Betri stjórnendur með betri samskiptum Guðni Hannes Estherarson skrifar 1. júní 2023 10:31 Ég er einn þeirra sem þurftu að hafa mikið fyrir námi í gegnum tíðina. Reyndar er það svo að mér hefur alltaf fundist mjög flókið að læra það sem ég hef ekki haft verklega reynslu af áður. Það voru því blendnar tilfinningar sem fylgdu því þegar mér bauðst að skrá mig í leiðtoganámið Forysta til framtíðar, í Háskólanum á Bifröst , en það er samstarfsverkefni skólans og vinnuveitanda míns, Samkaupa. Ég var kvíðinn þar sem mér hefur fundist erfitt að læra og námið var á háskólastigi. En þar sem það snýr að verslunarstjórnun, sem er eitthvað sem ég hef reynslu af, ákvað ég að slá til. Markmið námsins, sem er vottað 12ECT eininga háskólanám, er að móta öflugri leiðtoga til framtíðar og byggja upp hæfni og þekkingu. Þannig fær starfsfólk faglega menntun og tækifæri til að þróast sem leiðtogar og takast á við síbreytilegt umhverfi verslunarheimsins. Námið snýst ekki síst um að líta inn á við og styrkja okkur sjálf í mannlegum samskiptum. Það eru margar leiðir til að eiga í samskiptum og er það okkar stjórnenda að finna leiðir til þess að bæta almenna samskiptafærni okkar. Hjá Samkaupum starfa 1400 manns í um 700 stöðugildum og eins og gefur að skilja er hópurinn sem þar starfar fjölbreyttur hópur með ólíkar þarfir. Þegar maður stendur frammi fyrir því að stýra jafn breiðum hópi starfsfólks á öllum aldri, frá ólíkum menningarheimum og fólki sem á jafnvel ekkert sameiginlegt tungumál, þá verður okkur ekkert ágengt sem stjórnendum með gamla hugsunarháttinn að það þurfi að koma eins fram og tala eins við alla – ef einhver sættir sig ekki við það þá þurfi hann bara að fara eitthvað annað. Við þurfum að læra hvernig samskipti geta verið uppbyggileg og okkur til gagns og þetta nám hefur fært mér mögnuð verkfæri til þess. Við höfum líka fengið að kynnast okkar eigin styrkleikum og hvernig við getum nýtt þá og ræktað þá styrkleika sem ber minna á en gæti nýst okkur betur. Þá höfum við einnig fengið innsýn í það hvernig við getum nýtt okkur styrkleika annarra enda gerir fólk sér ekki alltaf grein fyrir þeim sjálft. En það sem gerist þegar maður nær að virkja styrkleika hjá starfsmanni er töfrum líkast. Áhuginn á starfinu verður meiri, viðkomandi verður glaður, vinnuframlegð eykst til muna, sem og frumkvæði, áræðni – og veikindadögum fækkar. Viðkomandi starfsmaður tekur aukinni ábyrgð fagnandi og traustið á milli þín og hans styrkist. Og það sem skiptir kannski mestu máli er að viðkomandi verður sterkari hlekkur í teyminu. Teyminu sem þú þarft á að halda sem stjórnandi til þess að minnka stress og álag. Stuttu eftir að ég hóf námið við Háskólann á Bifröst hófst ég handa og breytti ákveðnum hlutum í mínum samskiptum við starfsmenn þó svo þau hafi svo sem ekkert verið slæm fyrir. Ég byrjaði að vinna með þrjá meginpunkta sem ég vinn ennþá með og minni mig á daglega. Ég tala skýrt svo starfsmenn þurfi ekki að lesa í eyður eða misskilji mig. Ég hlusta. Og þá meina ég það þegar ég segi, að ég hlusti. Starfsmaðurinn fær 100% athygli. Ég lít upp frá tölvunni, læt símann ekki trufla og tek jafnvel lesgleraugun af nefinu. Ég spyr leiðandi spurninga. Þannig fæ ég starfsmenn til að taka meiri þátt í umræðum og koma skoðunum sínum á framfæri. Nú þegar ég hef útskrifast úr þessu námi er þakklæti mér efst í huga. Ég vil þá helst þakka stjórnendum Samkaupa fyrir að gera starfsfólki sínu kleift að vaxa í starfi og stunda nám með vinnu sem hæfir hverjum og einum. Það hefur verið ómetanlegt fyrir mig og samnemendur mína en einnig skapað mikið virði fyrir fyrirtækið. Því vil ég hvetja stjórnendur annarra fyrirtækja til þess að líta inn á við og skoða hvernig þeir geta eflt starfsfólk sitt og hvatt það til náms. Það er fjárfesting sem borgar sig margfalt. Höfundur er verslunarstjóri. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Matvöruverslun Mest lesið Ert þú með geðsjúkdóm? Mjög líklega... Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun „Hvenær var þetta samtal við þjóðina tekið?“ spurði garðyrkjubóndinn Halla Hrund Logadóttir Skoðun Þeir sem þurfa ekki að takast á við afleiðingar gjörða sinna Davíð Már Sigurðsson Skoðun Geðheilbrigðiskerfi án sálfræðinga, hvernig hljómar það? María Mjöll Björnsdóttir Skoðun Fær ESB Ísland í jólagjöf? Stefán Vagn Stefánsson Skoðun Kjósum Rósu á þing Linda Baldvinsdóttir Skoðun Frekar vandræðalegt Ólafur Hauksson Skoðun Tapast hafa sveitarstjórnarmenn af öllu landinu Sigurður Freyr Sigurðarson Skoðun Náttúruspjöll í sveitarfélagi ársins Kjartan H. Ágústsson Skoðun Kópavogur lækkar skatta á íbúa Orri Hlöðversson,Gunnar Sær Ragnarsson Skoðun Skoðun Skoðun Inngilding erlends starfsfólks á íslenskum vinnumarkaði Ingunn Björk Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Að eta útsæði Sigríiður Á. Andersen skrifar Skoðun Kjósum kratana í þágu dýravelferðar Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Þegar dýrt verður allt í einu of dýrt Trausti Hjálmarsson skrifar Skoðun Frelsi alla leið – dánaraðstoð Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Kjósum velferð dýra Þórunn Sveinbjarnardóttir skrifar Skoðun Líf í skugga flugvallar – upplifun íbúa Haukur Magnússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift skrifar Skoðun Stafrænn heimur og gervigreind til framtíðar Þormóður Logi Björnsson skrifar Skoðun Netöryggi og friðhelgi einkalífs – grundvallarréttur allra Grímur Grímsson,Eva Pandora Baldursdóttir skrifar Skoðun Þetta er víst einkavæðing! Engilbert Guðmundsson skrifar Skoðun Tapast hafa sveitarstjórnarmenn af öllu landinu Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar Skoðun Ábyrg umræða óskast um vinnumarkaðslíkanið Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Næring – hlutverk næringarfræðinga Edda Ýr Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Bætum samskipti ríkis og sveitarfélaga Eiríkur Björn Björgvinsson skrifar Skoðun Kópavogur lækkar skatta á íbúa Orri Hlöðversson,Gunnar Sær Ragnarsson skrifar Skoðun Alþingi kemur Kvikmyndasjóði til bjargar Hópur kvikmyndagerðarfólks skrifar Skoðun Skóli fyrir alla Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Áfram strákar! Heiðbrá Ólafsdóttir skrifar Skoðun Nú er vika fjögur að hefjast í verkfallsaðgerðum KÍ og enn virðast engar lausnir í sjónmáli! Hafdís Einarsdóttir skrifar Skoðun Umhverfismál: „Hvað get ég gert?“ Einar Bárðarson skrifar Skoðun Tölfræðileg líkindi og merkingarleg tengsl – Frá mynstrum til skilnings Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Náttúruspjöll í sveitarfélagi ársins Kjartan H. Ágústsson skrifar Skoðun Frekar vandræðalegt Ólafur Hauksson skrifar Skoðun Fjölskylduhúsið Jón Páll Haraldsson skrifar Skoðun Fær ESB Ísland í jólagjöf? Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Þöglar raddir Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Kjósum Rósu á þing Linda Baldvinsdóttir skrifar Skoðun Þeir sem þurfa ekki að takast á við afleiðingar gjörða sinna Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Geðheilbrigðiskerfi án sálfræðinga, hvernig hljómar það? María Mjöll Björnsdóttir skrifar Skoðun Götusalar eða stjórnmálamenn? Friðrik Erlingsson skrifar Sjá meira
Ég er einn þeirra sem þurftu að hafa mikið fyrir námi í gegnum tíðina. Reyndar er það svo að mér hefur alltaf fundist mjög flókið að læra það sem ég hef ekki haft verklega reynslu af áður. Það voru því blendnar tilfinningar sem fylgdu því þegar mér bauðst að skrá mig í leiðtoganámið Forysta til framtíðar, í Háskólanum á Bifröst , en það er samstarfsverkefni skólans og vinnuveitanda míns, Samkaupa. Ég var kvíðinn þar sem mér hefur fundist erfitt að læra og námið var á háskólastigi. En þar sem það snýr að verslunarstjórnun, sem er eitthvað sem ég hef reynslu af, ákvað ég að slá til. Markmið námsins, sem er vottað 12ECT eininga háskólanám, er að móta öflugri leiðtoga til framtíðar og byggja upp hæfni og þekkingu. Þannig fær starfsfólk faglega menntun og tækifæri til að þróast sem leiðtogar og takast á við síbreytilegt umhverfi verslunarheimsins. Námið snýst ekki síst um að líta inn á við og styrkja okkur sjálf í mannlegum samskiptum. Það eru margar leiðir til að eiga í samskiptum og er það okkar stjórnenda að finna leiðir til þess að bæta almenna samskiptafærni okkar. Hjá Samkaupum starfa 1400 manns í um 700 stöðugildum og eins og gefur að skilja er hópurinn sem þar starfar fjölbreyttur hópur með ólíkar þarfir. Þegar maður stendur frammi fyrir því að stýra jafn breiðum hópi starfsfólks á öllum aldri, frá ólíkum menningarheimum og fólki sem á jafnvel ekkert sameiginlegt tungumál, þá verður okkur ekkert ágengt sem stjórnendum með gamla hugsunarháttinn að það þurfi að koma eins fram og tala eins við alla – ef einhver sættir sig ekki við það þá þurfi hann bara að fara eitthvað annað. Við þurfum að læra hvernig samskipti geta verið uppbyggileg og okkur til gagns og þetta nám hefur fært mér mögnuð verkfæri til þess. Við höfum líka fengið að kynnast okkar eigin styrkleikum og hvernig við getum nýtt þá og ræktað þá styrkleika sem ber minna á en gæti nýst okkur betur. Þá höfum við einnig fengið innsýn í það hvernig við getum nýtt okkur styrkleika annarra enda gerir fólk sér ekki alltaf grein fyrir þeim sjálft. En það sem gerist þegar maður nær að virkja styrkleika hjá starfsmanni er töfrum líkast. Áhuginn á starfinu verður meiri, viðkomandi verður glaður, vinnuframlegð eykst til muna, sem og frumkvæði, áræðni – og veikindadögum fækkar. Viðkomandi starfsmaður tekur aukinni ábyrgð fagnandi og traustið á milli þín og hans styrkist. Og það sem skiptir kannski mestu máli er að viðkomandi verður sterkari hlekkur í teyminu. Teyminu sem þú þarft á að halda sem stjórnandi til þess að minnka stress og álag. Stuttu eftir að ég hóf námið við Háskólann á Bifröst hófst ég handa og breytti ákveðnum hlutum í mínum samskiptum við starfsmenn þó svo þau hafi svo sem ekkert verið slæm fyrir. Ég byrjaði að vinna með þrjá meginpunkta sem ég vinn ennþá með og minni mig á daglega. Ég tala skýrt svo starfsmenn þurfi ekki að lesa í eyður eða misskilji mig. Ég hlusta. Og þá meina ég það þegar ég segi, að ég hlusti. Starfsmaðurinn fær 100% athygli. Ég lít upp frá tölvunni, læt símann ekki trufla og tek jafnvel lesgleraugun af nefinu. Ég spyr leiðandi spurninga. Þannig fæ ég starfsmenn til að taka meiri þátt í umræðum og koma skoðunum sínum á framfæri. Nú þegar ég hef útskrifast úr þessu námi er þakklæti mér efst í huga. Ég vil þá helst þakka stjórnendum Samkaupa fyrir að gera starfsfólki sínu kleift að vaxa í starfi og stunda nám með vinnu sem hæfir hverjum og einum. Það hefur verið ómetanlegt fyrir mig og samnemendur mína en einnig skapað mikið virði fyrir fyrirtækið. Því vil ég hvetja stjórnendur annarra fyrirtækja til þess að líta inn á við og skoða hvernig þeir geta eflt starfsfólk sitt og hvatt það til náms. Það er fjárfesting sem borgar sig margfalt. Höfundur er verslunarstjóri.
Skoðun Inngilding erlends starfsfólks á íslenskum vinnumarkaði Ingunn Björk Vilhjálmsdóttir skrifar
Skoðun Líf í skugga flugvallar – upplifun íbúa Haukur Magnússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift skrifar
Skoðun Netöryggi og friðhelgi einkalífs – grundvallarréttur allra Grímur Grímsson,Eva Pandora Baldursdóttir skrifar
Skoðun Nú er vika fjögur að hefjast í verkfallsaðgerðum KÍ og enn virðast engar lausnir í sjónmáli! Hafdís Einarsdóttir skrifar
Skoðun Tölfræðileg líkindi og merkingarleg tengsl – Frá mynstrum til skilnings Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar