Skíðafólkið á Vatnajökli finnst ekki Árni Sæberg skrifar 13. maí 2023 19:54 Björgunarsveitir nota meðal annars snjóbíl við leitina að hópnum. Myndin tengist fréttinni ekki beint. Vísir/Vilhelm Síðdegis í dag óskaði hópur gönguskíðafólks á Vatnajökli eftir aðstoð viðbragðsaðila eftir að kona úr hópnum datt og fékk sleða, sem hún var með í eftirdragi, í höfuðið. Þyrla Landhelgisgæslunnar var send á vettvang ásamt björgunarsveitarfólki frá Höfn í Hornarfirði. Þegar björgunarsveitin kom að þeim stað þar sem talið var að hópurinn væri bólaði ekkert á honum. Nú er víðtæk leit hafin að fólkinu. Þetta segir Jón Þór Víglundsson, upplýsingafulltrúi Landsbjargar, í samtali við Vísi. Hann segir að búið sé að kalla út björgunarsveitir af höfuðborgarsvæðinu og austfjörðum, í ofanálag við þær sveitir sem komu að upphaflega verkefninu. „Hópur að austan hélt upp Skálafellsjökul og lagði á jökul á vélsleðum, breytum bílum og snjóbíl. Að vestan hélt björgunarfólk inn að Jökulheimum til að leggja þaðan á snjóbíl og breyttum bílum. Hópur björgunarfólks á vélsleðum sem fór upp Skálafellsjökul er nú komið að Grímsfjalli og leitar hópsins. Skyggni þar er afar lélegt og erfið skilyrði. Fólkið var ekki þar sem áætluð staðsetning þeirra var, og eru sleðahópar nú að leita svæðið þar í kring. Björgunarbílar að austan eru á jökli en eiga lengra í Grímsfjall. Björgunarfólk sem hélt á jökul að vestan er nú að leggja á jökul,“ segir í fréttatilkynningu frá Landsbjörgu. Ástand konunnar er stöðugt Líkt og greint var frá í dag er konan sem slasaðist hluti af hópi, sem tókst að koma henni fyrir í tjaldi. Jón Þór segir að ástand hennar sé stöðugt og hún sé með meðvitund. Hún sé þó töluvert vönkuð og ekki ferðahæf. Ljóst sé að flytja þurfi hana niður af jöklinum með bíl eða snjóbíl. Það gæti þó reynst erfitt þar sem hópurinn finnst einfaldlega ekki. Hópurinn tilkynnti slysið um klukkan 15 í dag en tilkynningunni fylgdu ekki nákvæmar upplýsingar um staðsetningu hópsins. Jón Þór segir að unnið sé að því að ná aftur sambandi við hópinn en það hafi ekki enn tekist. Á meðan ekki næst í hópinn verður hans leitað á stóru svæði við Grímsfjall í Vatnajökli. Björgunarsveitir Sveitarfélagið Hornafjörður Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Brenna líkin á nóttunni Innlent Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Innlent Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Innlent Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Innlent Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Innlent Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Innlent Sprengdu upp leynilega kjarnorkuvopnarannsóknarstöð í Íran Erlent Fleiri fréttir Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Sjá meira
Þetta segir Jón Þór Víglundsson, upplýsingafulltrúi Landsbjargar, í samtali við Vísi. Hann segir að búið sé að kalla út björgunarsveitir af höfuðborgarsvæðinu og austfjörðum, í ofanálag við þær sveitir sem komu að upphaflega verkefninu. „Hópur að austan hélt upp Skálafellsjökul og lagði á jökul á vélsleðum, breytum bílum og snjóbíl. Að vestan hélt björgunarfólk inn að Jökulheimum til að leggja þaðan á snjóbíl og breyttum bílum. Hópur björgunarfólks á vélsleðum sem fór upp Skálafellsjökul er nú komið að Grímsfjalli og leitar hópsins. Skyggni þar er afar lélegt og erfið skilyrði. Fólkið var ekki þar sem áætluð staðsetning þeirra var, og eru sleðahópar nú að leita svæðið þar í kring. Björgunarbílar að austan eru á jökli en eiga lengra í Grímsfjall. Björgunarfólk sem hélt á jökul að vestan er nú að leggja á jökul,“ segir í fréttatilkynningu frá Landsbjörgu. Ástand konunnar er stöðugt Líkt og greint var frá í dag er konan sem slasaðist hluti af hópi, sem tókst að koma henni fyrir í tjaldi. Jón Þór segir að ástand hennar sé stöðugt og hún sé með meðvitund. Hún sé þó töluvert vönkuð og ekki ferðahæf. Ljóst sé að flytja þurfi hana niður af jöklinum með bíl eða snjóbíl. Það gæti þó reynst erfitt þar sem hópurinn finnst einfaldlega ekki. Hópurinn tilkynnti slysið um klukkan 15 í dag en tilkynningunni fylgdu ekki nákvæmar upplýsingar um staðsetningu hópsins. Jón Þór segir að unnið sé að því að ná aftur sambandi við hópinn en það hafi ekki enn tekist. Á meðan ekki næst í hópinn verður hans leitað á stóru svæði við Grímsfjall í Vatnajökli.
Björgunarsveitir Sveitarfélagið Hornafjörður Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Brenna líkin á nóttunni Innlent Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Innlent Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Innlent Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Innlent Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Innlent Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Innlent Sprengdu upp leynilega kjarnorkuvopnarannsóknarstöð í Íran Erlent Fleiri fréttir Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Sjá meira