Leigubílstjórar vilja fá sín stæði við nýja miðbæinn á Selfossi Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 20. maí 2023 20:05 Nokkrir af leigubílstjórunum, sem eru að berjast fyrir stæðunum. Magnús Hlynur Hreiðarsson Leigubílstjórar á Selfossi eru pirraðir á því að fá hvergi stæði fyrir bíla sína í nýja miðbænum á Selfossi en mikið er að gera hjá þeim að sækja og fara með fólk í miðbæinn. Forsvarsmenn miðbæjarins segja að unnið sé að laus málsins. Sex leigubílaleyfi eru á Selfossi og er nóg að gera hjá leigubílstjórum staðarins þó einhverjir þeirra séu líka í annarri vinnu. Nýi miðbærinn hefur mikið aðdráttarafl og því heilmikið að snúast hjá leigubílstjórunum að keyra fólk þangað og sækja líka. Það eru þó hvergi merkt stæði fyrir leigubíla, sem leigubílstjórarnir eru ósáttir við. „Fólk finnur ekki bílana, ýmist inn í göngugötu eða út á Eyravegi. Okkur vantar einhvern fastan stað, sem við getum komið á. Okkur finnst þetta ekki nógu gott, hérna vantar að fá einhvern fastan stað. Nú á að fara að rífa húsin við Eyraveginn. Nú væri fínt að fá að setja upp merki þar, þannig að við gætum komið þar fimm til sex bílum í röð, það væri toppurinn fyrir okkur,“ segir Axel K. Pálsson leigubílstjóri á Selfossi. Talandi um húsin við Eyraveginn, það var byrjað að rífa þau niður í gær en þar eiga að koma í staðinn ný og glæsileg hús, sem er hluti af uppbyggingu nýja miðbæjarins. Er nóg að gera í leigubílaakstri á Selfossi? „Já, já, það er hellingur að gera, nú er að koma sumar og þá eykst þetta með ferðamennina alveg helling. Við reynum að gera okkar besta,“ bætir Axel við. Leigubílstjórarnir vilja fá merkt stæði fyrir bíla sína við nýja miðbæinn á Selfossi.Magnús Hlynur Hreiðarsson Að sögn Vignis Guðjónssonar, sem er einn af forsvarsmönnum nýja miðbæjarins þá stendur til að útbúa varanleg bílastæði fyrir hvers kyns atvinnubifreiðar, leigubíla og rútur í gatnagerð annars áfanga miðbæjarins og standa bílastæðamálin því öll til bóta. Axel K. Pálsson leigubílstjóri á Selfossi, sem segir nóg að gera hjá leigubílstjórum á staðnum.Magnús Hlynur Hreiðarsson Árborg Leigubílar Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Brenna líkin á nóttunni Innlent Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Innlent „Ég er ekkert búin að læra“ Innlent Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Erlent Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Innlent Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Innlent Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Innlent Fleiri fréttir Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Rýnt í kannanir og tendrun jólatrés í Hafnarfirði Alma verði heilbrigðisráðherra í stjórn Kristrúnar Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Sjá meira
Sex leigubílaleyfi eru á Selfossi og er nóg að gera hjá leigubílstjórum staðarins þó einhverjir þeirra séu líka í annarri vinnu. Nýi miðbærinn hefur mikið aðdráttarafl og því heilmikið að snúast hjá leigubílstjórunum að keyra fólk þangað og sækja líka. Það eru þó hvergi merkt stæði fyrir leigubíla, sem leigubílstjórarnir eru ósáttir við. „Fólk finnur ekki bílana, ýmist inn í göngugötu eða út á Eyravegi. Okkur vantar einhvern fastan stað, sem við getum komið á. Okkur finnst þetta ekki nógu gott, hérna vantar að fá einhvern fastan stað. Nú á að fara að rífa húsin við Eyraveginn. Nú væri fínt að fá að setja upp merki þar, þannig að við gætum komið þar fimm til sex bílum í röð, það væri toppurinn fyrir okkur,“ segir Axel K. Pálsson leigubílstjóri á Selfossi. Talandi um húsin við Eyraveginn, það var byrjað að rífa þau niður í gær en þar eiga að koma í staðinn ný og glæsileg hús, sem er hluti af uppbyggingu nýja miðbæjarins. Er nóg að gera í leigubílaakstri á Selfossi? „Já, já, það er hellingur að gera, nú er að koma sumar og þá eykst þetta með ferðamennina alveg helling. Við reynum að gera okkar besta,“ bætir Axel við. Leigubílstjórarnir vilja fá merkt stæði fyrir bíla sína við nýja miðbæinn á Selfossi.Magnús Hlynur Hreiðarsson Að sögn Vignis Guðjónssonar, sem er einn af forsvarsmönnum nýja miðbæjarins þá stendur til að útbúa varanleg bílastæði fyrir hvers kyns atvinnubifreiðar, leigubíla og rútur í gatnagerð annars áfanga miðbæjarins og standa bílastæðamálin því öll til bóta. Axel K. Pálsson leigubílstjóri á Selfossi, sem segir nóg að gera hjá leigubílstjórum á staðnum.Magnús Hlynur Hreiðarsson
Árborg Leigubílar Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Brenna líkin á nóttunni Innlent Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Innlent „Ég er ekkert búin að læra“ Innlent Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Erlent Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Innlent Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Innlent Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Innlent Fleiri fréttir Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Rýnt í kannanir og tendrun jólatrés í Hafnarfirði Alma verði heilbrigðisráðherra í stjórn Kristrúnar Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Sjá meira