Allar 150 kýrnar í fjósinu með nöfn Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 30. apríl 2023 21:04 Belinda Margrét Birkisdóttir, kúahirðir á Móheiðarhvoli í Rangárþingi eystra, sem á heiðurinn af öllum nöfnum á kúnum í fjósinu, sem eru um 150 talsins. Magnús Hlynur Hreiðarsson Vígdögg, Aðalborg, Stjörnuþoka, Lúpína, Hrun, Hrafnöld, Hornauga, Kleópatra , Ljósblá og Flatkaka. Hvaða nöfn skyldu þetta vera? Jú, þetta eru allt nöfn á kúm á bæ í Rangárvallasýslu en allar kýrnar í fjósinu, hundrað og fimmtíu eru með nöfn í stað númera. „Þarna er Sumarrós, svo Hrafnöld og hérna kemur Flatkaka. Mamma hennar heitir Skonsa og amma hennar heitir Píta,” segir Belinda Margrét Birkisdóttir kúahirðir á Móeiðarhvoli í Rangárþingi eystra en ótrúlegt en satt, allar kýrnar í fjósinu 150 talsins eru með nöfn, sem Belinda á heiðurinn af. „Þetta er bara hobbí hjá mér, sem hefur verið síðan ég var lítil þegar ég var að hjálpa mömmu að merkja kálfana. Þá hef ég verið að skella nafni á þá af og til og endaði að kvígurnar og kýrnar eru allar með nafn. Mér finnst nú skemmtilegra að kalla þær með nafni en eitthvað númer, það er ekki flóknara en það,” segir Belinda. En hvernig finnur hún öll þessi nöfn? „Stundum er skemmtileg saga á bak við það, stundum er það karakterinn og stundum eru það foreldrarnir.” Og það kemur stundum fyrir að Belinda er með ákveðin þema á nöfnunum. „Já, einu sinni tók ég eyjar eins og Surtsey, Sikiley og eitthvað svoleiðis og síðan höfuðborgir líka þannig að það var Osló og Kúala Lúmpúr til dæmis." Þetta er ótrúlega skemmtilegt hjá þér að þú skulir nenna þessu? “ Já, það er mikið sem maður leggur á sig,” segir Belinda hlægjandi. Hér er Ljósblá í fjósinu.Magnús Hlynur Hreiðarsson Og áttu alltaf nóg af nöfnum í pokahorninu? „Já, já, það eru margar, sem ég er að bíð eftir að gefi mér kvígu til að skella nöfnum á.” En hvað með nautin og nautkálfana, eru nöfn þar líka? „Nei, ég hef ekki fengið það í gegn að skýra nautin, það er kúanafnanefnd, þetta tekur því víst ekki að skíra öll nautin og kýrnar frá bara íslenska nöfn, þær fá ekki ensk nöfn og þær fá ekki karlanöfn, ég bíð eftir því að geta skýrt einna kúnna Skarphéðinn,” segir Belinda brosandi. Mjög myndarlegt kúabú er rekið á Móeiðarhvoli og allt til fyrirmyndar á þeim bæ.Magnús Hlynur Hreiðarsson Rangárþing eystra Landbúnaður Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Brenna líkin á nóttunni Innlent Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Innlent Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Erlent Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Innlent „Ég er ekkert búin að læra“ Innlent Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Innlent Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Innlent Fleiri fréttir Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Rýnt í kannanir og tendrun jólatrés í Hafnarfirði Alma verði heilbrigðisráðherra í stjórn Kristrúnar Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Sjá meira
„Þarna er Sumarrós, svo Hrafnöld og hérna kemur Flatkaka. Mamma hennar heitir Skonsa og amma hennar heitir Píta,” segir Belinda Margrét Birkisdóttir kúahirðir á Móeiðarhvoli í Rangárþingi eystra en ótrúlegt en satt, allar kýrnar í fjósinu 150 talsins eru með nöfn, sem Belinda á heiðurinn af. „Þetta er bara hobbí hjá mér, sem hefur verið síðan ég var lítil þegar ég var að hjálpa mömmu að merkja kálfana. Þá hef ég verið að skella nafni á þá af og til og endaði að kvígurnar og kýrnar eru allar með nafn. Mér finnst nú skemmtilegra að kalla þær með nafni en eitthvað númer, það er ekki flóknara en það,” segir Belinda. En hvernig finnur hún öll þessi nöfn? „Stundum er skemmtileg saga á bak við það, stundum er það karakterinn og stundum eru það foreldrarnir.” Og það kemur stundum fyrir að Belinda er með ákveðin þema á nöfnunum. „Já, einu sinni tók ég eyjar eins og Surtsey, Sikiley og eitthvað svoleiðis og síðan höfuðborgir líka þannig að það var Osló og Kúala Lúmpúr til dæmis." Þetta er ótrúlega skemmtilegt hjá þér að þú skulir nenna þessu? “ Já, það er mikið sem maður leggur á sig,” segir Belinda hlægjandi. Hér er Ljósblá í fjósinu.Magnús Hlynur Hreiðarsson Og áttu alltaf nóg af nöfnum í pokahorninu? „Já, já, það eru margar, sem ég er að bíð eftir að gefi mér kvígu til að skella nöfnum á.” En hvað með nautin og nautkálfana, eru nöfn þar líka? „Nei, ég hef ekki fengið það í gegn að skýra nautin, það er kúanafnanefnd, þetta tekur því víst ekki að skíra öll nautin og kýrnar frá bara íslenska nöfn, þær fá ekki ensk nöfn og þær fá ekki karlanöfn, ég bíð eftir því að geta skýrt einna kúnna Skarphéðinn,” segir Belinda brosandi. Mjög myndarlegt kúabú er rekið á Móeiðarhvoli og allt til fyrirmyndar á þeim bæ.Magnús Hlynur Hreiðarsson
Rangárþing eystra Landbúnaður Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Brenna líkin á nóttunni Innlent Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Innlent Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Erlent Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Innlent „Ég er ekkert búin að læra“ Innlent Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Innlent Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Innlent Fleiri fréttir Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Rýnt í kannanir og tendrun jólatrés í Hafnarfirði Alma verði heilbrigðisráðherra í stjórn Kristrúnar Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Sjá meira