Innlent

Vilja ná tali af fjórum ungmennum vegna stórbrunans

Oddur Ævar Gunnarsson skrifar
Altjón varð á húsinu eftir brunann.
Altjón varð á húsinu eftir brunann. Vísir/Vilhelm

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu óskar eftir að ná tali af fjórum ungmennum í tengslum við rannsókn hennar á bruna í Drafnarslippnum í Hafnarfirði gærkvöldi.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglu. Þar segir að ungmennin hafi verið á ferli við Drafnarslippinn um klukkan 17:00 í gær.

Eru ungmennin vinsamlegast beðin um að hafa samband við lögreglu í síma 444 1000. „Eitt þeirra er talið vera með sítt, rautt hár og annað var á hjóli, en frekari vitneskja um þau liggur ekki fyrir.“

Upplýsingum um ungmennin, ef einhver býr yfir þeim, má enn fremur koma á framfæri í tölvupósti á netfangið [email protected]


Tengdar fréttir

Kviknaði í húsi sama eig­anda í höfninni fyrir fjórum árum

Slökkvistörfum við Hafnarfjarðarhöfn lauk klukkan þrjú í nótt, eftir að eldur kom upp í húsnæði sem til stóð að rífa. Ekkert liggur fyrir um eldsupptök en tæknirannsókn lögreglu fer fram í dag. Annað húsnæði við höfnina í eigu sama aðila brann fyrir fjórum árum.

Húsið rústir einar

Mikinn svartan reyk lagði upp frá húsi við gamla slippinn í Hafnarfjarðarhöfn í gærkvöldi. Þegar slökkvilið mætti á vettvang var húsið þegar alelda. Húsið brann til kaldra kola og verður það rifið á næstunni. Eftir standa rústirnar einar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×