Þú getur hjálpað barni að eignast hjól Linda Hrönn Þórisdóttir skrifar 25. apríl 2023 15:00 Nú er Hjólasöfnun Barnaheilla – Save the Children á Íslandi hafin í tólfta sinn. Viðtökurnar hafa verið góðar og mikill fjöldi hjóla hefur safnast á móttökustöðvum Sorpu á höfuðborgarsvæðinu. Hjólin eru lagfærð af sjálfboðaliðum og þeim svo úthlutað til barna og ungmenna sem að öðrum kosti hafa ekki tök á því að eignast hjól. Eins og gera má ráð fyrir eru hjólin í misgóðu ástandi og meðan það dugar að bæta lofti í dekkin á sumum hjólum þá þarfnast önnur meiri lagfæringar. Í gegnum árin hefur þátttaka sjálfboðaliða í hjólaviðgerðum verið mikilvægur liður í því að geta veitt öllum þeim börnum og ungmennum hjól sem á þeim þurfa að halda en á hverju ári eru þau um 300 talsins. Eins og fram kemur í barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna eiga öll börn sama rétt og þeim skal ekki mismunað á neinn hátt. Auk þess hafa þau rétt á lífsafkomu sem tryggir að líkamlegum, sálrænum, andlegum, siðferðilegum og félagslegum þroska sé náð. Heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna tengjast líkt og Barnasáttmálinn markmiðum Hjólasöfnunarinnar en þar er kveðið meðal annars á um enga fátækt, aukinn jöfnuð, sjálfbæra orku og heilsu og vellíðan. Það er því ljóst að með Hjólasöfnuninni er komið til móts við mörg þau réttindi sem börn og ungmenni eiga. Allir geta lagt sitt af mörkum í Hjólasöfnuninni. Ekki er nauðsynlegt að hafa mikla kunnáttu í hjólaviðgerðum til að taka þátt því sérfræðingar frá Reiðhjólabændum leiðbeina þeim sem bjóða fram krafta sína. Reiðhjólaklúbbar, fyrirtæki og félög hafa í gegnum árin tekið höndum saman og gert við hjól og hefur sá stuðningur verið ómetanlegur fyrir börnin. Frá upphafi hafa margir sjálfboðaliðar stuðlað að því að samtals hafa um 3.500 börn fengið tækifæri til að hjóla um með jafnöldrum sínum. Þannig er stuðlað að réttindum þeirra til þátttöku í tómstundum, leikjum og skemmtunum eins og fram kemur í Barnasáttmálanum. Höfundur er leiðtogi innlendra verkefna hjá Barnaheillum – Save the Children á Íslandi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Ert þú með geðsjúkdóm? Mjög líklega... Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun „Hvenær var þetta samtal við þjóðina tekið?“ spurði garðyrkjubóndinn Halla Hrund Logadóttir Skoðun Geðheilbrigðiskerfi án sálfræðinga, hvernig hljómar það? María Mjöll Björnsdóttir Skoðun Þeir sem þurfa ekki að takast á við afleiðingar gjörða sinna Davíð Már Sigurðsson Skoðun Fær ESB Ísland í jólagjöf? Stefán Vagn Stefánsson Skoðun Náttúruspjöll í sveitarfélagi ársins Kjartan H. Ágústsson Skoðun Tapast hafa sveitarstjórnarmenn af öllu landinu Sigurður Freyr Sigurðarson Skoðun Kjósum Rósu á þing Linda Baldvinsdóttir Skoðun Frekar vandræðalegt Ólafur Hauksson Skoðun Kópavogur lækkar skatta á íbúa Orri Hlöðversson,Gunnar Sær Ragnarsson Skoðun Skoðun Skoðun Betra heilbrigðiskerfi fyrir konur Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun KVISS BANG! - mætti lausnin sem bjargaði Svíum nýtast okkur ? Jakob Frímann Magnússon skrifar Skoðun Kennaramenntun án afkomuótta: Lykill að sterkari samfélögum Kristín Dýrfjörð skrifar Skoðun Náttúruminjasafn Íslands – klárum verkefnið Hilmar J. Malmquist skrifar Skoðun Inngilding erlends starfsfólks á íslenskum vinnumarkaði Ingunn Björk Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Að eta útsæði Sigríiður Á. Andersen skrifar Skoðun Kjósum kratana í þágu dýravelferðar Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Þegar dýrt verður allt í einu of dýrt Trausti Hjálmarsson skrifar Skoðun Frelsi alla leið – dánaraðstoð Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Kjósum velferð dýra Þórunn Sveinbjarnardóttir skrifar Skoðun Líf í skugga flugvallar – upplifun íbúa Haukur Magnússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift skrifar Skoðun Stafrænn heimur og gervigreind til framtíðar Þormóður Logi Björnsson skrifar Skoðun Netöryggi og friðhelgi einkalífs – grundvallarréttur allra Grímur Grímsson,Eva Pandora Baldursdóttir skrifar Skoðun Þetta er víst einkavæðing! Engilbert Guðmundsson skrifar Skoðun Tapast hafa sveitarstjórnarmenn af öllu landinu Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar Skoðun Ábyrg umræða óskast um vinnumarkaðslíkanið Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Næring – hlutverk næringarfræðinga Edda Ýr Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Bætum samskipti ríkis og sveitarfélaga Eiríkur Björn Björgvinsson skrifar Skoðun Kópavogur lækkar skatta á íbúa Orri Hlöðversson,Gunnar Sær Ragnarsson skrifar Skoðun Alþingi kemur Kvikmyndasjóði til bjargar Hópur kvikmyndagerðarfólks skrifar Skoðun Skóli fyrir alla Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Áfram strákar! Heiðbrá Ólafsdóttir skrifar Skoðun Nú er vika fjögur að hefjast í verkfallsaðgerðum KÍ og enn virðast engar lausnir í sjónmáli! Hafdís Einarsdóttir skrifar Skoðun Umhverfismál: „Hvað get ég gert?“ Einar Bárðarson skrifar Skoðun Tölfræðileg líkindi og merkingarleg tengsl – Frá mynstrum til skilnings Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Náttúruspjöll í sveitarfélagi ársins Kjartan H. Ágústsson skrifar Skoðun Frekar vandræðalegt Ólafur Hauksson skrifar Skoðun Fjölskylduhúsið Jón Páll Haraldsson skrifar Skoðun Fær ESB Ísland í jólagjöf? Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Þöglar raddir Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Sjá meira
Nú er Hjólasöfnun Barnaheilla – Save the Children á Íslandi hafin í tólfta sinn. Viðtökurnar hafa verið góðar og mikill fjöldi hjóla hefur safnast á móttökustöðvum Sorpu á höfuðborgarsvæðinu. Hjólin eru lagfærð af sjálfboðaliðum og þeim svo úthlutað til barna og ungmenna sem að öðrum kosti hafa ekki tök á því að eignast hjól. Eins og gera má ráð fyrir eru hjólin í misgóðu ástandi og meðan það dugar að bæta lofti í dekkin á sumum hjólum þá þarfnast önnur meiri lagfæringar. Í gegnum árin hefur þátttaka sjálfboðaliða í hjólaviðgerðum verið mikilvægur liður í því að geta veitt öllum þeim börnum og ungmennum hjól sem á þeim þurfa að halda en á hverju ári eru þau um 300 talsins. Eins og fram kemur í barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna eiga öll börn sama rétt og þeim skal ekki mismunað á neinn hátt. Auk þess hafa þau rétt á lífsafkomu sem tryggir að líkamlegum, sálrænum, andlegum, siðferðilegum og félagslegum þroska sé náð. Heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna tengjast líkt og Barnasáttmálinn markmiðum Hjólasöfnunarinnar en þar er kveðið meðal annars á um enga fátækt, aukinn jöfnuð, sjálfbæra orku og heilsu og vellíðan. Það er því ljóst að með Hjólasöfnuninni er komið til móts við mörg þau réttindi sem börn og ungmenni eiga. Allir geta lagt sitt af mörkum í Hjólasöfnuninni. Ekki er nauðsynlegt að hafa mikla kunnáttu í hjólaviðgerðum til að taka þátt því sérfræðingar frá Reiðhjólabændum leiðbeina þeim sem bjóða fram krafta sína. Reiðhjólaklúbbar, fyrirtæki og félög hafa í gegnum árin tekið höndum saman og gert við hjól og hefur sá stuðningur verið ómetanlegur fyrir börnin. Frá upphafi hafa margir sjálfboðaliðar stuðlað að því að samtals hafa um 3.500 börn fengið tækifæri til að hjóla um með jafnöldrum sínum. Þannig er stuðlað að réttindum þeirra til þátttöku í tómstundum, leikjum og skemmtunum eins og fram kemur í Barnasáttmálanum. Höfundur er leiðtogi innlendra verkefna hjá Barnaheillum – Save the Children á Íslandi.
Skoðun Inngilding erlends starfsfólks á íslenskum vinnumarkaði Ingunn Björk Vilhjálmsdóttir skrifar
Skoðun Líf í skugga flugvallar – upplifun íbúa Haukur Magnússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift skrifar
Skoðun Netöryggi og friðhelgi einkalífs – grundvallarréttur allra Grímur Grímsson,Eva Pandora Baldursdóttir skrifar
Skoðun Nú er vika fjögur að hefjast í verkfallsaðgerðum KÍ og enn virðast engar lausnir í sjónmáli! Hafdís Einarsdóttir skrifar
Skoðun Tölfræðileg líkindi og merkingarleg tengsl – Frá mynstrum til skilnings Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar