Fylgst hafi verið með bílskúrnum og beðið færis Ólafur Björn Sverrisson skrifar 20. maí 2023 15:31 Hjólinu, að gerðinni Cube, var stolið úr bílskúrnum með því að spenna upp glugga. Tjónið segir Búi þó aðallega vera persónulegt. aðsend Íbúi í Norðlingaholti, sem varð fyrir því að hjólum og tölvu var stolið úr bílskúr hans, er viss um að fylgst hafi verið með bílskúrnum í aðdraganda þjófnaðarins. Þetta er í annað sinn á tveimur árum sem hjóli er stolið úr bílskúrnum. Búi Bendsen hefur að undanförnu staðið í framkvæmdum á bílskúr sínum í Norðlingaholti, meðal annars til að bæta lærdómsaðstöðu fyrir soninn og útbúa vinnuaðstöðu sína fyrir fyrirtækjarekstur sinn. „Í þessum framkvæmdum hefur stóra bílskúrshurðin verið opin þegar menn eru að vinna í skúrnum mig grunar að menn hafi verið að fylgjast með því. Í skúrnum eru hjól og krossarar en mesta tjónið eru upplýsingar fyrir fyrirtækjareksturinn sem voru í tölvunni. Það er í raun stærsta tjónið, nú þarf maður bara að byrja upp á nýtt,“ segir Búi í samtali við fréttastofu. Hann hefur kært þjófnaðinn til lögreglu og auglýsir eftir mununum á Facebook og heitið 100 þúsund krónum í fundarlaun fyrir verðmætt keppnishjólið. „Þetta er sem sagt í annað skiptið sem það er brotist inn í bílskúrinn og hjól tekið. Fyrir tveimur árum fannst hjólið aldrei. Þá var farið inn um hurðina hjá okkur en í þetta sinn var bílskúrsglugginn spenntur upp.“ Hann segir að ekki virðist að um neinn innbrotsfaraldur sé að ræða í Norðlingaholtinu en hefur sent öðrum íbúum póst þar sem hann minnir á að læsa öllum hurðum og gluggum. „Þetta er mjög rólegt og yndislegt hverfi og aldrei neitt vesen, en þetta er óþægilegt. Þetta hefur bara verið skipulagt. Menn hafa fylgst með skúrnum og beðið færis,“ segir Búi. „Þetta er aðallega persónulegt tjón, þarna eru meðal annars brúðarmyndir okkar hjóna. Maður skilur bara ekkert hvað vakir fyrir mönnum sem gera svona,“ segir Búi jafnframt. Hann auglýsir eins og áður segir eftir hjólinu og tölvunni, sem er gagnslaus öðrum, á Facebook síðu sinni. Reykjavík Lögreglumál Mest lesið „Hálfur millimetri í aðra hvora áttina, þá hefði hann ekki lifað af“ Innlent Þúsundir hænsna drápust í bruna á eggjabúi við Voga Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Áfallið mikið en „svo er bara að bretta upp ermar“ Innlent „Einkennilegt að vera með örhóp í verkfalli“ Innlent Hiti í fólki í miðbænum á kaldri sunnudagsnóttu Innlent Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Innlent Einar umfangsmestu loftárásir Rússa á orkuvinnviði Úkraínu Erlent Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Innlent Norsku skipagöngin á leið í útboðsferli Erlent Fleiri fréttir Nýr prófastur ætlar ekki að hætta með kindurnar sínar Fimmtán prósent allra hænsna á búinu drápust Áfallið mikið en „svo er bara að bretta upp ermar“ Tryggingagjald, andstæðir pólar og orkuskipti í Sprengisandi Hiti í fólki í miðbænum á kaldri sunnudagsnóttu Þúsundir hænsna drápust í bruna á eggjabúi við Voga „Hálfur millimetri í aðra hvora áttina, þá hefði hann ekki lifað af“ „Einkennilegt að vera með örhóp í verkfalli“ Kveikt í uppstilltum bílflökum til að líkja eftir brotlentri flugvél Fólk ofmeti áhrif einstakra mála og frambjóðenda á kjósendur Ari Eldjárn lofar að hætta að segja „beisiklí“ Gengur upp og niður Garðskagavita í eitt ár Telur útfærslu kennara á verkföllum ekki líklega til árangurs Rýnt í ákvörðun Þórðar Snæs og kjaradeilu kennara Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Nokkuð öflugur skjálfti í Bárðarbungu Vélsleðaslys í Langjökli Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Meirihluti telur stjórnvöld gera of lítið til að draga úr losun Lyfjapokar úr gömlum gardínum og borðdúkum á Selfossi „Þessi ákvörðun var tekin að frumkvæði Þórðar“ Staðan ólík því sem sést í Bandaríkjunum enda fylgið á fleygiferð #ÉgKýs: Kosningafundur ungs fólks „Ég hafna þessari gagnrýni algjörlega“ Þórður Snær mun ekki taka þingsæti Ráðherra hafnar gagnrýni og óvissa um tónleika á Hvalasafninu Samningur undirritaður um augnlækningar á Austurlandi Þingmaður Pírata vill í kærunefnd útlendingamála Segir fund ráðherra og lögreglustjóra til marks um spillingu Ný geðdeildarbygging utan Hringbrautarlóðar Sjá meira
Búi Bendsen hefur að undanförnu staðið í framkvæmdum á bílskúr sínum í Norðlingaholti, meðal annars til að bæta lærdómsaðstöðu fyrir soninn og útbúa vinnuaðstöðu sína fyrir fyrirtækjarekstur sinn. „Í þessum framkvæmdum hefur stóra bílskúrshurðin verið opin þegar menn eru að vinna í skúrnum mig grunar að menn hafi verið að fylgjast með því. Í skúrnum eru hjól og krossarar en mesta tjónið eru upplýsingar fyrir fyrirtækjareksturinn sem voru í tölvunni. Það er í raun stærsta tjónið, nú þarf maður bara að byrja upp á nýtt,“ segir Búi í samtali við fréttastofu. Hann hefur kært þjófnaðinn til lögreglu og auglýsir eftir mununum á Facebook og heitið 100 þúsund krónum í fundarlaun fyrir verðmætt keppnishjólið. „Þetta er sem sagt í annað skiptið sem það er brotist inn í bílskúrinn og hjól tekið. Fyrir tveimur árum fannst hjólið aldrei. Þá var farið inn um hurðina hjá okkur en í þetta sinn var bílskúrsglugginn spenntur upp.“ Hann segir að ekki virðist að um neinn innbrotsfaraldur sé að ræða í Norðlingaholtinu en hefur sent öðrum íbúum póst þar sem hann minnir á að læsa öllum hurðum og gluggum. „Þetta er mjög rólegt og yndislegt hverfi og aldrei neitt vesen, en þetta er óþægilegt. Þetta hefur bara verið skipulagt. Menn hafa fylgst með skúrnum og beðið færis,“ segir Búi. „Þetta er aðallega persónulegt tjón, þarna eru meðal annars brúðarmyndir okkar hjóna. Maður skilur bara ekkert hvað vakir fyrir mönnum sem gera svona,“ segir Búi jafnframt. Hann auglýsir eins og áður segir eftir hjólinu og tölvunni, sem er gagnslaus öðrum, á Facebook síðu sinni.
Reykjavík Lögreglumál Mest lesið „Hálfur millimetri í aðra hvora áttina, þá hefði hann ekki lifað af“ Innlent Þúsundir hænsna drápust í bruna á eggjabúi við Voga Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Áfallið mikið en „svo er bara að bretta upp ermar“ Innlent „Einkennilegt að vera með örhóp í verkfalli“ Innlent Hiti í fólki í miðbænum á kaldri sunnudagsnóttu Innlent Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Innlent Einar umfangsmestu loftárásir Rússa á orkuvinnviði Úkraínu Erlent Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Innlent Norsku skipagöngin á leið í útboðsferli Erlent Fleiri fréttir Nýr prófastur ætlar ekki að hætta með kindurnar sínar Fimmtán prósent allra hænsna á búinu drápust Áfallið mikið en „svo er bara að bretta upp ermar“ Tryggingagjald, andstæðir pólar og orkuskipti í Sprengisandi Hiti í fólki í miðbænum á kaldri sunnudagsnóttu Þúsundir hænsna drápust í bruna á eggjabúi við Voga „Hálfur millimetri í aðra hvora áttina, þá hefði hann ekki lifað af“ „Einkennilegt að vera með örhóp í verkfalli“ Kveikt í uppstilltum bílflökum til að líkja eftir brotlentri flugvél Fólk ofmeti áhrif einstakra mála og frambjóðenda á kjósendur Ari Eldjárn lofar að hætta að segja „beisiklí“ Gengur upp og niður Garðskagavita í eitt ár Telur útfærslu kennara á verkföllum ekki líklega til árangurs Rýnt í ákvörðun Þórðar Snæs og kjaradeilu kennara Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Nokkuð öflugur skjálfti í Bárðarbungu Vélsleðaslys í Langjökli Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Meirihluti telur stjórnvöld gera of lítið til að draga úr losun Lyfjapokar úr gömlum gardínum og borðdúkum á Selfossi „Þessi ákvörðun var tekin að frumkvæði Þórðar“ Staðan ólík því sem sést í Bandaríkjunum enda fylgið á fleygiferð #ÉgKýs: Kosningafundur ungs fólks „Ég hafna þessari gagnrýni algjörlega“ Þórður Snær mun ekki taka þingsæti Ráðherra hafnar gagnrýni og óvissa um tónleika á Hvalasafninu Samningur undirritaður um augnlækningar á Austurlandi Þingmaður Pírata vill í kærunefnd útlendingamála Segir fund ráðherra og lögreglustjóra til marks um spillingu Ný geðdeildarbygging utan Hringbrautarlóðar Sjá meira