Staðreyndaúttektir í einelti- og áreitnimálum á vinnustöðum Þórkatla Aðalsteinsdóttir skrifar 3. maí 2023 09:01 Einelti og áreitni á vinnustöðum er erfitt fyrirbæri sem eyðileggur starfsanda, dregur úr starfsánægju og spillir árangri verkefna. Einnig dregur þetta ástand úr sálrænu öryggi fólks á vinnustað og getur orðið til þess að hæft starfsfólk flæmist út af vinnumarkaði og andleg og líkamleg heilsa er í hættu. Þetta þekkja stjórnendur og mannauðsfólk íslenskra vinnustaða því miður alltof vel. Það er einnig þekkt að erfitt getur reynst að greina vandann sem tengist þessum EKKO málum. Fjallað er um einelti, kynferðislega áreitni, kynbundna áreitni og ofbeldi á vinnustöðum, (skammstafað EKKO) í reglugerð nr. 1009 frá 2015 sem tengist lögum um hollustuhætti á vinnustað nr. 46 frá 1980. Þar eru hugtökin skilgreind, fjallað um birtingarmyndir en einnig farið yfir skyldur stjórnenda hvað varðar þessi mál. Vandamál tengd EKKO verða oft bæði sár og erfið og hafa áhrif á allan vinnustaðinn eins og áður er nefnt. Þá geta þessar kvartanir orðið til þess að vinnustaðir verða skaðabótaskyldir gagnvart einstaklingum ef ekki er rétt að málum staðið í samræmi við lög og reglugerð. Starfsfólk Lífs og sálar sálfræði- og ráðgjafastofu hefur unnið að úttektum á þessum málum frá árinu 2002. Innan stofunnar hefur því bæði orðið til mikil reynsla og þekking varðandi vinnslu þessara kvartana. Það er þó alveg ljóst að hvert mál er einstakt, alltaf er nauðsynlegt að vanda mjög til verka og ekki er allt sem sýnist í fyrstu þegar kvartanir eru skoðaðar. Birtingamyndir eineltis og áreitni eru margskonar. Þá er misnotkun á valdi, bæði formlegu og óformlegu mikilvæg breyta í þessum málum, sem nauðsynlegt er að taka með í reikninginn. Vanlíðan þeirra sem verða fyrir neikvæðri og niðurlægjandi framkomu er einnig oft falin. Ljóst er að þekking og skýr og fagleg vinnubrögð eru nauðsynleg innan vinnustaða svo hægt sé að bregðast við af hlutleysi og með árangursríkum hætti. Dagana 10.-12.maí nk. verður haldin þriggja daga vinnustofa fyrir mannauðsfólk þar sem fjallað verður um úttektir í málum sem varða kvartanir um einelti og áreitni á vinnustöðum. Vinnustofan er haldin af Lífi og sál sálfræði- og ráðgjafastofu í samvinnu við Ståle Einarsen prófessor við Bergen háskóla. Ståle Einarsen hefur birt fjölda greina og skrifað bækur um einelti og áreitni á vinnustöðum s.l. tuttugu ár. Þekktust er bókin Bullying and Harassment at the Workplace, en sú bók var gefin út í þriðja sinn árið 2020. Ståle stýrir rannsóknarhópi um einelti á vinnustöðum við Bergen háskóla. Hann er einnig stofnfélagi International Association on Workplace Bullying and Harassment. Með Ståle koma þau Karin Einarsen, sem er einnig fræðimaður á þessi sviði í Bergen og Helge Hohe prófessor emeritus við háskólann í Manchester, en þau eru samstarfsfélagar Ståle bæði í rannsóknum og námskeiðahaldi. Má segja að þessi hópur sé fremstur á Vesturlöndum hvað varðar rannsóknir og kennslu í efninu. Þau hafa haldið fjölda námskeiða og fyrirlestra víða um lönd fyrir mannauðsfólk og úttektaraðila um þá nálgun sína sem hér verður kynnt, sem byggir á staðreyndanálgun. Starfsfólk Lífs og sálar hefur sótt námskeið hjá þessum frábæru fræðimönnum og nú er komið að því að leyfa öðrum að njóta, og fræðast um nýjustu rannsóknir og vinnubrögð í þessum málum. Vinnustofa þessi er ætluð fólki sem vinnur að mannauðsmálum innan stofnana og fyrirtækja. Það er meira en að segja það að þurfa að bera þá erfiðu ábyrgð að bregðast við, komi upp grunur eða kvartanir tengdar einelti og áreitni og tryggja að þessi mál séu sett í farveg þar sem gætt er hlutleysis og fagmennsku í nálgun og úrvinnslu. Uppselt er á vinnustofuna að þessu sinni enda komast aðeins 30 manns að. Vonir standa til að hægt verði að endurtaka vinnustofuna næsta haust. Höfundur er sálfræðingur og stofnandi Lífs og sálar sálfræði- og ráðgjafastofu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Vinnustaðurinn Þórkatla Aðalsteinsdóttir Mest lesið Ert þú með geðsjúkdóm? Mjög líklega... Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun „Hvenær var þetta samtal við þjóðina tekið?“ spurði garðyrkjubóndinn Halla Hrund Logadóttir Skoðun Þeir sem þurfa ekki að takast á við afleiðingar gjörða sinna Davíð Már Sigurðsson Skoðun Geðheilbrigðiskerfi án sálfræðinga, hvernig hljómar það? María Mjöll Björnsdóttir Skoðun Fær ESB Ísland í jólagjöf? Stefán Vagn Stefánsson Skoðun Kjósum Rósu á þing Linda Baldvinsdóttir Skoðun Frekar vandræðalegt Ólafur Hauksson Skoðun Tapast hafa sveitarstjórnarmenn af öllu landinu Sigurður Freyr Sigurðarson Skoðun Náttúruspjöll í sveitarfélagi ársins Kjartan H. Ágústsson Skoðun Kópavogur lækkar skatta á íbúa Orri Hlöðversson,Gunnar Sær Ragnarsson Skoðun Skoðun Skoðun Inngilding erlends starfsfólks á íslenskum vinnumarkaði Ingunn Björk Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Að eta útsæði Sigríiður Á. Andersen skrifar Skoðun Kjósum kratana í þágu dýravelferðar Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Þegar dýrt verður allt í einu of dýrt Trausti Hjálmarsson skrifar Skoðun Frelsi alla leið – dánaraðstoð Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Kjósum velferð dýra Þórunn Sveinbjarnardóttir skrifar Skoðun Líf í skugga flugvallar – upplifun íbúa Haukur Magnússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift skrifar Skoðun Stafrænn heimur og gervigreind til framtíðar Þormóður Logi Björnsson skrifar Skoðun Netöryggi og friðhelgi einkalífs – grundvallarréttur allra Grímur Grímsson,Eva Pandora Baldursdóttir skrifar Skoðun Þetta er víst einkavæðing! Engilbert Guðmundsson skrifar Skoðun Tapast hafa sveitarstjórnarmenn af öllu landinu Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar Skoðun Ábyrg umræða óskast um vinnumarkaðslíkanið Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Næring – hlutverk næringarfræðinga Edda Ýr Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Bætum samskipti ríkis og sveitarfélaga Eiríkur Björn Björgvinsson skrifar Skoðun Kópavogur lækkar skatta á íbúa Orri Hlöðversson,Gunnar Sær Ragnarsson skrifar Skoðun Alþingi kemur Kvikmyndasjóði til bjargar Hópur kvikmyndagerðarfólks skrifar Skoðun Skóli fyrir alla Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Áfram strákar! Heiðbrá Ólafsdóttir skrifar Skoðun Nú er vika fjögur að hefjast í verkfallsaðgerðum KÍ og enn virðast engar lausnir í sjónmáli! Hafdís Einarsdóttir skrifar Skoðun Umhverfismál: „Hvað get ég gert?“ Einar Bárðarson skrifar Skoðun Tölfræðileg líkindi og merkingarleg tengsl – Frá mynstrum til skilnings Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Náttúruspjöll í sveitarfélagi ársins Kjartan H. Ágústsson skrifar Skoðun Frekar vandræðalegt Ólafur Hauksson skrifar Skoðun Fjölskylduhúsið Jón Páll Haraldsson skrifar Skoðun Fær ESB Ísland í jólagjöf? Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Þöglar raddir Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Kjósum Rósu á þing Linda Baldvinsdóttir skrifar Skoðun Þeir sem þurfa ekki að takast á við afleiðingar gjörða sinna Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Geðheilbrigðiskerfi án sálfræðinga, hvernig hljómar það? María Mjöll Björnsdóttir skrifar Skoðun Götusalar eða stjórnmálamenn? Friðrik Erlingsson skrifar Sjá meira
Einelti og áreitni á vinnustöðum er erfitt fyrirbæri sem eyðileggur starfsanda, dregur úr starfsánægju og spillir árangri verkefna. Einnig dregur þetta ástand úr sálrænu öryggi fólks á vinnustað og getur orðið til þess að hæft starfsfólk flæmist út af vinnumarkaði og andleg og líkamleg heilsa er í hættu. Þetta þekkja stjórnendur og mannauðsfólk íslenskra vinnustaða því miður alltof vel. Það er einnig þekkt að erfitt getur reynst að greina vandann sem tengist þessum EKKO málum. Fjallað er um einelti, kynferðislega áreitni, kynbundna áreitni og ofbeldi á vinnustöðum, (skammstafað EKKO) í reglugerð nr. 1009 frá 2015 sem tengist lögum um hollustuhætti á vinnustað nr. 46 frá 1980. Þar eru hugtökin skilgreind, fjallað um birtingarmyndir en einnig farið yfir skyldur stjórnenda hvað varðar þessi mál. Vandamál tengd EKKO verða oft bæði sár og erfið og hafa áhrif á allan vinnustaðinn eins og áður er nefnt. Þá geta þessar kvartanir orðið til þess að vinnustaðir verða skaðabótaskyldir gagnvart einstaklingum ef ekki er rétt að málum staðið í samræmi við lög og reglugerð. Starfsfólk Lífs og sálar sálfræði- og ráðgjafastofu hefur unnið að úttektum á þessum málum frá árinu 2002. Innan stofunnar hefur því bæði orðið til mikil reynsla og þekking varðandi vinnslu þessara kvartana. Það er þó alveg ljóst að hvert mál er einstakt, alltaf er nauðsynlegt að vanda mjög til verka og ekki er allt sem sýnist í fyrstu þegar kvartanir eru skoðaðar. Birtingamyndir eineltis og áreitni eru margskonar. Þá er misnotkun á valdi, bæði formlegu og óformlegu mikilvæg breyta í þessum málum, sem nauðsynlegt er að taka með í reikninginn. Vanlíðan þeirra sem verða fyrir neikvæðri og niðurlægjandi framkomu er einnig oft falin. Ljóst er að þekking og skýr og fagleg vinnubrögð eru nauðsynleg innan vinnustaða svo hægt sé að bregðast við af hlutleysi og með árangursríkum hætti. Dagana 10.-12.maí nk. verður haldin þriggja daga vinnustofa fyrir mannauðsfólk þar sem fjallað verður um úttektir í málum sem varða kvartanir um einelti og áreitni á vinnustöðum. Vinnustofan er haldin af Lífi og sál sálfræði- og ráðgjafastofu í samvinnu við Ståle Einarsen prófessor við Bergen háskóla. Ståle Einarsen hefur birt fjölda greina og skrifað bækur um einelti og áreitni á vinnustöðum s.l. tuttugu ár. Þekktust er bókin Bullying and Harassment at the Workplace, en sú bók var gefin út í þriðja sinn árið 2020. Ståle stýrir rannsóknarhópi um einelti á vinnustöðum við Bergen háskóla. Hann er einnig stofnfélagi International Association on Workplace Bullying and Harassment. Með Ståle koma þau Karin Einarsen, sem er einnig fræðimaður á þessi sviði í Bergen og Helge Hohe prófessor emeritus við háskólann í Manchester, en þau eru samstarfsfélagar Ståle bæði í rannsóknum og námskeiðahaldi. Má segja að þessi hópur sé fremstur á Vesturlöndum hvað varðar rannsóknir og kennslu í efninu. Þau hafa haldið fjölda námskeiða og fyrirlestra víða um lönd fyrir mannauðsfólk og úttektaraðila um þá nálgun sína sem hér verður kynnt, sem byggir á staðreyndanálgun. Starfsfólk Lífs og sálar hefur sótt námskeið hjá þessum frábæru fræðimönnum og nú er komið að því að leyfa öðrum að njóta, og fræðast um nýjustu rannsóknir og vinnubrögð í þessum málum. Vinnustofa þessi er ætluð fólki sem vinnur að mannauðsmálum innan stofnana og fyrirtækja. Það er meira en að segja það að þurfa að bera þá erfiðu ábyrgð að bregðast við, komi upp grunur eða kvartanir tengdar einelti og áreitni og tryggja að þessi mál séu sett í farveg þar sem gætt er hlutleysis og fagmennsku í nálgun og úrvinnslu. Uppselt er á vinnustofuna að þessu sinni enda komast aðeins 30 manns að. Vonir standa til að hægt verði að endurtaka vinnustofuna næsta haust. Höfundur er sálfræðingur og stofnandi Lífs og sálar sálfræði- og ráðgjafastofu.
Skoðun Inngilding erlends starfsfólks á íslenskum vinnumarkaði Ingunn Björk Vilhjálmsdóttir skrifar
Skoðun Líf í skugga flugvallar – upplifun íbúa Haukur Magnússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift skrifar
Skoðun Netöryggi og friðhelgi einkalífs – grundvallarréttur allra Grímur Grímsson,Eva Pandora Baldursdóttir skrifar
Skoðun Nú er vika fjögur að hefjast í verkfallsaðgerðum KÍ og enn virðast engar lausnir í sjónmáli! Hafdís Einarsdóttir skrifar
Skoðun Tölfræðileg líkindi og merkingarleg tengsl – Frá mynstrum til skilnings Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar