Ekki verður af afglæpavæðingu neysluskammta Sunna Sæmundsdóttir skrifar 27. apríl 2023 12:04 Willum Þór Þórsson heilbrigðismálaráðherra. Vísir/Ívar Heilbrigðisráðherra mun ekki leggja fram frumvarp um afglæpavæðingu neysluskammta, líkt og áður hafði verið boðað. Hann segist frekar munu leggja áherslu á skaðaminnkandi úrræði. Síðasta sumar birti Willum Þór Þórsson, heilbrigðisráðherra, í samráðsgátt umdeild áform um að afnema refsingar vegna neysluskammta fyrir veikasta hópinn eins og það var orðað. Forveri hans Svandís Svavarsdóttir hafði þá áður lagt fram frumvarp um almenna afglæpavæðingu neysluskammta og taldi Willum nauðsynlegt að þrengja það til að málið næði fram að ganga. Áformin voru að lokum dregin til baka eftir mikla gagnrýni og í óundirbúnum fyrirspurnartíma á Alþingi í morgun staðfesti Willum að það væri alfarið úti um þau. „Það hefur verið þróunin erlendis að horfa á skaðaminnkun í heild sinni,“ sagði Willum. Hann sagði heimild til lausasölu á nefúðanum naloxone, sem er notaður í neyð við ofskömmtun ópíóða, til skoðunar í ráðuneytinu og að verið væri að finna neyslurými pláss. „Og það þekkist erlendis morfínklíník, það er vandmeðfarið og verður að vera í höndum sérfræðinga. En eitt hentar ekki öllum og við þurfum að taka þá stefnu að fara í skaðaminnkandi úrræði fremur en að horfa á afglæpavæðingu eða afnám refsingar. Þannig ég er ekki að koma með það mál inn í þingið, ef það er nægilega skýrt svar,“ sagði Willum í umræðum um ópíóíðafaraldur á Íslandi. Björn Leví Gunnarsson þingmaður Pírata.Vísir/Vilhelm Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata, lýsti yfir miklum vonbrigðum og varð raunar orðlaus yfir stöðunni. „Hæstuvirtur ráðherra þekkir það sem þjálfari að þegar hann er að spila leik og er ekki bara eitt-núll undir, ekki tvö-núll undir, ekki tíu-núll undir, hversu mörg líf erum við að tala um hérna? Þá breytum við og skiptum um og hættum að spila þann leik sem leiðir til þess að við töpum. Við þurfum að velja annan leik“ sagði Björn Leví og afsakaði hik í ræðunni. „Ég á bara erfitt með mig hérna, af því skammsýni sumra þingmanna í andsvörum í óundirbúnum fyrirspurnum er bara að vega svolítið þungt að mér. Mér finnst þetta gríðarlega sjálfhverft. Bara afsakið,“ sagði Björn Leví áður en hann steig úr pontu. Fíkn Fíkniefnabrot Alþingi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Innlent Rússar segja til hvers annars líkt og á tímum Stalíns Erlent Segir fund ráðherra og lögreglustjóra til marks um spillingu Innlent Milljónir ekki komið til Íslands þótt þær gætu það Innlent Ný geðdeildarbygging utan Hringbrautarlóðar Innlent Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Erlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Næstu mánuðir skipta sköpum Erlent Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Fleiri fréttir Þingmaður Pírata vill í kærunefnd útlendingamála Segir fund ráðherra og lögreglustjóra til marks um spillingu Ný geðdeildarbygging utan Hringbrautarlóðar Milljónir ekki komið til Íslands þótt þær gætu það Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Rýnt í kannanir og tendrun jólatrés í Hafnarfirði Alma verði heilbrigðisráðherra í stjórn Kristrúnar Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sjá meira
Síðasta sumar birti Willum Þór Þórsson, heilbrigðisráðherra, í samráðsgátt umdeild áform um að afnema refsingar vegna neysluskammta fyrir veikasta hópinn eins og það var orðað. Forveri hans Svandís Svavarsdóttir hafði þá áður lagt fram frumvarp um almenna afglæpavæðingu neysluskammta og taldi Willum nauðsynlegt að þrengja það til að málið næði fram að ganga. Áformin voru að lokum dregin til baka eftir mikla gagnrýni og í óundirbúnum fyrirspurnartíma á Alþingi í morgun staðfesti Willum að það væri alfarið úti um þau. „Það hefur verið þróunin erlendis að horfa á skaðaminnkun í heild sinni,“ sagði Willum. Hann sagði heimild til lausasölu á nefúðanum naloxone, sem er notaður í neyð við ofskömmtun ópíóða, til skoðunar í ráðuneytinu og að verið væri að finna neyslurými pláss. „Og það þekkist erlendis morfínklíník, það er vandmeðfarið og verður að vera í höndum sérfræðinga. En eitt hentar ekki öllum og við þurfum að taka þá stefnu að fara í skaðaminnkandi úrræði fremur en að horfa á afglæpavæðingu eða afnám refsingar. Þannig ég er ekki að koma með það mál inn í þingið, ef það er nægilega skýrt svar,“ sagði Willum í umræðum um ópíóíðafaraldur á Íslandi. Björn Leví Gunnarsson þingmaður Pírata.Vísir/Vilhelm Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata, lýsti yfir miklum vonbrigðum og varð raunar orðlaus yfir stöðunni. „Hæstuvirtur ráðherra þekkir það sem þjálfari að þegar hann er að spila leik og er ekki bara eitt-núll undir, ekki tvö-núll undir, ekki tíu-núll undir, hversu mörg líf erum við að tala um hérna? Þá breytum við og skiptum um og hættum að spila þann leik sem leiðir til þess að við töpum. Við þurfum að velja annan leik“ sagði Björn Leví og afsakaði hik í ræðunni. „Ég á bara erfitt með mig hérna, af því skammsýni sumra þingmanna í andsvörum í óundirbúnum fyrirspurnum er bara að vega svolítið þungt að mér. Mér finnst þetta gríðarlega sjálfhverft. Bara afsakið,“ sagði Björn Leví áður en hann steig úr pontu.
Fíkn Fíkniefnabrot Alþingi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Innlent Rússar segja til hvers annars líkt og á tímum Stalíns Erlent Segir fund ráðherra og lögreglustjóra til marks um spillingu Innlent Milljónir ekki komið til Íslands þótt þær gætu það Innlent Ný geðdeildarbygging utan Hringbrautarlóðar Innlent Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Erlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Næstu mánuðir skipta sköpum Erlent Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Fleiri fréttir Þingmaður Pírata vill í kærunefnd útlendingamála Segir fund ráðherra og lögreglustjóra til marks um spillingu Ný geðdeildarbygging utan Hringbrautarlóðar Milljónir ekki komið til Íslands þótt þær gætu það Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Rýnt í kannanir og tendrun jólatrés í Hafnarfirði Alma verði heilbrigðisráðherra í stjórn Kristrúnar Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sjá meira