Rafmyntafyrirtæki eykur umsvif þrátt fyrir orkuskort Kristinn Haukur Guðnason skrifar 19. maí 2023 14:59 Bit Digital segist fjölga vélum um 2.500 á Íslandi. Getty Kínverskt rafmyntafyrirtæki segist ætla að auka umsvif sín á Íslandi. Íslensk raforkufyrirtæki segja ekki rúm fyrir aukningu rafmyntagraftar. Samir Tabar, stjórnarformaður rafmyntafyrirtækisins Bit Digital, tilkynnti í gær að starfsemi á Íslandi yrði aukin. Í samtali við Wall Street Journal sagði hann að fyrirtækið hefði keypt 2.500 vélar til að grafa eftir rafmynt á Íslandi. Fjárfestingin er fimm milljónir dollara, eða rúmlega 700 milljónir króna. Bit Digital er upprunalega frá Hong Kong í Kína en er með höfuðstöðvar í New York í Bandaríkjunum og töluverða starfsemi í Kanada. Tabar sagði að fyrirtækið væri að draga saman seglin í Bandaríkjunum, einkum vegna fyrirsjáanlegra skattahækkana á rafmyntagröft þar í landi. „Áður höfum við flutt vélarnar beint til Bandaríkjanna. En núna, í staðinn fyrir að gera það, verðum við að horfa til annarra staða vegna þessa óstöðugleika,“ sagði Tabar. Bandaríska stjórnin hyggst leggja sérstaka skatta á öll rafmyntafyrirtæki, um 30 prósent af raforkukostnaði þeirra. Er það hluti af loftslagsstefnu Joe Biden forseta, en rafmyntagröftur er afskaplega orkufrekur og óumhverfisvænn. Þá hefur rafmyntagröftur aukið álagið á flutningskerfi raforku í Bandaríkjunum og hækkað verðið til neytenda. Fasa út rafmyntagröft Óvíst er hvaðan Bit Digital fær orkuna hér á Íslandi. Ívar Páll Jónsson, sérfræðingur í samskiptum og upplýsingamiðlun hjá Landsvirkjun, segir að það hafi verið opinberlega gefið út að ekki verði virkjað fyrir rafmyntastarfsemi gagnavera. Fyrir slíka starfsemi er nú eingöngu í boði skerðanleg orka, engin forgangsorka. Landsvirkjun segir að rafmyntagröftur verði fasaður út úr raforkusölunni.Landsvirkjun „Stefna Landsvirkjunar er að minnka hlutfall rafmyntagraftar umtalsvert á næstu árum, einkum vegna áhættu í rekstri gagnavera í slíkri starfsemi, en styðja fremur við vöxt gagnavera sem þjónusta annað en rafmyntagröft, svokallaða „enterprise“-starfsemi, til framtíðar,“ segir Ívar. „Gagnaversviðskiptavinir okkar eru meðvitaðir um þessa stefnu og að Landsvirkjun vilji styðja þá í að „fasa út“ rafmyntastarfsemi, en það getur tekið tíma.“ Í viðtali við Fréttablaðið fyrir einu og hálfu ári sagði Tinna Traustadóttir, framkvæmdastjóri orkusölu hjá Landsvirkjun, að Landsvirkjun myndi ekki taka við nýjum viðskiptavinum í rafmyntagreftri og selja ekki meiri raforku til núverandi viðskiptavina. Ásgeir Margeirsson, forstjóri HS Orku, sagði á sama tíma í viðtali við Víkurfréttir að ekkert rafmagn væri til fyrir gagnaverin. Bandaríkin Kína Rafmyntir Landsvirkjun Orkumál Umhverfismál Tengdar fréttir Orkunotkun rafmyntargraftar á við milljónir heimila Á fjórða tug gagnavera sem grafa eftir rafmyntum í Bandaríkjunum nota svipað mikla raforku og þrjár milljónir heimila í næsta nágrenni þeirra. Verin eru að langmestu leyti knúin með jarðefnaeldsneyti og valda þau losun á við 3,5 milljónir bensín- og dísilbíla. 12. apríl 2023 23:50 Segja bitcoin líkjast fjárhættuspili Sérfræðingar Seðlabanka Evrópu segja að eftirlitsaðilar og fjármálastofnanir ættu ekki að veita rafmyntinni bitcoin lögmæti þar sem henni sé haldið uppi á óeðlilegan hátt og hún beri líkindi við fjárhættuspil. Myntin sé á leið til glötunar. 30. nóvember 2022 14:57 Mest lesið „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ Viðskipti innlent Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Viðskipti erlent KS við það að kaupa B. Jensen Viðskipti innlent Skerðingum að hluta frestað þökk sé hlýindum Viðskipti innlent Sólrún, Brynjar og Aníta til Reita Viðskipti innlent Eini sjö sæta rafbíllinn í sínum verðflokki Samstarf Kynna nýja samheitaorðbók sem samin er með hjálp gervigreindar Viðskipti innlent Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Viðskipti innlent Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Viðskipti innlent Níu varðhundar neytenda sameinast á einum vef Neytendur Fleiri fréttir Kynna nýja samheitaorðbók sem samin er með hjálp gervigreindar Skerðingum að hluta frestað þökk sé hlýindum Sólrún, Brynjar og Aníta til Reita „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ KS við það að kaupa B. Jensen Icelandair byrjar að fljúga til Istanbúl Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Spá því að nefndin lækki stýrivexti duglega Spá því að verðbólgan fari í 4,5 prósent Telur enga frétt í leyniupptökunum um hvalveiðar Bein útsending: Leiðir til að lækka vexti Hagnaður Sýnar dróst verulega saman milli ára Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Spá hressilegri vaxtalækkun Lentu vélum easyJet örugglega á Akureyri þrátt fyrir hvassviðri Kaupmáttur á opinberum markaði minni vegna lausra samninga Þrjú ráðin til Tryggja Arna innkallar kaffiskyr með vanillubragði Bein útsending: Kosningafundur Viðskiptaráðs - Horfum til hagsældar Horfur tveggja banka úr stöðugum í jákvæðar Ísold ráðin markaðsstjóri Frá Bændasamtökunum til Samorku Fáránlegt að eiga ekki „smá Bitcoin“ á Íslandi Deildarstjóri, lögfræðingur og viðskiptastjóri ráðin til Mílu Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Sjá meira
Samir Tabar, stjórnarformaður rafmyntafyrirtækisins Bit Digital, tilkynnti í gær að starfsemi á Íslandi yrði aukin. Í samtali við Wall Street Journal sagði hann að fyrirtækið hefði keypt 2.500 vélar til að grafa eftir rafmynt á Íslandi. Fjárfestingin er fimm milljónir dollara, eða rúmlega 700 milljónir króna. Bit Digital er upprunalega frá Hong Kong í Kína en er með höfuðstöðvar í New York í Bandaríkjunum og töluverða starfsemi í Kanada. Tabar sagði að fyrirtækið væri að draga saman seglin í Bandaríkjunum, einkum vegna fyrirsjáanlegra skattahækkana á rafmyntagröft þar í landi. „Áður höfum við flutt vélarnar beint til Bandaríkjanna. En núna, í staðinn fyrir að gera það, verðum við að horfa til annarra staða vegna þessa óstöðugleika,“ sagði Tabar. Bandaríska stjórnin hyggst leggja sérstaka skatta á öll rafmyntafyrirtæki, um 30 prósent af raforkukostnaði þeirra. Er það hluti af loftslagsstefnu Joe Biden forseta, en rafmyntagröftur er afskaplega orkufrekur og óumhverfisvænn. Þá hefur rafmyntagröftur aukið álagið á flutningskerfi raforku í Bandaríkjunum og hækkað verðið til neytenda. Fasa út rafmyntagröft Óvíst er hvaðan Bit Digital fær orkuna hér á Íslandi. Ívar Páll Jónsson, sérfræðingur í samskiptum og upplýsingamiðlun hjá Landsvirkjun, segir að það hafi verið opinberlega gefið út að ekki verði virkjað fyrir rafmyntastarfsemi gagnavera. Fyrir slíka starfsemi er nú eingöngu í boði skerðanleg orka, engin forgangsorka. Landsvirkjun segir að rafmyntagröftur verði fasaður út úr raforkusölunni.Landsvirkjun „Stefna Landsvirkjunar er að minnka hlutfall rafmyntagraftar umtalsvert á næstu árum, einkum vegna áhættu í rekstri gagnavera í slíkri starfsemi, en styðja fremur við vöxt gagnavera sem þjónusta annað en rafmyntagröft, svokallaða „enterprise“-starfsemi, til framtíðar,“ segir Ívar. „Gagnaversviðskiptavinir okkar eru meðvitaðir um þessa stefnu og að Landsvirkjun vilji styðja þá í að „fasa út“ rafmyntastarfsemi, en það getur tekið tíma.“ Í viðtali við Fréttablaðið fyrir einu og hálfu ári sagði Tinna Traustadóttir, framkvæmdastjóri orkusölu hjá Landsvirkjun, að Landsvirkjun myndi ekki taka við nýjum viðskiptavinum í rafmyntagreftri og selja ekki meiri raforku til núverandi viðskiptavina. Ásgeir Margeirsson, forstjóri HS Orku, sagði á sama tíma í viðtali við Víkurfréttir að ekkert rafmagn væri til fyrir gagnaverin.
Bandaríkin Kína Rafmyntir Landsvirkjun Orkumál Umhverfismál Tengdar fréttir Orkunotkun rafmyntargraftar á við milljónir heimila Á fjórða tug gagnavera sem grafa eftir rafmyntum í Bandaríkjunum nota svipað mikla raforku og þrjár milljónir heimila í næsta nágrenni þeirra. Verin eru að langmestu leyti knúin með jarðefnaeldsneyti og valda þau losun á við 3,5 milljónir bensín- og dísilbíla. 12. apríl 2023 23:50 Segja bitcoin líkjast fjárhættuspili Sérfræðingar Seðlabanka Evrópu segja að eftirlitsaðilar og fjármálastofnanir ættu ekki að veita rafmyntinni bitcoin lögmæti þar sem henni sé haldið uppi á óeðlilegan hátt og hún beri líkindi við fjárhættuspil. Myntin sé á leið til glötunar. 30. nóvember 2022 14:57 Mest lesið „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ Viðskipti innlent Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Viðskipti erlent KS við það að kaupa B. Jensen Viðskipti innlent Skerðingum að hluta frestað þökk sé hlýindum Viðskipti innlent Sólrún, Brynjar og Aníta til Reita Viðskipti innlent Eini sjö sæta rafbíllinn í sínum verðflokki Samstarf Kynna nýja samheitaorðbók sem samin er með hjálp gervigreindar Viðskipti innlent Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Viðskipti innlent Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Viðskipti innlent Níu varðhundar neytenda sameinast á einum vef Neytendur Fleiri fréttir Kynna nýja samheitaorðbók sem samin er með hjálp gervigreindar Skerðingum að hluta frestað þökk sé hlýindum Sólrún, Brynjar og Aníta til Reita „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ KS við það að kaupa B. Jensen Icelandair byrjar að fljúga til Istanbúl Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Spá því að nefndin lækki stýrivexti duglega Spá því að verðbólgan fari í 4,5 prósent Telur enga frétt í leyniupptökunum um hvalveiðar Bein útsending: Leiðir til að lækka vexti Hagnaður Sýnar dróst verulega saman milli ára Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Spá hressilegri vaxtalækkun Lentu vélum easyJet örugglega á Akureyri þrátt fyrir hvassviðri Kaupmáttur á opinberum markaði minni vegna lausra samninga Þrjú ráðin til Tryggja Arna innkallar kaffiskyr með vanillubragði Bein útsending: Kosningafundur Viðskiptaráðs - Horfum til hagsældar Horfur tveggja banka úr stöðugum í jákvæðar Ísold ráðin markaðsstjóri Frá Bændasamtökunum til Samorku Fáránlegt að eiga ekki „smá Bitcoin“ á Íslandi Deildarstjóri, lögfræðingur og viðskiptastjóri ráðin til Mílu Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Sjá meira
Orkunotkun rafmyntargraftar á við milljónir heimila Á fjórða tug gagnavera sem grafa eftir rafmyntum í Bandaríkjunum nota svipað mikla raforku og þrjár milljónir heimila í næsta nágrenni þeirra. Verin eru að langmestu leyti knúin með jarðefnaeldsneyti og valda þau losun á við 3,5 milljónir bensín- og dísilbíla. 12. apríl 2023 23:50
Segja bitcoin líkjast fjárhættuspili Sérfræðingar Seðlabanka Evrópu segja að eftirlitsaðilar og fjármálastofnanir ættu ekki að veita rafmyntinni bitcoin lögmæti þar sem henni sé haldið uppi á óeðlilegan hátt og hún beri líkindi við fjárhættuspil. Myntin sé á leið til glötunar. 30. nóvember 2022 14:57