Silla fékk tvo góða til að gera upp tímabilið og tjá sig líka um slúðursögur Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 26. maí 2023 12:31 Elín Rósa Magnúsdóttir og félagar í Valsliðinu töpuðu fyrsta leikum í úrslitakeppninni en unnu síðan næstu sex og tryggðu sér titilinn. Vísir/Diego Sigurlaug Rúnarsdóttir fékk til sín góða gesti þegar hún gerði upp tímabilið í Olís deild kvenna í handbolta. Ágúst Jóhannsson, þjálfari Íslandsmeistara Vals, og handboltasérfræðingurinn Einar Jónsson mættu þá í spjall til Sillu. Sigurlaug og strákarnir fóru yfir tímabilið í Kvennakastinu og þar var meðal annars blásið á nokkrar slúðursögur. Ágúst og Einar voru nokkuð ánægðir með tímabilið en þó voru nokkur vonbrigði hjá þeim. „Mér fannst þetta bara flott tímabil. ÍBV verður deildarmeistari og bikarmeistari en Valur verður Íslandsmeistari. Mér fannst þetta vera tvö yfirburðarlið í deildinni,“ sagði Einar Jónsson. Haukar það óvæntasta „Stjarnan gerði vel fyrir áramót og leit vel út en mér fannst fjara svolítið undan því en þær komu aðeins upp undir restina. Haukar eru það óvæntasta í þessu þegar maður horfir á mótið í heild sinni. Mér fannst þær ágætar í vetur en vaxa jafnt og þétt,“ sagði Einar. „Við ræddum það fljótlega að Haukaliðið væri á ákveðni vegferð sem endaði vel. Þó að þær hafi ekki farið í úrslitaeinvígið þá voru þær í hörkueinvígi á móti ÍBV í undanúrslitum. Það leit ekki út fyrir að þetta yrði rimma, hvorki um mitt mót né fyrir rimmuna,“ sagði Einar. „Framliðið eru ákveðin vonbrigði, deildarkeppnin var allt í lagi en það eru pottþétt vonbrigði í Miðdalnum yfir því að detta út á móti Haukum,“ sagði Einar. Elín Klara Þorkelsdóttir var frábær með Haukum í vetur.Vísir/Vilhelm Virkilega góður handbolti „Það var spilaður góður handbolti og sérstaklega undir lokin. Mér fannst Valsliðið spilar frábæran handbolta undir restina. Mér fannst þessir þrír síðustu leikir Vals í úrslitakeppninni verða þrír bestu leikirnir hjá Val í vetur af þeim sem ég man eftir í fljótu bragði. Virkilega góður handbolti,“ sagði Einar. „Það er fullt af leikmönnum að koma upp og mér finnst mikið af efnilegum leikmönnum að koma. Leikmenn á góðum aldri hafa líka vaxið í vetur. Mér fannst stelpurnar þrjár fyrir utan hjá ÍBV virkilega öflugar og margar stelpur í Valsliðinu að stíga upp og sérstaklega undir lokin,“ sagði Einar. Framtíð landsliðsins í góðum höndum „Ég held að við þurfum ekki að örvænta með landsliðið og framtíðin sé í góðum höndum undir styrkri stjórn Arnar Péturssonar. Ég held að við getum farið að setja smá kröfur á landsliðið okkar,“ sagði Einar. Ágúst fékk líka að komast að en það má hlusta á allan þáttinn hér fyrir neðan. Olís-deild kvenna Handkastið Mest lesið Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sport Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi Enski boltinn „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Formúla 1 Langlíklegast að Ísland fari í umspil í mars og lítinn HM-riðil Fótbolti Fyrsta stóra fótboltafélagið sem yfirgefur X-ið: „Hatursvél“ Fótbolti United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Enski boltinn Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Körfubolti LeBron gefur vísbendingu hvenær hann hættir Körfubolti Veðjar öllum ágóðanum af bardaga sínum á sigur Tysons Sport Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Guðjón Valur framlengir við Gummersbach Elliði segir HM ekki í hættu Mosfellingar í vandræðum í Grafarvogi en redduðu sér í lokin Anna Karólína varði þrjú víti en það dugði ekki til Guðjón Valur án Íslendinga en áfram í bikarnum Uppgjörið: Grótta - Haukar 25-42 | Haukar kjöldrógu Gróttu FH-ingar í fínum gír án Arons „Enn sáttari með að allir leikmenn fari heilir inn í þetta jólafrí” Embla tryggði Stjörnunni sigur Rúnar frábær í sigri á gamla heimavelli sínum í Eyjum Íslendingalið í bikarúrslit í Noregi en aðeins eitt áfram í þýska bikarnum Uppgjör og viðtöl: Haukar - Fram 20-28 | Sannfærandi sigur Fram Einar Bragi öflugur í stórsigri Kristianstad Þórey Anna minnti á sig í 35. sigri Valskvenna í röð Er HSÍ í samstarfi við Adidas eða ekki? „Það er erfitt að færa þessar fregnir“ Nýja mamman „hefði þurft 1-2 mánuði í viðbót“ Sandra ekki í EM-hópnum en Rut fer með Svona var fundurinn er Arnar tilkynnti EM-hópinn Íslenski risinn sem gnæfir yfir Porto: „Myndi ekki vilja gera neitt annað“ Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Viktor Gísli í úrvalsliði fyrstu tveggja umferða undankeppninnar Andrea öflug í sigri á Söndru og stöllum í Metzungen Dana klikkaði ekki á skoti en Volda tapaði stigi Annar sannfærandi sigur hjá lærisveinum Alfreðs Gísla Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Frábær þriggja marka sigur Vals Botnliðið sótti tvö stig út í Eyjar Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Fram 18-24 | Framkonur góðar í Garðabæ Rakel Dögg: Þá eru meiri líkur á sigri Sjá meira
Sigurlaug og strákarnir fóru yfir tímabilið í Kvennakastinu og þar var meðal annars blásið á nokkrar slúðursögur. Ágúst og Einar voru nokkuð ánægðir með tímabilið en þó voru nokkur vonbrigði hjá þeim. „Mér fannst þetta bara flott tímabil. ÍBV verður deildarmeistari og bikarmeistari en Valur verður Íslandsmeistari. Mér fannst þetta vera tvö yfirburðarlið í deildinni,“ sagði Einar Jónsson. Haukar það óvæntasta „Stjarnan gerði vel fyrir áramót og leit vel út en mér fannst fjara svolítið undan því en þær komu aðeins upp undir restina. Haukar eru það óvæntasta í þessu þegar maður horfir á mótið í heild sinni. Mér fannst þær ágætar í vetur en vaxa jafnt og þétt,“ sagði Einar. „Við ræddum það fljótlega að Haukaliðið væri á ákveðni vegferð sem endaði vel. Þó að þær hafi ekki farið í úrslitaeinvígið þá voru þær í hörkueinvígi á móti ÍBV í undanúrslitum. Það leit ekki út fyrir að þetta yrði rimma, hvorki um mitt mót né fyrir rimmuna,“ sagði Einar. „Framliðið eru ákveðin vonbrigði, deildarkeppnin var allt í lagi en það eru pottþétt vonbrigði í Miðdalnum yfir því að detta út á móti Haukum,“ sagði Einar. Elín Klara Þorkelsdóttir var frábær með Haukum í vetur.Vísir/Vilhelm Virkilega góður handbolti „Það var spilaður góður handbolti og sérstaklega undir lokin. Mér fannst Valsliðið spilar frábæran handbolta undir restina. Mér fannst þessir þrír síðustu leikir Vals í úrslitakeppninni verða þrír bestu leikirnir hjá Val í vetur af þeim sem ég man eftir í fljótu bragði. Virkilega góður handbolti,“ sagði Einar. „Það er fullt af leikmönnum að koma upp og mér finnst mikið af efnilegum leikmönnum að koma. Leikmenn á góðum aldri hafa líka vaxið í vetur. Mér fannst stelpurnar þrjár fyrir utan hjá ÍBV virkilega öflugar og margar stelpur í Valsliðinu að stíga upp og sérstaklega undir lokin,“ sagði Einar. Framtíð landsliðsins í góðum höndum „Ég held að við þurfum ekki að örvænta með landsliðið og framtíðin sé í góðum höndum undir styrkri stjórn Arnar Péturssonar. Ég held að við getum farið að setja smá kröfur á landsliðið okkar,“ sagði Einar. Ágúst fékk líka að komast að en það má hlusta á allan þáttinn hér fyrir neðan.
Olís-deild kvenna Handkastið Mest lesið Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sport Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi Enski boltinn „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Formúla 1 Langlíklegast að Ísland fari í umspil í mars og lítinn HM-riðil Fótbolti Fyrsta stóra fótboltafélagið sem yfirgefur X-ið: „Hatursvél“ Fótbolti United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Enski boltinn Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Körfubolti LeBron gefur vísbendingu hvenær hann hættir Körfubolti Veðjar öllum ágóðanum af bardaga sínum á sigur Tysons Sport Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Guðjón Valur framlengir við Gummersbach Elliði segir HM ekki í hættu Mosfellingar í vandræðum í Grafarvogi en redduðu sér í lokin Anna Karólína varði þrjú víti en það dugði ekki til Guðjón Valur án Íslendinga en áfram í bikarnum Uppgjörið: Grótta - Haukar 25-42 | Haukar kjöldrógu Gróttu FH-ingar í fínum gír án Arons „Enn sáttari með að allir leikmenn fari heilir inn í þetta jólafrí” Embla tryggði Stjörnunni sigur Rúnar frábær í sigri á gamla heimavelli sínum í Eyjum Íslendingalið í bikarúrslit í Noregi en aðeins eitt áfram í þýska bikarnum Uppgjör og viðtöl: Haukar - Fram 20-28 | Sannfærandi sigur Fram Einar Bragi öflugur í stórsigri Kristianstad Þórey Anna minnti á sig í 35. sigri Valskvenna í röð Er HSÍ í samstarfi við Adidas eða ekki? „Það er erfitt að færa þessar fregnir“ Nýja mamman „hefði þurft 1-2 mánuði í viðbót“ Sandra ekki í EM-hópnum en Rut fer með Svona var fundurinn er Arnar tilkynnti EM-hópinn Íslenski risinn sem gnæfir yfir Porto: „Myndi ekki vilja gera neitt annað“ Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Viktor Gísli í úrvalsliði fyrstu tveggja umferða undankeppninnar Andrea öflug í sigri á Söndru og stöllum í Metzungen Dana klikkaði ekki á skoti en Volda tapaði stigi Annar sannfærandi sigur hjá lærisveinum Alfreðs Gísla Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Frábær þriggja marka sigur Vals Botnliðið sótti tvö stig út í Eyjar Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Fram 18-24 | Framkonur góðar í Garðabæ Rakel Dögg: Þá eru meiri líkur á sigri Sjá meira