Óverjandi að stöðva veiðarnar ekki strax Sunna Sæmundsdóttir skrifar 9. maí 2023 13:12 Frá hvalstöð Kristjáns Loftssonar í Hvalfirði. Að óbreyttu verða á annað hundrað stórhveli dregin að landi í firðinum. Vísir/Egill Það er bæði ósiðlegt og óverjandi að stöðva ekki hvalveiðar strax í ljósi skýrslu Matvælastofnunar um hvalveiðar, segir formaður Viðreisnar. Hún telur augljóst að ráðherra hafi heimild til þess að afturkalla veiðileyfi á grundvelli nýrra upplýsinga. Í skýrslu Matvælastofnunar kemur fram að veiðar á stórhvelum samræmist ekki markmiðum laga um velferð dýra og hefur fagráði verið falið að rýna gögnin og meta hvort veiðarnar geti yfir höfuð uppfyllt þau. Í markmiðsákvæði laganna segir meðal annars að dýr eigi að vera laus við vanlíðan, þjáningu og sársauka. Í skýrslunni kemur fram sum dýranna hafi upplifað það sem hljóti að teljast langt og þjáningarfullt dauðastríð. Fjórðungur þeirra 148 hvala sem voru veiddir við Ísland í fyrra voru skotnir oftar en einu sinni. Þá er dæmi tekið um að veiðimenn hafi elt hval með skutul í bakinu í fimm klukkustundir án árangurs. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, segir niðurstöðuna afgerandi. „Þess vegna finnst mér bæði ósiðlegt og óverjandi ef ráðherra stöðvar ekki veiðarnar strax.“ Svandís Svavarsdóttir, matvælaráðherra, benti á það í gær að veiðileyfi Hvals hf. gilti út þetta ár. Ekki væri hægt að afturkalla það þó að skýrslan veki upp spurningar um framtíð veiðanna. Þorgerður telur ráðherra aftur á móti í fullum rétti að afturkalla leyfið á grundvelli þeirra gagna sem nú liggja fyrir. „Á grunni dýraverndarlaga og á grunni þess sem er sett sem skilyrði fyrir veitingu leyfisins. Hvalur er ekki að uppfylla þau skilyrði sem voru sett við veitingu leyfisins og þess vegna er óskiljanlegt og óverjandi ef ráðherra gerir það ekki. Og höfum það í huga að þetta er ráðherra Vinstri grænna sem þorir ekki að stöðva hvalveiðar. Öðruvísi mér áður brá,“ segir Þorgerður. Ábyrgðarhluti hjá ráðherra að bregðast við Veiðileyfið er háð skilyrðum um að farið sé eftir settum reglum en þær kveða meðal annars á um að nota eigi búnað sem tryggi að hvalir séu aflífaðir samstundis. Þess ber þó að nefna að í skýrslu MAST segir að bestu þekktu aðferðum hafi verið beitt miðað við aðstæður. Því hafi ákvæði um veiðar í lögum um velferð dýra ekki verið brotin. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, var sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra í skammlífri ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks, Bjartrar framtíðar og Viðreisnar árið 2017.Vísir/Vilhelm En að óbreyttu hefst vertíðin á næstunni og unnið er að því að gera skipin klár fyrir veiðar. Aðspurð um mögulega skaðabótaábyrgð við afturköllun veiðileyfis á þessum tímapunkti segir Þorgerður að það hafi legið fyrir að hvalveiðarnar og réttmæti þeirra væru í skoðun hjá stjórnvöldum. „Hvalur hf. vissi að það væri verið að afla þessara gagna. Nú eru þessar niðrustöður komnar. Þá hljóta stjórnvöld að bregðast við í ljósi þessara niðurstaðna sem nú liggja fyrir. Það er ekki hægt vinna þannig að það komi ekkert út úr þessu. Niðurstöðurnar eru sláandi og það er ábyrgðarhluti hjá ráðherra ef hún ætlar ekki að bregðast við núna, heldur að leyfa fyrirtækinu að halda áfram þessum hvalveiðum,“ segir Þorgerður Katrín. Dýraheilbrigði Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Alþingi Hvalveiðar Hvalir Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Brenna líkin á nóttunni Innlent Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Innlent Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Innlent Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Innlent Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Innlent Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Innlent Sprengdu upp leynilega kjarnorkuvopnarannsóknarstöð í Íran Erlent Fleiri fréttir Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Sjá meira
Í skýrslu Matvælastofnunar kemur fram að veiðar á stórhvelum samræmist ekki markmiðum laga um velferð dýra og hefur fagráði verið falið að rýna gögnin og meta hvort veiðarnar geti yfir höfuð uppfyllt þau. Í markmiðsákvæði laganna segir meðal annars að dýr eigi að vera laus við vanlíðan, þjáningu og sársauka. Í skýrslunni kemur fram sum dýranna hafi upplifað það sem hljóti að teljast langt og þjáningarfullt dauðastríð. Fjórðungur þeirra 148 hvala sem voru veiddir við Ísland í fyrra voru skotnir oftar en einu sinni. Þá er dæmi tekið um að veiðimenn hafi elt hval með skutul í bakinu í fimm klukkustundir án árangurs. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, segir niðurstöðuna afgerandi. „Þess vegna finnst mér bæði ósiðlegt og óverjandi ef ráðherra stöðvar ekki veiðarnar strax.“ Svandís Svavarsdóttir, matvælaráðherra, benti á það í gær að veiðileyfi Hvals hf. gilti út þetta ár. Ekki væri hægt að afturkalla það þó að skýrslan veki upp spurningar um framtíð veiðanna. Þorgerður telur ráðherra aftur á móti í fullum rétti að afturkalla leyfið á grundvelli þeirra gagna sem nú liggja fyrir. „Á grunni dýraverndarlaga og á grunni þess sem er sett sem skilyrði fyrir veitingu leyfisins. Hvalur er ekki að uppfylla þau skilyrði sem voru sett við veitingu leyfisins og þess vegna er óskiljanlegt og óverjandi ef ráðherra gerir það ekki. Og höfum það í huga að þetta er ráðherra Vinstri grænna sem þorir ekki að stöðva hvalveiðar. Öðruvísi mér áður brá,“ segir Þorgerður. Ábyrgðarhluti hjá ráðherra að bregðast við Veiðileyfið er háð skilyrðum um að farið sé eftir settum reglum en þær kveða meðal annars á um að nota eigi búnað sem tryggi að hvalir séu aflífaðir samstundis. Þess ber þó að nefna að í skýrslu MAST segir að bestu þekktu aðferðum hafi verið beitt miðað við aðstæður. Því hafi ákvæði um veiðar í lögum um velferð dýra ekki verið brotin. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, var sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra í skammlífri ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks, Bjartrar framtíðar og Viðreisnar árið 2017.Vísir/Vilhelm En að óbreyttu hefst vertíðin á næstunni og unnið er að því að gera skipin klár fyrir veiðar. Aðspurð um mögulega skaðabótaábyrgð við afturköllun veiðileyfis á þessum tímapunkti segir Þorgerður að það hafi legið fyrir að hvalveiðarnar og réttmæti þeirra væru í skoðun hjá stjórnvöldum. „Hvalur hf. vissi að það væri verið að afla þessara gagna. Nú eru þessar niðrustöður komnar. Þá hljóta stjórnvöld að bregðast við í ljósi þessara niðurstaðna sem nú liggja fyrir. Það er ekki hægt vinna þannig að það komi ekkert út úr þessu. Niðurstöðurnar eru sláandi og það er ábyrgðarhluti hjá ráðherra ef hún ætlar ekki að bregðast við núna, heldur að leyfa fyrirtækinu að halda áfram þessum hvalveiðum,“ segir Þorgerður Katrín.
Dýraheilbrigði Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Alþingi Hvalveiðar Hvalir Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Brenna líkin á nóttunni Innlent Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Innlent Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Innlent Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Innlent Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Innlent Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Innlent Sprengdu upp leynilega kjarnorkuvopnarannsóknarstöð í Íran Erlent Fleiri fréttir Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Sjá meira