Höfum gaman saman á Alþjóðadegi fjölskyldunnar Hrafnhildur Sigurðardóttir, Ingrid Kuhlman og Unnur Arna Jónsdóttir skrifa 15. maí 2023 08:02 Alþjóðadagur fjölskyldunnar er haldinn hátíðlegur í dag, 15. maí, til að vekja athygli á mikilvægi fjölskyldunnar. Fjölskyldan er grunneining samfélagsins og gegnir mikilvægu hlutverki í velferð barna, þroska þeirra og mótun. Fjölskylda veitir börnum tilfinningalegan stuðning. Börn sem alast upp í ástríkri og styðjandi fjölskyldu eru líklegri til að búa við betri andlega heilsu og tilfinningalega vellíðan. Fjölskyldan veitir börnum einnig stöðugt umhverfi þar sem þau finna fyrir öryggi og þróa með sér tilfinningu um að tilheyra. Stöðugt fjölskylduumhverfi getur hjálpað börnum við að þróa með sér heilbrigt sjálfsálit og sjálfstraust. Fjölskyldan ber auk þess ábyrgð á að innræta börnum siðferðileg gildi og siðferði. Foreldrar eru fyrstu kennarar barna og kenna þeim hvernig á að haga sér og hafa samskipti við aðra. Þau bera auk þess ábyrgð á því að veita börnum sínum tækifæri til menntunar og kenna þeim lífsleikni. Gleðilisti fjölskyldunnar Samvera fjölskyldunnar og góð tengsl milli fjölskyldumeðlima skipta sköpum fyrir heilsu og velferð allra fjölskyldumeðlima. Til að ýta undir gleði og hamingju, hvetja til samveru og eiga notalega stundir er mælt með að fjölskyldur útbúi sinn gleðilista með því að spyrja eftirfarandi spurninga: Hvað finnst okkur gaman að gera saman? Hvað fær okkur til að brosa út að eyrum og finna ánægju og gleði innra með okkur? Út frá hugmyndum fjölskyldumeðlima er hægt að útbúa gleðilista. Þetta geta verið einföld atriði svo sem: Útivera (hjóla, hlaupa, ganga, fjallganga, fjöruferð, skauta, leika í snjónum) Kvöldganga með vasaljós til að skoða stjörnur og norðurljós Fara í bíltúr Fara saman á listsýningu eða safn Spjalla við vini og ættingja Teikna, mála eða föndra Búa til leikrit, segja brandara eða gátur Spila, púsla, baka eða elda saman Fara í ratleik, feluleik eða eltingaleik Taka myndir eða búa til myndbönd Setja upp stöðvar á heimilinu, t.d. nuddstofu, snyrtistofu og kaffihús Hlusta á góða tónlist, jafnvel dansa og syngja með Rifja upp góðar minningar, t.d. með því að skoða myndir og myndbönd Horfa á þátt eða mynd Lesa skemmtilega bók Slaka á og hlusta á hugleiðslusögu saman Gleðilista fjölskyldunnar er mikilvægt að nota reglulega og því er best að hafa hann á áberandi stað. Hann er einföld leið til að skapa skemmtilegar samverustundir og góðar minningar. Ánægjulegar samverustundir með fjölskyldunni hafa mikið forvarnargildi varðandi félagslega, andlega og líkamlega líðan barna. Þær standa yfirleitt upp úr í minningabanka barnsins, ylja því um hjartarætur og eru fjársjóður í huga þess og hjarta. Unnur Arna Jónsdóttir og Hrafnhildur Sigurðardóttir eru eigendur Hugarfrelsis og Ingrid Kuhlman er leiðbeinandi og ráðgjafi hjá Þekkingarmiðlun. Saman eru þær höfundar bókarinnar Vellíðan barna: Handbók fyrir foreldra. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ástin og lífið Mest lesið Á að vera landbúnaður á Íslandi? Ágústa Ágústsdóttir Skoðun Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun Kennari í verkfalli Hólmfríður Þorgeirsdóttir Skoðun Krónur, evrur og fullveldi Bjarni Benediktsson Skoðun Miðflokkurinn stendur vörð um bændur Högni Elfar Gylfason Skoðun Höldum áfram með íslenskuna og konuna Helga Dögg Sverrisdóttir Skoðun Neglum niður vextina Kristrún Frostadóttir Skoðun Ísland 2074 Kjartan Magnússon Skoðun Stúlkur eiga undir högg að sækja í nauðgunarmálum Jörgen Ingimar Hansson Skoðun Fjármál Kópavogsbæjar - hin hliðin Theódóra Þorsteinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Á að vera landbúnaður á Íslandi? Ágústa Ágústsdóttir skrifar Skoðun Miðflokkurinn stendur vörð um bændur Högni Elfar Gylfason skrifar Skoðun Fjármál Kópavogsbæjar - hin hliðin Theódóra Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Feður eiga undir högg að sækja í forsjármálum Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Mikill má máttur Viðreisnar og áhrif um alla Evrópu, líka á Pútín, vera Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar Skoðun Frír hádegisverður í boði Friedmans Róbert Björnsson skrifar Skoðun Höldum áfram með íslenskuna og konuna Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Ekki láta kaupa atkvæði þitt Alexandra Briem skrifar Skoðun Afnemum fátæktina Helgi Máni Sigurðsson skrifar Skoðun Krónur, evrur og fullveldi Bjarni Benediktsson skrifar Skoðun Ný ríkisstjórn styrki meistarakerfi löggiltra iðngreina Hópur formanna fag- og meistarafélaga innan SI skrifar Skoðun Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Farsældarlögin snúast ekki um börnin Lúðvík Júlíusson skrifar Skoðun Víðtæk og öflug barátta gegn einmanaleika á Íslandi Guðrún Svava Viðarsdóttir skrifar Skoðun Framsókn í geðheilbrigðismálum Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun 200 þúsund til að búa í fatahengi LOL Derek T. Allen skrifar Skoðun Kennari í verkfalli Hólmfríður Þorgeirsdóttir skrifar Skoðun Við viljum – kröfugerð fólks með fötlun! Unnur Hrefna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir skrifar Skoðun Óæskilegar uppskerur Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Úreltar og óréttmætar hvalveiðar Henry Alexander Henrysson skrifar Skoðun Bætum umhverfið svo öll börn geti blómstrað Kristín Kolbrún Kolbeinsdóttir Waage skrifar Skoðun Neglum niður vextina Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Áhyggjulaust ævikvöld Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Verðbólga í boði Viðreisnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Afsláttur af mannréttindum Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Er 0,145% bankaskattur virkilega nóg? Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Útrýmum kjaragliðnun Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun 16 ára aldurstakmark á samfélagsmiðlum Skúli Bragi Geirdal skrifar Sjá meira
Alþjóðadagur fjölskyldunnar er haldinn hátíðlegur í dag, 15. maí, til að vekja athygli á mikilvægi fjölskyldunnar. Fjölskyldan er grunneining samfélagsins og gegnir mikilvægu hlutverki í velferð barna, þroska þeirra og mótun. Fjölskylda veitir börnum tilfinningalegan stuðning. Börn sem alast upp í ástríkri og styðjandi fjölskyldu eru líklegri til að búa við betri andlega heilsu og tilfinningalega vellíðan. Fjölskyldan veitir börnum einnig stöðugt umhverfi þar sem þau finna fyrir öryggi og þróa með sér tilfinningu um að tilheyra. Stöðugt fjölskylduumhverfi getur hjálpað börnum við að þróa með sér heilbrigt sjálfsálit og sjálfstraust. Fjölskyldan ber auk þess ábyrgð á að innræta börnum siðferðileg gildi og siðferði. Foreldrar eru fyrstu kennarar barna og kenna þeim hvernig á að haga sér og hafa samskipti við aðra. Þau bera auk þess ábyrgð á því að veita börnum sínum tækifæri til menntunar og kenna þeim lífsleikni. Gleðilisti fjölskyldunnar Samvera fjölskyldunnar og góð tengsl milli fjölskyldumeðlima skipta sköpum fyrir heilsu og velferð allra fjölskyldumeðlima. Til að ýta undir gleði og hamingju, hvetja til samveru og eiga notalega stundir er mælt með að fjölskyldur útbúi sinn gleðilista með því að spyrja eftirfarandi spurninga: Hvað finnst okkur gaman að gera saman? Hvað fær okkur til að brosa út að eyrum og finna ánægju og gleði innra með okkur? Út frá hugmyndum fjölskyldumeðlima er hægt að útbúa gleðilista. Þetta geta verið einföld atriði svo sem: Útivera (hjóla, hlaupa, ganga, fjallganga, fjöruferð, skauta, leika í snjónum) Kvöldganga með vasaljós til að skoða stjörnur og norðurljós Fara í bíltúr Fara saman á listsýningu eða safn Spjalla við vini og ættingja Teikna, mála eða föndra Búa til leikrit, segja brandara eða gátur Spila, púsla, baka eða elda saman Fara í ratleik, feluleik eða eltingaleik Taka myndir eða búa til myndbönd Setja upp stöðvar á heimilinu, t.d. nuddstofu, snyrtistofu og kaffihús Hlusta á góða tónlist, jafnvel dansa og syngja með Rifja upp góðar minningar, t.d. með því að skoða myndir og myndbönd Horfa á þátt eða mynd Lesa skemmtilega bók Slaka á og hlusta á hugleiðslusögu saman Gleðilista fjölskyldunnar er mikilvægt að nota reglulega og því er best að hafa hann á áberandi stað. Hann er einföld leið til að skapa skemmtilegar samverustundir og góðar minningar. Ánægjulegar samverustundir með fjölskyldunni hafa mikið forvarnargildi varðandi félagslega, andlega og líkamlega líðan barna. Þær standa yfirleitt upp úr í minningabanka barnsins, ylja því um hjartarætur og eru fjársjóður í huga þess og hjarta. Unnur Arna Jónsdóttir og Hrafnhildur Sigurðardóttir eru eigendur Hugarfrelsis og Ingrid Kuhlman er leiðbeinandi og ráðgjafi hjá Þekkingarmiðlun. Saman eru þær höfundar bókarinnar Vellíðan barna: Handbók fyrir foreldra.
Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun
Skoðun Mikill má máttur Viðreisnar og áhrif um alla Evrópu, líka á Pútín, vera Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar
Skoðun Ný ríkisstjórn styrki meistarakerfi löggiltra iðngreina Hópur formanna fag- og meistarafélaga innan SI skrifar
Skoðun Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir skrifar
Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun