„Erlent nautakjöt, bara sorrý, það er bara miklu betra“ Snorri Másson skrifar 27. maí 2023 10:50 Í Íslandi í dag var kíkt til Grindavíkur á fund hins listfenga grillara og sjónvarpskokks Alfreðs Fannars Björnssonar. Hann sagði okkur frá helstu straumum og stefnum í grillmálum Íslendinga í sumar og benti skilmerkilega á helstu mistök fólks á þessu mikilvæga sviði. Þau eru auðveldlega leiðrétt. „Það er að nota ekki hitamæli,“ segir Alfreð og gerir miklar athugasemdir við að meta ástand grillkjöts með því að klípa í það og miða við að klípa í lófa sér til að áætla kjarnhitann. „Þar getur þú tekið einhvern Crossfit-gaur og gert það sama, en hann er þá bara alltaf með well-done steik,“ segir Alfreð. Hitamælirinn sem Alfreð Fannar Björnsson heldur þarna um er lykilatriði í að elda kjöt hæfilega vel, segir hann. Væntanleg er ný sería af BBQ-kónginum á Stöð 2, þar sem Alfreð sviptir áfram hulunni af leyndardómum grillsins.Vísir Ekki þjóðernissinnaður grillari Grillmenning Íslendinga er að sögn Alfreðs að þróast nokkuð. „Það hefur aukist töluvert að fólk er að grilla eitthvað annað en lambalærissneiðar og kjúklingabringur,“ segir Alfreð. Þar er fiskur að koma sterkur inn að hans sögn en í nýrri seríu af BBQ-kónginum sem væntanleg er í sumar er einn þáttur helgaður fiski. Þar kemur risahumar við sögu, sem Alfreð segir sérstaklega góðan. Þótt lambakjöt og aðrar tegundir hafi margt til síns ágætis kveðst Alfreð enn halda mest upp á klassískt nautakjöt. Íslensku nauti þá, eða ert þú ekki þjóðernissinni að þessu leyti? Ertu rólegur yfir því? „Ég er rólegur yfir því. Erlent nautakjöt, bara sorrý, það er bara miklu betra. Jújú, íslenskt nautakjöt er alveg frábært, en það er bara rosalega óstabílt. Þú getur lent á rosalega góðu en svo geturðu líka lent á rosalega slæmu. En með því að taka svona erlent, eins og er bara í Kjötkompaní, þú lendir alltaf á góðu nautakjöti. Ribeye að hellisbúahætti Ef Alfreð þyrfti að velja kjöt til að grilla og aðferð til að grilla það strax í kvöld segðist hann mundu fara í kjötverslun, sækja nautaribeye og elda steikina eftir aðferð sem kalla mætti samkvæmt frumstæðri þýðingu „öfugan sviða“ - á ensku ‘reverse sear’. Caveman-aðferðin svonefnda felst í að grilla kjötið beint á kolunum.Stöð 2 Þar er steikin hituð upp í 50°C á lágum hita (120°C). Þegar svo er komið er hitinn í grillinu hámarkaður helst upp í allt að 300°C og steikinni skellt aftur á grillið á mínútu á hvora hlið. Ef um kolagrill er að ræða hvetur Alfreð til þess að gerðar séu tilraunir að hætti hellisbúans (e. caveman) og steikinni fleygt beint á kolin og grindin fjarlægð. Með þessu á að fást hin vænsta steik. Matur Ísland í dag Grindavík Tengdar fréttir BBQ kóngurinn grillar kjúklinga kirsuber Grillmeistarinn geðþekki, Alfreð Fannar Björnsson, hefur sýnt áhorfendum Stöðvar 2 frumlega grilltakta í þáttunum BBQ kóngurinn síðastliðið árið. 1. desember 2021 11:31 BBQ kóngurinn: Flanksteik fyllt með rjómaosti og spínati „Sjáiði hvað þetta er flott hjá mér? Það mætti halda að ég væri að gera eitthvað krem fyrir köku. Samt kann ég ekkert að baka, nema vandræði,“ segir grillmeistarinn Alfreð Fannar þegar hann framreiðir fyllta Flanksteik í þættinum BBQ kóngurinn. 30. júní 2021 16:34 Mest lesið Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Lífið Tengdó hringdi og vildi vita hvort Sunnu Dís hefði í alvöru liðið svona Lífið Fáir sáu íslenskar bíómyndir sem fengu 350 milljónir króna í styrk Lífið Segir fjölskylduna flutta Lífið „Getur líka fengið Óskarsverðlaun fyrir besta leik í aukahlutverki“ Lífið „Nýja heimsskipanin:“ Leynileg áætlun um heimsyfirráð í undirbúningi? Lífið Skellti sér á djammið Lífið „Er ekki að fara fram á það lifa lífinu í bómull“ Lífið Bannað að hlæja: Stressið allsráðandi í upphafi kvöldsins Lífið Hafa bæði kvatt sín fyrrverandi og eru alsæl saman Lífið Fleiri fréttir Skellti sér á djammið Segir fjölskylduna flutta Fáir sáu íslenskar bíómyndir sem fengu 350 milljónir króna í styrk Stílhreinn glæsileiki og svartur marmari á Nesinu „Er ekki að fara fram á það lifa lífinu í bómull“ Conan O'Brien verður kynnir á Óskarnum Hafa bæði kvatt sín fyrrverandi og eru alsæl saman „Nýja heimsskipanin:“ Leynileg áætlun um heimsyfirráð í undirbúningi? Bannað að hlæja: Stressið allsráðandi í upphafi kvöldsins Katrín og Markus orðin tveggja barna foreldrar Tengdó hringdi og vildi vita hvort Sunnu Dís hefði í alvöru liðið svona „Getur líka fengið Óskarsverðlaun fyrir besta leik í aukahlutverki“ Heitir og hýrir flugþjónar í suðrænni stemningu Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Heitasti plötusnúður í heimi í Melabúðinni Emilíana Torrini einhleyp Fólkið sem fer yfir tíu tonn af fatnaði á dag „Vinkonusambönd virka aldrei ef það er afbrýðisemi“ Kári og Erla vilja 330 milljónir fyrir lúxusíbúð við höfnina Eiríkur og Guðrún selja eitt fallegasta hús Vesturbæjarins Edda Falak gaf bróður sínum nafna Krasinski er kynþokkafyllstur í ár Fólk fer of snemma af stað í næsta samband Tók ákvörðun um að hætta að gera ráð fyrir því að fólk hataði sig Linda Ben mætir á skjáinn í fyrsta sinn Stóð ekki á svörum um vandræðalegasta augnablikið Meinta mannætan fékk ófrjósemisaðgerð í afmælisgjöf frá mömmu Hvað skal gera þegar tilhugsunin er meira sexý en kynlífið? Sjáðu stikluna: Zellweger, Firth og Grant öll í nýjustu Bridget Jones Smekklegt einbýli í hjarta Hafnarfjarðar Sjá meira
„Það er að nota ekki hitamæli,“ segir Alfreð og gerir miklar athugasemdir við að meta ástand grillkjöts með því að klípa í það og miða við að klípa í lófa sér til að áætla kjarnhitann. „Þar getur þú tekið einhvern Crossfit-gaur og gert það sama, en hann er þá bara alltaf með well-done steik,“ segir Alfreð. Hitamælirinn sem Alfreð Fannar Björnsson heldur þarna um er lykilatriði í að elda kjöt hæfilega vel, segir hann. Væntanleg er ný sería af BBQ-kónginum á Stöð 2, þar sem Alfreð sviptir áfram hulunni af leyndardómum grillsins.Vísir Ekki þjóðernissinnaður grillari Grillmenning Íslendinga er að sögn Alfreðs að þróast nokkuð. „Það hefur aukist töluvert að fólk er að grilla eitthvað annað en lambalærissneiðar og kjúklingabringur,“ segir Alfreð. Þar er fiskur að koma sterkur inn að hans sögn en í nýrri seríu af BBQ-kónginum sem væntanleg er í sumar er einn þáttur helgaður fiski. Þar kemur risahumar við sögu, sem Alfreð segir sérstaklega góðan. Þótt lambakjöt og aðrar tegundir hafi margt til síns ágætis kveðst Alfreð enn halda mest upp á klassískt nautakjöt. Íslensku nauti þá, eða ert þú ekki þjóðernissinni að þessu leyti? Ertu rólegur yfir því? „Ég er rólegur yfir því. Erlent nautakjöt, bara sorrý, það er bara miklu betra. Jújú, íslenskt nautakjöt er alveg frábært, en það er bara rosalega óstabílt. Þú getur lent á rosalega góðu en svo geturðu líka lent á rosalega slæmu. En með því að taka svona erlent, eins og er bara í Kjötkompaní, þú lendir alltaf á góðu nautakjöti. Ribeye að hellisbúahætti Ef Alfreð þyrfti að velja kjöt til að grilla og aðferð til að grilla það strax í kvöld segðist hann mundu fara í kjötverslun, sækja nautaribeye og elda steikina eftir aðferð sem kalla mætti samkvæmt frumstæðri þýðingu „öfugan sviða“ - á ensku ‘reverse sear’. Caveman-aðferðin svonefnda felst í að grilla kjötið beint á kolunum.Stöð 2 Þar er steikin hituð upp í 50°C á lágum hita (120°C). Þegar svo er komið er hitinn í grillinu hámarkaður helst upp í allt að 300°C og steikinni skellt aftur á grillið á mínútu á hvora hlið. Ef um kolagrill er að ræða hvetur Alfreð til þess að gerðar séu tilraunir að hætti hellisbúans (e. caveman) og steikinni fleygt beint á kolin og grindin fjarlægð. Með þessu á að fást hin vænsta steik.
Matur Ísland í dag Grindavík Tengdar fréttir BBQ kóngurinn grillar kjúklinga kirsuber Grillmeistarinn geðþekki, Alfreð Fannar Björnsson, hefur sýnt áhorfendum Stöðvar 2 frumlega grilltakta í þáttunum BBQ kóngurinn síðastliðið árið. 1. desember 2021 11:31 BBQ kóngurinn: Flanksteik fyllt með rjómaosti og spínati „Sjáiði hvað þetta er flott hjá mér? Það mætti halda að ég væri að gera eitthvað krem fyrir köku. Samt kann ég ekkert að baka, nema vandræði,“ segir grillmeistarinn Alfreð Fannar þegar hann framreiðir fyllta Flanksteik í þættinum BBQ kóngurinn. 30. júní 2021 16:34 Mest lesið Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Lífið Tengdó hringdi og vildi vita hvort Sunnu Dís hefði í alvöru liðið svona Lífið Fáir sáu íslenskar bíómyndir sem fengu 350 milljónir króna í styrk Lífið Segir fjölskylduna flutta Lífið „Getur líka fengið Óskarsverðlaun fyrir besta leik í aukahlutverki“ Lífið „Nýja heimsskipanin:“ Leynileg áætlun um heimsyfirráð í undirbúningi? Lífið Skellti sér á djammið Lífið „Er ekki að fara fram á það lifa lífinu í bómull“ Lífið Bannað að hlæja: Stressið allsráðandi í upphafi kvöldsins Lífið Hafa bæði kvatt sín fyrrverandi og eru alsæl saman Lífið Fleiri fréttir Skellti sér á djammið Segir fjölskylduna flutta Fáir sáu íslenskar bíómyndir sem fengu 350 milljónir króna í styrk Stílhreinn glæsileiki og svartur marmari á Nesinu „Er ekki að fara fram á það lifa lífinu í bómull“ Conan O'Brien verður kynnir á Óskarnum Hafa bæði kvatt sín fyrrverandi og eru alsæl saman „Nýja heimsskipanin:“ Leynileg áætlun um heimsyfirráð í undirbúningi? Bannað að hlæja: Stressið allsráðandi í upphafi kvöldsins Katrín og Markus orðin tveggja barna foreldrar Tengdó hringdi og vildi vita hvort Sunnu Dís hefði í alvöru liðið svona „Getur líka fengið Óskarsverðlaun fyrir besta leik í aukahlutverki“ Heitir og hýrir flugþjónar í suðrænni stemningu Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Heitasti plötusnúður í heimi í Melabúðinni Emilíana Torrini einhleyp Fólkið sem fer yfir tíu tonn af fatnaði á dag „Vinkonusambönd virka aldrei ef það er afbrýðisemi“ Kári og Erla vilja 330 milljónir fyrir lúxusíbúð við höfnina Eiríkur og Guðrún selja eitt fallegasta hús Vesturbæjarins Edda Falak gaf bróður sínum nafna Krasinski er kynþokkafyllstur í ár Fólk fer of snemma af stað í næsta samband Tók ákvörðun um að hætta að gera ráð fyrir því að fólk hataði sig Linda Ben mætir á skjáinn í fyrsta sinn Stóð ekki á svörum um vandræðalegasta augnablikið Meinta mannætan fékk ófrjósemisaðgerð í afmælisgjöf frá mömmu Hvað skal gera þegar tilhugsunin er meira sexý en kynlífið? Sjáðu stikluna: Zellweger, Firth og Grant öll í nýjustu Bridget Jones Smekklegt einbýli í hjarta Hafnarfjarðar Sjá meira
BBQ kóngurinn grillar kjúklinga kirsuber Grillmeistarinn geðþekki, Alfreð Fannar Björnsson, hefur sýnt áhorfendum Stöðvar 2 frumlega grilltakta í þáttunum BBQ kóngurinn síðastliðið árið. 1. desember 2021 11:31
BBQ kóngurinn: Flanksteik fyllt með rjómaosti og spínati „Sjáiði hvað þetta er flott hjá mér? Það mætti halda að ég væri að gera eitthvað krem fyrir köku. Samt kann ég ekkert að baka, nema vandræði,“ segir grillmeistarinn Alfreð Fannar þegar hann framreiðir fyllta Flanksteik í þættinum BBQ kóngurinn. 30. júní 2021 16:34