Bretar sannfærðir um að Diljá fljúgi áfram Kristín Ólafsdóttir skrifar 9. maí 2023 19:09 Ben og Lilliana voru mætt sérstaklega til Liverpool til að drekka í sig Eurovision-stemninguna þegar Eurovísir hitti þau. Bretar sem Eurovísir hitti á förnum vegi í Liverpool, þar sem Eurovision fer nú fram, eru flestir á því að Diljá, fulltrúi okkar Íslendinga í keppninni, komist áfram í úrslit keppninnar. Fyrst kynnum við til leiks Ben og Lilliönu. Þau segjast gríðarlegir Eurovision-aðdáendur og langt er síðan þau gerðu með sér samkomulag um að mæta á Eurovision ef það yrði einhvern tímann haldið í Bretlandi. Þau eru sammála um uppáhaldslögin; Finnland, Svíþjóð, Noregur og Austurríki. En hvað með íslenska framlagið? „Mér finnst það mjög vanmetið. Dansinn, orkan. Ég elska það,“ segir Ben. „Ég held að það komist áfram,“ segir Lilliana. „Ég vona það,“ bætir Ben við. Susie er annar breskur Eurovision-aðdáandi sem Eurovísir tók tali í Liverpool. Hún var í mikilli Eurovision-múnderingu; kjól sérmerktum framlögum Austurríkis, Finnlands og Þýskalands. „Það er algjörlega frábært,“ segir Susie um íslenska lagið. „Frábært lag. Ég hef verið mikill aðdáandi Íslands í Eurovision síðan Daði Freyr tók þátt. Þið eruð alveg með á hreinu hvernig á að taka þátt í Eurovision.“ Ben, Lilliana, Susie og fleiri Eurovision-glaðir Bretar eru viðmælendur í öðrum þætti Eurovísis sem horfa má á hér fyrir neðan. Í þættinum fylgjumst við einnig með ferðalagi Eurovísis til Liverpool, sem tók á móti okkur með sannkallaðri, breskri úrhellisrigningu. Diljá stígur á svið hér í Liverpool á seinna undanúrslitakvöldinu á fimmtudag. Hún situr, eins og síðustu daga, í 29. sæti á Eurovisionworld og er því ekki spáð áfram í úrslitakeppnina á laugardag. En ef Bretarnir okkar reynast sannspáir verður hún ekki í vandræðum með að næla sér í sæti á úrslitunum. Við spyrjum að leikslokum! Eurovísir er þáttur um Eurovision - á Vísi! Við kryfjum keppnina, komandi og liðnar, og eltum okkar fólk út til Liverpool. Eurovision Eurovísir Bretland Tengdar fréttir Slaufuðu umdeildum breytingum á síðustu stundu eftir hávær mótmæli Hætt var í gær við umdeildar breytingar á kynningu úrslita á undankvöldum Eurovision, eftir hávær mótmæli aðdáenda og annarra tengdra keppninni. Úrslit undankeppnanna í kvöld og á fimmtudag verða þannig kynnt með sama fyrirkomulagi og síðustu ár. 9. maí 2023 09:54 Ekki endilega viss um að símakosningin fari vel með Loreen Eurovision-sérfræðingur segir sænskan sigur í Eurovision í ár alls ekki meitlaðan í stein; Finnar gætu vel hreppt hnossið ef dómnefndir verða þeim hliðhollar. Nú þegar stóra stundin nálgast óðfluga gæti hagur Íslands jafnframt vænkast í veðbönkum en hann hefur þó ekki trú á að framlagið hafni ofar en í 15. sæti. 6. maí 2023 10:01 Ekki talið öruggt fyrir hana að vera á almannafæri Ágústa Eva Erlendsdóttir söng- og leikkona, sem fór fyrir Íslands hönd í Eurovision í gervi Silvíu Nætur árið 2006, lýsir algjöru fjölmiðlafári kringum atriðið á sínum tíma. Skapofsi Silvíu Nætur kom henni ítrekað í klandur, bæði gagnvart skipuleggjendum Eurovision og grísku þjóðinni. Skömmu eftir keppnina var henni beinlínis ráðið frá því að vera á almannafæri, slík var heiftin úti í Grikklandi. 5. maí 2023 09:01 Mest lesið Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Lífið Tengdó hringdi og vildi vita hvort Sunnu Dís hefði í alvöru liðið svona Lífið „Getur líka fengið Óskarsverðlaun fyrir besta leik í aukahlutverki“ Lífið „Nýja heimsskipanin:“ Leynileg áætlun um heimsyfirráð í undirbúningi? Lífið Fáir sáu íslenskar bíómyndir sem fengu 350 milljónir króna í styrk Lífið Bannað að hlæja: Stressið allsráðandi í upphafi kvöldsins Lífið Segir fjölskylduna flutta Lífið Hafa bæði kvatt sín fyrrverandi og eru alsæl saman Lífið „Er ekki að fara fram á það lifa lífinu í bómull“ Lífið Heitir og hýrir flugþjónar í suðrænni stemningu Lífið Fleiri fréttir Skellti sér á djammið Segir fjölskylduna flutta Fáir sáu íslenskar bíómyndir sem fengu 350 milljónir króna í styrk Stílhreinn glæsileiki og svartur marmari á Nesinu „Er ekki að fara fram á það lifa lífinu í bómull“ Conan O'Brien verður kynnir á Óskarnum Hafa bæði kvatt sín fyrrverandi og eru alsæl saman „Nýja heimsskipanin:“ Leynileg áætlun um heimsyfirráð í undirbúningi? Bannað að hlæja: Stressið allsráðandi í upphafi kvöldsins Katrín og Markus orðin tveggja barna foreldrar Tengdó hringdi og vildi vita hvort Sunnu Dís hefði í alvöru liðið svona „Getur líka fengið Óskarsverðlaun fyrir besta leik í aukahlutverki“ Heitir og hýrir flugþjónar í suðrænni stemningu Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Heitasti plötusnúður í heimi í Melabúðinni Emilíana Torrini einhleyp Fólkið sem fer yfir tíu tonn af fatnaði á dag „Vinkonusambönd virka aldrei ef það er afbrýðisemi“ Kári og Erla vilja 330 milljónir fyrir lúxusíbúð við höfnina Eiríkur og Guðrún selja eitt fallegasta hús Vesturbæjarins Edda Falak gaf bróður sínum nafna Krasinski er kynþokkafyllstur í ár Fólk fer of snemma af stað í næsta samband Tók ákvörðun um að hætta að gera ráð fyrir því að fólk hataði sig Linda Ben mætir á skjáinn í fyrsta sinn Stóð ekki á svörum um vandræðalegasta augnablikið Meinta mannætan fékk ófrjósemisaðgerð í afmælisgjöf frá mömmu Hvað skal gera þegar tilhugsunin er meira sexý en kynlífið? Sjáðu stikluna: Zellweger, Firth og Grant öll í nýjustu Bridget Jones Smekklegt einbýli í hjarta Hafnarfjarðar Sjá meira
Fyrst kynnum við til leiks Ben og Lilliönu. Þau segjast gríðarlegir Eurovision-aðdáendur og langt er síðan þau gerðu með sér samkomulag um að mæta á Eurovision ef það yrði einhvern tímann haldið í Bretlandi. Þau eru sammála um uppáhaldslögin; Finnland, Svíþjóð, Noregur og Austurríki. En hvað með íslenska framlagið? „Mér finnst það mjög vanmetið. Dansinn, orkan. Ég elska það,“ segir Ben. „Ég held að það komist áfram,“ segir Lilliana. „Ég vona það,“ bætir Ben við. Susie er annar breskur Eurovision-aðdáandi sem Eurovísir tók tali í Liverpool. Hún var í mikilli Eurovision-múnderingu; kjól sérmerktum framlögum Austurríkis, Finnlands og Þýskalands. „Það er algjörlega frábært,“ segir Susie um íslenska lagið. „Frábært lag. Ég hef verið mikill aðdáandi Íslands í Eurovision síðan Daði Freyr tók þátt. Þið eruð alveg með á hreinu hvernig á að taka þátt í Eurovision.“ Ben, Lilliana, Susie og fleiri Eurovision-glaðir Bretar eru viðmælendur í öðrum þætti Eurovísis sem horfa má á hér fyrir neðan. Í þættinum fylgjumst við einnig með ferðalagi Eurovísis til Liverpool, sem tók á móti okkur með sannkallaðri, breskri úrhellisrigningu. Diljá stígur á svið hér í Liverpool á seinna undanúrslitakvöldinu á fimmtudag. Hún situr, eins og síðustu daga, í 29. sæti á Eurovisionworld og er því ekki spáð áfram í úrslitakeppnina á laugardag. En ef Bretarnir okkar reynast sannspáir verður hún ekki í vandræðum með að næla sér í sæti á úrslitunum. Við spyrjum að leikslokum! Eurovísir er þáttur um Eurovision - á Vísi! Við kryfjum keppnina, komandi og liðnar, og eltum okkar fólk út til Liverpool.
Eurovision Eurovísir Bretland Tengdar fréttir Slaufuðu umdeildum breytingum á síðustu stundu eftir hávær mótmæli Hætt var í gær við umdeildar breytingar á kynningu úrslita á undankvöldum Eurovision, eftir hávær mótmæli aðdáenda og annarra tengdra keppninni. Úrslit undankeppnanna í kvöld og á fimmtudag verða þannig kynnt með sama fyrirkomulagi og síðustu ár. 9. maí 2023 09:54 Ekki endilega viss um að símakosningin fari vel með Loreen Eurovision-sérfræðingur segir sænskan sigur í Eurovision í ár alls ekki meitlaðan í stein; Finnar gætu vel hreppt hnossið ef dómnefndir verða þeim hliðhollar. Nú þegar stóra stundin nálgast óðfluga gæti hagur Íslands jafnframt vænkast í veðbönkum en hann hefur þó ekki trú á að framlagið hafni ofar en í 15. sæti. 6. maí 2023 10:01 Ekki talið öruggt fyrir hana að vera á almannafæri Ágústa Eva Erlendsdóttir söng- og leikkona, sem fór fyrir Íslands hönd í Eurovision í gervi Silvíu Nætur árið 2006, lýsir algjöru fjölmiðlafári kringum atriðið á sínum tíma. Skapofsi Silvíu Nætur kom henni ítrekað í klandur, bæði gagnvart skipuleggjendum Eurovision og grísku þjóðinni. Skömmu eftir keppnina var henni beinlínis ráðið frá því að vera á almannafæri, slík var heiftin úti í Grikklandi. 5. maí 2023 09:01 Mest lesið Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Lífið Tengdó hringdi og vildi vita hvort Sunnu Dís hefði í alvöru liðið svona Lífið „Getur líka fengið Óskarsverðlaun fyrir besta leik í aukahlutverki“ Lífið „Nýja heimsskipanin:“ Leynileg áætlun um heimsyfirráð í undirbúningi? Lífið Fáir sáu íslenskar bíómyndir sem fengu 350 milljónir króna í styrk Lífið Bannað að hlæja: Stressið allsráðandi í upphafi kvöldsins Lífið Segir fjölskylduna flutta Lífið Hafa bæði kvatt sín fyrrverandi og eru alsæl saman Lífið „Er ekki að fara fram á það lifa lífinu í bómull“ Lífið Heitir og hýrir flugþjónar í suðrænni stemningu Lífið Fleiri fréttir Skellti sér á djammið Segir fjölskylduna flutta Fáir sáu íslenskar bíómyndir sem fengu 350 milljónir króna í styrk Stílhreinn glæsileiki og svartur marmari á Nesinu „Er ekki að fara fram á það lifa lífinu í bómull“ Conan O'Brien verður kynnir á Óskarnum Hafa bæði kvatt sín fyrrverandi og eru alsæl saman „Nýja heimsskipanin:“ Leynileg áætlun um heimsyfirráð í undirbúningi? Bannað að hlæja: Stressið allsráðandi í upphafi kvöldsins Katrín og Markus orðin tveggja barna foreldrar Tengdó hringdi og vildi vita hvort Sunnu Dís hefði í alvöru liðið svona „Getur líka fengið Óskarsverðlaun fyrir besta leik í aukahlutverki“ Heitir og hýrir flugþjónar í suðrænni stemningu Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Heitasti plötusnúður í heimi í Melabúðinni Emilíana Torrini einhleyp Fólkið sem fer yfir tíu tonn af fatnaði á dag „Vinkonusambönd virka aldrei ef það er afbrýðisemi“ Kári og Erla vilja 330 milljónir fyrir lúxusíbúð við höfnina Eiríkur og Guðrún selja eitt fallegasta hús Vesturbæjarins Edda Falak gaf bróður sínum nafna Krasinski er kynþokkafyllstur í ár Fólk fer of snemma af stað í næsta samband Tók ákvörðun um að hætta að gera ráð fyrir því að fólk hataði sig Linda Ben mætir á skjáinn í fyrsta sinn Stóð ekki á svörum um vandræðalegasta augnablikið Meinta mannætan fékk ófrjósemisaðgerð í afmælisgjöf frá mömmu Hvað skal gera þegar tilhugsunin er meira sexý en kynlífið? Sjáðu stikluna: Zellweger, Firth og Grant öll í nýjustu Bridget Jones Smekklegt einbýli í hjarta Hafnarfjarðar Sjá meira
Slaufuðu umdeildum breytingum á síðustu stundu eftir hávær mótmæli Hætt var í gær við umdeildar breytingar á kynningu úrslita á undankvöldum Eurovision, eftir hávær mótmæli aðdáenda og annarra tengdra keppninni. Úrslit undankeppnanna í kvöld og á fimmtudag verða þannig kynnt með sama fyrirkomulagi og síðustu ár. 9. maí 2023 09:54
Ekki endilega viss um að símakosningin fari vel með Loreen Eurovision-sérfræðingur segir sænskan sigur í Eurovision í ár alls ekki meitlaðan í stein; Finnar gætu vel hreppt hnossið ef dómnefndir verða þeim hliðhollar. Nú þegar stóra stundin nálgast óðfluga gæti hagur Íslands jafnframt vænkast í veðbönkum en hann hefur þó ekki trú á að framlagið hafni ofar en í 15. sæti. 6. maí 2023 10:01
Ekki talið öruggt fyrir hana að vera á almannafæri Ágústa Eva Erlendsdóttir söng- og leikkona, sem fór fyrir Íslands hönd í Eurovision í gervi Silvíu Nætur árið 2006, lýsir algjöru fjölmiðlafári kringum atriðið á sínum tíma. Skapofsi Silvíu Nætur kom henni ítrekað í klandur, bæði gagnvart skipuleggjendum Eurovision og grísku þjóðinni. Skömmu eftir keppnina var henni beinlínis ráðið frá því að vera á almannafæri, slík var heiftin úti í Grikklandi. 5. maí 2023 09:01