Heimilið hættulegasti staðurinn fyrir konur í Síerra Leóne Íris Hauksdóttir skrifar 1. júní 2023 12:00 Ný herferð á vegum UN Woman á Íslandi þar sem fjöldi þekktra einstaklinga sátu fyrir. Anna Maggy UN Women á Íslandi hefur hrundið af stað sinni árlegu FO-herferð með spánýjum FO-varningi, sem í ár er svört derhúfa með dökkgráu FO-merki. FO-herferðin árið 2023 verður til stuðnings verkefnum UN Women í Síerra Leóne sem hafa það að markmiði að uppræta kynbundið ofbeldi og styðja við þolendur. Herferðin er studd af utanríkisráðuneytinu. 61 prósent hafa upplifað ofbeldi Ofbeldi gegn konum og stúlkum í Síerra Leóne er beitt markvisst og með skipulögðum hætti, að sögn framkvæmdarstýru UN Women í Síerra Leóne, m.a. í þeim tilgangi til að halda konum undirgefnum og inni á heimilinu. Afleiðingar þessa eru há dánartíðni meðal kvenna, hátt hlutfall ólæsis meðal kvenna, mikill fjöldi HIV smita meðal kvenna, sárafátækt og lítil þátttaka kvenna á opinberum vettvangi. -61% kvenna á aldrinum 15-49 ára hafa verið beittar líkamlegu ofbeldi einhvern tímann á ævi sinni. -67% stúlkna á aldrinum 15 – 29 ára hafa verið beittar líkamlegu ofbeldi. -Giftar konur og stúlkur eru líklegastar til að vera beittar ofbeldi (65%). -Ógiftar konur verða mun síður fyrir líkamlegu eða kynferðislegu ofbeldi (51%). Heimilið er því hættulegasti staðurinn fyrir konur og stúlkur í Síerra Leóne. -30% stúlkna á aldrinum 20-24 ára höfðu verið giftar fyrir 18 ára aldur. -21%stúlkna á aldrinum 15-19 ára höfðu eignast amk eitt barn. -83% kvenna og stúlkna á aldrinum 15 – 49 ára hafa verið limlestar á kynfærum í Síerra Leóne. Fokk ofbeldi UN Women á Íslandi hefur selt FO varning frá árinu 2015 og er herferðin fyrir löngu orðin flaggskip íslensku landsnefndarinnar. Frá árinu 2015 hafa samtals safnast yfir 100 milljónir til verkefna UN Women um allan heim sem hafa það að markmiði að uppræta kynbundið ofbeldi. Með fjármagninu sem safnast í ár verður hægt að styðja við rekstur „one stop“ miðstöðvar fyrir þolendur kynbundins ofbeldis, styðja við stúlkur sem hafa ekki verið limlestar á kynfærum og efla fræðslu um skaðsemi kynbundins ofbeldis til almennings og yfirvalda. Þjónusta sniðin að þörfum þolenda One stop miðstöðin mætir mikilli og uppsafnaðri þörf í Síerra Leóne. Þar fá þolendur fagmannlega, margþætta og skilvirka þjónustu undir einu þaki. Til að mynda læknisþjónustu, lagalega aðstoð, sálrænan stuðning og leiðsögn og aðgengi að dómstólum. Þjónustan er sniðin að þörfum þolenda og með hagsmuni þeirra að leiðarljósi,“ segir Setcheme Mongbo, framkvæmdastýra UN Women í Síerra Leóne. Fjöldi þekktra einstaklinga sátu fyrir FO derhúfan er úr 100% pólíesterblöndu og framleidd samkvæmt BSCI og Sedex stöðlum. Snið húfunnar er „unisex“ en auðvelt er að aðlaga mál húfunnar með frönskum rennilás að aftan. Húfan kostar 5.900 krónur og rennur allur ágóði beint til verkefna UN Women í Síerra Leóne. Anna Maggý tók allt myndefni herferðarinnar í ár og er þetta í fjórða sinn sem hún vinnur með UN Women á Íslandi að FO-herferð landsnefndarinnar. Fjöldi þekktra einstaklinga sátu fyrir í herferðinni og þakkar UN Women á Íslandi þeim kærlega fyrir sýndan stuðning. Antírasistar mættu í myndatöku til heiðurs UN Women á Íslandi. Hér má sjá þær Kristínu Reynisdóttur, Önnu Sonde, Johanna Haile.Anna Maggy Mars Proppe, aktívisti styður að sjálfsögðu við málstaðinn.Anna Maggy Ein vinsælasta tónlistarkona Íslands um þessar mundir, Gugusar lét sitt ekki eftir liggja þegar kom að málefnum UN Women.Anna Maggy Leikarinn geðþekki Siggi Sigurjóns smellti að sjálfsögðu á sig derhúfuna góðu. Anna Maggy Tónlistarmaðurinn Unnsteinn Manuel er dyggur styrktaraðilli UN Woman.Anna Maggy Stolt og þakklát Að sögn Stellu Samúelsdóttur, framkvæmdarstýru UN Women á Íslandi hefur almenningur tekið vel í FO-herferðir UN Women á Íslandi. „Já þær hafa skilað samtals yfir 100 milljónum króna til verkefna UN Women. Fyrir það erum við ótrúlega stolt og þakklát. Við vonum innilega að almenningur haldi áfram að taka svona vel í FO-herferðina okkar og með þeim hætti styðja við mikilvæg verkefni sem hafa það að markmiði að uppræta kynbundið ofbeldi.“ Hægt er að kaupa húfuna hér. Síerra Leóne Mest lesið Fer ekki út úr húsi eftir greininguna Lífið Bjarki og Rósa orðin hjón Lífið „Ég þori alveg að fullyrða að ég er skítsæmileg móðir“ Lífið Hversdagslegir hlutir urðu óyfirstíganlegir Lífið Hjónabönd 50+: „Ekki gott ef gremjubankinn stækkar og stækkar“ Áskorun Hundruðum svekktra tónleikagesta vísað frá Hvalasafninu Lífið Skotheldar hugmyndir að góðri hlustun Lífið „Það er enginn séns að reyna alltaf að útskýra sig“ Tónlist Tengdó hringdi og vildi vita hvort Sunnu Dís hefði í alvöru liðið svona Lífið Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Lífið Fleiri fréttir Sigríður Margrét orðin amma Bjarki og Rósa orðin hjón Skotheldar hugmyndir að góðri hlustun Fer ekki út úr húsi eftir greininguna Hversdagslegir hlutir urðu óyfirstíganlegir Krakkatían: Fossar, dýr og prinsessur Greitt úr leyfisvandræðum og tónleikarnir fara fram í kvöld Endurgreiða alla miða ef tónleikahald tekst ekki í kvöld „Ég þori alveg að fullyrða að ég er skítsæmileg móðir“ Frelsaði húsgögn Brynhildar Fréttatían: Mannlíf, ferðamenn og Trump Hundruðum svekktra tónleikagesta vísað frá Hvalasafninu Skellti sér á djammið Segir fjölskylduna flutta Fáir sáu íslenskar bíómyndir sem fengu 350 milljónir króna í styrk Stílhreinn glæsileiki og svartur marmari á Nesinu „Er ekki að fara fram á það lifa lífinu í bómull“ Conan O'Brien verður kynnir á Óskarnum Hafa bæði kvatt sín fyrrverandi og eru alsæl saman „Nýja heimsskipanin:“ Leynileg áætlun um heimsyfirráð í undirbúningi? Bannað að hlæja: Stressið allsráðandi í upphafi kvöldsins Katrín og Markus orðin tveggja barna foreldrar Tengdó hringdi og vildi vita hvort Sunnu Dís hefði í alvöru liðið svona „Getur líka fengið Óskarsverðlaun fyrir besta leik í aukahlutverki“ Heitir og hýrir flugþjónar í suðrænni stemningu Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Heitasti plötusnúður í heimi í Melabúðinni Emilíana Torrini einhleyp Fólkið sem fer yfir tíu tonn af fatnaði á dag „Vinkonusambönd virka aldrei ef það er afbrýðisemi“ Sjá meira
FO-herferðin árið 2023 verður til stuðnings verkefnum UN Women í Síerra Leóne sem hafa það að markmiði að uppræta kynbundið ofbeldi og styðja við þolendur. Herferðin er studd af utanríkisráðuneytinu. 61 prósent hafa upplifað ofbeldi Ofbeldi gegn konum og stúlkum í Síerra Leóne er beitt markvisst og með skipulögðum hætti, að sögn framkvæmdarstýru UN Women í Síerra Leóne, m.a. í þeim tilgangi til að halda konum undirgefnum og inni á heimilinu. Afleiðingar þessa eru há dánartíðni meðal kvenna, hátt hlutfall ólæsis meðal kvenna, mikill fjöldi HIV smita meðal kvenna, sárafátækt og lítil þátttaka kvenna á opinberum vettvangi. -61% kvenna á aldrinum 15-49 ára hafa verið beittar líkamlegu ofbeldi einhvern tímann á ævi sinni. -67% stúlkna á aldrinum 15 – 29 ára hafa verið beittar líkamlegu ofbeldi. -Giftar konur og stúlkur eru líklegastar til að vera beittar ofbeldi (65%). -Ógiftar konur verða mun síður fyrir líkamlegu eða kynferðislegu ofbeldi (51%). Heimilið er því hættulegasti staðurinn fyrir konur og stúlkur í Síerra Leóne. -30% stúlkna á aldrinum 20-24 ára höfðu verið giftar fyrir 18 ára aldur. -21%stúlkna á aldrinum 15-19 ára höfðu eignast amk eitt barn. -83% kvenna og stúlkna á aldrinum 15 – 49 ára hafa verið limlestar á kynfærum í Síerra Leóne. Fokk ofbeldi UN Women á Íslandi hefur selt FO varning frá árinu 2015 og er herferðin fyrir löngu orðin flaggskip íslensku landsnefndarinnar. Frá árinu 2015 hafa samtals safnast yfir 100 milljónir til verkefna UN Women um allan heim sem hafa það að markmiði að uppræta kynbundið ofbeldi. Með fjármagninu sem safnast í ár verður hægt að styðja við rekstur „one stop“ miðstöðvar fyrir þolendur kynbundins ofbeldis, styðja við stúlkur sem hafa ekki verið limlestar á kynfærum og efla fræðslu um skaðsemi kynbundins ofbeldis til almennings og yfirvalda. Þjónusta sniðin að þörfum þolenda One stop miðstöðin mætir mikilli og uppsafnaðri þörf í Síerra Leóne. Þar fá þolendur fagmannlega, margþætta og skilvirka þjónustu undir einu þaki. Til að mynda læknisþjónustu, lagalega aðstoð, sálrænan stuðning og leiðsögn og aðgengi að dómstólum. Þjónustan er sniðin að þörfum þolenda og með hagsmuni þeirra að leiðarljósi,“ segir Setcheme Mongbo, framkvæmdastýra UN Women í Síerra Leóne. Fjöldi þekktra einstaklinga sátu fyrir FO derhúfan er úr 100% pólíesterblöndu og framleidd samkvæmt BSCI og Sedex stöðlum. Snið húfunnar er „unisex“ en auðvelt er að aðlaga mál húfunnar með frönskum rennilás að aftan. Húfan kostar 5.900 krónur og rennur allur ágóði beint til verkefna UN Women í Síerra Leóne. Anna Maggý tók allt myndefni herferðarinnar í ár og er þetta í fjórða sinn sem hún vinnur með UN Women á Íslandi að FO-herferð landsnefndarinnar. Fjöldi þekktra einstaklinga sátu fyrir í herferðinni og þakkar UN Women á Íslandi þeim kærlega fyrir sýndan stuðning. Antírasistar mættu í myndatöku til heiðurs UN Women á Íslandi. Hér má sjá þær Kristínu Reynisdóttur, Önnu Sonde, Johanna Haile.Anna Maggy Mars Proppe, aktívisti styður að sjálfsögðu við málstaðinn.Anna Maggy Ein vinsælasta tónlistarkona Íslands um þessar mundir, Gugusar lét sitt ekki eftir liggja þegar kom að málefnum UN Women.Anna Maggy Leikarinn geðþekki Siggi Sigurjóns smellti að sjálfsögðu á sig derhúfuna góðu. Anna Maggy Tónlistarmaðurinn Unnsteinn Manuel er dyggur styrktaraðilli UN Woman.Anna Maggy Stolt og þakklát Að sögn Stellu Samúelsdóttur, framkvæmdarstýru UN Women á Íslandi hefur almenningur tekið vel í FO-herferðir UN Women á Íslandi. „Já þær hafa skilað samtals yfir 100 milljónum króna til verkefna UN Women. Fyrir það erum við ótrúlega stolt og þakklát. Við vonum innilega að almenningur haldi áfram að taka svona vel í FO-herferðina okkar og með þeim hætti styðja við mikilvæg verkefni sem hafa það að markmiði að uppræta kynbundið ofbeldi.“ Hægt er að kaupa húfuna hér.
Síerra Leóne Mest lesið Fer ekki út úr húsi eftir greininguna Lífið Bjarki og Rósa orðin hjón Lífið „Ég þori alveg að fullyrða að ég er skítsæmileg móðir“ Lífið Hversdagslegir hlutir urðu óyfirstíganlegir Lífið Hjónabönd 50+: „Ekki gott ef gremjubankinn stækkar og stækkar“ Áskorun Hundruðum svekktra tónleikagesta vísað frá Hvalasafninu Lífið Skotheldar hugmyndir að góðri hlustun Lífið „Það er enginn séns að reyna alltaf að útskýra sig“ Tónlist Tengdó hringdi og vildi vita hvort Sunnu Dís hefði í alvöru liðið svona Lífið Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Lífið Fleiri fréttir Sigríður Margrét orðin amma Bjarki og Rósa orðin hjón Skotheldar hugmyndir að góðri hlustun Fer ekki út úr húsi eftir greininguna Hversdagslegir hlutir urðu óyfirstíganlegir Krakkatían: Fossar, dýr og prinsessur Greitt úr leyfisvandræðum og tónleikarnir fara fram í kvöld Endurgreiða alla miða ef tónleikahald tekst ekki í kvöld „Ég þori alveg að fullyrða að ég er skítsæmileg móðir“ Frelsaði húsgögn Brynhildar Fréttatían: Mannlíf, ferðamenn og Trump Hundruðum svekktra tónleikagesta vísað frá Hvalasafninu Skellti sér á djammið Segir fjölskylduna flutta Fáir sáu íslenskar bíómyndir sem fengu 350 milljónir króna í styrk Stílhreinn glæsileiki og svartur marmari á Nesinu „Er ekki að fara fram á það lifa lífinu í bómull“ Conan O'Brien verður kynnir á Óskarnum Hafa bæði kvatt sín fyrrverandi og eru alsæl saman „Nýja heimsskipanin:“ Leynileg áætlun um heimsyfirráð í undirbúningi? Bannað að hlæja: Stressið allsráðandi í upphafi kvöldsins Katrín og Markus orðin tveggja barna foreldrar Tengdó hringdi og vildi vita hvort Sunnu Dís hefði í alvöru liðið svona „Getur líka fengið Óskarsverðlaun fyrir besta leik í aukahlutverki“ Heitir og hýrir flugþjónar í suðrænni stemningu Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Heitasti plötusnúður í heimi í Melabúðinni Emilíana Torrini einhleyp Fólkið sem fer yfir tíu tonn af fatnaði á dag „Vinkonusambönd virka aldrei ef það er afbrýðisemi“ Sjá meira