Hugsanavillan við hvalveiðar Sigmar Guðmundsson skrifar 16. maí 2023 08:00 Það hefur verið forvitnilegt að fylgjast með viðbrögðum ráðherra við skýrslu MAST um hvalveiðar. Skýrslan segir okkur með skýrum hætti að veiðarnar uppfylla ekki þær kröfur sem nútíminn setur á svona veiðar. Það gengur auðvitað ekki að hvalir syndi klukkutímum saman helsærðir með skotsár í skrokknum í langvinnu og kvalafullu dauðastríði. 36 hvalir eru skotnir oftar en einu sinni. Fimm voru skotnir þrisvar og fjórir hvalir fjórum sinnum. Þá er dæmi um að hvalur hafi verið með skutul í bakinu í fimm klukkutíma án þess að drepast. Auðvitað geta komið upp við veiðar hnökrar og mistök, sem ein og sér ættu ekki að vera röksemd gegn veiðunum, en tölfræði skýrslunnar segir okkur svart á hvítu að kröfur um almenna dýravelferð eru langt því frá uppfylltar. Svandís Svavarsdóttir, matvælaráðherra, er samt þeirrar skoðunar að réttlætanlegt sé að allmargir hvalir til viðbótar þjáist, því ekki er hún tilbúin til að afturkalla heimild til veiðanna. Utanríkisráðherra, Þórdís Kolbrún Reykjörð Gylfadóttir, flýr í þekkt skjól hvalveiðisinna. Hún beinir umræðunni rakleitt að sjálfsákvörðunarrétti þjóðarinnar: við ráðum þessu sjálf, við megum veiða úr stofnum með sjálfbærum hætti og það er ekki ferðamanna að ákveða hvort við veiðum hval eða ekki. Við skulum staldra aðeins við þessa hugsanavillu. Er einhver að halda því fram að við ráðum þessu ekki sjálf? Er einhver að leggja til að sjálfsákvörðunarrétti þjóðarinnar varðandi hvalveiðar verði úthýst út fyrir 200 mílurnar? Jafnvel til ferðamanna? Nei auðvitað ekki. Við eigum þvert á móti sem sjálfstæð þjóð að nýta okkur þann skýlausa sjálfsákvörðunarrétt að stöðva veiðar sem standast ekki með neinum hætti kröfur um dýravelferð. Sá skýlausi réttur Íslendinga að mega veiða með sjálfbærum hætti, þýðir ekki sjálfkrafa að við EIGUM að veiða þessi dýr og kvelja. Þótt stuðningsmenn hvalveiða geti týnt til einhverjar útflutningstekjur og belging um sjálfsákvörðunarrétt þjóðarinnar þá skiptir það augljóslega ekki öllu máli þegar við bregðumst við þessari skýrslu. Og að sama skapi skiptir það heldur ekki höfuðmáli þótt andstæðingar hvalveiða geti týnt til orðsporsáhættu, loftslagsmál og fleiri atriði til stuðnings sínum málstað. Ef okkur er annt um dýravelferð þá þynnum við hana ekki út með óskyldu hagsmunamati. Einhver reikningsformúla um að ómannúðlegar veiðar verði skyndilega mannúðlegar og réttlætanlegar fyrir hærra útflutningsverð gengur illa upp. Það gengur heldur ekki upp að veiðarnar verði skyndilega ásættanlegar ef einhver könnun Íslandsstofu leiðir í ljós að áhrif þeirra á ferðamennsku séu hverfandi. Aðalatriðið er, og það er úrlausnarefnið núna, hvort veiðarnar séu mannúðlegar og standist þær kröfur sem við viljum gera til okkar sem þjóðar í þeim efnum. Svarið öskrar á okkur. Það er ekki réttlætanlegt að halda áfram, eins og utanríkisráðherra vill gera. Það er heldur ekki réttlætanlegt að grípa ekki strax inn, eins og liggur í ákvörðunarfælni matvælaráðherra. Við eigum ekki að veiða fleiri hvali á meðan ekki er hægt að tryggja að dýrin séu aflífuð með mannúðlegum hætti. Flóknara er málið ekki, hvað sem öllum öðrum rökum líður. Höfundur er þingmaður Viðreisnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hvalveiðar Hvalir Sigmar Guðmundsson Viðreisn Alþingi Mest lesið Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun Kennari í verkfalli Hólmfríður Þorgeirsdóttir Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun Verðbólga í boði Viðreisnar Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Neglum niður vextina Kristrún Frostadóttir Skoðun Ekki láta kaupa atkvæði þitt Alexandra Briem Skoðun Ísland 2074 Kjartan Magnússon Skoðun Krónur, evrur og fullveldi Bjarni Benediktsson Skoðun 200 þúsund til að búa í fatahengi LOL Derek T. Allen Skoðun Skoðun Skoðun Miðflokkurinn stendur vörð um bændur Högni Elfar Gylfason skrifar Skoðun Fjármál Kópavogsbæjar - hin hliðin Theódóra Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Feður eiga undir högg að sækja í forsjármálum Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Mikill má máttur Viðreisnar og áhrif um alla Evrópu, líka á Pútín, vera Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar Skoðun Frír hádegisverður í boði Friedmans Róbert Björnsson skrifar Skoðun Höldum áfram með íslenskuna og konuna Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Ekki láta kaupa atkvæði þitt Alexandra Briem skrifar Skoðun Afnemum fátæktina Helgi Máni Sigurðsson skrifar Skoðun Krónur, evrur og fullveldi Bjarni Benediktsson skrifar Skoðun Ný ríkisstjórn styrki meistarakerfi löggiltra iðngreina Hópur formanna fag- og meistarafélaga innan SI skrifar Skoðun Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Farsældarlögin snúast ekki um börnin Lúðvík Júlíusson skrifar Skoðun Víðtæk og öflug barátta gegn einmanaleika á Íslandi Guðrún Svava Viðarsdóttir skrifar Skoðun Framsókn í geðheilbrigðismálum Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun 200 þúsund til að búa í fatahengi LOL Derek T. Allen skrifar Skoðun Kennari í verkfalli Hólmfríður Þorgeirsdóttir skrifar Skoðun Við viljum – kröfugerð fólks með fötlun! Unnur Hrefna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir skrifar Skoðun Óæskilegar uppskerur Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Úreltar og óréttmætar hvalveiðar Henry Alexander Henrysson skrifar Skoðun Bætum umhverfið svo öll börn geti blómstrað Kristín Kolbrún Kolbeinsdóttir Waage skrifar Skoðun Neglum niður vextina Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Áhyggjulaust ævikvöld Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Verðbólga í boði Viðreisnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Afsláttur af mannréttindum Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Er 0,145% bankaskattur virkilega nóg? Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Útrýmum kjaragliðnun Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun 16 ára aldurstakmark á samfélagsmiðlum Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Ísland 2074 Kjartan Magnússon skrifar Sjá meira
Það hefur verið forvitnilegt að fylgjast með viðbrögðum ráðherra við skýrslu MAST um hvalveiðar. Skýrslan segir okkur með skýrum hætti að veiðarnar uppfylla ekki þær kröfur sem nútíminn setur á svona veiðar. Það gengur auðvitað ekki að hvalir syndi klukkutímum saman helsærðir með skotsár í skrokknum í langvinnu og kvalafullu dauðastríði. 36 hvalir eru skotnir oftar en einu sinni. Fimm voru skotnir þrisvar og fjórir hvalir fjórum sinnum. Þá er dæmi um að hvalur hafi verið með skutul í bakinu í fimm klukkutíma án þess að drepast. Auðvitað geta komið upp við veiðar hnökrar og mistök, sem ein og sér ættu ekki að vera röksemd gegn veiðunum, en tölfræði skýrslunnar segir okkur svart á hvítu að kröfur um almenna dýravelferð eru langt því frá uppfylltar. Svandís Svavarsdóttir, matvælaráðherra, er samt þeirrar skoðunar að réttlætanlegt sé að allmargir hvalir til viðbótar þjáist, því ekki er hún tilbúin til að afturkalla heimild til veiðanna. Utanríkisráðherra, Þórdís Kolbrún Reykjörð Gylfadóttir, flýr í þekkt skjól hvalveiðisinna. Hún beinir umræðunni rakleitt að sjálfsákvörðunarrétti þjóðarinnar: við ráðum þessu sjálf, við megum veiða úr stofnum með sjálfbærum hætti og það er ekki ferðamanna að ákveða hvort við veiðum hval eða ekki. Við skulum staldra aðeins við þessa hugsanavillu. Er einhver að halda því fram að við ráðum þessu ekki sjálf? Er einhver að leggja til að sjálfsákvörðunarrétti þjóðarinnar varðandi hvalveiðar verði úthýst út fyrir 200 mílurnar? Jafnvel til ferðamanna? Nei auðvitað ekki. Við eigum þvert á móti sem sjálfstæð þjóð að nýta okkur þann skýlausa sjálfsákvörðunarrétt að stöðva veiðar sem standast ekki með neinum hætti kröfur um dýravelferð. Sá skýlausi réttur Íslendinga að mega veiða með sjálfbærum hætti, þýðir ekki sjálfkrafa að við EIGUM að veiða þessi dýr og kvelja. Þótt stuðningsmenn hvalveiða geti týnt til einhverjar útflutningstekjur og belging um sjálfsákvörðunarrétt þjóðarinnar þá skiptir það augljóslega ekki öllu máli þegar við bregðumst við þessari skýrslu. Og að sama skapi skiptir það heldur ekki höfuðmáli þótt andstæðingar hvalveiða geti týnt til orðsporsáhættu, loftslagsmál og fleiri atriði til stuðnings sínum málstað. Ef okkur er annt um dýravelferð þá þynnum við hana ekki út með óskyldu hagsmunamati. Einhver reikningsformúla um að ómannúðlegar veiðar verði skyndilega mannúðlegar og réttlætanlegar fyrir hærra útflutningsverð gengur illa upp. Það gengur heldur ekki upp að veiðarnar verði skyndilega ásættanlegar ef einhver könnun Íslandsstofu leiðir í ljós að áhrif þeirra á ferðamennsku séu hverfandi. Aðalatriðið er, og það er úrlausnarefnið núna, hvort veiðarnar séu mannúðlegar og standist þær kröfur sem við viljum gera til okkar sem þjóðar í þeim efnum. Svarið öskrar á okkur. Það er ekki réttlætanlegt að halda áfram, eins og utanríkisráðherra vill gera. Það er heldur ekki réttlætanlegt að grípa ekki strax inn, eins og liggur í ákvörðunarfælni matvælaráðherra. Við eigum ekki að veiða fleiri hvali á meðan ekki er hægt að tryggja að dýrin séu aflífuð með mannúðlegum hætti. Flóknara er málið ekki, hvað sem öllum öðrum rökum líður. Höfundur er þingmaður Viðreisnar.
Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun
Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun
Skoðun Mikill má máttur Viðreisnar og áhrif um alla Evrópu, líka á Pútín, vera Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar
Skoðun Ný ríkisstjórn styrki meistarakerfi löggiltra iðngreina Hópur formanna fag- og meistarafélaga innan SI skrifar
Skoðun Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir skrifar
Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun
Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun