Rán í skjóli laga? Aðalsteinn Arnbjörnsson skrifar 31. maí 2023 12:30 Oft velur fólk að leggja fyrir einhverja fjármuni þegar nálgast lífeyrisaldur og margir minnka við sig húsnæði og leggja fjármuni til hliðar. Hvatt er til sparnaðar af hagfræðingum, stjórnvöldum og seðlabanka og þá er mælt með verðtryggðum innlánsreikningum frekar en taka áhættu í hlutabréfum eða öðrum áhættusömum fjárfestingum. Sigríður frænka og þau hjónin lögðu fyrir 10 milljónir hvort til mögru áranna á verðtryggðan bankareikning sem ber nánast enga vexti, einungis verðbætur. Fólk fær frá bankanum sömu verðmæti út eins og lögð voru inn, eftir t.d. þriggja ára binditíma. Engin virðisaukning eða rauntekjur fást. Finnst stjórnvöldum í lagi að lækka stórlega ellilífeyri Sigríðar vegna sparnaðar, þrátt fyrir enga eignaaukningu eða rauntekjur af inneign? Tekin eru 45% af verðbótum inneignarinnar. Sigríði er refsað fyrir að geyma sparifé á 0 % raunvöxtum. Verðbætur eru einungis leiðrétting til að viðhalda óbreyttu verðmæti fjármuna og ættu auðvita ekki að hafa áhrif á bótagreiðslur, styrki eða lífeyri. Hjónin hafa í áratugi greitt háar upphæðir í verðbætur af verðtryggðum húsnæðislánum, námslánum bílalánum ofl. Þau eru vel meðvituð um að greiddar verðbætur eru einungis leiðrétting til að skuldir og inneignir haldi óbreyttu verðgildi. En bíðum nú við. Þegar þau ná ellilífeyrisaldri verða verðbætur (leiðréttingin) skyndilega að allt öðru. Í lögum um almannatryggingar kallast leiðréttingin tekjur og nær helmingur er gerður upptækur þegar 45% af leiðréttingunni dregst frá lífeyri þeirra. Þetta er auðvita fullkomlega galið. Miðað við 8% meðalverðbólgu eru verðbætur 800 þ. á ári fyrir 10 milljóna inneign. Lækkun á lífeyri hjónanna er samtals 720.000 á ári. Á þriggja ára binditíma „sparnaðarins“ hefur þeim hjónum verið refsað að tilefnislausu um 2,16 milljónir króna. Eðlilegt getur verið að draga úr greiðslum ríkisins til einstaklinga vegna rauntekna eða eignaaukningar sem nota má til framfærslu, svo sem atvinnutekjur, leigutekjur ofl. Hinsvegar eru verðbætur ekki tekjur, heldur leiðrétting til að halda óbreyttu virði fjármuna. Engir aukalítrar af mjólk fást fyrir verðbætur og 0% raunávöxtun. Í stuttu máli: Þú greiðir 100% verðbætur vegna lána þinna í áratugi til að tryggja að bankar og lánastofnanir fái sitt, en þegar þú verður öldruð Sigríður mín, verða verðbætur af inneign þinni notaðar gegn þér. Fyrst greiðir þú allt að 22% skatt af verðbótum eins og aðrir hópar gera og síðan er sérstök 45% refsing fyrir aldraða. Hér er verið að ræna aldraða konu. Landsmenn upplifa nú u.þ.b. 10% hækkanir á nauðsynjavörum og þjónustu á nær öllum sviðum. Á sama tíma eru lífeyrisgreiðslur aldraðra lækkaðar og þessum hópi refsað sérstaklega umfram aðra hópa samfélagsins. Skerðing vegna sparnaðar á neikvæðum eða 0% raunvöxtum er meginorsök fyrir því að nú er verið að rukka 49 þúsund lífeyrisþega um 8 milljarða. Þegar augljóst gróft brot er framið á einum hópi samfélagsins verður að ætlast til að stjórnvöld og alþingi bregðist við og breyti lögum án tafar. Eldri borgarar greiða tekjuskatt og aðra skatta til jafns við aðra hópa samfélagsins. Þegar inneign þeirra í banka er leiðrétt með verðbótum hirða stofnanir ríkisins 45-67% af verðbótunum, en aðrir greiða einungis skatt frá 0-22%. Verið er að brjóta á lífeyrisþegum og útiloka þá frá eðlilegum sparnaði. Hvað segja lögfræðingar um núgildandi lög almannatrygginga. Er jafnræðis og meðalhófs gætt? Er í lagi að skerða bætur vegna 0% raunávöxtunar? Samrýmast lögin stjórnarskrá og uppfylla þau evrópskar reglur og skuldbindingar sem íslenska ríkið hefur undirgengist? Höfundur er verkfræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Ert þú með geðsjúkdóm? Mjög líklega... Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun „Hvenær var þetta samtal við þjóðina tekið?“ spurði garðyrkjubóndinn Halla Hrund Logadóttir Skoðun Þeir sem þurfa ekki að takast á við afleiðingar gjörða sinna Davíð Már Sigurðsson Skoðun Fær ESB Ísland í jólagjöf? Stefán Vagn Stefánsson Skoðun Kjósum Rósu á þing Linda Baldvinsdóttir Skoðun Frekar vandræðalegt Ólafur Hauksson Skoðun Geðheilbrigðiskerfi án sálfræðinga, hvernig hljómar það? María Mjöll Björnsdóttir Skoðun Kópavogur lækkar skatta á íbúa Orri Hlöðversson,Gunnar Sær Ragnarsson Skoðun Náttúruspjöll í sveitarfélagi ársins Kjartan H. Ágústsson Skoðun Tapast hafa sveitarstjórnarmenn af öllu landinu Sigurður Freyr Sigurðarson Skoðun Skoðun Skoðun Þegar dýrt verður allt í einu of dýrt Trausti Hjálmarsson skrifar Skoðun Frelsi alla leið – dánaraðstoð Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Kjósum velferð dýra Þórunn Sveinbjarnardóttir skrifar Skoðun Líf í skugga flugvallar – upplifun íbúa Haukur Magnússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift skrifar Skoðun Stafrænn heimur og gervigreind til framtíðar Þormóður Logi Björnsson skrifar Skoðun Netöryggi og friðhelgi einkalífs – grundvallarréttur allra Grímur Grímsson,Eva Pandora Baldursdóttir skrifar Skoðun Þetta er víst einkavæðing! Engilbert Guðmundsson skrifar Skoðun Tapast hafa sveitarstjórnarmenn af öllu landinu Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar Skoðun Ábyrg umræða óskast um vinnumarkaðslíkanið Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Næring – hlutverk næringarfræðinga Edda Ýr Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Bætum samskipti ríkis og sveitarfélaga Eiríkur Björn Björgvinsson skrifar Skoðun Kópavogur lækkar skatta á íbúa Orri Hlöðversson,Gunnar Sær Ragnarsson skrifar Skoðun Alþingi kemur Kvikmyndasjóði til bjargar Hópur kvikmyndagerðarfólks skrifar Skoðun Skóli fyrir alla Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Áfram strákar! Heiðbrá Ólafsdóttir skrifar Skoðun Nú er vika fjögur að hefjast í verkfallsaðgerðum KÍ og enn virðast engar lausnir í sjónmáli! Hafdís Einarsdóttir skrifar Skoðun Umhverfismál: „Hvað get ég gert?“ Einar Bárðarson skrifar Skoðun Tölfræðileg líkindi og merkingarleg tengsl – Frá mynstrum til skilnings Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Náttúruspjöll í sveitarfélagi ársins Kjartan H. Ágústsson skrifar Skoðun Frekar vandræðalegt Ólafur Hauksson skrifar Skoðun Fjölskylduhúsið Jón Páll Haraldsson skrifar Skoðun Fær ESB Ísland í jólagjöf? Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Þöglar raddir Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Kjósum Rósu á þing Linda Baldvinsdóttir skrifar Skoðun Þeir sem þurfa ekki að takast á við afleiðingar gjörða sinna Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Geðheilbrigðiskerfi án sálfræðinga, hvernig hljómar það? María Mjöll Björnsdóttir skrifar Skoðun Götusalar eða stjórnmálamenn? Friðrik Erlingsson skrifar Skoðun Ritskoðun á heimsmælikvarða Hildur Þórðardóttir skrifar Skoðun Íþróttir fyrir alla! Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Sjö spurningar sem fjölmiðlar verða að spyrja frambjóðendur um loftslagsmál Eyþór Eðvarðsson skrifar Sjá meira
Oft velur fólk að leggja fyrir einhverja fjármuni þegar nálgast lífeyrisaldur og margir minnka við sig húsnæði og leggja fjármuni til hliðar. Hvatt er til sparnaðar af hagfræðingum, stjórnvöldum og seðlabanka og þá er mælt með verðtryggðum innlánsreikningum frekar en taka áhættu í hlutabréfum eða öðrum áhættusömum fjárfestingum. Sigríður frænka og þau hjónin lögðu fyrir 10 milljónir hvort til mögru áranna á verðtryggðan bankareikning sem ber nánast enga vexti, einungis verðbætur. Fólk fær frá bankanum sömu verðmæti út eins og lögð voru inn, eftir t.d. þriggja ára binditíma. Engin virðisaukning eða rauntekjur fást. Finnst stjórnvöldum í lagi að lækka stórlega ellilífeyri Sigríðar vegna sparnaðar, þrátt fyrir enga eignaaukningu eða rauntekjur af inneign? Tekin eru 45% af verðbótum inneignarinnar. Sigríði er refsað fyrir að geyma sparifé á 0 % raunvöxtum. Verðbætur eru einungis leiðrétting til að viðhalda óbreyttu verðmæti fjármuna og ættu auðvita ekki að hafa áhrif á bótagreiðslur, styrki eða lífeyri. Hjónin hafa í áratugi greitt háar upphæðir í verðbætur af verðtryggðum húsnæðislánum, námslánum bílalánum ofl. Þau eru vel meðvituð um að greiddar verðbætur eru einungis leiðrétting til að skuldir og inneignir haldi óbreyttu verðgildi. En bíðum nú við. Þegar þau ná ellilífeyrisaldri verða verðbætur (leiðréttingin) skyndilega að allt öðru. Í lögum um almannatryggingar kallast leiðréttingin tekjur og nær helmingur er gerður upptækur þegar 45% af leiðréttingunni dregst frá lífeyri þeirra. Þetta er auðvita fullkomlega galið. Miðað við 8% meðalverðbólgu eru verðbætur 800 þ. á ári fyrir 10 milljóna inneign. Lækkun á lífeyri hjónanna er samtals 720.000 á ári. Á þriggja ára binditíma „sparnaðarins“ hefur þeim hjónum verið refsað að tilefnislausu um 2,16 milljónir króna. Eðlilegt getur verið að draga úr greiðslum ríkisins til einstaklinga vegna rauntekna eða eignaaukningar sem nota má til framfærslu, svo sem atvinnutekjur, leigutekjur ofl. Hinsvegar eru verðbætur ekki tekjur, heldur leiðrétting til að halda óbreyttu virði fjármuna. Engir aukalítrar af mjólk fást fyrir verðbætur og 0% raunávöxtun. Í stuttu máli: Þú greiðir 100% verðbætur vegna lána þinna í áratugi til að tryggja að bankar og lánastofnanir fái sitt, en þegar þú verður öldruð Sigríður mín, verða verðbætur af inneign þinni notaðar gegn þér. Fyrst greiðir þú allt að 22% skatt af verðbótum eins og aðrir hópar gera og síðan er sérstök 45% refsing fyrir aldraða. Hér er verið að ræna aldraða konu. Landsmenn upplifa nú u.þ.b. 10% hækkanir á nauðsynjavörum og þjónustu á nær öllum sviðum. Á sama tíma eru lífeyrisgreiðslur aldraðra lækkaðar og þessum hópi refsað sérstaklega umfram aðra hópa samfélagsins. Skerðing vegna sparnaðar á neikvæðum eða 0% raunvöxtum er meginorsök fyrir því að nú er verið að rukka 49 þúsund lífeyrisþega um 8 milljarða. Þegar augljóst gróft brot er framið á einum hópi samfélagsins verður að ætlast til að stjórnvöld og alþingi bregðist við og breyti lögum án tafar. Eldri borgarar greiða tekjuskatt og aðra skatta til jafns við aðra hópa samfélagsins. Þegar inneign þeirra í banka er leiðrétt með verðbótum hirða stofnanir ríkisins 45-67% af verðbótunum, en aðrir greiða einungis skatt frá 0-22%. Verið er að brjóta á lífeyrisþegum og útiloka þá frá eðlilegum sparnaði. Hvað segja lögfræðingar um núgildandi lög almannatrygginga. Er jafnræðis og meðalhófs gætt? Er í lagi að skerða bætur vegna 0% raunávöxtunar? Samrýmast lögin stjórnarskrá og uppfylla þau evrópskar reglur og skuldbindingar sem íslenska ríkið hefur undirgengist? Höfundur er verkfræðingur.
Skoðun Líf í skugga flugvallar – upplifun íbúa Haukur Magnússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift skrifar
Skoðun Netöryggi og friðhelgi einkalífs – grundvallarréttur allra Grímur Grímsson,Eva Pandora Baldursdóttir skrifar
Skoðun Nú er vika fjögur að hefjast í verkfallsaðgerðum KÍ og enn virðast engar lausnir í sjónmáli! Hafdís Einarsdóttir skrifar
Skoðun Tölfræðileg líkindi og merkingarleg tengsl – Frá mynstrum til skilnings Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar
Skoðun Sjö spurningar sem fjölmiðlar verða að spyrja frambjóðendur um loftslagsmál Eyþór Eðvarðsson skrifar