Samkeppni um innritun farangurs í Keflavík Máni Snær Þorláksson skrifar 1. júní 2023 14:09 Rúnar Árnason og Valgeir Bjarnason, stofnendur fyrirtækisins Bagbee. Aðsend Nýtt íslenskt fyrirtæki að nafni BagBee tekur nú að sér innrita farangur fyrir fólk á Keflavíkurflugvelli. Þjónusta sem þessi hefur verið að ryðja sér til rúms í Evrópu en um er að ræða annað fyrirtækið hér á landi sem býður upp á hana. BagBee er stofnað af þeim Valgeiri Bjarnasyni og Rúnari Árnasyni, tveimur frumkvöðlum sem báðir hafa reynslu úr ferðaþjónustu. Þjónusta fyrirtækisins felst í því að sækja farangur heim til fólks eða á hótel og innrita hann fyrir það. Fólk getur þannig mætt síðar á flugvöllinn og farið beinustu leið í öryggisleitina. „Hægt er að velja á hvaða tíma farangur er sóttur og er hann innsiglaður og innritaður við afhendingu. Farþeginn fær afrit af farangursmiðanum og getur rakið ferðir farangur síns á leið á völlinn. Skilaboð með myndum af farangrinum berast svo með tölvupósti í síma þegar farangur hefur verið afhentur flugfélaginu á flugvellinum,“ segir í tilkynningu frá fyrirtækinu. Þjónusta sem þessi kom fyrst fram á sjónarsviðið hér á landi í febrúar á þessu ári þegar Öryggismiðstöðin hóf að bjóða upp á hana í samstarfi með Icelandair. Fyrst um sinn verður þjónusta BagBee í boði fyrir flug með Icelandair og Play en í tilkynningunni kemur fram að fleiri flugfélög muni bætast við með haustinu. Geti auðveldað ferðalagið Valgeir, sem gegnir stöðu framkvæmdastjóra BagBee, segir fyrirtæki sem sérhæfa sig í þessari þjónustu hafa verið að ryðja sér til rúms í Evrópu. Svipuð þjónusta hafi þó verið í boði í Asíu í nokkurn tíma. „Með bættri tækni og auknum áhuga flugvalla á að hraða innritun farþega, hefur áhugi á þjónustunni aukist hratt. Markmið okkar er að einfalda ferðalög fólks og hugmyndin er í raun ekki flókin. Við sækjum farangur heim til fólks, innritum hann, innsiglum og förum með upp á völl undir myndavélaeftirliti. Útfærslan, leyfis- og tæknimál hafa verið unnin náið með flugfélögunum og flugvallaryfirvöldum hér á landi til að tryggja góða og örugga þjónustu“, er haft eftir Valgeiri í tilkynningu. Valgeir segir það vera ánægjulegt að hefja starfsemi á þessum tímapunkti. Búist sé við miklu álagi á innritunarsal Keflavíkurflugvallar í sumar vegna mikils farþegafjölda. Það geti auðveldað ferðalagið að hafa innritað farangurinn fyrirfram. Að hans sögn hefur ferðaþjónustan brugðist vel við þessari þjónustu. Þá sé samtal við erlenda samstarfsaðila þegar hafið og er markmið BagBee að geta boðið upp á heildarlausn við farangursflutninga fólks. „Í náinni framtíð getum við sótt farangurinn heim til fólks og svo kemur farangurinn upp á hótel á áfangastað.“ Neytendur Fréttir af flugi Keflavíkurflugvöllur Mest lesið „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ Viðskipti innlent Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Viðskipti erlent KS við það að kaupa B. Jensen Viðskipti innlent Eini sjö sæta rafbíllinn í sínum verðflokki Samstarf Skerðingum að hluta frestað þökk sé hlýindum Viðskipti innlent Sólrún, Brynjar og Aníta til Reita Viðskipti innlent Kynna nýja samheitaorðbók sem samin er með hjálp gervigreindar Viðskipti innlent Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Viðskipti innlent Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Viðskipti innlent Níu varðhundar neytenda sameinast á einum vef Neytendur Fleiri fréttir Kynna nýja samheitaorðbók sem samin er með hjálp gervigreindar Skerðingum að hluta frestað þökk sé hlýindum Sólrún, Brynjar og Aníta til Reita „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ KS við það að kaupa B. Jensen Icelandair byrjar að fljúga til Istanbúl Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Spá því að nefndin lækki stýrivexti duglega Spá því að verðbólgan fari í 4,5 prósent Telur enga frétt í leyniupptökunum um hvalveiðar Bein útsending: Leiðir til að lækka vexti Hagnaður Sýnar dróst verulega saman milli ára Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Spá hressilegri vaxtalækkun Lentu vélum easyJet örugglega á Akureyri þrátt fyrir hvassviðri Kaupmáttur á opinberum markaði minni vegna lausra samninga Þrjú ráðin til Tryggja Arna innkallar kaffiskyr með vanillubragði Bein útsending: Kosningafundur Viðskiptaráðs - Horfum til hagsældar Horfur tveggja banka úr stöðugum í jákvæðar Ísold ráðin markaðsstjóri Frá Bændasamtökunum til Samorku Fáránlegt að eiga ekki „smá Bitcoin“ á Íslandi Deildarstjóri, lögfræðingur og viðskiptastjóri ráðin til Mílu Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Sjá meira
BagBee er stofnað af þeim Valgeiri Bjarnasyni og Rúnari Árnasyni, tveimur frumkvöðlum sem báðir hafa reynslu úr ferðaþjónustu. Þjónusta fyrirtækisins felst í því að sækja farangur heim til fólks eða á hótel og innrita hann fyrir það. Fólk getur þannig mætt síðar á flugvöllinn og farið beinustu leið í öryggisleitina. „Hægt er að velja á hvaða tíma farangur er sóttur og er hann innsiglaður og innritaður við afhendingu. Farþeginn fær afrit af farangursmiðanum og getur rakið ferðir farangur síns á leið á völlinn. Skilaboð með myndum af farangrinum berast svo með tölvupósti í síma þegar farangur hefur verið afhentur flugfélaginu á flugvellinum,“ segir í tilkynningu frá fyrirtækinu. Þjónusta sem þessi kom fyrst fram á sjónarsviðið hér á landi í febrúar á þessu ári þegar Öryggismiðstöðin hóf að bjóða upp á hana í samstarfi með Icelandair. Fyrst um sinn verður þjónusta BagBee í boði fyrir flug með Icelandair og Play en í tilkynningunni kemur fram að fleiri flugfélög muni bætast við með haustinu. Geti auðveldað ferðalagið Valgeir, sem gegnir stöðu framkvæmdastjóra BagBee, segir fyrirtæki sem sérhæfa sig í þessari þjónustu hafa verið að ryðja sér til rúms í Evrópu. Svipuð þjónusta hafi þó verið í boði í Asíu í nokkurn tíma. „Með bættri tækni og auknum áhuga flugvalla á að hraða innritun farþega, hefur áhugi á þjónustunni aukist hratt. Markmið okkar er að einfalda ferðalög fólks og hugmyndin er í raun ekki flókin. Við sækjum farangur heim til fólks, innritum hann, innsiglum og förum með upp á völl undir myndavélaeftirliti. Útfærslan, leyfis- og tæknimál hafa verið unnin náið með flugfélögunum og flugvallaryfirvöldum hér á landi til að tryggja góða og örugga þjónustu“, er haft eftir Valgeiri í tilkynningu. Valgeir segir það vera ánægjulegt að hefja starfsemi á þessum tímapunkti. Búist sé við miklu álagi á innritunarsal Keflavíkurflugvallar í sumar vegna mikils farþegafjölda. Það geti auðveldað ferðalagið að hafa innritað farangurinn fyrirfram. Að hans sögn hefur ferðaþjónustan brugðist vel við þessari þjónustu. Þá sé samtal við erlenda samstarfsaðila þegar hafið og er markmið BagBee að geta boðið upp á heildarlausn við farangursflutninga fólks. „Í náinni framtíð getum við sótt farangurinn heim til fólks og svo kemur farangurinn upp á hótel á áfangastað.“
Neytendur Fréttir af flugi Keflavíkurflugvöllur Mest lesið „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ Viðskipti innlent Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Viðskipti erlent KS við það að kaupa B. Jensen Viðskipti innlent Eini sjö sæta rafbíllinn í sínum verðflokki Samstarf Skerðingum að hluta frestað þökk sé hlýindum Viðskipti innlent Sólrún, Brynjar og Aníta til Reita Viðskipti innlent Kynna nýja samheitaorðbók sem samin er með hjálp gervigreindar Viðskipti innlent Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Viðskipti innlent Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Viðskipti innlent Níu varðhundar neytenda sameinast á einum vef Neytendur Fleiri fréttir Kynna nýja samheitaorðbók sem samin er með hjálp gervigreindar Skerðingum að hluta frestað þökk sé hlýindum Sólrún, Brynjar og Aníta til Reita „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ KS við það að kaupa B. Jensen Icelandair byrjar að fljúga til Istanbúl Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Spá því að nefndin lækki stýrivexti duglega Spá því að verðbólgan fari í 4,5 prósent Telur enga frétt í leyniupptökunum um hvalveiðar Bein útsending: Leiðir til að lækka vexti Hagnaður Sýnar dróst verulega saman milli ára Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Spá hressilegri vaxtalækkun Lentu vélum easyJet örugglega á Akureyri þrátt fyrir hvassviðri Kaupmáttur á opinberum markaði minni vegna lausra samninga Þrjú ráðin til Tryggja Arna innkallar kaffiskyr með vanillubragði Bein útsending: Kosningafundur Viðskiptaráðs - Horfum til hagsældar Horfur tveggja banka úr stöðugum í jákvæðar Ísold ráðin markaðsstjóri Frá Bændasamtökunum til Samorku Fáránlegt að eiga ekki „smá Bitcoin“ á Íslandi Deildarstjóri, lögfræðingur og viðskiptastjóri ráðin til Mílu Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Sjá meira