„Að þurfa að harka fyrir sínu sem íþróttakona er orðið vel þreytt“ Rakel Sveinsdóttir skrifar 22. apríl 2023 10:00 Kristín Sverrisdóttir, verksmiðjustjóri hjá Össur og ráðstefnustýra UAK hefur vanið sig á mjög jákvæða morgunrútínu sem tryggir að hún fer á sínum eigin forsendum inn í daginn. Kristínu finnst sorglegt að horfa upp á það hvar fótbolti stendur þegar kemur að kynjajafnrétti en fótbolti hefur skipað stóran sess í hennar lífi. Vísir/Steingrímur Dúi Kristín Sverrisdóttir verkstjóri í framleiðsludeild hjá Össur og ráðstefnustýra UAK (Ungra athafnakvenna) hefur frá Covid hafið daginn á hugmyndafræði sem hún lærði úr bókinni Miracle Morning. Kristín hefur líka vanið sig á að vera með slökkt á öppum í símanum sínum fyrir klukkan átta á morgnana. Í kaffispjalli um helgar er rætt við fólk í ólíkum störfum. Við spyrjum alltaf um það hvenær fólk vaknar á morgnana, hvað er það fyrsta sem það gerir þá og hvenær fer fólk að sofa. Við spyrjum líka um skipulagið og helstu verkefnin í vinnunni. Hvenær vaknar þú á morgnana? „Ég hef vekjaraklukkuna almennt stillta á klukkan sjö. Eins illa og mér líkar við að tala um að reyna að gera hluti þá á það því miður við þegar kemur að því að rífa mig strax á fætur því það gengur ekki alveg alltaf eins og plön höfðu staðið til um. En mér líður best þegar ég vakna á sama tíma og fer beint á lappir.“ Hvað er það fyrsta sem þú gerir á morgnana? „Morgnarnir eru misjafnir og kemur það oft fyrir að það eina sem kemst að áður en til vinnu er haldið er einfaldlega það sem nauðsynlega þarf að gera. En þegar vel liggur á mér þá finnst mér best að byrja daginn á morgunrútínu sem ég innleiddi í mitt líf í covid þegar heimavinnan var við völd. Þá kynntist ég hugmyndafræðinni úr bókinni Miracle Morning eftir Hal Elrod. Ég hef ekki verið morgunmanneskja í gegnum tíðina og þetta concept hljómaði of gott til að vera satt, þar sem það innihélt nánast alla þá hluti sem mig hafði langað að gera reglulega en aldrei gefið tíma eða rými. Svo komst ég að því að hafa fasta morgunrútínu nánast bjargaði geðheilsunni á covid tímabilinu og nota ég hana enn þegar ég næ að viðhalda þokkalegri rútínu. Hún inniheldur stutta hugleiðslu, lestur, skrif/skipulag og liðkun eða einhvers konar hreyfiteygjur / yoga. Hugmyndin hjá mér er að morgunrútínan fari fram áður en áreiti dagsins hefst, en ég hef símann þannig stilltan að öll forrit að nokkrum undanskildum eru læst fyrir klukkan átta, í þeim tilgangi að eiga þann tíma fyrir sjálfa mig og hefja daginn á eigin forsendum.“ Er einhver karakter úr íslenskum sjónvarpsþáttum eða bíómynd sem þú samsvarar þig sérstaklega við? „Þessi spurning er ekki sú hentugasta fyrir konu sem horfir varla á sjónvarp. En einn karakter sem kom upp í hugann er Regína úr samnefndri kvikmynd sem var sýnd á RÚV í línulegri dagskrá seinustu jól. Þó sjaldgæft sé þá horfði ég á hana alla í gegn en hún vakti upp einhvers konar góða tilfinningu úr æsku. Ég var 9 ára þegar hún kom út og hef eflaust farið á hana í bíó og horft svo margoft á hana, en ætli ég geti ekki verið álíka mikill grallari og Regína þegar ég tek mig til. Hún fær fólk með sér í skemmtilegt rugl og svo er lífið hennar fullt af gleði í gegnum söng, það hlýtur að vera líf sem við öll viljum lifa? Annars horfði ég á fyrsta þáttinn af Aftureldingu um daginn og viðurkenni að ég tengdi líklega við alla kvenkyns handbolta leikmennina þar. Að þurfa að harka fyrir sínu sem íþróttakona er orðið vel þreytt og mun landslagið innan karllægra íþróttahreyfinga vonandi breytast til hins betra í náinni framtíð. Fótbolti hefur skipað stóran sess í mínu lífi og mér finnst sorglegt að horfa upp á það hvar við stöndum enn þann dag í dag þegar snýr að kynjajafnrétti.“ Þótt Kristín verji stórum hluta tíma sínum í starfinu hjá Össur hefur undirbúningur að UAK ráðstefnunni í Hörpu í dag átt hug hennar að miklu leyti allt þetta ár. Yfirskrift ráðstefnunnar í ár er Jafnrétti á okkar lífsleið, en samkvæmt nýjum niðurstöðum Sameinuðu þjóðanna mun jafnrétti ekki nást fyrr en eftir 300 ár verði ekki meira gert.Vísir/Steingrímur Dúi Í hvaða verkefni ertu að vinna helst í þessa dagana? Ráðstefna UAK (Ungra athafnakvenna) sem haldin er í dag í Norðurljósasal í Hörpu hefur að mestu átt hug minn það sem af er á þessu ári. Yfirskrift ráðstefnunnar er Jafnrétti á okkar lífsleið og er meginmarkmið ráðstefnunnar að vekja athygli á alvarlegri afturför í jafnréttismálum samkvæmt nýrri skýrslu Sameinuðu þjóðanna. Á ráðstefnunni koma fram framúrskarandi fyrirlesarar sem munu velta því upp hvaða aðgerðir við ein einstaklingar og samfélag þurfum að ráðast í til umbóta í jafnréttismálum. UAK er félag sem vill leggja sitt á vogarskálarnar til að stuðla að auknu jafnrétti í íslensku samfélagi. Valdefling ungra kvenna í gegnum fræðslu og tengslamyndun er þar höfð í fyrirrúmi. Stórum hluta af mínum tíma ver ég á Grjóthálsinum þar sem ég starfa sem verkstjóri í framleiðsludeild hjá Össur. Deildin fer stækkandi í takt við aukna sölu á vörum fyrirtækisins og því fylgja ýmiss konar vaxtaverkir. En helstu verkefni snúast að því að framleiðslan gangi áfallalaust fyrir sig þar sem öryggi er efst á baugi, þar á eftir starfsánægja, framleiðsluafköst og þar fram eftir götunum. Boltarnir eru margir en það er líka gefandi að vinna í svo lifandi umhverfi þar sem engir tveir dagar eru eins.“ Hvernig skipuleggur þú þig í vinnu? „Ég nota að mestu Microsoft lausnirnar, Outlook og To Do. Dagatalið mætti flokka sem minn besta vin sem ég get almennt reitt mig á, því ég mun líklega gleyma því sem á að fara fram ef ég er ekki með það skráð sem fundarboð eða áminningu. Sama á við um persónulega lífið, en vinir mínir gera óspart grín að mínum óskum að skipulagi fram í tímann en það eru ekki allir sem tengja við þessa nálgun. Í vinnu þá geri ég heiðarlegar tilraunir af og til að notast við skriflegt skipulag en það varir almennt stutt á það til að enda í of mörgum post-it miðum – svo mér finnst fínt að hafa þetta einfalt og að mestu aðgengilegt bæði á tölvunni og símanum með þessum tveimur forritum.“ Hvenær ferðu að sofa á kvöldin? „Ef ég næ að sofna fyrir miðnætti þá er sigurinn unninn. Ég fór almennt of seint að sofa þegar ég var í háskólanámi þar sem ég er einkar lúnkin við að gera hlutina á síðustu stundu og finnst þægilegt að vera vakandi þegar aðrir sofa. En þar sem ég hef fundið hversu mikið þægilegra mér finnst að hefja daginn fyrir sjálfa mig en ekki af því að ég þarf að drífa mig að vera mætt eitthvert á vissum tíma þá reyni ég að vera þeim megin við miðnættið til að detta ekki í gamla farið.“ Kaffispjallið Tengdar fréttir „Sítt að aftan“ tískan kom út eins og hann hefði sofið með rúllur Jón Jósafat Björnsson, framkvæmdastjóri Dale Carnegie, er einn þeirra sem á það til að sofa fyrir framan sjónvarpið á kvöldin, áður en hann síðan fer inn að sofa um klukkan ellefu. Jón fer yfir dagskrá dagsins í baði á morgnana. 15. apríl 2023 10:01 Spilasjúkar mæðgur sem byrja daginn á spili og spjalli Það ber ekki öllum saman um það hvenær Tótla I. Sæmundsdóttir, fræðslustýra Samtakanna 78 vaknar á morgnana. Sjálf segist hún vakna klukkan sex en dæturnar eru því alls ekki sammála. Tótla segist hrærast í skipulögðu kaósi, með góða yfirsýn yfir skipulagið sem þó enginn annar gæti gengið inn í. 8. apríl 2023 10:02 Getur verið fyndið að lesa tölvupósta frá sjálfum sér á morgnana Björn Brynjúlfur Björnsson, stofnandi og framkvæmdastjóri Moodup og Frama, segir það geta verið fyndið að opna tölvupósta frá sjálfum sér á morgnana og átta sig á því að góða hugmyndin sem hann sendi sjálfum sér til minnis kvöldinu áður er kannski ekkert eins góð þegar hann vaknar. 1. apríl 2023 10:01 Vaknar við syngjandi uglu klukkan sex á morgnana Fyrir um tveimur mánuðum breyttist morgunrútína Þóreyjar Einarsdóttur, aðstoðarframkvæmdastjóra Vísindagarða HÍ, all hressilega því þá lærði yngsta dóttirin á klukku og finnst tilvalið að stilla hana á hringingu klukkan sex á morgnana. 25. mars 2023 10:00 Merkilegur andskoti hvað klukkan verður fljótt fimm Þorvaldur Bjarni Þorvaldsson sviðstjóri tónlistarsviðs Menningarfélags Akureyrar, framkvæmdastjóri Sinfonia Nord/Sinfóníuhljómsveitar Norðurlands, tónskáld og gítarleikari leggur mikinn metnað í matargerð svo ekki sé meira sagt. Þar dugir ekkert minna en tveggja til þriggja tíma matargerð, allt gert frá grunni. 18. mars 2023 10:00 Mest lesið „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ Viðskipti innlent Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Viðskipti erlent KS við það að kaupa B. Jensen Viðskipti innlent Eini sjö sæta rafbíllinn í sínum verðflokki Samstarf Skerðingum að hluta frestað þökk sé hlýindum Viðskipti innlent Sólrún, Brynjar og Aníta til Reita Viðskipti innlent Kynna nýja samheitaorðbók sem samin er með hjálp gervigreindar Viðskipti innlent Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Viðskipti innlent Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Viðskipti innlent Níu varðhundar neytenda sameinast á einum vef Neytendur Fleiri fréttir „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Að byggja upp vinnustað sem hræðist ekki breytingar Stærðin skiptir ekki máli Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Allt í steik: Samtalið við yfirmanninn „Okkur langar til að búa til nýja tegund af bjórmenningu“ „Eitthvað við kvöldin og nóttina sem ég heillast af“ Dýrara að gera ekkert: „Erum öll að pissa í sömu laugina“ Úrelt kerfi: „Síðan kom bara einhver bíll og tæmdi allt“ Sorp: Fólk að hoppa niður plastið í tunnunum til að þjappa því „Ekkert ósvipaður leikur og menn léku í bönkunum fyrir bankahrun“ „Fyrsta verk er án gríns að fá mér lýsi og tékka á Vísi“ Kosningaspenna á vinnustöðum og rifrildi um pólitík Sif Jakobs: „Ekta demantar eru nú einfaldlega ræktaðir“ „Hörðustu samningaviðræðurnar voru við yngsta fólkið Eitraður starfsmaður og góð ráð „Enginn kvartað yfir því þegar ég hef skúrað“ Ekki trompast við fólk í vinnu eða á fundum „Síðan kemur í ljós að við erum í gjörólíkum störfum“ „Opinberi geirinn er að breytast og þar þarf mikinn fjölda verkefnastjóra“ B-týpa sem vill verða A en þarf tíma til að „morgna sig“ Fólki á helst að líða betur eftir vinnudaginn en þegar það mætti Slökkt á asanum: „Hljómar kannski auðveldlega en er það ekki“ Konurnar ofþreyttar en karlmenn vilja meiri frið til að vinna „Allir alltaf að segja að hann sé svo mjúkur“ „Frekar kvöldsvæfur heldur en morgunfúll“ Atvinnumissir: „Það var rosa skrýtið að lenda í þessu“ „En það hefur líka margt fallegt komið út úr þessu“ Sjá meira
Í kaffispjalli um helgar er rætt við fólk í ólíkum störfum. Við spyrjum alltaf um það hvenær fólk vaknar á morgnana, hvað er það fyrsta sem það gerir þá og hvenær fer fólk að sofa. Við spyrjum líka um skipulagið og helstu verkefnin í vinnunni. Hvenær vaknar þú á morgnana? „Ég hef vekjaraklukkuna almennt stillta á klukkan sjö. Eins illa og mér líkar við að tala um að reyna að gera hluti þá á það því miður við þegar kemur að því að rífa mig strax á fætur því það gengur ekki alveg alltaf eins og plön höfðu staðið til um. En mér líður best þegar ég vakna á sama tíma og fer beint á lappir.“ Hvað er það fyrsta sem þú gerir á morgnana? „Morgnarnir eru misjafnir og kemur það oft fyrir að það eina sem kemst að áður en til vinnu er haldið er einfaldlega það sem nauðsynlega þarf að gera. En þegar vel liggur á mér þá finnst mér best að byrja daginn á morgunrútínu sem ég innleiddi í mitt líf í covid þegar heimavinnan var við völd. Þá kynntist ég hugmyndafræðinni úr bókinni Miracle Morning eftir Hal Elrod. Ég hef ekki verið morgunmanneskja í gegnum tíðina og þetta concept hljómaði of gott til að vera satt, þar sem það innihélt nánast alla þá hluti sem mig hafði langað að gera reglulega en aldrei gefið tíma eða rými. Svo komst ég að því að hafa fasta morgunrútínu nánast bjargaði geðheilsunni á covid tímabilinu og nota ég hana enn þegar ég næ að viðhalda þokkalegri rútínu. Hún inniheldur stutta hugleiðslu, lestur, skrif/skipulag og liðkun eða einhvers konar hreyfiteygjur / yoga. Hugmyndin hjá mér er að morgunrútínan fari fram áður en áreiti dagsins hefst, en ég hef símann þannig stilltan að öll forrit að nokkrum undanskildum eru læst fyrir klukkan átta, í þeim tilgangi að eiga þann tíma fyrir sjálfa mig og hefja daginn á eigin forsendum.“ Er einhver karakter úr íslenskum sjónvarpsþáttum eða bíómynd sem þú samsvarar þig sérstaklega við? „Þessi spurning er ekki sú hentugasta fyrir konu sem horfir varla á sjónvarp. En einn karakter sem kom upp í hugann er Regína úr samnefndri kvikmynd sem var sýnd á RÚV í línulegri dagskrá seinustu jól. Þó sjaldgæft sé þá horfði ég á hana alla í gegn en hún vakti upp einhvers konar góða tilfinningu úr æsku. Ég var 9 ára þegar hún kom út og hef eflaust farið á hana í bíó og horft svo margoft á hana, en ætli ég geti ekki verið álíka mikill grallari og Regína þegar ég tek mig til. Hún fær fólk með sér í skemmtilegt rugl og svo er lífið hennar fullt af gleði í gegnum söng, það hlýtur að vera líf sem við öll viljum lifa? Annars horfði ég á fyrsta þáttinn af Aftureldingu um daginn og viðurkenni að ég tengdi líklega við alla kvenkyns handbolta leikmennina þar. Að þurfa að harka fyrir sínu sem íþróttakona er orðið vel þreytt og mun landslagið innan karllægra íþróttahreyfinga vonandi breytast til hins betra í náinni framtíð. Fótbolti hefur skipað stóran sess í mínu lífi og mér finnst sorglegt að horfa upp á það hvar við stöndum enn þann dag í dag þegar snýr að kynjajafnrétti.“ Þótt Kristín verji stórum hluta tíma sínum í starfinu hjá Össur hefur undirbúningur að UAK ráðstefnunni í Hörpu í dag átt hug hennar að miklu leyti allt þetta ár. Yfirskrift ráðstefnunnar í ár er Jafnrétti á okkar lífsleið, en samkvæmt nýjum niðurstöðum Sameinuðu þjóðanna mun jafnrétti ekki nást fyrr en eftir 300 ár verði ekki meira gert.Vísir/Steingrímur Dúi Í hvaða verkefni ertu að vinna helst í þessa dagana? Ráðstefna UAK (Ungra athafnakvenna) sem haldin er í dag í Norðurljósasal í Hörpu hefur að mestu átt hug minn það sem af er á þessu ári. Yfirskrift ráðstefnunnar er Jafnrétti á okkar lífsleið og er meginmarkmið ráðstefnunnar að vekja athygli á alvarlegri afturför í jafnréttismálum samkvæmt nýrri skýrslu Sameinuðu þjóðanna. Á ráðstefnunni koma fram framúrskarandi fyrirlesarar sem munu velta því upp hvaða aðgerðir við ein einstaklingar og samfélag þurfum að ráðast í til umbóta í jafnréttismálum. UAK er félag sem vill leggja sitt á vogarskálarnar til að stuðla að auknu jafnrétti í íslensku samfélagi. Valdefling ungra kvenna í gegnum fræðslu og tengslamyndun er þar höfð í fyrirrúmi. Stórum hluta af mínum tíma ver ég á Grjóthálsinum þar sem ég starfa sem verkstjóri í framleiðsludeild hjá Össur. Deildin fer stækkandi í takt við aukna sölu á vörum fyrirtækisins og því fylgja ýmiss konar vaxtaverkir. En helstu verkefni snúast að því að framleiðslan gangi áfallalaust fyrir sig þar sem öryggi er efst á baugi, þar á eftir starfsánægja, framleiðsluafköst og þar fram eftir götunum. Boltarnir eru margir en það er líka gefandi að vinna í svo lifandi umhverfi þar sem engir tveir dagar eru eins.“ Hvernig skipuleggur þú þig í vinnu? „Ég nota að mestu Microsoft lausnirnar, Outlook og To Do. Dagatalið mætti flokka sem minn besta vin sem ég get almennt reitt mig á, því ég mun líklega gleyma því sem á að fara fram ef ég er ekki með það skráð sem fundarboð eða áminningu. Sama á við um persónulega lífið, en vinir mínir gera óspart grín að mínum óskum að skipulagi fram í tímann en það eru ekki allir sem tengja við þessa nálgun. Í vinnu þá geri ég heiðarlegar tilraunir af og til að notast við skriflegt skipulag en það varir almennt stutt á það til að enda í of mörgum post-it miðum – svo mér finnst fínt að hafa þetta einfalt og að mestu aðgengilegt bæði á tölvunni og símanum með þessum tveimur forritum.“ Hvenær ferðu að sofa á kvöldin? „Ef ég næ að sofna fyrir miðnætti þá er sigurinn unninn. Ég fór almennt of seint að sofa þegar ég var í háskólanámi þar sem ég er einkar lúnkin við að gera hlutina á síðustu stundu og finnst þægilegt að vera vakandi þegar aðrir sofa. En þar sem ég hef fundið hversu mikið þægilegra mér finnst að hefja daginn fyrir sjálfa mig en ekki af því að ég þarf að drífa mig að vera mætt eitthvert á vissum tíma þá reyni ég að vera þeim megin við miðnættið til að detta ekki í gamla farið.“
Kaffispjallið Tengdar fréttir „Sítt að aftan“ tískan kom út eins og hann hefði sofið með rúllur Jón Jósafat Björnsson, framkvæmdastjóri Dale Carnegie, er einn þeirra sem á það til að sofa fyrir framan sjónvarpið á kvöldin, áður en hann síðan fer inn að sofa um klukkan ellefu. Jón fer yfir dagskrá dagsins í baði á morgnana. 15. apríl 2023 10:01 Spilasjúkar mæðgur sem byrja daginn á spili og spjalli Það ber ekki öllum saman um það hvenær Tótla I. Sæmundsdóttir, fræðslustýra Samtakanna 78 vaknar á morgnana. Sjálf segist hún vakna klukkan sex en dæturnar eru því alls ekki sammála. Tótla segist hrærast í skipulögðu kaósi, með góða yfirsýn yfir skipulagið sem þó enginn annar gæti gengið inn í. 8. apríl 2023 10:02 Getur verið fyndið að lesa tölvupósta frá sjálfum sér á morgnana Björn Brynjúlfur Björnsson, stofnandi og framkvæmdastjóri Moodup og Frama, segir það geta verið fyndið að opna tölvupósta frá sjálfum sér á morgnana og átta sig á því að góða hugmyndin sem hann sendi sjálfum sér til minnis kvöldinu áður er kannski ekkert eins góð þegar hann vaknar. 1. apríl 2023 10:01 Vaknar við syngjandi uglu klukkan sex á morgnana Fyrir um tveimur mánuðum breyttist morgunrútína Þóreyjar Einarsdóttur, aðstoðarframkvæmdastjóra Vísindagarða HÍ, all hressilega því þá lærði yngsta dóttirin á klukku og finnst tilvalið að stilla hana á hringingu klukkan sex á morgnana. 25. mars 2023 10:00 Merkilegur andskoti hvað klukkan verður fljótt fimm Þorvaldur Bjarni Þorvaldsson sviðstjóri tónlistarsviðs Menningarfélags Akureyrar, framkvæmdastjóri Sinfonia Nord/Sinfóníuhljómsveitar Norðurlands, tónskáld og gítarleikari leggur mikinn metnað í matargerð svo ekki sé meira sagt. Þar dugir ekkert minna en tveggja til þriggja tíma matargerð, allt gert frá grunni. 18. mars 2023 10:00 Mest lesið „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ Viðskipti innlent Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Viðskipti erlent KS við það að kaupa B. Jensen Viðskipti innlent Eini sjö sæta rafbíllinn í sínum verðflokki Samstarf Skerðingum að hluta frestað þökk sé hlýindum Viðskipti innlent Sólrún, Brynjar og Aníta til Reita Viðskipti innlent Kynna nýja samheitaorðbók sem samin er með hjálp gervigreindar Viðskipti innlent Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Viðskipti innlent Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Viðskipti innlent Níu varðhundar neytenda sameinast á einum vef Neytendur Fleiri fréttir „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Að byggja upp vinnustað sem hræðist ekki breytingar Stærðin skiptir ekki máli Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Allt í steik: Samtalið við yfirmanninn „Okkur langar til að búa til nýja tegund af bjórmenningu“ „Eitthvað við kvöldin og nóttina sem ég heillast af“ Dýrara að gera ekkert: „Erum öll að pissa í sömu laugina“ Úrelt kerfi: „Síðan kom bara einhver bíll og tæmdi allt“ Sorp: Fólk að hoppa niður plastið í tunnunum til að þjappa því „Ekkert ósvipaður leikur og menn léku í bönkunum fyrir bankahrun“ „Fyrsta verk er án gríns að fá mér lýsi og tékka á Vísi“ Kosningaspenna á vinnustöðum og rifrildi um pólitík Sif Jakobs: „Ekta demantar eru nú einfaldlega ræktaðir“ „Hörðustu samningaviðræðurnar voru við yngsta fólkið Eitraður starfsmaður og góð ráð „Enginn kvartað yfir því þegar ég hef skúrað“ Ekki trompast við fólk í vinnu eða á fundum „Síðan kemur í ljós að við erum í gjörólíkum störfum“ „Opinberi geirinn er að breytast og þar þarf mikinn fjölda verkefnastjóra“ B-týpa sem vill verða A en þarf tíma til að „morgna sig“ Fólki á helst að líða betur eftir vinnudaginn en þegar það mætti Slökkt á asanum: „Hljómar kannski auðveldlega en er það ekki“ Konurnar ofþreyttar en karlmenn vilja meiri frið til að vinna „Allir alltaf að segja að hann sé svo mjúkur“ „Frekar kvöldsvæfur heldur en morgunfúll“ Atvinnumissir: „Það var rosa skrýtið að lenda í þessu“ „En það hefur líka margt fallegt komið út úr þessu“ Sjá meira
„Sítt að aftan“ tískan kom út eins og hann hefði sofið með rúllur Jón Jósafat Björnsson, framkvæmdastjóri Dale Carnegie, er einn þeirra sem á það til að sofa fyrir framan sjónvarpið á kvöldin, áður en hann síðan fer inn að sofa um klukkan ellefu. Jón fer yfir dagskrá dagsins í baði á morgnana. 15. apríl 2023 10:01
Spilasjúkar mæðgur sem byrja daginn á spili og spjalli Það ber ekki öllum saman um það hvenær Tótla I. Sæmundsdóttir, fræðslustýra Samtakanna 78 vaknar á morgnana. Sjálf segist hún vakna klukkan sex en dæturnar eru því alls ekki sammála. Tótla segist hrærast í skipulögðu kaósi, með góða yfirsýn yfir skipulagið sem þó enginn annar gæti gengið inn í. 8. apríl 2023 10:02
Getur verið fyndið að lesa tölvupósta frá sjálfum sér á morgnana Björn Brynjúlfur Björnsson, stofnandi og framkvæmdastjóri Moodup og Frama, segir það geta verið fyndið að opna tölvupósta frá sjálfum sér á morgnana og átta sig á því að góða hugmyndin sem hann sendi sjálfum sér til minnis kvöldinu áður er kannski ekkert eins góð þegar hann vaknar. 1. apríl 2023 10:01
Vaknar við syngjandi uglu klukkan sex á morgnana Fyrir um tveimur mánuðum breyttist morgunrútína Þóreyjar Einarsdóttur, aðstoðarframkvæmdastjóra Vísindagarða HÍ, all hressilega því þá lærði yngsta dóttirin á klukku og finnst tilvalið að stilla hana á hringingu klukkan sex á morgnana. 25. mars 2023 10:00
Merkilegur andskoti hvað klukkan verður fljótt fimm Þorvaldur Bjarni Þorvaldsson sviðstjóri tónlistarsviðs Menningarfélags Akureyrar, framkvæmdastjóri Sinfonia Nord/Sinfóníuhljómsveitar Norðurlands, tónskáld og gítarleikari leggur mikinn metnað í matargerð svo ekki sé meira sagt. Þar dugir ekkert minna en tveggja til þriggja tíma matargerð, allt gert frá grunni. 18. mars 2023 10:00