Snorri Steinn kynntur til leiks á blaðamannafundi í dag Sindri Sverrisson skrifar 1. júní 2023 11:54 Snorri Steinn Guðjónsson hefur gert frábæra hluti sem þjálfari Vals síðustu ár, bæði á innlendum og erlendum vettvangi. vísir/Diego Nú þegar sléttir 100 dagar eru liðnir síðan tilkynnt var að Guðmundur Guðmundsson hætti sem landsliðsþjálfari karla í handbolta hefur HSÍ boðað til blaðamannafundar til að kynna nýjan landsliðsþjálfara til leiks. Blaðamannafundurinn hefst klukkan 13 og verður í beinni útsendingu á Vísi og Stöð 2 Vísi. Eins og Vísir greindi frá í síðustu viku hafa samningar náðst um að Snorri Steinn Guðjónsson, fráfarandi þjálfari Vals, verði næsti landsliðsþjálfari. Á fundinum í dag ætti svo að skýrast til hve langs tíma samningur Snorra við HSÍ er, og hverjir verða í þjálfarateymi hans. Samkvæmt upplýsingum Vísis verður Arnór Atlason, fyrrverandi samherji Snorra til margra ára úr landsliðinu, aðstoðarþjálfari. Arnór er í dag aðstoðarþjálfari Álaborgar sem hóf úrslitaeinvígið við GOG í gær, um danska meistaratitilinn. Hann er einnig þjálfari U21-landsliðs Dana. Lengi hefur legið fyrir að Arnór myndi hætta báðum störfum í sumar og taka við sem aðalþjálfari TTH Holstebro. Byrjar á krefjandi verkefni Fyrsta stóra verkefni Snorra sem landsliðsþjálfari verður Evrópumótið í Þýskalandi í janúar. Þar spilar Ísland í riðli með Serbíu, Svartfjallalandi og Ungverjalandi, og komast tvö lið áfram í milliriðlakeppnina. Góður árangur á EM gæti skilað Íslandi í umspil um sæti á Ólympíuleikunum sem fram fara í París sumarið 2024. Ísland var í efsta styrkleikaflokki fyrir EM-dráttinn eftir árangur sinn á síðasta EM og sigur í sínum riðli í undankeppninni. Liðið lék undir stjórn Gunnars Magnússonar og Ágústs Jóhannssonar, fyrrverandi aðstoðarmanna Guðmundar, í síðustu fjórum leikjum undankeppninnar. Aðeins stýrt Val Snorri Steinn er einn af silfurstrákunum úr Peking og vann einnig brons með landsliðinu á EM í Austurríki 2010. Hann er fimmti markahæsti landsliðsmaður Íslands frá upphafi - spilaði alls 257 leiki fyrir íslenska landsliðið og skoraði í þeim 848 mörk eða 3,3 að meðaltali í leik. Snorri, sem er 41 árs gamall, hefur þjálfað karlalið Vals allan sinn þjálfaraferil. Hann sneri heim árið 2017 eftir farsælan feril í atvinnumennsku og var ráðinn spilandi þjálfari Vals en hann stýrði þá liðinu ásamt Guðlaugi Arnarssyni. Undir stjórn Snorra varð Valur Íslands- og bikarmeistari bæði árin 2021 og 2022, auk þess að verða deildarmeistari 2020 og aftur í vor. Þá náði liðið eftirtektarverðum árangri í Evrópudeildinni í vetur og komst í 16-liða úrslit. Valdi landsliðið fram yfir GOG Viðræður á milli Snorra og HSÍ tóku langan tíma en fyrstu óformlegu viðræðurnar hófust snemma í mars. Langt hlé varð á viðræðum á meðan að forráðamenn HSÍ könnuðu möguleikann á að ráða erlendan þjálfara, hinn norska Christian Berge eða Danann Nicolej Krickau, en báðir höfnuðu því og í kjölfarið hófust formlegar viðræður á milli Snorra og HSÍ. Málið flæktist fyrir hálfum mánuði þegar danska félagið GOG setti sig í samband við Snorra, eftir að tilkynnt hafði verið að Krickau tæki við Flensburg, en Snorri valdi hins vegar íslenska landsliðið fram yfir sitt gamla félag í Danmörku. Blaðamannafundur HSÍ ætti að hefjast klukkan 13 í dag og verður í beinni útsendingu á Vísi og Stöð 2 Vísi. Landslið karla í handbolta Valur Olís-deild karla HSÍ Tengdar fréttir Miðasala á leiki Íslands á EM hafin en HSÍ fær ekki að vera með Það er aftur búist við miklum áhuga á miðum á leikjum Íslands á næsta stórmóti í handbolta sem fer fram í byrjun næsta árs. 24. maí 2023 10:21 Íþróttastjóri GOG staðfestir viðræður við Snorra Stein Íþróttastjóri danska handknattleiksliðsins GOG staðfesti í viðtali á dönsku sjónvarpsstöðinni TV3 Sport nú í kvöld að hann hafi rætt við Snorra Stein Guðjónsson um að hann taki við þjálfun liðsins. 18. maí 2023 19:04 Segir að Óskar Bjarni taki við fráfarandi Íslandsmeisturum Vals Það virðist næsta öruggt að Snorri Steinn Guðjónsson verði ekki þjálfari karlaliðs Vals í Olís-deild karla í handbolta á næstu leiktíð. Sérfræðingurinn, Arnar Daði Arnarsson, segir næsta öruggt að Óskar Bjarni Óskarsson verði næsti þjálfari liðsins. 17. maí 2023 23:00 GOG gæti stolið Snorra frá HSÍ á síðustu stundu Forsvarsmenn danska handknattleiksfélagsins GOG hafa sett sig í samband við Snorra Stein Guðjónsson, þjálfara Vals, með það í huga að hann snúi aftur til félagsins og taki við sem þjálfari liðsins. 16. maí 2023 17:05 Lengsta landsliðsþjálfaraleitin síðan langa sumarið hans Bogdans Íslenska karlalandsliðið í handbolta er enn án þjálfara. Það eru liðnir meira en sjötíu dagar síðan að í ljós kom að Guðmundur Guðmundsson yrði ekki áfram með liðið. 5. maí 2023 08:32 Berge fannst tilboð HSÍ freistandi en hafnaði því á endanum Nú er endanlega ljóst að Christian Berge tekur ekki við íslenska karlalandsliðinu í handbolta. 4. maí 2023 09:43 Dagur og Snorri voru til í að stýra landsliðinu saman Það hefur gengið hægt hjá forkólfum Handknattleikssambands Íslands að finna arftaka Guðmundar Guðmundssonar í starf landsliðsþjálfara karla. Stjórn sambandsins virðist hafa gefið sér góðan tíma í verkefnið en seinagangurinn hefur þegar orðið til þess að góðir kostir hafa verið útilokaðir. 19. apríl 2023 08:00 Fundurinn með HSÍ vísir að leikriti: „Ekki að fara að vinna með þessum mönnum“ Það virðist orðið útilokað að Dagur Sigurðsson verði næsti landsliðsþjálfari karla í handbolta. Hann var fyrsti maðurinn sem að forkólfar HSÍ ræddu við eftir brotthvarf Guðmundar Guðmundssonar en segir fund með þeim hafa minnt á leikþátt og hefur ekki áhuga á að vinna með þeim. 18. apríl 2023 11:44 Mest lesið Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sport Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi Enski boltinn Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Körfubolti „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Formúla 1 Langlíklegast að Ísland fari í umspil í mars og lítinn HM-riðil Fótbolti Fyrsta stóra fótboltafélagið sem yfirgefur X-ið: „Hatursvél“ Fótbolti United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Enski boltinn Svona var blaðamannafundur KSÍ í Podgorica Fótbolti LeBron gefur vísbendingu hvenær hann hættir Körfubolti Elliði segir HM ekki í hættu Handbolti Fleiri fréttir Guðjón Valur framlengir við Gummersbach Elliði segir HM ekki í hættu Mosfellingar í vandræðum í Grafarvogi en redduðu sér í lokin Anna Karólína varði þrjú víti en það dugði ekki til Guðjón Valur án Íslendinga en áfram í bikarnum Uppgjörið: Grótta - Haukar 25-42 | Haukar kjöldrógu Gróttu FH-ingar í fínum gír án Arons „Enn sáttari með að allir leikmenn fari heilir inn í þetta jólafrí” Embla tryggði Stjörnunni sigur Rúnar frábær í sigri á gamla heimavelli sínum í Eyjum Íslendingalið í bikarúrslit í Noregi en aðeins eitt áfram í þýska bikarnum Uppgjör og viðtöl: Haukar - Fram 20-28 | Sannfærandi sigur Fram Einar Bragi öflugur í stórsigri Kristianstad Þórey Anna minnti á sig í 35. sigri Valskvenna í röð Er HSÍ í samstarfi við Adidas eða ekki? „Það er erfitt að færa þessar fregnir“ Nýja mamman „hefði þurft 1-2 mánuði í viðbót“ Sandra ekki í EM-hópnum en Rut fer með Svona var fundurinn er Arnar tilkynnti EM-hópinn Íslenski risinn sem gnæfir yfir Porto: „Myndi ekki vilja gera neitt annað“ Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Viktor Gísli í úrvalsliði fyrstu tveggja umferða undankeppninnar Andrea öflug í sigri á Söndru og stöllum í Metzungen Dana klikkaði ekki á skoti en Volda tapaði stigi Annar sannfærandi sigur hjá lærisveinum Alfreðs Gísla Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Frábær þriggja marka sigur Vals Botnliðið sótti tvö stig út í Eyjar Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Fram 18-24 | Framkonur góðar í Garðabæ Rakel Dögg: Þá eru meiri líkur á sigri Sjá meira
Blaðamannafundurinn hefst klukkan 13 og verður í beinni útsendingu á Vísi og Stöð 2 Vísi. Eins og Vísir greindi frá í síðustu viku hafa samningar náðst um að Snorri Steinn Guðjónsson, fráfarandi þjálfari Vals, verði næsti landsliðsþjálfari. Á fundinum í dag ætti svo að skýrast til hve langs tíma samningur Snorra við HSÍ er, og hverjir verða í þjálfarateymi hans. Samkvæmt upplýsingum Vísis verður Arnór Atlason, fyrrverandi samherji Snorra til margra ára úr landsliðinu, aðstoðarþjálfari. Arnór er í dag aðstoðarþjálfari Álaborgar sem hóf úrslitaeinvígið við GOG í gær, um danska meistaratitilinn. Hann er einnig þjálfari U21-landsliðs Dana. Lengi hefur legið fyrir að Arnór myndi hætta báðum störfum í sumar og taka við sem aðalþjálfari TTH Holstebro. Byrjar á krefjandi verkefni Fyrsta stóra verkefni Snorra sem landsliðsþjálfari verður Evrópumótið í Þýskalandi í janúar. Þar spilar Ísland í riðli með Serbíu, Svartfjallalandi og Ungverjalandi, og komast tvö lið áfram í milliriðlakeppnina. Góður árangur á EM gæti skilað Íslandi í umspil um sæti á Ólympíuleikunum sem fram fara í París sumarið 2024. Ísland var í efsta styrkleikaflokki fyrir EM-dráttinn eftir árangur sinn á síðasta EM og sigur í sínum riðli í undankeppninni. Liðið lék undir stjórn Gunnars Magnússonar og Ágústs Jóhannssonar, fyrrverandi aðstoðarmanna Guðmundar, í síðustu fjórum leikjum undankeppninnar. Aðeins stýrt Val Snorri Steinn er einn af silfurstrákunum úr Peking og vann einnig brons með landsliðinu á EM í Austurríki 2010. Hann er fimmti markahæsti landsliðsmaður Íslands frá upphafi - spilaði alls 257 leiki fyrir íslenska landsliðið og skoraði í þeim 848 mörk eða 3,3 að meðaltali í leik. Snorri, sem er 41 árs gamall, hefur þjálfað karlalið Vals allan sinn þjálfaraferil. Hann sneri heim árið 2017 eftir farsælan feril í atvinnumennsku og var ráðinn spilandi þjálfari Vals en hann stýrði þá liðinu ásamt Guðlaugi Arnarssyni. Undir stjórn Snorra varð Valur Íslands- og bikarmeistari bæði árin 2021 og 2022, auk þess að verða deildarmeistari 2020 og aftur í vor. Þá náði liðið eftirtektarverðum árangri í Evrópudeildinni í vetur og komst í 16-liða úrslit. Valdi landsliðið fram yfir GOG Viðræður á milli Snorra og HSÍ tóku langan tíma en fyrstu óformlegu viðræðurnar hófust snemma í mars. Langt hlé varð á viðræðum á meðan að forráðamenn HSÍ könnuðu möguleikann á að ráða erlendan þjálfara, hinn norska Christian Berge eða Danann Nicolej Krickau, en báðir höfnuðu því og í kjölfarið hófust formlegar viðræður á milli Snorra og HSÍ. Málið flæktist fyrir hálfum mánuði þegar danska félagið GOG setti sig í samband við Snorra, eftir að tilkynnt hafði verið að Krickau tæki við Flensburg, en Snorri valdi hins vegar íslenska landsliðið fram yfir sitt gamla félag í Danmörku. Blaðamannafundur HSÍ ætti að hefjast klukkan 13 í dag og verður í beinni útsendingu á Vísi og Stöð 2 Vísi.
Landslið karla í handbolta Valur Olís-deild karla HSÍ Tengdar fréttir Miðasala á leiki Íslands á EM hafin en HSÍ fær ekki að vera með Það er aftur búist við miklum áhuga á miðum á leikjum Íslands á næsta stórmóti í handbolta sem fer fram í byrjun næsta árs. 24. maí 2023 10:21 Íþróttastjóri GOG staðfestir viðræður við Snorra Stein Íþróttastjóri danska handknattleiksliðsins GOG staðfesti í viðtali á dönsku sjónvarpsstöðinni TV3 Sport nú í kvöld að hann hafi rætt við Snorra Stein Guðjónsson um að hann taki við þjálfun liðsins. 18. maí 2023 19:04 Segir að Óskar Bjarni taki við fráfarandi Íslandsmeisturum Vals Það virðist næsta öruggt að Snorri Steinn Guðjónsson verði ekki þjálfari karlaliðs Vals í Olís-deild karla í handbolta á næstu leiktíð. Sérfræðingurinn, Arnar Daði Arnarsson, segir næsta öruggt að Óskar Bjarni Óskarsson verði næsti þjálfari liðsins. 17. maí 2023 23:00 GOG gæti stolið Snorra frá HSÍ á síðustu stundu Forsvarsmenn danska handknattleiksfélagsins GOG hafa sett sig í samband við Snorra Stein Guðjónsson, þjálfara Vals, með það í huga að hann snúi aftur til félagsins og taki við sem þjálfari liðsins. 16. maí 2023 17:05 Lengsta landsliðsþjálfaraleitin síðan langa sumarið hans Bogdans Íslenska karlalandsliðið í handbolta er enn án þjálfara. Það eru liðnir meira en sjötíu dagar síðan að í ljós kom að Guðmundur Guðmundsson yrði ekki áfram með liðið. 5. maí 2023 08:32 Berge fannst tilboð HSÍ freistandi en hafnaði því á endanum Nú er endanlega ljóst að Christian Berge tekur ekki við íslenska karlalandsliðinu í handbolta. 4. maí 2023 09:43 Dagur og Snorri voru til í að stýra landsliðinu saman Það hefur gengið hægt hjá forkólfum Handknattleikssambands Íslands að finna arftaka Guðmundar Guðmundssonar í starf landsliðsþjálfara karla. Stjórn sambandsins virðist hafa gefið sér góðan tíma í verkefnið en seinagangurinn hefur þegar orðið til þess að góðir kostir hafa verið útilokaðir. 19. apríl 2023 08:00 Fundurinn með HSÍ vísir að leikriti: „Ekki að fara að vinna með þessum mönnum“ Það virðist orðið útilokað að Dagur Sigurðsson verði næsti landsliðsþjálfari karla í handbolta. Hann var fyrsti maðurinn sem að forkólfar HSÍ ræddu við eftir brotthvarf Guðmundar Guðmundssonar en segir fund með þeim hafa minnt á leikþátt og hefur ekki áhuga á að vinna með þeim. 18. apríl 2023 11:44 Mest lesið Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sport Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi Enski boltinn Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Körfubolti „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Formúla 1 Langlíklegast að Ísland fari í umspil í mars og lítinn HM-riðil Fótbolti Fyrsta stóra fótboltafélagið sem yfirgefur X-ið: „Hatursvél“ Fótbolti United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Enski boltinn Svona var blaðamannafundur KSÍ í Podgorica Fótbolti LeBron gefur vísbendingu hvenær hann hættir Körfubolti Elliði segir HM ekki í hættu Handbolti Fleiri fréttir Guðjón Valur framlengir við Gummersbach Elliði segir HM ekki í hættu Mosfellingar í vandræðum í Grafarvogi en redduðu sér í lokin Anna Karólína varði þrjú víti en það dugði ekki til Guðjón Valur án Íslendinga en áfram í bikarnum Uppgjörið: Grótta - Haukar 25-42 | Haukar kjöldrógu Gróttu FH-ingar í fínum gír án Arons „Enn sáttari með að allir leikmenn fari heilir inn í þetta jólafrí” Embla tryggði Stjörnunni sigur Rúnar frábær í sigri á gamla heimavelli sínum í Eyjum Íslendingalið í bikarúrslit í Noregi en aðeins eitt áfram í þýska bikarnum Uppgjör og viðtöl: Haukar - Fram 20-28 | Sannfærandi sigur Fram Einar Bragi öflugur í stórsigri Kristianstad Þórey Anna minnti á sig í 35. sigri Valskvenna í röð Er HSÍ í samstarfi við Adidas eða ekki? „Það er erfitt að færa þessar fregnir“ Nýja mamman „hefði þurft 1-2 mánuði í viðbót“ Sandra ekki í EM-hópnum en Rut fer með Svona var fundurinn er Arnar tilkynnti EM-hópinn Íslenski risinn sem gnæfir yfir Porto: „Myndi ekki vilja gera neitt annað“ Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Viktor Gísli í úrvalsliði fyrstu tveggja umferða undankeppninnar Andrea öflug í sigri á Söndru og stöllum í Metzungen Dana klikkaði ekki á skoti en Volda tapaði stigi Annar sannfærandi sigur hjá lærisveinum Alfreðs Gísla Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Frábær þriggja marka sigur Vals Botnliðið sótti tvö stig út í Eyjar Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Fram 18-24 | Framkonur góðar í Garðabæ Rakel Dögg: Þá eru meiri líkur á sigri Sjá meira
Miðasala á leiki Íslands á EM hafin en HSÍ fær ekki að vera með Það er aftur búist við miklum áhuga á miðum á leikjum Íslands á næsta stórmóti í handbolta sem fer fram í byrjun næsta árs. 24. maí 2023 10:21
Íþróttastjóri GOG staðfestir viðræður við Snorra Stein Íþróttastjóri danska handknattleiksliðsins GOG staðfesti í viðtali á dönsku sjónvarpsstöðinni TV3 Sport nú í kvöld að hann hafi rætt við Snorra Stein Guðjónsson um að hann taki við þjálfun liðsins. 18. maí 2023 19:04
Segir að Óskar Bjarni taki við fráfarandi Íslandsmeisturum Vals Það virðist næsta öruggt að Snorri Steinn Guðjónsson verði ekki þjálfari karlaliðs Vals í Olís-deild karla í handbolta á næstu leiktíð. Sérfræðingurinn, Arnar Daði Arnarsson, segir næsta öruggt að Óskar Bjarni Óskarsson verði næsti þjálfari liðsins. 17. maí 2023 23:00
GOG gæti stolið Snorra frá HSÍ á síðustu stundu Forsvarsmenn danska handknattleiksfélagsins GOG hafa sett sig í samband við Snorra Stein Guðjónsson, þjálfara Vals, með það í huga að hann snúi aftur til félagsins og taki við sem þjálfari liðsins. 16. maí 2023 17:05
Lengsta landsliðsþjálfaraleitin síðan langa sumarið hans Bogdans Íslenska karlalandsliðið í handbolta er enn án þjálfara. Það eru liðnir meira en sjötíu dagar síðan að í ljós kom að Guðmundur Guðmundsson yrði ekki áfram með liðið. 5. maí 2023 08:32
Berge fannst tilboð HSÍ freistandi en hafnaði því á endanum Nú er endanlega ljóst að Christian Berge tekur ekki við íslenska karlalandsliðinu í handbolta. 4. maí 2023 09:43
Dagur og Snorri voru til í að stýra landsliðinu saman Það hefur gengið hægt hjá forkólfum Handknattleikssambands Íslands að finna arftaka Guðmundar Guðmundssonar í starf landsliðsþjálfara karla. Stjórn sambandsins virðist hafa gefið sér góðan tíma í verkefnið en seinagangurinn hefur þegar orðið til þess að góðir kostir hafa verið útilokaðir. 19. apríl 2023 08:00
Fundurinn með HSÍ vísir að leikriti: „Ekki að fara að vinna með þessum mönnum“ Það virðist orðið útilokað að Dagur Sigurðsson verði næsti landsliðsþjálfari karla í handbolta. Hann var fyrsti maðurinn sem að forkólfar HSÍ ræddu við eftir brotthvarf Guðmundar Guðmundssonar en segir fund með þeim hafa minnt á leikþátt og hefur ekki áhuga á að vinna með þeim. 18. apríl 2023 11:44