Að drepa bandamenn sína Ágústa Þóra Jónsdóttir skrifar 15. maí 2023 07:30 Hvalveiðar hafa verið harðlega gagnrýndar vegna ómannúðlegra veiða og áhrifa á ímynd landsins og ferðaþjónustu á sama tíma og bent hefur verið á að þær hafa enga þjóðhagslega þýðingu. Nýlega hafa komið fram rannsóknir sem benda til jákvæðra áhrifa hvala á andrúmsloftið, sem geta gjörbreytt hugmyndum okkar um áhrif hvalveiða bæði á náttúru og efnahag. Sjávarlíffræðingar hafa uppgötvað að hvalir – sérstaklega stórhveli – hafa mikil áhrif á föngun kolefnis úr andrúmsloftinu. Hvalir fanga að jafnaði 33 tonn af kolefni í skrokknum yfir æviskeiðið, á meðan tré á Íslandi fangar um 100 kíló á líftíma sínum. Meira máli skiptir þó sú uppgötvun að hvalir hafa jákvæð áhrif á viðgang plöntusvifs í sjónum. Plöntusvif framleiða ekki aðeins a.m.k. helming alls súrefnis í andrúmsloftinu heldur fangar svif um 37 milljarða tonna af kolefni, sem er stórt hlutfall allrar kolefnisframleiðslu heimsins. Nýjar rannsóknir benda til að hvalir eru öflugir í að færa járn og köfnunarefni – þau efni sem svif þarfnast – frá djúpum hafsins og að yfirborðinu þar sem svifið nýtir þau til að vaxa og dafna1. Hvalir eru því nátttúrulegir „áburðardreifarar“ fyrir plöntusvif í sjónum og fjölgun hvala mundi því hafa bein áhrif á að fanga meira kolefni. Enn vantar ítarlegri rannsóknir á áhrifum hvala en einungis 1% aukning á plöntusvifsframleiðslu mundi auka kolefnabindingu um hundruði milljón tonna2. Við verjum miljörðum í tilraunir bæði til að draga úr framleiðslu á kolefni og til snúa þróuninni við og fanga kolefni, til dæmis með fyrirtækjum eins og Carbfix. Önnur leið til að ná árangri er að nýta og ýta undir nátttúruleg ferli. Við þekkjum áhrif þess að planta trjám og nýta nátttúruleg efni í byggingar. Nú sýnir sig að sú „aðgerð“ að hætta hvalveiðum hefði gríðarlega jákvæð áhrif á föngun kolefnis. Nýleg grein leiðir að því líkum að jákvæð áhrif hvers steypireiðs á efnhag, vegna kolefnisföngunar, geti verið um 1.4 milljón dala eða tæplega 200 milljónir króna, en það er eðlilega ýmsum erfiðleikum bundið að setja fingur á nákvæma tölu3. Efnahagslegur ávinningur af hvalveiðum er í besta falli hverfandi og þær hafa enga þjóðhagslega þýðingu. Samkvæmt fréttum af ársreikningum Hvals hf var tap(!) félagsins af hvalveiðum um þrír milljarðar króna á árunum 2012 til 2020. Því vaknar eðlilega sú spurning, sem Svandís Svavarsdóttir matvælaráðherra setti fram í grein á síðasta ári; „Því ætti Ísland að taka þá áhættu að viðhalda veiðum sem hafa ekki skilað efnhagslegum ábata til að selja vöru sem lítil eftirspurn er eftir?“ Í ljósi nýrra uppgötvana á jákvæðum áhrifum hvala á andrúmsloftið má einnig spyrja: Hvers vegna drepum við hvali – og töpum á því peningum - og verjum síðan gríðarlegu fjármagni í að fanga kolefni, sem hvalirnir myndu fanga fyrir okkur á nátttúrulegan hátt? Af hverju að drepa bandamenn okkar? Fyrir hvern er hvaladrápið? Svo ég vitni í algenga setningu í unglingamenningu: Þetta meikar engan sens! Höfundur er varaformaður Landverndar. (1) Lavery, T., B. Roudnew, P. Gill, J. Seymour, L. Seuront, G. Johnson, J. Mitchell, and V. Smetacek. 2010. “Iron Defecation by Sperm Whales Stimulates Carbon Export in the Southern Ocean.” Proceedings of the Royal Academy 127:3527–31. (2) Chami útskýrir þetta betur á vef TED https://www.ted.com/talks/ralph_chami_what_a_living_whale_is_worth_and_why_the_economy_should_protect_nature (2) Chami, R. et al. (2019) Nature’s solution to climate change: a strategy to protect whales can limit greenhouse gases and global warming. Fin. Develop. 56, 34–38 Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Umhverfismál Hvalveiðar Mest lesið Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun Kennari í verkfalli Hólmfríður Þorgeirsdóttir Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun Verðbólga í boði Viðreisnar Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Neglum niður vextina Kristrún Frostadóttir Skoðun Ekki láta kaupa atkvæði þitt Alexandra Briem Skoðun Krónur, evrur og fullveldi Bjarni Benediktsson Skoðun Ísland 2074 Kjartan Magnússon Skoðun 200 þúsund til að búa í fatahengi LOL Derek T. Allen Skoðun Skoðun Skoðun Á að vera landbúnaður á Íslandi? Ágústa Ágústsdóttir skrifar Skoðun Miðflokkurinn stendur vörð um bændur Högni Elfar Gylfason skrifar Skoðun Fjármál Kópavogsbæjar - hin hliðin Theódóra Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Feður eiga undir högg að sækja í forsjármálum Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Mikill má máttur Viðreisnar og áhrif um alla Evrópu, líka á Pútín, vera Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar Skoðun Frír hádegisverður í boði Friedmans Róbert Björnsson skrifar Skoðun Höldum áfram með íslenskuna og konuna Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Ekki láta kaupa atkvæði þitt Alexandra Briem skrifar Skoðun Afnemum fátæktina Helgi Máni Sigurðsson skrifar Skoðun Krónur, evrur og fullveldi Bjarni Benediktsson skrifar Skoðun Ný ríkisstjórn styrki meistarakerfi löggiltra iðngreina Hópur formanna fag- og meistarafélaga innan SI skrifar Skoðun Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Farsældarlögin snúast ekki um börnin Lúðvík Júlíusson skrifar Skoðun Víðtæk og öflug barátta gegn einmanaleika á Íslandi Guðrún Svava Viðarsdóttir skrifar Skoðun Framsókn í geðheilbrigðismálum Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun 200 þúsund til að búa í fatahengi LOL Derek T. Allen skrifar Skoðun Kennari í verkfalli Hólmfríður Þorgeirsdóttir skrifar Skoðun Við viljum – kröfugerð fólks með fötlun! Unnur Hrefna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir skrifar Skoðun Óæskilegar uppskerur Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Úreltar og óréttmætar hvalveiðar Henry Alexander Henrysson skrifar Skoðun Bætum umhverfið svo öll börn geti blómstrað Kristín Kolbrún Kolbeinsdóttir Waage skrifar Skoðun Neglum niður vextina Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Áhyggjulaust ævikvöld Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Verðbólga í boði Viðreisnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Afsláttur af mannréttindum Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Er 0,145% bankaskattur virkilega nóg? Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Útrýmum kjaragliðnun Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun 16 ára aldurstakmark á samfélagsmiðlum Skúli Bragi Geirdal skrifar Sjá meira
Hvalveiðar hafa verið harðlega gagnrýndar vegna ómannúðlegra veiða og áhrifa á ímynd landsins og ferðaþjónustu á sama tíma og bent hefur verið á að þær hafa enga þjóðhagslega þýðingu. Nýlega hafa komið fram rannsóknir sem benda til jákvæðra áhrifa hvala á andrúmsloftið, sem geta gjörbreytt hugmyndum okkar um áhrif hvalveiða bæði á náttúru og efnahag. Sjávarlíffræðingar hafa uppgötvað að hvalir – sérstaklega stórhveli – hafa mikil áhrif á föngun kolefnis úr andrúmsloftinu. Hvalir fanga að jafnaði 33 tonn af kolefni í skrokknum yfir æviskeiðið, á meðan tré á Íslandi fangar um 100 kíló á líftíma sínum. Meira máli skiptir þó sú uppgötvun að hvalir hafa jákvæð áhrif á viðgang plöntusvifs í sjónum. Plöntusvif framleiða ekki aðeins a.m.k. helming alls súrefnis í andrúmsloftinu heldur fangar svif um 37 milljarða tonna af kolefni, sem er stórt hlutfall allrar kolefnisframleiðslu heimsins. Nýjar rannsóknir benda til að hvalir eru öflugir í að færa járn og köfnunarefni – þau efni sem svif þarfnast – frá djúpum hafsins og að yfirborðinu þar sem svifið nýtir þau til að vaxa og dafna1. Hvalir eru því nátttúrulegir „áburðardreifarar“ fyrir plöntusvif í sjónum og fjölgun hvala mundi því hafa bein áhrif á að fanga meira kolefni. Enn vantar ítarlegri rannsóknir á áhrifum hvala en einungis 1% aukning á plöntusvifsframleiðslu mundi auka kolefnabindingu um hundruði milljón tonna2. Við verjum miljörðum í tilraunir bæði til að draga úr framleiðslu á kolefni og til snúa þróuninni við og fanga kolefni, til dæmis með fyrirtækjum eins og Carbfix. Önnur leið til að ná árangri er að nýta og ýta undir nátttúruleg ferli. Við þekkjum áhrif þess að planta trjám og nýta nátttúruleg efni í byggingar. Nú sýnir sig að sú „aðgerð“ að hætta hvalveiðum hefði gríðarlega jákvæð áhrif á föngun kolefnis. Nýleg grein leiðir að því líkum að jákvæð áhrif hvers steypireiðs á efnhag, vegna kolefnisföngunar, geti verið um 1.4 milljón dala eða tæplega 200 milljónir króna, en það er eðlilega ýmsum erfiðleikum bundið að setja fingur á nákvæma tölu3. Efnahagslegur ávinningur af hvalveiðum er í besta falli hverfandi og þær hafa enga þjóðhagslega þýðingu. Samkvæmt fréttum af ársreikningum Hvals hf var tap(!) félagsins af hvalveiðum um þrír milljarðar króna á árunum 2012 til 2020. Því vaknar eðlilega sú spurning, sem Svandís Svavarsdóttir matvælaráðherra setti fram í grein á síðasta ári; „Því ætti Ísland að taka þá áhættu að viðhalda veiðum sem hafa ekki skilað efnhagslegum ábata til að selja vöru sem lítil eftirspurn er eftir?“ Í ljósi nýrra uppgötvana á jákvæðum áhrifum hvala á andrúmsloftið má einnig spyrja: Hvers vegna drepum við hvali – og töpum á því peningum - og verjum síðan gríðarlegu fjármagni í að fanga kolefni, sem hvalirnir myndu fanga fyrir okkur á nátttúrulegan hátt? Af hverju að drepa bandamenn okkar? Fyrir hvern er hvaladrápið? Svo ég vitni í algenga setningu í unglingamenningu: Þetta meikar engan sens! Höfundur er varaformaður Landverndar. (1) Lavery, T., B. Roudnew, P. Gill, J. Seymour, L. Seuront, G. Johnson, J. Mitchell, and V. Smetacek. 2010. “Iron Defecation by Sperm Whales Stimulates Carbon Export in the Southern Ocean.” Proceedings of the Royal Academy 127:3527–31. (2) Chami útskýrir þetta betur á vef TED https://www.ted.com/talks/ralph_chami_what_a_living_whale_is_worth_and_why_the_economy_should_protect_nature (2) Chami, R. et al. (2019) Nature’s solution to climate change: a strategy to protect whales can limit greenhouse gases and global warming. Fin. Develop. 56, 34–38
(1) Lavery, T., B. Roudnew, P. Gill, J. Seymour, L. Seuront, G. Johnson, J. Mitchell, and V. Smetacek. 2010. “Iron Defecation by Sperm Whales Stimulates Carbon Export in the Southern Ocean.” Proceedings of the Royal Academy 127:3527–31. (2) Chami útskýrir þetta betur á vef TED https://www.ted.com/talks/ralph_chami_what_a_living_whale_is_worth_and_why_the_economy_should_protect_nature (2) Chami, R. et al. (2019) Nature’s solution to climate change: a strategy to protect whales can limit greenhouse gases and global warming. Fin. Develop. 56, 34–38
Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun
Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun
Skoðun Mikill má máttur Viðreisnar og áhrif um alla Evrópu, líka á Pútín, vera Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar
Skoðun Ný ríkisstjórn styrki meistarakerfi löggiltra iðngreina Hópur formanna fag- og meistarafélaga innan SI skrifar
Skoðun Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir skrifar
Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun
Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun