Mikilvægt að upplýsa íbúa Bragi Bjarnason skrifar 25. apríl 2023 12:01 Ég vil byrja á að þakka íbúum í Árborg fyrir áhuga þeirra á íbúafundinum 12.apríl sl. þegar bæjarstjórn Árborgar ásamt ráðgjafafyrirtækinu KPMG fóru yfir fjárhagsstöðu sveitarfélagsins og markmið næstu ára. Það er nú eitt meginmarkmiða bæjarstjórnar að íbúar séu reglulega upplýstir um málefni sveitarfélagsins okkar og vil ég fylgja því eftir með þessum stutta pistli. Leysum úr vandanum Fulltrúar KPMG lýstu í einföldu máli hvernig fjárhagsstaða sveitarfélagsins hafi tekið skarpa dýfu á fáeinum árum. Þar kom helst fram að aukin skuldsetning og útgjöld í örum íbúavexti hafa sett sveitafélagið í stöðu sem mikilvægt er að bregðast við strax. Verkefnið er erfitt en vel viðráðanlegt enda er Sveitarfélagið Árborg hvorki fyrsta né síðasta sveitarfélagið sem takast þarf á við fjárhagslega endurskipulagningu. Reynsla frá sambærilegum verkefnum og ráðgjöf KPMG nýtist okkur í bæjarstjórn vel. Þá er gott að finna stuðning og skilning íbúa á nauðsyn þess að grípa til ýmissa erfiðra úrræða. Vil ég þakka þeim fjölmörgu sem ég hef átt samtöl við eða fengið skilaboð frá í kjölfar kynningarfundarins. Það er okkur mikilvægt að heyra að íbúar séu umfram allt bjartsýnir og geri sér grein fyrir því að núverandi bæjarstjórn hafi ekki stofnað til þessarar stöðu heldur sé einhuga að leysa úr henni. Raunhæf markmið Sé miðað útfrá forsendum sem við búum við í dag er raunhæft að Árborg verði undir skuldaviðmiði sveitarfélaga strax árið 2028. Öll vinna bæjarstjórnar markast þó af því að ná settum fjárhagslegum markmiðum fyrr. Ég hef fulla trú á að með samstilltu átaki muni það takast enda tækifærin á svæðinu mikil og mörg spennandi verkefni í farvatninu. Við erum að taka saman svör við þeim rúmlega hundrað spurningum sem upp komu á fundinum. Ætlunin er að þau liggi fyrir á heimasíðu Svf. Árborgar fljótlega. Vor í loftinu Það er alltaf ákveðin vorboði þegar bæjarhátíðirnar byrja hver af annarri og nú er „Vori í Árborg“ nýlokið. Dagskrá hátíðarinnar var fjölbreytt að vanda, hófst með hátíðardagskrá skátafélagsins Fossbúa á sumardaginn fyrsta og hélt svo áfram yfir helgina þar sem henni lauk með 10 ára afmælisveislu Konubókastofu á Eyrarbakka. Vel var staðið að hátíðinni og vil ég þakka öllum sem komu að. Annar vorboði eru úrslitakeppnir í íþróttum, Grýlupottahlaup og vormót hér og þar. Leyfi ég mér að nefna sérstaklega kvennalið Umf. Selfoss í handbolta sem er í úrslitaumspili um úrvalsdeildarsæti en umspilið hefst miðvikudaginn 26.apríl í Set-höllinni á Selfossi. Hvet ég fólk til að mæta og styðja okkar frábæra lið í þeirri keppni. Þá minni ég á stóra plokkdaginn sem verður haldinn 30. apríl nk. Þá geta íbúar fengið glæra plastpoka, gengið um sitt nánasta umhverfi og gert það snyrtilegra. Sveitarfélagið leggur til sérstakar tunnur þar sem íbúar geta losað sig við plastpokana. Nánari upplýsingar má finna á www.arborg.is. Höfundur er formaður bæjarráðs og oddviti Sjálfstæðisflokksins í Árborg. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Bragi Bjarnason Árborg Mest lesið Halldór 16.11.2024 Halldór Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Opið bréf til næsta heilbrigðisráðherra Teitur Guðmundsson Skoðun Aðgangur bannaður Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Einkavæðing súrefnisins Björn Þorláksson Skoðun Á að vera landbúnaður á Íslandi? Ágústa Ágústsdóttir Skoðun Er 0,145% bankaskattur virkilega nóg? Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Miðflokkurinn stendur vörð um bændur Högni Elfar Gylfason Skoðun Dagur íslenskrar tungu 2024: Væntumþykja í 60 ár Eva María Jónsdóttir Skoðun Krónur, evrur og fullveldi Bjarni Benediktsson Skoðun Skoðun Skoðun Dagur íslenskrar tungu 2024: Væntumþykja í 60 ár Eva María Jónsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til næsta heilbrigðisráðherra Teitur Guðmundsson skrifar Skoðun Einkavæðing súrefnisins Björn Þorláksson skrifar Skoðun Aðgangur bannaður Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Á að vera landbúnaður á Íslandi? Ágústa Ágústsdóttir skrifar Skoðun Miðflokkurinn stendur vörð um bændur Högni Elfar Gylfason skrifar Skoðun Fjármál Kópavogsbæjar - hin hliðin Theódóra Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Feður eiga undir högg að sækja í forsjármálum Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Mikill má máttur Viðreisnar og áhrif um alla Evrópu, líka á Pútín, vera Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar Skoðun Frír hádegisverður í boði Friedmans Róbert Björnsson skrifar Skoðun Höldum áfram með íslenskuna og konuna Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Ekki láta kaupa atkvæði þitt Alexandra Briem skrifar Skoðun Afnemum fátæktina Helgi Máni Sigurðsson skrifar Skoðun Krónur, evrur og fullveldi Bjarni Benediktsson skrifar Skoðun Ný ríkisstjórn styrki meistarakerfi löggiltra iðngreina Hópur formanna fag- og meistarafélaga innan SI skrifar Skoðun Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Farsældarlögin snúast ekki um börnin Lúðvík Júlíusson skrifar Skoðun Víðtæk og öflug barátta gegn einmanaleika á Íslandi Guðrún Svava Viðarsdóttir skrifar Skoðun Framsókn í geðheilbrigðismálum Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun 200 þúsund til að búa í fatahengi LOL Derek T. Allen skrifar Skoðun Kennari í verkfalli Hólmfríður Þorgeirsdóttir skrifar Skoðun Við viljum – kröfugerð fólks með fötlun! Unnur Hrefna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir skrifar Skoðun Óæskilegar uppskerur Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Úreltar og óréttmætar hvalveiðar Henry Alexander Henrysson skrifar Skoðun Bætum umhverfið svo öll börn geti blómstrað Kristín Kolbrún Kolbeinsdóttir Waage skrifar Skoðun Neglum niður vextina Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Áhyggjulaust ævikvöld Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Verðbólga í boði Viðreisnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Sjá meira
Ég vil byrja á að þakka íbúum í Árborg fyrir áhuga þeirra á íbúafundinum 12.apríl sl. þegar bæjarstjórn Árborgar ásamt ráðgjafafyrirtækinu KPMG fóru yfir fjárhagsstöðu sveitarfélagsins og markmið næstu ára. Það er nú eitt meginmarkmiða bæjarstjórnar að íbúar séu reglulega upplýstir um málefni sveitarfélagsins okkar og vil ég fylgja því eftir með þessum stutta pistli. Leysum úr vandanum Fulltrúar KPMG lýstu í einföldu máli hvernig fjárhagsstaða sveitarfélagsins hafi tekið skarpa dýfu á fáeinum árum. Þar kom helst fram að aukin skuldsetning og útgjöld í örum íbúavexti hafa sett sveitafélagið í stöðu sem mikilvægt er að bregðast við strax. Verkefnið er erfitt en vel viðráðanlegt enda er Sveitarfélagið Árborg hvorki fyrsta né síðasta sveitarfélagið sem takast þarf á við fjárhagslega endurskipulagningu. Reynsla frá sambærilegum verkefnum og ráðgjöf KPMG nýtist okkur í bæjarstjórn vel. Þá er gott að finna stuðning og skilning íbúa á nauðsyn þess að grípa til ýmissa erfiðra úrræða. Vil ég þakka þeim fjölmörgu sem ég hef átt samtöl við eða fengið skilaboð frá í kjölfar kynningarfundarins. Það er okkur mikilvægt að heyra að íbúar séu umfram allt bjartsýnir og geri sér grein fyrir því að núverandi bæjarstjórn hafi ekki stofnað til þessarar stöðu heldur sé einhuga að leysa úr henni. Raunhæf markmið Sé miðað útfrá forsendum sem við búum við í dag er raunhæft að Árborg verði undir skuldaviðmiði sveitarfélaga strax árið 2028. Öll vinna bæjarstjórnar markast þó af því að ná settum fjárhagslegum markmiðum fyrr. Ég hef fulla trú á að með samstilltu átaki muni það takast enda tækifærin á svæðinu mikil og mörg spennandi verkefni í farvatninu. Við erum að taka saman svör við þeim rúmlega hundrað spurningum sem upp komu á fundinum. Ætlunin er að þau liggi fyrir á heimasíðu Svf. Árborgar fljótlega. Vor í loftinu Það er alltaf ákveðin vorboði þegar bæjarhátíðirnar byrja hver af annarri og nú er „Vori í Árborg“ nýlokið. Dagskrá hátíðarinnar var fjölbreytt að vanda, hófst með hátíðardagskrá skátafélagsins Fossbúa á sumardaginn fyrsta og hélt svo áfram yfir helgina þar sem henni lauk með 10 ára afmælisveislu Konubókastofu á Eyrarbakka. Vel var staðið að hátíðinni og vil ég þakka öllum sem komu að. Annar vorboði eru úrslitakeppnir í íþróttum, Grýlupottahlaup og vormót hér og þar. Leyfi ég mér að nefna sérstaklega kvennalið Umf. Selfoss í handbolta sem er í úrslitaumspili um úrvalsdeildarsæti en umspilið hefst miðvikudaginn 26.apríl í Set-höllinni á Selfossi. Hvet ég fólk til að mæta og styðja okkar frábæra lið í þeirri keppni. Þá minni ég á stóra plokkdaginn sem verður haldinn 30. apríl nk. Þá geta íbúar fengið glæra plastpoka, gengið um sitt nánasta umhverfi og gert það snyrtilegra. Sveitarfélagið leggur til sérstakar tunnur þar sem íbúar geta losað sig við plastpokana. Nánari upplýsingar má finna á www.arborg.is. Höfundur er formaður bæjarráðs og oddviti Sjálfstæðisflokksins í Árborg.
Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun
Skoðun Mikill má máttur Viðreisnar og áhrif um alla Evrópu, líka á Pútín, vera Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar
Skoðun Ný ríkisstjórn styrki meistarakerfi löggiltra iðngreina Hópur formanna fag- og meistarafélaga innan SI skrifar
Skoðun Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir skrifar
Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun