Þróaði með sér dellu fyrir míkrafónasmíði Dóra Júlía Agnarsdóttir skrifar 3. maí 2023 11:01 Baldvin Hlynsson opnar sýninguna Tónbil í Hörpu í dag. Aðsend „Sýningin tengir saman myndlist, tónlist og eðlisfræði og kjarni hennar er að fanga útlit tónbilanna tólf á sínu myndræna formi,“ segir fjöllistamaðurinn Baldvin Hlynsson, sem opnar sýninguna Tónbil í Hörpu í dag klukkan 18:00. Sýningin er hluti af HönnunarMars og stendur til ellefta maí næstkomandi. Baldvin stundaði nám við Konunglega tónlistarháskólann í Stokkhólmi en þar kviknaði áhugavert áhugamál hjá honum. „Þegar ég var í náminu þróaði ég með mér dellu fyrir míkrafónasmíði á milli þess sem ég var í skólanum eða að æfa mig.“ Míkrafónn sem Baldvin smíðaði sjálfur.Aðsend Fjölbreytt form út frá sveiflusjá Verkefnið Tónbil spratt upp úr tilraunum sem Baldvin var að gera með sveiflusjá, sem er tæki sem breytir hljóðbylgjum í myndrænt graf á X og Y ás. „Ég notaði sveiflusjá til að gera mælingar á míkrafónunum sem ég var að smíða og á einhverjum tímapunkti datt mér í hug að prófa að spila tónbil í gegnum sveiflusjána. Mér til mikillar furðu urðu til allavegana form. Þessi form voru ekki kringlótt eins og endanlegu formin urðu en engu að síður voru þau symmetrísk og reglubundin.“ Baldvin að störfum.Aðsend Áhugi á samfélagsmiðlum Baldvin fór í kjölfarið að deila formunum á Instagram hjá sér og segir hann að fólk hafi verið mjög áhugasamt um þetta og spurt ýmissa spurninga. „Eftir það fór ég að stúdera þetta nánar og fann, eftir töluverða leit, leið til að gera formin kringlótt. Mér fannst það skemmtilegt, þar sem öll tónbilin voru nú eins í laginu en mismunandi að innan.“ Verkin hans Baldvins koma í tveimur mismunandi litapalletum, annars vegar form í lit á svörtum bakgrunni og hins vegar form í svörtu á hvítum bakgrunni. „Fyrir lituðu verkin valdi ég litinn sjálfur eftir eigin tilfinningu. Þau koma líka í tveimur stærðum en hvert verk er framleitt í takmörkuðu upplagi af sex. Ég ramma verkin inn sjálfur af mikilli nákvæmni með svokallaðri float mount aðferð, sem felur í sér að verkin fljóta inni í rammanum en ramminn er sérsmíðaður, svartur og spónlagður álrammi.“ Stór þríund eftir Baldvin.Aðsend Hverri mynd fylgir texti um viðeigandi tónbil sem fjallar um tilfinninguna og hughrifin sem það tónbil hefur þótt vekja í aldanna rás sem og útskýringu á litavalinu og tengsl við viðeigandi lit í listfræðilegu og táknrænu samhengi. Auk þess fylgir QR kóði með hverri mynd svo hægt sé að sjá og heyra tónbilið birtast á sveiflusjá og rannsaka hvernig það hegðar sér. Eintökin eru númeruð og árituð. HönnunarMars Menning Myndlist Tónlist Tengdar fréttir HönnunarMars í dag: DesignTalks, kynlífsleikföng og pítsustund HönnunarMars hefst með pomp og prakt í dag við hátíðlega athöfn í Hörpu. Það verður ýmislegt listrænt og lifandi í boði næstu daga í tengslum við hátíðina en Lífið á Vísi fer fer hér í grófum dráttum yfir dagskrána fyrir daginn í dag. 3. maí 2023 08:01 HönnunarMars hefst á morgun: 100 sýningar og 400 þátttakendur Opnunarhóf HönnunarMars fer fram á morgun, miðvikudaginn 3. maí, í Hörpu klukkan 17:00. Lilja D. Alfreðsdóttir, menningar- og viðskiptaráðherra, Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri og Halla Helgadóttir, framkvæmdastjóri Miðstöðvar hönnunar og arkitektúrs setja hátíðina með formlegum hætti og eru öll velkomin. 2. maí 2023 14:00 Dagskrá HönnunarMars í loftið: „Hvað nú?“ HönnunarMars breiðir úr sér um höfuðborgarsvæðið dagana 3. - 7. maí næstkomandi. Í ár ber hátíðin yfirskriftina Hvað nú? 5. apríl 2023 23:10 Mest lesið Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Lífið Tengdó hringdi og vildi vita hvort Sunnu Dís hefði í alvöru liðið svona Lífið „Getur líka fengið Óskarsverðlaun fyrir besta leik í aukahlutverki“ Lífið „Nýja heimsskipanin:“ Leynileg áætlun um heimsyfirráð í undirbúningi? Lífið Bannað að hlæja: Stressið allsráðandi í upphafi kvöldsins Lífið Heitir og hýrir flugþjónar í suðrænni stemningu Lífið Hafa bæði kvatt sín fyrrverandi og eru alsæl saman Lífið Katrín og Markus orðin tveggja barna foreldrar Lífið „Er ekki að fara fram á það lifa lífinu í bómull“ Lífið Benedikt og Sunneva Einars selja slotið Lífið Fleiri fréttir Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Bjóða landsmönnum nauðbeygð til messu Allt í banönum á Brút Bríet lét sig ekki vanta á sýningaropnun Ynju Blævar Út um allar koppagrundir Alþingis: „Froðan flæðir endalaust, það er bara froða froða“ Sjá meira
Baldvin stundaði nám við Konunglega tónlistarháskólann í Stokkhólmi en þar kviknaði áhugavert áhugamál hjá honum. „Þegar ég var í náminu þróaði ég með mér dellu fyrir míkrafónasmíði á milli þess sem ég var í skólanum eða að æfa mig.“ Míkrafónn sem Baldvin smíðaði sjálfur.Aðsend Fjölbreytt form út frá sveiflusjá Verkefnið Tónbil spratt upp úr tilraunum sem Baldvin var að gera með sveiflusjá, sem er tæki sem breytir hljóðbylgjum í myndrænt graf á X og Y ás. „Ég notaði sveiflusjá til að gera mælingar á míkrafónunum sem ég var að smíða og á einhverjum tímapunkti datt mér í hug að prófa að spila tónbil í gegnum sveiflusjána. Mér til mikillar furðu urðu til allavegana form. Þessi form voru ekki kringlótt eins og endanlegu formin urðu en engu að síður voru þau symmetrísk og reglubundin.“ Baldvin að störfum.Aðsend Áhugi á samfélagsmiðlum Baldvin fór í kjölfarið að deila formunum á Instagram hjá sér og segir hann að fólk hafi verið mjög áhugasamt um þetta og spurt ýmissa spurninga. „Eftir það fór ég að stúdera þetta nánar og fann, eftir töluverða leit, leið til að gera formin kringlótt. Mér fannst það skemmtilegt, þar sem öll tónbilin voru nú eins í laginu en mismunandi að innan.“ Verkin hans Baldvins koma í tveimur mismunandi litapalletum, annars vegar form í lit á svörtum bakgrunni og hins vegar form í svörtu á hvítum bakgrunni. „Fyrir lituðu verkin valdi ég litinn sjálfur eftir eigin tilfinningu. Þau koma líka í tveimur stærðum en hvert verk er framleitt í takmörkuðu upplagi af sex. Ég ramma verkin inn sjálfur af mikilli nákvæmni með svokallaðri float mount aðferð, sem felur í sér að verkin fljóta inni í rammanum en ramminn er sérsmíðaður, svartur og spónlagður álrammi.“ Stór þríund eftir Baldvin.Aðsend Hverri mynd fylgir texti um viðeigandi tónbil sem fjallar um tilfinninguna og hughrifin sem það tónbil hefur þótt vekja í aldanna rás sem og útskýringu á litavalinu og tengsl við viðeigandi lit í listfræðilegu og táknrænu samhengi. Auk þess fylgir QR kóði með hverri mynd svo hægt sé að sjá og heyra tónbilið birtast á sveiflusjá og rannsaka hvernig það hegðar sér. Eintökin eru númeruð og árituð.
HönnunarMars Menning Myndlist Tónlist Tengdar fréttir HönnunarMars í dag: DesignTalks, kynlífsleikföng og pítsustund HönnunarMars hefst með pomp og prakt í dag við hátíðlega athöfn í Hörpu. Það verður ýmislegt listrænt og lifandi í boði næstu daga í tengslum við hátíðina en Lífið á Vísi fer fer hér í grófum dráttum yfir dagskrána fyrir daginn í dag. 3. maí 2023 08:01 HönnunarMars hefst á morgun: 100 sýningar og 400 þátttakendur Opnunarhóf HönnunarMars fer fram á morgun, miðvikudaginn 3. maí, í Hörpu klukkan 17:00. Lilja D. Alfreðsdóttir, menningar- og viðskiptaráðherra, Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri og Halla Helgadóttir, framkvæmdastjóri Miðstöðvar hönnunar og arkitektúrs setja hátíðina með formlegum hætti og eru öll velkomin. 2. maí 2023 14:00 Dagskrá HönnunarMars í loftið: „Hvað nú?“ HönnunarMars breiðir úr sér um höfuðborgarsvæðið dagana 3. - 7. maí næstkomandi. Í ár ber hátíðin yfirskriftina Hvað nú? 5. apríl 2023 23:10 Mest lesið Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Lífið Tengdó hringdi og vildi vita hvort Sunnu Dís hefði í alvöru liðið svona Lífið „Getur líka fengið Óskarsverðlaun fyrir besta leik í aukahlutverki“ Lífið „Nýja heimsskipanin:“ Leynileg áætlun um heimsyfirráð í undirbúningi? Lífið Bannað að hlæja: Stressið allsráðandi í upphafi kvöldsins Lífið Heitir og hýrir flugþjónar í suðrænni stemningu Lífið Hafa bæði kvatt sín fyrrverandi og eru alsæl saman Lífið Katrín og Markus orðin tveggja barna foreldrar Lífið „Er ekki að fara fram á það lifa lífinu í bómull“ Lífið Benedikt og Sunneva Einars selja slotið Lífið Fleiri fréttir Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Bjóða landsmönnum nauðbeygð til messu Allt í banönum á Brút Bríet lét sig ekki vanta á sýningaropnun Ynju Blævar Út um allar koppagrundir Alþingis: „Froðan flæðir endalaust, það er bara froða froða“ Sjá meira
HönnunarMars í dag: DesignTalks, kynlífsleikföng og pítsustund HönnunarMars hefst með pomp og prakt í dag við hátíðlega athöfn í Hörpu. Það verður ýmislegt listrænt og lifandi í boði næstu daga í tengslum við hátíðina en Lífið á Vísi fer fer hér í grófum dráttum yfir dagskrána fyrir daginn í dag. 3. maí 2023 08:01
HönnunarMars hefst á morgun: 100 sýningar og 400 þátttakendur Opnunarhóf HönnunarMars fer fram á morgun, miðvikudaginn 3. maí, í Hörpu klukkan 17:00. Lilja D. Alfreðsdóttir, menningar- og viðskiptaráðherra, Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri og Halla Helgadóttir, framkvæmdastjóri Miðstöðvar hönnunar og arkitektúrs setja hátíðina með formlegum hætti og eru öll velkomin. 2. maí 2023 14:00
Dagskrá HönnunarMars í loftið: „Hvað nú?“ HönnunarMars breiðir úr sér um höfuðborgarsvæðið dagana 3. - 7. maí næstkomandi. Í ár ber hátíðin yfirskriftina Hvað nú? 5. apríl 2023 23:10