„Ég er svo hrikalega sár yfir þessu“ Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 3. maí 2023 07:01 Elísabet vill að íslenskt samfélag dragi lærdóm af andláti frænda síns. Samsett Föðursystir Stefáns Arnars Gunnarssonar kallar eftir því að íslenskt samfélag læri af þeim harmleik sem fólst í andláti hans. Hún hugsar hlýlega til forseta Íslands sem huggaði aðstandendur með hjónabandssælu þegar leit stóð yfir að Stefáni. „Ég er ekki að ásaka einn eða neinn. Mig langar bara að vekja okkur,“ segir Elísabet Sveinsdóttir í samtali við Vísi. Stefán Arnar Gunnarsson var borinn til grafar síðastliðinn föstudag. Hann fannst látinn í Reykjanesbæ þann 5. apríl. Hvarf sama dag Stefán Arnar starfaði sem þjálfari 3. flokk karla í HK og hefur bróðir hans Samúel Ívar Árnason, áður gagnrýnt aukna hörku í samskiptum foreldra barna við þjálfara. Sagði Samúel frá því að bróðir hans hefði verið rekinn úr starfi sínu hjá HK og vísað til samskiptavanda. Viku fyrir það hefði Íþróttasambandi Íslands (ÍSÍ) borist nafnlaust bréf byggt á sögusögnum sem að sögn Samúels eigi ekki við rök að styðjast. Stefán var látinn vita af bréfinu tveimur vikum síðar og þá óskaði hann eftir fundi með samskiptafulltrúa ÍSÍ. Samúel segir þar hafa verið farið yfir þessar ásakanir. Þeim hafi verið auðsvarað og þær auðleystar. „Að því sem við fáum best séð er það bara tilbúningur. Fundinum lýkur svo á því að hann er skilinn eftir með það að HK geti vísað í staðreyndir málsins ef eitthvað félag vill ráða hann. Sama dag þá hverfur hann,“ sagði Samúel í Bítinu. Snýst um vinnufrið fólks Elísabet segir í Facebook færslu í tilefni af útför frænda síns að mikilvægt sé að íslenskt samfélag læri af þessum harmleik svo andlát Arnars verði ekki gjörsamlega tilgangslaust, heldur djúpur lærdómur. „Þetta er svo hroðalegur missir, þegar svona fólk bugast. Ég er svo hrikalega sár yfir þessu,“ segir Elísabet í samtali við Vísi. Hún segir það sitja í sér það stöðuga áreiti sem Stefán Arnar virðist hafa orðið fyrir í starfi sínu sem þjálfari. „Það var hamast á honum og allskonar dylgjur hafðar í frammi. Hann lá vel við höggi, var einstæðingur, handboltanörd og lifði fyrir að þjálfa og ná árangri með sinn hóp. Lífið var handbolti 24/7. Hann var ekki mikið fyrir að „kyssa rassa“ - og nennti engu „búllsjitti“ svo ég tali nú bara íslensku.“ Elísabet segir mikilvægt að fólk sem vinni með börnum fái vinnufrið. Elísabet segir að mikilvægt sé að fólk sem starfi með börnum, kennarar og þjálfarar, fái vinnufrið. „Þetta er fólk sem er að reyna að gera sitt besta en á sama tíma er allt morandi í kommentum gagnvart þessu fólki ef þau dirfast að gera ekki það sem fólk biður um.“ Í dag sé varla þverfótað fyrir mömmum og pöbbum, ömmum og öfum á hliðarlínunni, ekki bara á leikjum heldur einnig á æfingum. „Þjálfarar hafa engan vinnufrið. Það er andað ofan í hálsmálið á þeim og hnefinn steyttur ef „barnið mitt“ fær ekki „rétta“ meðhöndlun. Eigum við ekki að segja þetta gott og reyna að finna milliveginn?“ Hún hvetur fólk til þess að hugsa um öll sín samskipti við aðra. Stefán Arnar hafi verið góður kennari með góða stjórn á bekknum sínum. „Fyrir vikið þá hafa börn dýrkað hann og dáð þar sem hann kenndi, því auðvitað vilja börn fá svona stýringu og aga þar sem enginn veður yfir annan.“ Sárt að vita að Stefán Arnar hafi aldrei fengið að sjá bréfið Þá segir Elísabet að bréfið sem sent hafi verið til samskiptastjóra ÍSÍ vegna Stefáns Arnars sitji í sér. Kvittað hafi verið undir það með nafni sem ekki finnst í þjóðskrá og símanúmeri frá vinsælum pizzastað. „Svo er líka svo sárt að vita að hann hafi aldrei fengið að sjá þetta bréf. Honum var meinað að sjá það. Hann er mjög glöggur maður og ég veit að hann hefði komið augu á þetta númer strax og að þetta hefði nú ekki staðist skoðun.“ Hún segist velta vöngum yfir því hvað þeim sem skrifaði bréfið hafi staðið til. Hvort um hafi verið að ræða grín. „Hversu sjúkur húmor… Þegar við fengum vitneskju um þetta athæfi varð mér allri lokið. Hver gerir svona? Hversu mikill heigulsháttur? Guð minn almáttugur! Var ekki nóg að láta reka Arnar sem þjálfara? Var ekki nóg að koma óorði á hann sem kennara? Þurfti líka að svifta hann mannorðinu og koma því þannig fyrir að hann gæti aldrei stundað sína ástríðu það er að þjálfa handbolta?“ Samskiptaráðgjafi ÍSÍ er með aðsetur hjá Domus Mentis-Geðheilsustöð. Hjálmar Karlsson, samskiptaráðgjafi hjá stöðinni, segist í samtali við Vísi vera bundinn trúnaði vegna málsins. Hann geti því ekki staðfest það sem fram kemur í færslu Elísabetar, það er hvort umrætt bréf hafi verið undirritað nafni sem ekki er til í þjóðskrá og með símanúmeri vinsæls pizzastaðar. Þakklát Guðna og Elizu Elísabet segist gríðarlega þakklát þeim sem lögðu lóðar á vogarskálina við leitina að Stefáni Arnari. Hún rifjar það upp þegar Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands og Eliza Reid, forsetafrú, mættu í leitarstöðina við Bessastaði. „Þessi stund var náttúrulega með ólíkindum, þegar þau Eliza komu labbandi inn og Guðni með fullt box af nýbakaðri hjónabandssælu fyrir leitarfólkið. Hvar gerist þetta annars staðar í heiminum? Við vorum þarna niðurlútin og forsetinn kemur og umvefur okkur. Þetta var ótrúlegt.“ Fjölskylda Stefáns Arnars var gríðarlega þakklát forsetahjónunum fyrir sýndan samhug þegar leit stóð yfir.Elísabet Sveinsdóttir Hún segist aldrei munu gleyma þessu. „Og heldur ekki því þegar Guðni tók utanum mig þegar ég beygði af.“ Elísabet hvetur landsmenn til þess að vera vakandi fyrir ofbeldi og einelti af öllum toga. Ekki bara gagnvart börnum heldur líka fullorðnum. „Því einelti þrífst víða - já og munum að aðgát skal höfð í nærveru sálar - alltaf! Sýnum skilning og umburðarlyndi.“ Í þessari grein er fjallað um sjálfsvíg. Fólk með sjálfsvígshugsanir getur hringt í Pieta-samtökin. Píeta síminn er opinn allan sólarhringinn og er 552-2218 og vefsíðan pieta.is. Lögreglumál Forseti Íslands Guðni Th. Jóhannesson Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Brenna líkin á nóttunni Innlent Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Innlent Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Innlent Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Innlent Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Erlent Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Innlent Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Innlent Fleiri fréttir Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Séreign áfram leyfð inn á lán og ekkert kílómetragjald „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Rýnt í kannanir og tendrun jólatrés í Hafnarfirði Alma verði heilbrigðisráðherra í stjórn Kristrúnar Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Sjá meira
„Ég er ekki að ásaka einn eða neinn. Mig langar bara að vekja okkur,“ segir Elísabet Sveinsdóttir í samtali við Vísi. Stefán Arnar Gunnarsson var borinn til grafar síðastliðinn föstudag. Hann fannst látinn í Reykjanesbæ þann 5. apríl. Hvarf sama dag Stefán Arnar starfaði sem þjálfari 3. flokk karla í HK og hefur bróðir hans Samúel Ívar Árnason, áður gagnrýnt aukna hörku í samskiptum foreldra barna við þjálfara. Sagði Samúel frá því að bróðir hans hefði verið rekinn úr starfi sínu hjá HK og vísað til samskiptavanda. Viku fyrir það hefði Íþróttasambandi Íslands (ÍSÍ) borist nafnlaust bréf byggt á sögusögnum sem að sögn Samúels eigi ekki við rök að styðjast. Stefán var látinn vita af bréfinu tveimur vikum síðar og þá óskaði hann eftir fundi með samskiptafulltrúa ÍSÍ. Samúel segir þar hafa verið farið yfir þessar ásakanir. Þeim hafi verið auðsvarað og þær auðleystar. „Að því sem við fáum best séð er það bara tilbúningur. Fundinum lýkur svo á því að hann er skilinn eftir með það að HK geti vísað í staðreyndir málsins ef eitthvað félag vill ráða hann. Sama dag þá hverfur hann,“ sagði Samúel í Bítinu. Snýst um vinnufrið fólks Elísabet segir í Facebook færslu í tilefni af útför frænda síns að mikilvægt sé að íslenskt samfélag læri af þessum harmleik svo andlát Arnars verði ekki gjörsamlega tilgangslaust, heldur djúpur lærdómur. „Þetta er svo hroðalegur missir, þegar svona fólk bugast. Ég er svo hrikalega sár yfir þessu,“ segir Elísabet í samtali við Vísi. Hún segir það sitja í sér það stöðuga áreiti sem Stefán Arnar virðist hafa orðið fyrir í starfi sínu sem þjálfari. „Það var hamast á honum og allskonar dylgjur hafðar í frammi. Hann lá vel við höggi, var einstæðingur, handboltanörd og lifði fyrir að þjálfa og ná árangri með sinn hóp. Lífið var handbolti 24/7. Hann var ekki mikið fyrir að „kyssa rassa“ - og nennti engu „búllsjitti“ svo ég tali nú bara íslensku.“ Elísabet segir mikilvægt að fólk sem vinni með börnum fái vinnufrið. Elísabet segir að mikilvægt sé að fólk sem starfi með börnum, kennarar og þjálfarar, fái vinnufrið. „Þetta er fólk sem er að reyna að gera sitt besta en á sama tíma er allt morandi í kommentum gagnvart þessu fólki ef þau dirfast að gera ekki það sem fólk biður um.“ Í dag sé varla þverfótað fyrir mömmum og pöbbum, ömmum og öfum á hliðarlínunni, ekki bara á leikjum heldur einnig á æfingum. „Þjálfarar hafa engan vinnufrið. Það er andað ofan í hálsmálið á þeim og hnefinn steyttur ef „barnið mitt“ fær ekki „rétta“ meðhöndlun. Eigum við ekki að segja þetta gott og reyna að finna milliveginn?“ Hún hvetur fólk til þess að hugsa um öll sín samskipti við aðra. Stefán Arnar hafi verið góður kennari með góða stjórn á bekknum sínum. „Fyrir vikið þá hafa börn dýrkað hann og dáð þar sem hann kenndi, því auðvitað vilja börn fá svona stýringu og aga þar sem enginn veður yfir annan.“ Sárt að vita að Stefán Arnar hafi aldrei fengið að sjá bréfið Þá segir Elísabet að bréfið sem sent hafi verið til samskiptastjóra ÍSÍ vegna Stefáns Arnars sitji í sér. Kvittað hafi verið undir það með nafni sem ekki finnst í þjóðskrá og símanúmeri frá vinsælum pizzastað. „Svo er líka svo sárt að vita að hann hafi aldrei fengið að sjá þetta bréf. Honum var meinað að sjá það. Hann er mjög glöggur maður og ég veit að hann hefði komið augu á þetta númer strax og að þetta hefði nú ekki staðist skoðun.“ Hún segist velta vöngum yfir því hvað þeim sem skrifaði bréfið hafi staðið til. Hvort um hafi verið að ræða grín. „Hversu sjúkur húmor… Þegar við fengum vitneskju um þetta athæfi varð mér allri lokið. Hver gerir svona? Hversu mikill heigulsháttur? Guð minn almáttugur! Var ekki nóg að láta reka Arnar sem þjálfara? Var ekki nóg að koma óorði á hann sem kennara? Þurfti líka að svifta hann mannorðinu og koma því þannig fyrir að hann gæti aldrei stundað sína ástríðu það er að þjálfa handbolta?“ Samskiptaráðgjafi ÍSÍ er með aðsetur hjá Domus Mentis-Geðheilsustöð. Hjálmar Karlsson, samskiptaráðgjafi hjá stöðinni, segist í samtali við Vísi vera bundinn trúnaði vegna málsins. Hann geti því ekki staðfest það sem fram kemur í færslu Elísabetar, það er hvort umrætt bréf hafi verið undirritað nafni sem ekki er til í þjóðskrá og með símanúmeri vinsæls pizzastaðar. Þakklát Guðna og Elizu Elísabet segist gríðarlega þakklát þeim sem lögðu lóðar á vogarskálina við leitina að Stefáni Arnari. Hún rifjar það upp þegar Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands og Eliza Reid, forsetafrú, mættu í leitarstöðina við Bessastaði. „Þessi stund var náttúrulega með ólíkindum, þegar þau Eliza komu labbandi inn og Guðni með fullt box af nýbakaðri hjónabandssælu fyrir leitarfólkið. Hvar gerist þetta annars staðar í heiminum? Við vorum þarna niðurlútin og forsetinn kemur og umvefur okkur. Þetta var ótrúlegt.“ Fjölskylda Stefáns Arnars var gríðarlega þakklát forsetahjónunum fyrir sýndan samhug þegar leit stóð yfir.Elísabet Sveinsdóttir Hún segist aldrei munu gleyma þessu. „Og heldur ekki því þegar Guðni tók utanum mig þegar ég beygði af.“ Elísabet hvetur landsmenn til þess að vera vakandi fyrir ofbeldi og einelti af öllum toga. Ekki bara gagnvart börnum heldur líka fullorðnum. „Því einelti þrífst víða - já og munum að aðgát skal höfð í nærveru sálar - alltaf! Sýnum skilning og umburðarlyndi.“ Í þessari grein er fjallað um sjálfsvíg. Fólk með sjálfsvígshugsanir getur hringt í Pieta-samtökin. Píeta síminn er opinn allan sólarhringinn og er 552-2218 og vefsíðan pieta.is.
Lögreglumál Forseti Íslands Guðni Th. Jóhannesson Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Brenna líkin á nóttunni Innlent Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Innlent Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Innlent Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Innlent Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Erlent Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Innlent Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Innlent Fleiri fréttir Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Séreign áfram leyfð inn á lán og ekkert kílómetragjald „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Rýnt í kannanir og tendrun jólatrés í Hafnarfirði Alma verði heilbrigðisráðherra í stjórn Kristrúnar Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Sjá meira