Vottar Jehóva tapa dómsmáli í Noregi Örn Svavarsson skrifar 3. maí 2023 11:45 Í ársbyrjun 2021 gengu í gildi ný lög um trúfélög í Noregi. Í þeim lögum er ákvæði um úrsögn úr trúfélagi. Þar er afdráttarlaust ákvæði um að sá sem yfirgefur trúfélag, eigi að geta gert það án nokkurra minnstu afleiðinga af hálfu félagsins. Rétt fyrir jólin í fyrra, 22.12.22, var í ljósi nýju trúfélagslaganna réttur Votta Jehóva til að skrá sig sem löglegt trúfélag, afnuminn. Ástæðan er einföld, trúfélagið fer á svig við lögin, með fyrirmælum um að safnaðarmeðlimur sem kýs að yfirgefa félagið, eða er hreinlega rekinn af einni ástæðu eða annarri, skuli hunsaður með öllu. Í ritum trúfélagsins sem og á heimasíðu þess eru leiðbeiningar um hvernig einangra skuli útskúfaða frá samneyti við sitt venslafólk, meira að segja ungt fólk sem alið hefur allan sinn aldur innan vébanda safnaðarins, jafnvel unglinga. Afleiðingar þessarar stjórnvaldsákvörðunar fyrir söfnuðinn eru fyrst og fremst, að þeim er meinað um ríkisstyrk sem öll skráð trúfélög fá, líkt og hérlendis. Eins og gefur að skilja voru norskir Vottar Jehóva ósáttir við þessa stöðu og fengu viku síðar, þann 28.12., lögbann á ákvörðun ráðuneytisins og fóru í mál við ríkið/Barna- og fjölskylduráðuneytið. Dómur féll í málinu þann 26. apríl s.l. Niðurstaðan er afdráttarlaus, lögbanninu var hnekkt. Útskúfunin brýtur gegn ákvæði laganna um frelsi til að yfirgefa trúfélag án afleiðinga af hálfu félagsins. Bent er á í dómnum að slík hunsun hafi í raun alvarlegar afleiðingar, ekki aðeins fyrir hinn útskúfaða, heldur ekki síður fyrir innansafnaðarfólk, sem gert er að hunsa góðan vin og ættingja. Varðandi börn felur útskúfunin í sér neikvæðan félagslegan yfirgang og andlega valdbeitingu sem brýtur á réttindum barnsins, segir Liv Inger Gjone Gabrielsen, lögmaður ráðuneytisins. Hún hnykkir á því að afleiðingar þessara aðgerða safnaðarmeðlima gagnvart brottreknum geta verið afar alvarlegar. Hverjum safnaðarmeðlimi er ljóst að yfirgefi hann söfnuðinn tapar hann sambandi við fjölskyldu og vini sem hann hefur alist upp með og/eða varið ævinni með að hluta eða öllu leyti. Þessi staðreynd er ekkert annað en hindrun, segir í dómnum. Síðan er jafnframt hnykkt á í dómnum, að nýju lögin eru afdráttarlaus hvað varðar, að trúfélög megi ekki leggja hindranir eða setja skilyrði fyrir því að fólk segi sig úr félaginu. Vottarnir sitja uppi með um 20 til 30 milljóna króna (ísl) málskostnað og umfram allt, árlegt átekjutap upp á um 200 milljónir (ísl) í töpuðum ríkisstyrk. Höfundur er fyrrverandi félagi í Vottum Jehova. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Trúmál Mest lesið Ert þú með geðsjúkdóm? Mjög líklega... Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun „Hvenær var þetta samtal við þjóðina tekið?“ spurði garðyrkjubóndinn Halla Hrund Logadóttir Skoðun Þeir sem þurfa ekki að takast á við afleiðingar gjörða sinna Davíð Már Sigurðsson Skoðun Geðheilbrigðiskerfi án sálfræðinga, hvernig hljómar það? María Mjöll Björnsdóttir Skoðun Fær ESB Ísland í jólagjöf? Stefán Vagn Stefánsson Skoðun Náttúruspjöll í sveitarfélagi ársins Kjartan H. Ágústsson Skoðun Tapast hafa sveitarstjórnarmenn af öllu landinu Sigurður Freyr Sigurðarson Skoðun Kjósum Rósu á þing Linda Baldvinsdóttir Skoðun Frekar vandræðalegt Ólafur Hauksson Skoðun Kópavogur lækkar skatta á íbúa Orri Hlöðversson,Gunnar Sær Ragnarsson Skoðun Skoðun Skoðun Heilbrigðiskerfið okkar á rætur að rekja til tíma þar sem þjónustan var að mestu mótuð af körlum Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun KVISS BANG! - mætti lausnin sem bjargaði Svíum nýtast okkur ? Jakob Frímann Magnússon skrifar Skoðun Kennaramenntun án afkomuótta: Lykill að sterkari samfélögum Kristín Dýrfjörð skrifar Skoðun Náttúruminjasafn Íslands – klárum verkefnið Hilmar J. Malmquist skrifar Skoðun Inngilding erlends starfsfólks á íslenskum vinnumarkaði Ingunn Björk Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Að eta útsæði Sigríiður Á. Andersen skrifar Skoðun Kjósum kratana í þágu dýravelferðar Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Þegar dýrt verður allt í einu of dýrt Trausti Hjálmarsson skrifar Skoðun Frelsi alla leið – dánaraðstoð Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Kjósum velferð dýra Þórunn Sveinbjarnardóttir skrifar Skoðun Líf í skugga flugvallar – upplifun íbúa Haukur Magnússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift skrifar Skoðun Stafrænn heimur og gervigreind til framtíðar Þormóður Logi Björnsson skrifar Skoðun Netöryggi og friðhelgi einkalífs – grundvallarréttur allra Grímur Grímsson,Eva Pandora Baldursdóttir skrifar Skoðun Þetta er víst einkavæðing! Engilbert Guðmundsson skrifar Skoðun Tapast hafa sveitarstjórnarmenn af öllu landinu Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar Skoðun Ábyrg umræða óskast um vinnumarkaðslíkanið Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Næring – hlutverk næringarfræðinga Edda Ýr Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Bætum samskipti ríkis og sveitarfélaga Eiríkur Björn Björgvinsson skrifar Skoðun Kópavogur lækkar skatta á íbúa Orri Hlöðversson,Gunnar Sær Ragnarsson skrifar Skoðun Alþingi kemur Kvikmyndasjóði til bjargar Hópur kvikmyndagerðarfólks skrifar Skoðun Skóli fyrir alla Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Áfram strákar! Heiðbrá Ólafsdóttir skrifar Skoðun Nú er vika fjögur að hefjast í verkfallsaðgerðum KÍ og enn virðast engar lausnir í sjónmáli! Hafdís Einarsdóttir skrifar Skoðun Umhverfismál: „Hvað get ég gert?“ Einar Bárðarson skrifar Skoðun Tölfræðileg líkindi og merkingarleg tengsl – Frá mynstrum til skilnings Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Náttúruspjöll í sveitarfélagi ársins Kjartan H. Ágústsson skrifar Skoðun Frekar vandræðalegt Ólafur Hauksson skrifar Skoðun Fjölskylduhúsið Jón Páll Haraldsson skrifar Skoðun Fær ESB Ísland í jólagjöf? Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Þöglar raddir Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Sjá meira
Í ársbyrjun 2021 gengu í gildi ný lög um trúfélög í Noregi. Í þeim lögum er ákvæði um úrsögn úr trúfélagi. Þar er afdráttarlaust ákvæði um að sá sem yfirgefur trúfélag, eigi að geta gert það án nokkurra minnstu afleiðinga af hálfu félagsins. Rétt fyrir jólin í fyrra, 22.12.22, var í ljósi nýju trúfélagslaganna réttur Votta Jehóva til að skrá sig sem löglegt trúfélag, afnuminn. Ástæðan er einföld, trúfélagið fer á svig við lögin, með fyrirmælum um að safnaðarmeðlimur sem kýs að yfirgefa félagið, eða er hreinlega rekinn af einni ástæðu eða annarri, skuli hunsaður með öllu. Í ritum trúfélagsins sem og á heimasíðu þess eru leiðbeiningar um hvernig einangra skuli útskúfaða frá samneyti við sitt venslafólk, meira að segja ungt fólk sem alið hefur allan sinn aldur innan vébanda safnaðarins, jafnvel unglinga. Afleiðingar þessarar stjórnvaldsákvörðunar fyrir söfnuðinn eru fyrst og fremst, að þeim er meinað um ríkisstyrk sem öll skráð trúfélög fá, líkt og hérlendis. Eins og gefur að skilja voru norskir Vottar Jehóva ósáttir við þessa stöðu og fengu viku síðar, þann 28.12., lögbann á ákvörðun ráðuneytisins og fóru í mál við ríkið/Barna- og fjölskylduráðuneytið. Dómur féll í málinu þann 26. apríl s.l. Niðurstaðan er afdráttarlaus, lögbanninu var hnekkt. Útskúfunin brýtur gegn ákvæði laganna um frelsi til að yfirgefa trúfélag án afleiðinga af hálfu félagsins. Bent er á í dómnum að slík hunsun hafi í raun alvarlegar afleiðingar, ekki aðeins fyrir hinn útskúfaða, heldur ekki síður fyrir innansafnaðarfólk, sem gert er að hunsa góðan vin og ættingja. Varðandi börn felur útskúfunin í sér neikvæðan félagslegan yfirgang og andlega valdbeitingu sem brýtur á réttindum barnsins, segir Liv Inger Gjone Gabrielsen, lögmaður ráðuneytisins. Hún hnykkir á því að afleiðingar þessara aðgerða safnaðarmeðlima gagnvart brottreknum geta verið afar alvarlegar. Hverjum safnaðarmeðlimi er ljóst að yfirgefi hann söfnuðinn tapar hann sambandi við fjölskyldu og vini sem hann hefur alist upp með og/eða varið ævinni með að hluta eða öllu leyti. Þessi staðreynd er ekkert annað en hindrun, segir í dómnum. Síðan er jafnframt hnykkt á í dómnum, að nýju lögin eru afdráttarlaus hvað varðar, að trúfélög megi ekki leggja hindranir eða setja skilyrði fyrir því að fólk segi sig úr félaginu. Vottarnir sitja uppi með um 20 til 30 milljóna króna (ísl) málskostnað og umfram allt, árlegt átekjutap upp á um 200 milljónir (ísl) í töpuðum ríkisstyrk. Höfundur er fyrrverandi félagi í Vottum Jehova.
Skoðun Heilbrigðiskerfið okkar á rætur að rekja til tíma þar sem þjónustan var að mestu mótuð af körlum Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar
Skoðun Inngilding erlends starfsfólks á íslenskum vinnumarkaði Ingunn Björk Vilhjálmsdóttir skrifar
Skoðun Líf í skugga flugvallar – upplifun íbúa Haukur Magnússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift skrifar
Skoðun Netöryggi og friðhelgi einkalífs – grundvallarréttur allra Grímur Grímsson,Eva Pandora Baldursdóttir skrifar
Skoðun Nú er vika fjögur að hefjast í verkfallsaðgerðum KÍ og enn virðast engar lausnir í sjónmáli! Hafdís Einarsdóttir skrifar
Skoðun Tölfræðileg líkindi og merkingarleg tengsl – Frá mynstrum til skilnings Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar