfubolti Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi Enski boltinn „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Formúla 1 Langlíklegast að Ísland fari í umspil í mars og lítinn HM-riðil Fótbolti Fyrsta stóra fótboltafélagið sem yfirgefur X-ið: „Hatursvél“ Fótbolti United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Enski boltinn Svona var blaðamannafundur KSÍ í Podgorica Fótbolti Elliði segir HM ekki í hættu Handbolti LeBron gefur vísbendingu hvenær hann hættir Körfubolti Fleiri fréttir Guðjón Valur framlengir við Gummersbach Elliði segir HM ekki í hættu Mosfellingar í vandræðum í Grafarvogi en redduðu sér í lokin Anna Karólína varði þrjú víti en það dugði ekki til Guðjón Valur án Íslendinga en áfram í bikarnum Uppgjörið: Grótta - Haukar 25-42 | Haukar kjöldrógu Gróttu FH-ingar í fínum gír án Arons „Enn sáttari með að allir leikmenn fari heilir inn í þetta jólafrí” Embla tryggði Stjörnunni sigur Rúnar frábær í sigri á gamla heimavelli sínum í Eyjum Íslendingalið í bikarúrslit í Noregi en aðeins eitt áfram í þýska bikarnum Uppgjör og viðtöl: Haukar - Fram 20-28 | Sannfærandi sigur Fram Einar Bragi öflugur í stórsigri Kristianstad Þórey Anna minnti á sig í 35. sigri Valskvenna í röð Er HSÍ í samstarfi við Adidas eða ekki? „Það er erfitt að færa þessar fregnir“ Nýja mamman „hefði þurft 1-2 mánuði í viðbót“ Sandra ekki í EM-hópnum en Rut fer með Svona var fundurinn er Arnar tilkynnti EM-hópinn Íslenski risinn sem gnæfir yfir Porto: „Myndi ekki vilja gera neitt annað“ Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Viktor Gísli í úrvalsliði fyrstu tveggja umferða undankeppninnar Andrea öflug í sigri á Söndru og stöllum í Metzungen Dana klikkaði ekki á skoti en Volda tapaði stigi Annar sannfærandi sigur hjá lærisveinum Alfreðs Gísla Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Frábær þriggja marka sigur Vals Botnliðið sótti tvö stig út í Eyjar Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Fram 18-24 | Framkonur góðar í Garðabæ Rakel Dögg: Þá eru meiri líkur á sigri Sjá meira
Snorri Steinn Guðjónsson var í vikunni ráðinn landsliðsþjálfari Íslands í handknattleik en hann tekur við liðinu sem hafði verið þjálfaralaust í 100 daga eftir að Guðmundi Guðmundssyni var sagt upp störfum. Snorri Steinn var gestur í nýjasta þætti handboltahlaðvarpsins Handkastið þar sem hann og Arnar Daði Arnarsson, sérfræðingur Stöð 2 Sport og stjórnandi Handkastsins, fóru yfir víðan völl í umræðu um karlalandsliðið í handbolta. Meðal þess sem þeir Arnar Daði og Snorri Steinn ræddu var staðan á Aroni Pálmarssyni landsliðsfyrirliða. Aron er á leið heim til FH í sumar og mun leika með liðinu í Olís-deild karla á næsta tímabili. Umræða skapaðist um stöðu Arons í landsliðinu eftir EM í janúar en Aron hefur verið óheppinn með meiðsli á sínum landsliðsferli og lent í því oftar en einu sinni að þurfa að hætta keppni eða forfallast á stórmóti. „Auðvitað hef ég áhyggjur af því að einn besti leikmaður sem við höfum átt hefur verið mikið meiddur. Það er alveg óháð því hvort hann heitir Aron, Ómar Ingi eða Gísli Þorgeir,“ sagði Snorri Steinn. „Ætli það verði ekki versti parturinn af þessu, það er að standa af sér desember og vona að enginn meiðist. Það er áhyggjuefni. Það að hann fari í FH, auðvitað væri frábært ef hann væri áfram í sterkustu deildum í heiminum að spila þar á fullu. Hann tekur þessa ákvörðun og hún er ekki bara handboltalegs eðlis og við þurfum að virða það. “ Snorri Steinn segist hafa rætt við Aron og segir að það vanti ekki viljann eða löngunina hjá honum að koma sér á lappir. „Ég er búinn að ræða við Aron, hann er fáránlega mótiveraður fyrir þessu. Hann veit manna best sjálfur að hann þarf að gera eitthvað, hann þarf að gera eitthvað í sínum málum. Hann er að gera það, það er ekki eins og hann sé bara heima að borða Snickers. Það er bara þvæla.“ „Það vantar ekki viljann og löngunina til að koma sér á lappir.“ „Væri til í að sleppa við það“ „Varðandi hans hlutverk þá er ég með ákveðnar hugmyndir. Ég er ekkert að fara að umturna hans hlutverki og ég ætla ekkert að tala of mikið um það. Ég ætla bara að setjast niður með honum þegar hann flytur heim í sumar og fara aðeins yfir hvað ég sé fyrir mér frá honum.“ „Aron Pálmarsson í dúndurstandi, það segir sig sjálft að það er lykilleikmaður í þessu landsliði,“ bætti Snorri Steinn við. Síðasta spurningin sem Snorri Steinn fékk var áhugaverð en þá spurði Arnar Daði hann að því hvort hann myndi banna leikmönnum landsliðsins að tjá sig á samfélagsmiðlum á meðan á stórmótum stendur. „Ertu að hugsa um Bjögga?,“ spurði Snorri Steinn með gamansömum tón en Björgvin Páll Gústavsson, markvörður Vals og landsliðsins, hefur í gegnum tíðina verið duglegur að tjá sig á samfélagsmiðlum um landsliðsverkefni og ýmis önnur mál. Skemmst er að minnast málsins sem kom upp á milli Björgvins Páls og Kristjáns Arnar Kristjánssonar, félaga hans í landsliðinu, þar sem Björgvin fór mikinn á samfélagsmiðlum og tilkynnti meðal annars að hann myndi ekki gefa kost á sér í næsta verkefni landsliðsins. Málið leystist þó farsællega. „Ég talaði nú við Karenu konuna hans um daginn og spurði hvort hún gæti ekki bara tekið internetið úr sambandi um daginn. Við bara sjáum hvaða leið ég fer í því. Ef þú ert að vitna í þetta sem var um daginn þá væri ég til í að sleppa við það,“ sagði Snorri Steinn að lokum.
Handkastið Landslið karla í handbolta Tengdar fréttir Snorri Steinn jafngamall Þorbirni Jens og einu ári eldri en Gummi Gumm Snorri Steinn Guðjónsson er tekinn við sem þjálfari íslenska karlalandsliðsins í handbolta en hann er þó ekki í hópi þeirra sem hafa yngstir tekið við landsliði Íslands. 2. júní 2023 10:31 Eigum að geta keppt um verðlaun inn á milli „Ég er mjög sáttur. Ég tel að við höfum tekið rétta ákvörðun út frá þeim möguleikum sem við höfðum,“ sagði Guðmundur B. Ólafsson, formaður HSÍ, eftir að hafa kynnt Snorra Stein Guðjónsson sem nýjan landsliðsþjálfara karla í handbolta. 2. júní 2023 07:20 „Mjög stoltur að geta kallað mig landsliðsþjálfara“ Snorri Steinn Guðjónsson segist stoltur yfir því að hafa verið ráðinn þjálfari íslenska karlalandsliðsins í handbolta. 1. júní 2023 15:31 Snorri Steinn í fullt starf og skrifaði undir þriggja ára samning Vísir var með beina útsendingu og textalýsingu frá blaðamannafundi HSÍ þar sem Snorri Steinn Guðjónsson var kynntur sem næsti þjálfari íslenska karlalandsliðsins í handbolta. 1. júní 2023 13:00 Mest lesið Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sport Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Körfubolti Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi Enski boltinn „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Formúla 1 Langlíklegast að Ísland fari í umspil í mars og lítinn HM-riðil Fótbolti Fyrsta stóra fótboltafélagið sem yfirgefur X-ið: „Hatursvél“ Fótbolti United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Enski boltinn Svona var blaðamannafundur KSÍ í Podgorica Fótbolti Elliði segir HM ekki í hættu Handbolti LeBron gefur vísbendingu hvenær hann hættir Körfubolti Fleiri fréttir Guðjón Valur framlengir við Gummersbach Elliði segir HM ekki í hættu Mosfellingar í vandræðum í Grafarvogi en redduðu sér í lokin Anna Karólína varði þrjú víti en það dugði ekki til Guðjón Valur án Íslendinga en áfram í bikarnum Uppgjörið: Grótta - Haukar 25-42 | Haukar kjöldrógu Gróttu FH-ingar í fínum gír án Arons „Enn sáttari með að allir leikmenn fari heilir inn í þetta jólafrí” Embla tryggði Stjörnunni sigur Rúnar frábær í sigri á gamla heimavelli sínum í Eyjum Íslendingalið í bikarúrslit í Noregi en aðeins eitt áfram í þýska bikarnum Uppgjör og viðtöl: Haukar - Fram 20-28 | Sannfærandi sigur Fram Einar Bragi öflugur í stórsigri Kristianstad Þórey Anna minnti á sig í 35. sigri Valskvenna í röð Er HSÍ í samstarfi við Adidas eða ekki? „Það er erfitt að færa þessar fregnir“ Nýja mamman „hefði þurft 1-2 mánuði í viðbót“ Sandra ekki í EM-hópnum en Rut fer með Svona var fundurinn er Arnar tilkynnti EM-hópinn Íslenski risinn sem gnæfir yfir Porto: „Myndi ekki vilja gera neitt annað“ Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Viktor Gísli í úrvalsliði fyrstu tveggja umferða undankeppninnar Andrea öflug í sigri á Söndru og stöllum í Metzungen Dana klikkaði ekki á skoti en Volda tapaði stigi Annar sannfærandi sigur hjá lærisveinum Alfreðs Gísla Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Frábær þriggja marka sigur Vals Botnliðið sótti tvö stig út í Eyjar Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Fram 18-24 | Framkonur góðar í Garðabæ Rakel Dögg: Þá eru meiri líkur á sigri Sjá meira
Snorri Steinn jafngamall Þorbirni Jens og einu ári eldri en Gummi Gumm Snorri Steinn Guðjónsson er tekinn við sem þjálfari íslenska karlalandsliðsins í handbolta en hann er þó ekki í hópi þeirra sem hafa yngstir tekið við landsliði Íslands. 2. júní 2023 10:31
Eigum að geta keppt um verðlaun inn á milli „Ég er mjög sáttur. Ég tel að við höfum tekið rétta ákvörðun út frá þeim möguleikum sem við höfðum,“ sagði Guðmundur B. Ólafsson, formaður HSÍ, eftir að hafa kynnt Snorra Stein Guðjónsson sem nýjan landsliðsþjálfara karla í handbolta. 2. júní 2023 07:20
„Mjög stoltur að geta kallað mig landsliðsþjálfara“ Snorri Steinn Guðjónsson segist stoltur yfir því að hafa verið ráðinn þjálfari íslenska karlalandsliðsins í handbolta. 1. júní 2023 15:31
Snorri Steinn í fullt starf og skrifaði undir þriggja ára samning Vísir var með beina útsendingu og textalýsingu frá blaðamannafundi HSÍ þar sem Snorri Steinn Guðjónsson var kynntur sem næsti þjálfari íslenska karlalandsliðsins í handbolta. 1. júní 2023 13:00