Markviss eyðilegging menntakerfisins? Gauti Kristmannsson skrifar 2. maí 2023 12:00 Menntakerfið er eitt af fjöreggjum þjóðarinnar, eitt af þeim mikilvægustu, leyfi ég mér að segja, því það stendur undir þeim mannauði sem skapar hér það samfélag sem við viljum búa í. En það á undir högg að sækja af mörgum, einkum þó pólitískum, ástæðum. Ein verstu pólitísku mistök síðari ára var ákvörðunin um að stytta framhaldsskólann um eitt ár. Margir reyndir skólamenn og -konur mótmæltu þessu, en þetta átti að vera atvinnulífinu til góða, nemendur kæmu ári fyrr út á vinnumarkaðinn. Það hefur ekki gengið eftir, brottfall er mikið og sum taka sér frí eftir þriggja ára puð í framhaldsskóla. Hin koma verr undirbúin og óþroskaðri í háskóla. Það ýtir svo undir brottfall í háskólum. Núna eru heilu kynslóðirnar af drengjum ekki í háskólum. Það var því verr af stað farið en heima setið. Háskólakerfið hefur ekki farið varhluta af mistökum. Núna eru 6 háskólar í landinu, landi sem telur innan við 400 þúsund manns. Kjördæmapot og svokallaður einkarekstur hefur ýtt undir þetta, en einkareksturinn er í orði en ekki á borði því háskólarnir fá allir fé frá ríkinu og hinir „einkareknu“ geta svo innheimt skólagjöld í ofanálag. Ríkisrekinn einkarekstur. Málefni háskólanna hafa mikið verið í umræðu undanfarið, vanfjármögnun þeirra og fleiri mál. Ráðherra háskólamála hyggst bæta við fjármagni til þeirra og er það gott og blessað. En ráðherrann hyggst líka ákveða hvað háskólarnir kenna og telur sig vita best hvað fólk eigi að læra, svokallaðar „STEM“ greinar, sem áður voru kallaðar raungreinar, en orðið, eins og hugmyndafræðin, er innflutningur frá Repúblikanaflokknum í Bandaríkjunum, eins traustvekjandi og það nú er. Hið akademíska frelsi er þar með að engu haft og verður þar gríðarlega afturför að ræða. En hver veit hvaða fög er best að leggja stund á þegar gervigreindarvæðing samfélagsins fer fram? Námsgreinar sem tölvur geta leyst af, eins og til að mynda ýmsar raungreinar, eða námsgreinar þar sem gagnrýnin hugsun er kennd? Háskólar eru ekki einungis kennslustofnanir, heldur hafa þeir frá alda öðli verið samfélög þar sem nemendur og kennarar vinna í sameiningu að eflingu og viðhaldi þekkingar. Nú stendur til að undirlagi fjármálaráðuneytisins að breyta eðli þessa samfélags með því að ýta kennurum út af skrifstofum sínum í opin verkefnamiðuð rými, allt í nafni „ráðdeildar“. Reynslan hefur margoft sýnt að þetta leiðir aðeins til þess að fólk fer að vinna meira heima hjá sér og minna á vinnustaðnum. Þessi hugmyndafræði opinna rýma minnir á hugmyndir Jeremys Benthams um fangelsi, „Panopticon“, þar sem fangaverðir geta fylgst með föngum úr turnum án þess að sjást sjálfir. Franski heimspekingurinn Michel Foucault skrifaði fræga bók um þetta og sagði meðal annars að „valdið ætti að vera sýnilegt og óstaðfestanlegt“. Alltaf verði hægt að fylgjast með öllum án þess að þeir viti hver er að gera það. Þannig er vinna í opnum rýmum og þess vegna í skrifstofum með glerveggjum. Allt ber þetta að sama brunni, hið pólitíska vald vill ná tökum á frjálsri hugsun akademíunnar með því að gera hana að „útungunarstöð fyrir atvinnulífið“. Með sama áframhaldi brotnar þetta fjöregg þjóðarinnar endanlega. Höfundur er deildarforseti Íslensku- og menningardeildar HÍ og prófessor í þýðingarfræði. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skóla - og menntamál Framhaldsskólar Háskólar Gauti Kristmannsson Mest lesið Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun Kennari í verkfalli Hólmfríður Þorgeirsdóttir Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun Verðbólga í boði Viðreisnar Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Neglum niður vextina Kristrún Frostadóttir Skoðun Ekki láta kaupa atkvæði þitt Alexandra Briem Skoðun Krónur, evrur og fullveldi Bjarni Benediktsson Skoðun Ísland 2074 Kjartan Magnússon Skoðun 200 þúsund til að búa í fatahengi LOL Derek T. Allen Skoðun Skoðun Skoðun Á að vera landbúnaður á Íslandi? Ágústa Ágústsdóttir skrifar Skoðun Miðflokkurinn stendur vörð um bændur Högni Elfar Gylfason skrifar Skoðun Fjármál Kópavogsbæjar - hin hliðin Theódóra Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Feður eiga undir högg að sækja í forsjármálum Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Mikill má máttur Viðreisnar og áhrif um alla Evrópu, líka á Pútín, vera Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar Skoðun Frír hádegisverður í boði Friedmans Róbert Björnsson skrifar Skoðun Höldum áfram með íslenskuna og konuna Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Ekki láta kaupa atkvæði þitt Alexandra Briem skrifar Skoðun Afnemum fátæktina Helgi Máni Sigurðsson skrifar Skoðun Krónur, evrur og fullveldi Bjarni Benediktsson skrifar Skoðun Ný ríkisstjórn styrki meistarakerfi löggiltra iðngreina Hópur formanna fag- og meistarafélaga innan SI skrifar Skoðun Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Farsældarlögin snúast ekki um börnin Lúðvík Júlíusson skrifar Skoðun Víðtæk og öflug barátta gegn einmanaleika á Íslandi Guðrún Svava Viðarsdóttir skrifar Skoðun Framsókn í geðheilbrigðismálum Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun 200 þúsund til að búa í fatahengi LOL Derek T. Allen skrifar Skoðun Kennari í verkfalli Hólmfríður Þorgeirsdóttir skrifar Skoðun Við viljum – kröfugerð fólks með fötlun! Unnur Hrefna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir skrifar Skoðun Óæskilegar uppskerur Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Úreltar og óréttmætar hvalveiðar Henry Alexander Henrysson skrifar Skoðun Bætum umhverfið svo öll börn geti blómstrað Kristín Kolbrún Kolbeinsdóttir Waage skrifar Skoðun Neglum niður vextina Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Áhyggjulaust ævikvöld Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Verðbólga í boði Viðreisnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Afsláttur af mannréttindum Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Er 0,145% bankaskattur virkilega nóg? Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Útrýmum kjaragliðnun Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun 16 ára aldurstakmark á samfélagsmiðlum Skúli Bragi Geirdal skrifar Sjá meira
Menntakerfið er eitt af fjöreggjum þjóðarinnar, eitt af þeim mikilvægustu, leyfi ég mér að segja, því það stendur undir þeim mannauði sem skapar hér það samfélag sem við viljum búa í. En það á undir högg að sækja af mörgum, einkum þó pólitískum, ástæðum. Ein verstu pólitísku mistök síðari ára var ákvörðunin um að stytta framhaldsskólann um eitt ár. Margir reyndir skólamenn og -konur mótmæltu þessu, en þetta átti að vera atvinnulífinu til góða, nemendur kæmu ári fyrr út á vinnumarkaðinn. Það hefur ekki gengið eftir, brottfall er mikið og sum taka sér frí eftir þriggja ára puð í framhaldsskóla. Hin koma verr undirbúin og óþroskaðri í háskóla. Það ýtir svo undir brottfall í háskólum. Núna eru heilu kynslóðirnar af drengjum ekki í háskólum. Það var því verr af stað farið en heima setið. Háskólakerfið hefur ekki farið varhluta af mistökum. Núna eru 6 háskólar í landinu, landi sem telur innan við 400 þúsund manns. Kjördæmapot og svokallaður einkarekstur hefur ýtt undir þetta, en einkareksturinn er í orði en ekki á borði því háskólarnir fá allir fé frá ríkinu og hinir „einkareknu“ geta svo innheimt skólagjöld í ofanálag. Ríkisrekinn einkarekstur. Málefni háskólanna hafa mikið verið í umræðu undanfarið, vanfjármögnun þeirra og fleiri mál. Ráðherra háskólamála hyggst bæta við fjármagni til þeirra og er það gott og blessað. En ráðherrann hyggst líka ákveða hvað háskólarnir kenna og telur sig vita best hvað fólk eigi að læra, svokallaðar „STEM“ greinar, sem áður voru kallaðar raungreinar, en orðið, eins og hugmyndafræðin, er innflutningur frá Repúblikanaflokknum í Bandaríkjunum, eins traustvekjandi og það nú er. Hið akademíska frelsi er þar með að engu haft og verður þar gríðarlega afturför að ræða. En hver veit hvaða fög er best að leggja stund á þegar gervigreindarvæðing samfélagsins fer fram? Námsgreinar sem tölvur geta leyst af, eins og til að mynda ýmsar raungreinar, eða námsgreinar þar sem gagnrýnin hugsun er kennd? Háskólar eru ekki einungis kennslustofnanir, heldur hafa þeir frá alda öðli verið samfélög þar sem nemendur og kennarar vinna í sameiningu að eflingu og viðhaldi þekkingar. Nú stendur til að undirlagi fjármálaráðuneytisins að breyta eðli þessa samfélags með því að ýta kennurum út af skrifstofum sínum í opin verkefnamiðuð rými, allt í nafni „ráðdeildar“. Reynslan hefur margoft sýnt að þetta leiðir aðeins til þess að fólk fer að vinna meira heima hjá sér og minna á vinnustaðnum. Þessi hugmyndafræði opinna rýma minnir á hugmyndir Jeremys Benthams um fangelsi, „Panopticon“, þar sem fangaverðir geta fylgst með föngum úr turnum án þess að sjást sjálfir. Franski heimspekingurinn Michel Foucault skrifaði fræga bók um þetta og sagði meðal annars að „valdið ætti að vera sýnilegt og óstaðfestanlegt“. Alltaf verði hægt að fylgjast með öllum án þess að þeir viti hver er að gera það. Þannig er vinna í opnum rýmum og þess vegna í skrifstofum með glerveggjum. Allt ber þetta að sama brunni, hið pólitíska vald vill ná tökum á frjálsri hugsun akademíunnar með því að gera hana að „útungunarstöð fyrir atvinnulífið“. Með sama áframhaldi brotnar þetta fjöregg þjóðarinnar endanlega. Höfundur er deildarforseti Íslensku- og menningardeildar HÍ og prófessor í þýðingarfræði.
Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun
Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun
Skoðun Mikill má máttur Viðreisnar og áhrif um alla Evrópu, líka á Pútín, vera Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar
Skoðun Ný ríkisstjórn styrki meistarakerfi löggiltra iðngreina Hópur formanna fag- og meistarafélaga innan SI skrifar
Skoðun Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir skrifar
Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun
Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun