Tork gaur: Myndi allan daginn velja kraftinn fram yfir drægnina Máni Snær Þorláksson skrifar 30. maí 2023 10:22 Mustang Mache-E GT er tekinn fyrir í tólfta og síðasta þætti annarrar þáttaraðar Tork gaurs. Vísir/James Einar Bílaþættirnir Tork gaur halda áfram á Vísi í dag. Í tólfta og síðasta þætti annarrar þáttaraðar er rafmagnsbíllinn Mustang Mach-E GT tekinn fyrir. James Einar Becker er stjórnandi þáttanna, Tork gaurinn sjálfur. Mustang Mach-E GT er sportútgáfan af Mustang Mach-E. Í þættinum segir James Einar að drægnin á sportútgáfunni sé minni en krafturinn meiri. „Maður fórnar drægninni fyrir kraftinn. Ekki að það skipti mig neinu máli persónulega, ég myndi allan daginn velja kraftinn fram yfir drægnina.“ Til marks um kraftinn bendir James Einar á að bíllinn er 480 hestöfl og er 3,7 sekúndur að fara frá núll upp í hundrað kílómetra hraða á klukkustund. Klippa: Tork gaur - Mustang Mach-E GT Samkvæmt James Einari hefur bíllinn farið svolítið í taugarnar á sumum Mustang aðdáendum. „Þeir eru yfirleitt vel miðaldra menn sem áttu bensín Mustang bíla í æsku eða eru aldir upp við það að feður þeirra eða bræður áttu Mustang. Þess vegna finnst þeim þessi rafmagns-Mustang ekki vera alvöru Mustang. Mögulega hafa þeir eitthvað til síns máls.“ James Einar segir einhverja ekki hugsa um bílinn sem alvöru Mustang. Vísir/James Einar James Einar heldur að það eigi þó ekki að hugsa um þennan Mustang sem framhald af hefðinni sem fylgir merkinu. „Ég held að við verðum að átta okkur á því að rafmagns Mustang og bensín Mustang eru ekki svipaðir bílar, þetta eru mjög fjarskyldir frændur.“ Hann segir bílinn hafa fengið að vera Mustang því Ford vantaði eitthvað grípandi í markaðsefnið fyrir bílinn. „Vel spilað Ford.“ Tork gaur Bílar Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Brenna líkin á nóttunni Innlent Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Innlent Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Innlent Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Innlent Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Innlent Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Innlent Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Erlent
James Einar Becker er stjórnandi þáttanna, Tork gaurinn sjálfur. Mustang Mach-E GT er sportútgáfan af Mustang Mach-E. Í þættinum segir James Einar að drægnin á sportútgáfunni sé minni en krafturinn meiri. „Maður fórnar drægninni fyrir kraftinn. Ekki að það skipti mig neinu máli persónulega, ég myndi allan daginn velja kraftinn fram yfir drægnina.“ Til marks um kraftinn bendir James Einar á að bíllinn er 480 hestöfl og er 3,7 sekúndur að fara frá núll upp í hundrað kílómetra hraða á klukkustund. Klippa: Tork gaur - Mustang Mach-E GT Samkvæmt James Einari hefur bíllinn farið svolítið í taugarnar á sumum Mustang aðdáendum. „Þeir eru yfirleitt vel miðaldra menn sem áttu bensín Mustang bíla í æsku eða eru aldir upp við það að feður þeirra eða bræður áttu Mustang. Þess vegna finnst þeim þessi rafmagns-Mustang ekki vera alvöru Mustang. Mögulega hafa þeir eitthvað til síns máls.“ James Einar segir einhverja ekki hugsa um bílinn sem alvöru Mustang. Vísir/James Einar James Einar heldur að það eigi þó ekki að hugsa um þennan Mustang sem framhald af hefðinni sem fylgir merkinu. „Ég held að við verðum að átta okkur á því að rafmagns Mustang og bensín Mustang eru ekki svipaðir bílar, þetta eru mjög fjarskyldir frændur.“ Hann segir bílinn hafa fengið að vera Mustang því Ford vantaði eitthvað grípandi í markaðsefnið fyrir bílinn. „Vel spilað Ford.“
Tork gaur Bílar Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Brenna líkin á nóttunni Innlent Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Innlent Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Innlent Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Innlent Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Innlent Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Innlent Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Erlent