Sýningin Hæncóson heitir í höfuðið á föðurnum sem hvarf sporlaust Magnús Jochum Pálsson skrifar 18. maí 2023 15:32 Óðinn Freyr Valgeirsson og Mæja Sif Daníelsdóttir fyrir utan sýningarstaðinn Hlemm mathöll. Aðsent Óðinn Freyr Valgeirsson heldur sína fyrstu listasýningu á Hlemmi mathöll á laugardaginn. Sýningin heitir Hæncóson sem er vísun í verslunina Hæncó sem faðir Óðins, Valgeir Víðisson, rak en hann hvarf sporlaust árið 1994 í einu dularfyllsta mannshvarfi á Íslandi. Óðinn hefur átt erfiða ævi svo ekki sé meira sagt. Faðir hans hvarf þegar Óðinn var aðeins sex ára í máli sem var talið tengjast fíkniefnaheiminum en var aldrei leyst. Árið 1995 lenti hann í alvarlegu slysi í Bandaríkjunum sem dró hann næstum því til bana og hefur hann verið með 75 prósent örorku síðan. Óðinn er í dag heimilislaus og hefur glímt við mikinn fíknivanda í gegnum árin. Þá hefur hann ítrekað komist í kast við lögin fyrir þjófnað og alvarlegar líkamsárásir og hefur mörgum sinnum setið inni. Vísir hafði samband við Óðinn til að ræða við hann um sýninguna Hæncóson og myndlistina. Hann segir að eftir að hann fékk loksins viðeigandi læknisaðstoð sé „enginn hnullungur í veginum lengur“ og hann geti loksins blómstrað. „Enginn hnullungur í veginum lengur“ „Þetta er fyrsta opinbera sýningin mín af teikningum,“ sagði Óðinn aðspurður hvort þetta sé ekki fyrsta sýningin hans. Óðinn hefur lent í ýmsu um ævina.Aðsent Hvað kemur til að þú ert að sýna þína fyrstu sýningu núna á fertugsaldri? „Ég er íslenskur listamaður að blómstra en málið er að ég hefði aldrei náð að elta það sem mig hefur langað að gera af því það hefur svo lítið tekið mark á því sem ég hef til málanna að leggja,“ sagði Óðinn um ástæðuna fyrir því að hann hafi ekki byrjað að skapa fyrr. Þar hafi spilað inn í slys, fíkn og ytri aðstæður. „Ég var áður fyrr álitinn vera með fíknivandamál en svo hefur alltaf verið að koma betur og betur í ljós, fyrir mér með aldrinum, að manneskjan er fíkinn í eðli sínu. Það eiga allir við eitthvað að etja,“ segir Óðinn. Hann segir að eftir að hann fékk loksins viðeigandi hjálp frá læknum hafi hann getað einblínt á listina „Það er enginn hnullungur í veginum lengur,“ segir Óðinn sem segist loksins geta skapað og gert eitthvað í höndunum. Þakklátur fyrir tækifærið og hjálpina Óðinn stendur ekki alveg einn að baki sýningunni heldur hefur hann fengið hjálp frá Mæju Sif Daníelsdóttur, myndlistarkonu og kokki. Þau kynntust á Hlemmi fyrir nokkrum árum þar sem hún vinnur. Óðinn sagði þá við hana „Ég á draum að halda listasýningu. Ég er listamaður eins og pabbi.“ Mæja hefur hjálpað Óðni mikið við undirbúning sýningarinnar.Aðsent Þau hafa haldið sambandi og fyrir átta mánuðum færði Mæja honum penna og striga og hvatti hann til að skapa. Óðinn hefur undanfarna mánuði unnið að verkunum í Fjölsmiðjunni þar sem hann er með aðstöðu og vegna plássleysis hefur hann síðan fengið að geyma verkin hjá henni. „Það er rosalega mikið lán að fá þetta tækifæri að geta sýnt og opinberað og boðið upp verkin mín. Það er mikill heiður,“ segir Óðinn. „Ég hef lent í alls konar líkamlegum og andlegum tjónum í gegnum ævina en ég vil meina það að þetta er allt gerlegt af því ég er með sterkt bakland af fólki í listaheiminum,“ segir hann um hjálpina sem hann hefur fengið. „Ég er ekki að gera þetta með hangandi hendi, ég vanda mig vel við þetta. Ég fleygi þessu ekki út.“ Hvernig verk eru þetta þá sem þú gerir? „Þetta eru aðallega teikningar en eitt til tvö málverk,“ segir Óðinn. Hann bætir við að hann líti á sig sem „fjöldaþjalalistamann“ og hann sé mikill rithöfundur í sér, hafi „ljóða- og samsetningarhæfileika“ og hefur skrifað handrit að lítilli barnabók. Hæncóson til heiðurs föðurnum sem hvarf En þá að nafni sýningarinnar, Hæncóson. Hvað kom til að þú valdir það? „Hæncóson er til heiðurs föður mínum. Hæncó var mótorhjólaverslun sem var í eigu föður míns sem hvarf þegar ég var lítill. Hún seldi alls konar aukahluti í hjól, hliðarbúnað og galla og það eru til myndir af mér á einhverju svona mótorhjóli þegar ég var krakki,“ segir Óðinn. Hann bætir við að teiknihæfileikana erfi hann „úr föðurætt“ og þá aðallega frá föður sínum. „Hann var rosa mikið að teikna svona fígúrur og áhrifin frá honum sjást í mínum stíl.“ Afi Óðins, Víðir Valgeirsson, ásamt Edvard Marx en þeir ráku verslunina Hæncó ásamt föður hans sem hvarf.Skjáskot En þá að hvarfi föður þíns, það hefur væntanlega haft mikil áhrif á þig? „Ég var að verða sjö ára þegar það gerðist og ég var alltaf að bíða eftir að hann kæmi aftur af því ég fékk engin svör. En ég var náttúrulega líka svo lítill.“ „Ég átta mig á því í dag að hann lifir í mér. Við erum öll eitt,“ segir Óðinn. „Ég er rosalega ánægður að fá að taka þátt í lífinu yfir höfuð. Allt í einu greip það mig eftir að borgin fór með mig að tala við viðeigandi lækna. Þá lagði ég spilin á borðið og sagði Ég nenni ekki að lifa sem einhver glæpon, ég er ekki glæpon.“ „Af því ég veit að ég get það þá langar mig til að búa til eitthvað sem selst heldur en að vera sveittur að koma úr einhverri utanlandsferð að gera eitthvað af mér. Miklu frekar. Enda eru þeir sem geta það í sigurliðinu,“ segir hann. Aldraðar stökkbreyttar skjaldbökur, fígúrur og artý stíll Verkin sem eru alls sextán talsins skiptast að sögn Óðins í þrjá ólíka hluta eftir efnistökum og stíl. „Verkunum skipti ég í þrjá ólíka hluta. Einn hlutinn er með „Picassolegum artý stíl“. Svo er annar svona skriðdýrahluti, mín eigin útgáfa af Teenage Mutant Ninja Turtles en þegar þeir eru orðnir eldri. Svo er einn hlutinn sem eru skemmtilegar og fjölbreyttar fígúrur í teiknimyndastíl.“ Óðinn segir verkin öll vera mjög vönduð og margir mánuðir farið í gerð þeirra. „Ég geri ekki neitt verk nema að leggja vandvirkni og auga í það. Annars læt ég það ekki frá mér,“ segir Óðinn. Hér má sjá brot úr tveimur verkum Óðins.Aðsent Hvað tekur svo við eftir sýninguna? „Ég held auðvitað áfram í listinni. Margir hópar eiga eftir að reka upp stór augu held ég. Bíddu, var þessi ekki bekknum?“ „Það er bara svona, ef viljinn er fyrir hendi þá nærðu að gera það sama hvort þú náir því ekki í fyrstu tilraun eða annarri. Á endanum nærðu því,“ segir hann. Sýningin Hæncoson opnar klukkan 16 á laugardaginn í Hlemmi mathöll. Óðinn mun flytja ræðu klukkan hálf fimm fyrir sýningargesti. Á laugardag og sunnudag mun fólki gefast tækifæri á að bjóða í verkin og munu þeir sem bjóða hæst fá verkin á mánudag. „Svo náttúrulega skilst mér að restin megi alveg hanga áfram. Þau mega alveg hanga eins lengi og þau geta fyrir mér,“ segir hann að lokum. Myndlist Reykjavík Mest lesið Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Lífið Tengdó hringdi og vildi vita hvort Sunnu Dís hefði í alvöru liðið svona Lífið „Getur líka fengið Óskarsverðlaun fyrir besta leik í aukahlutverki“ Lífið „Nýja heimsskipanin:“ Leynileg áætlun um heimsyfirráð í undirbúningi? Lífið Bannað að hlæja: Stressið allsráðandi í upphafi kvöldsins Lífið Heitir og hýrir flugþjónar í suðrænni stemningu Lífið Hafa bæði kvatt sín fyrrverandi og eru alsæl saman Lífið Katrín og Markus orðin tveggja barna foreldrar Lífið „Er ekki að fara fram á það lifa lífinu í bómull“ Lífið Benedikt og Sunneva Einars selja slotið Lífið Fleiri fréttir Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Bjóða landsmönnum nauðbeygð til messu Allt í banönum á Brút Bríet lét sig ekki vanta á sýningaropnun Ynju Blævar Út um allar koppagrundir Alþingis: „Froðan flæðir endalaust, það er bara froða froða“ Sjá meira
Óðinn hefur átt erfiða ævi svo ekki sé meira sagt. Faðir hans hvarf þegar Óðinn var aðeins sex ára í máli sem var talið tengjast fíkniefnaheiminum en var aldrei leyst. Árið 1995 lenti hann í alvarlegu slysi í Bandaríkjunum sem dró hann næstum því til bana og hefur hann verið með 75 prósent örorku síðan. Óðinn er í dag heimilislaus og hefur glímt við mikinn fíknivanda í gegnum árin. Þá hefur hann ítrekað komist í kast við lögin fyrir þjófnað og alvarlegar líkamsárásir og hefur mörgum sinnum setið inni. Vísir hafði samband við Óðinn til að ræða við hann um sýninguna Hæncóson og myndlistina. Hann segir að eftir að hann fékk loksins viðeigandi læknisaðstoð sé „enginn hnullungur í veginum lengur“ og hann geti loksins blómstrað. „Enginn hnullungur í veginum lengur“ „Þetta er fyrsta opinbera sýningin mín af teikningum,“ sagði Óðinn aðspurður hvort þetta sé ekki fyrsta sýningin hans. Óðinn hefur lent í ýmsu um ævina.Aðsent Hvað kemur til að þú ert að sýna þína fyrstu sýningu núna á fertugsaldri? „Ég er íslenskur listamaður að blómstra en málið er að ég hefði aldrei náð að elta það sem mig hefur langað að gera af því það hefur svo lítið tekið mark á því sem ég hef til málanna að leggja,“ sagði Óðinn um ástæðuna fyrir því að hann hafi ekki byrjað að skapa fyrr. Þar hafi spilað inn í slys, fíkn og ytri aðstæður. „Ég var áður fyrr álitinn vera með fíknivandamál en svo hefur alltaf verið að koma betur og betur í ljós, fyrir mér með aldrinum, að manneskjan er fíkinn í eðli sínu. Það eiga allir við eitthvað að etja,“ segir Óðinn. Hann segir að eftir að hann fékk loksins viðeigandi hjálp frá læknum hafi hann getað einblínt á listina „Það er enginn hnullungur í veginum lengur,“ segir Óðinn sem segist loksins geta skapað og gert eitthvað í höndunum. Þakklátur fyrir tækifærið og hjálpina Óðinn stendur ekki alveg einn að baki sýningunni heldur hefur hann fengið hjálp frá Mæju Sif Daníelsdóttur, myndlistarkonu og kokki. Þau kynntust á Hlemmi fyrir nokkrum árum þar sem hún vinnur. Óðinn sagði þá við hana „Ég á draum að halda listasýningu. Ég er listamaður eins og pabbi.“ Mæja hefur hjálpað Óðni mikið við undirbúning sýningarinnar.Aðsent Þau hafa haldið sambandi og fyrir átta mánuðum færði Mæja honum penna og striga og hvatti hann til að skapa. Óðinn hefur undanfarna mánuði unnið að verkunum í Fjölsmiðjunni þar sem hann er með aðstöðu og vegna plássleysis hefur hann síðan fengið að geyma verkin hjá henni. „Það er rosalega mikið lán að fá þetta tækifæri að geta sýnt og opinberað og boðið upp verkin mín. Það er mikill heiður,“ segir Óðinn. „Ég hef lent í alls konar líkamlegum og andlegum tjónum í gegnum ævina en ég vil meina það að þetta er allt gerlegt af því ég er með sterkt bakland af fólki í listaheiminum,“ segir hann um hjálpina sem hann hefur fengið. „Ég er ekki að gera þetta með hangandi hendi, ég vanda mig vel við þetta. Ég fleygi þessu ekki út.“ Hvernig verk eru þetta þá sem þú gerir? „Þetta eru aðallega teikningar en eitt til tvö málverk,“ segir Óðinn. Hann bætir við að hann líti á sig sem „fjöldaþjalalistamann“ og hann sé mikill rithöfundur í sér, hafi „ljóða- og samsetningarhæfileika“ og hefur skrifað handrit að lítilli barnabók. Hæncóson til heiðurs föðurnum sem hvarf En þá að nafni sýningarinnar, Hæncóson. Hvað kom til að þú valdir það? „Hæncóson er til heiðurs föður mínum. Hæncó var mótorhjólaverslun sem var í eigu föður míns sem hvarf þegar ég var lítill. Hún seldi alls konar aukahluti í hjól, hliðarbúnað og galla og það eru til myndir af mér á einhverju svona mótorhjóli þegar ég var krakki,“ segir Óðinn. Hann bætir við að teiknihæfileikana erfi hann „úr föðurætt“ og þá aðallega frá föður sínum. „Hann var rosa mikið að teikna svona fígúrur og áhrifin frá honum sjást í mínum stíl.“ Afi Óðins, Víðir Valgeirsson, ásamt Edvard Marx en þeir ráku verslunina Hæncó ásamt föður hans sem hvarf.Skjáskot En þá að hvarfi föður þíns, það hefur væntanlega haft mikil áhrif á þig? „Ég var að verða sjö ára þegar það gerðist og ég var alltaf að bíða eftir að hann kæmi aftur af því ég fékk engin svör. En ég var náttúrulega líka svo lítill.“ „Ég átta mig á því í dag að hann lifir í mér. Við erum öll eitt,“ segir Óðinn. „Ég er rosalega ánægður að fá að taka þátt í lífinu yfir höfuð. Allt í einu greip það mig eftir að borgin fór með mig að tala við viðeigandi lækna. Þá lagði ég spilin á borðið og sagði Ég nenni ekki að lifa sem einhver glæpon, ég er ekki glæpon.“ „Af því ég veit að ég get það þá langar mig til að búa til eitthvað sem selst heldur en að vera sveittur að koma úr einhverri utanlandsferð að gera eitthvað af mér. Miklu frekar. Enda eru þeir sem geta það í sigurliðinu,“ segir hann. Aldraðar stökkbreyttar skjaldbökur, fígúrur og artý stíll Verkin sem eru alls sextán talsins skiptast að sögn Óðins í þrjá ólíka hluta eftir efnistökum og stíl. „Verkunum skipti ég í þrjá ólíka hluta. Einn hlutinn er með „Picassolegum artý stíl“. Svo er annar svona skriðdýrahluti, mín eigin útgáfa af Teenage Mutant Ninja Turtles en þegar þeir eru orðnir eldri. Svo er einn hlutinn sem eru skemmtilegar og fjölbreyttar fígúrur í teiknimyndastíl.“ Óðinn segir verkin öll vera mjög vönduð og margir mánuðir farið í gerð þeirra. „Ég geri ekki neitt verk nema að leggja vandvirkni og auga í það. Annars læt ég það ekki frá mér,“ segir Óðinn. Hér má sjá brot úr tveimur verkum Óðins.Aðsent Hvað tekur svo við eftir sýninguna? „Ég held auðvitað áfram í listinni. Margir hópar eiga eftir að reka upp stór augu held ég. Bíddu, var þessi ekki bekknum?“ „Það er bara svona, ef viljinn er fyrir hendi þá nærðu að gera það sama hvort þú náir því ekki í fyrstu tilraun eða annarri. Á endanum nærðu því,“ segir hann. Sýningin Hæncoson opnar klukkan 16 á laugardaginn í Hlemmi mathöll. Óðinn mun flytja ræðu klukkan hálf fimm fyrir sýningargesti. Á laugardag og sunnudag mun fólki gefast tækifæri á að bjóða í verkin og munu þeir sem bjóða hæst fá verkin á mánudag. „Svo náttúrulega skilst mér að restin megi alveg hanga áfram. Þau mega alveg hanga eins lengi og þau geta fyrir mér,“ segir hann að lokum.
Myndlist Reykjavík Mest lesið Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Lífið Tengdó hringdi og vildi vita hvort Sunnu Dís hefði í alvöru liðið svona Lífið „Getur líka fengið Óskarsverðlaun fyrir besta leik í aukahlutverki“ Lífið „Nýja heimsskipanin:“ Leynileg áætlun um heimsyfirráð í undirbúningi? Lífið Bannað að hlæja: Stressið allsráðandi í upphafi kvöldsins Lífið Heitir og hýrir flugþjónar í suðrænni stemningu Lífið Hafa bæði kvatt sín fyrrverandi og eru alsæl saman Lífið Katrín og Markus orðin tveggja barna foreldrar Lífið „Er ekki að fara fram á það lifa lífinu í bómull“ Lífið Benedikt og Sunneva Einars selja slotið Lífið Fleiri fréttir Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Bjóða landsmönnum nauðbeygð til messu Allt í banönum á Brút Bríet lét sig ekki vanta á sýningaropnun Ynju Blævar Út um allar koppagrundir Alþingis: „Froðan flæðir endalaust, það er bara froða froða“ Sjá meira