Ógnvænlegar fréttir en koma ekki á óvart Ólafur Björn Sverrisson skrifar 20. apríl 2023 16:06 Þórdís Kolbrún leggur áherslu á að Íslendingar verði verðugir bandamenn í NATO í ljósi tíðinda af njósnum rússneskra skipa á norrænu hafsvæði. vísir/vilhelm „Þetta eru augljóslega ógnvænlegar fréttir, en koma ekki sérstaklega á óvart,“ segir Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir utanríkisráðherra innt eftir viðbrögðum við fréttaflutningi norrænna miðla af hernaðaráætlun Rússa á Norðurlöndum. Í heimildaröðinni Skuggastríð sem unnin var af fréttamönnum miðlanna DR, NRK, SVT og Yle er greint frá því að rússneski herinn hafi undanfarið kortlagt vindmyllugarða á sjó, gasleiðslur og sæstrengi á norðurslóðum. Áætlunin er sögð þáttur í undirbúningi Rússa ef til átaka kæmi við Vesturlönd. Greint hefur verið frá því að rússnesk skip hafi kortlagt og ógnað íslenskum sæstreng. Óvissutímar Þórdís Kolbrún segir að eftirlit hafi verið aukið vegna málsins. „Við vitum að þessir kaplar eru mjög krítískir innviðir. En það er mjög mikilvægt að hafa í huga að í Norðursjó er um að ræða kapla sem ekki bara flytja gögn heldur orku, gas og fleira. Þannig það er ákveðinn stigsmunur í því. Það er ástæða fyrir auknu kafbátaeftirliti, allt er það gert til að bæta okkar stöðu vegna hættunnar,“ segir Þórdís Kolbrún í samtali við fréttastofu. Frá stjórnstöð Landhelgisgæslunnar. Gæslan telur sig hafa öruggar heimildir fyrir því að rússnesk skip hafi kortlagt sæstrengi landsins. Landhelgisgæslan Í umfjöllun norrænu miðlana er fjallað um möguleg skemmdarverk ýmsum innviðum. Þórdís Kolbrún segir að gögnin sem fram hafi komið veki upp ýmsar spurningar. „Við lifum á óvissutímum og þetta eru ekki góðar fréttir. En ég vil ítreka að það er ekki þannig að við séum í meiri hættu en Norðurlöndin en við erum heldur ekki ónæm fyrir því sem er að gerast. Þess vegna viljum við líka vinna þéttar með okkar samstarfsríkjum, sérstaklega Bandaríkjunum, á grundvelli okkar tvíhliða varnarsamnings.“ Hún segir áherslu lagða á að Íslendingar verði verðugir bandamenn í Atlantshafsbandalaginu. Því fylgi einnig aukinn fælingarmáttur. Landhelgisgæslan Utanríkismál NATO Rússland Norðurslóðir Hernaður Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Öryggis- og varnarmál Sæstrengir Tengdar fréttir Forsætisráðherra segir komu kafbáta í samræmi við skuldbindingar Íslands Forsætisráðherra segir þjónustu við kjarnorkuknúna kafbáta hér við land samræmast skuldbindingum Íslands innan Atlantshafsbandalagsins þar sem eftirlit með kafbátum hafi farið fram á Íslandi. Hún og utanríkisráðherra undristrika að þeir kafbátar sem koma í íslenska lögsögu verði ekki búnir kjarnorkuvopnum í samræmi við þjóðaröryggisstefnu Íslands. 18. apríl 2023 19:30 Íslendingar auka framlög sín til öryggis- og varnarmála Fjárhagslegur stuðningur Íslands við Úkraínu í fyrra og á þessu ári er um 4,5 milljarðar króna. Ísland er að auka framlög sín almennt til öryggis- og varnarmála eins og önnur ríki Atlantshafsbandalagsins. Bandalagið hefur áhyggjur af auknu samstarfi Rússa og Kínverja og umsvifum Kína á Kyrrahafi. 5. apríl 2023 19:31 Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Brenna líkin á nóttunni Innlent Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Innlent Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Innlent Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Innlent Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Innlent Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Innlent Sprengdu upp leynilega kjarnorkuvopnarannsóknarstöð í Íran Erlent Fleiri fréttir Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Sjá meira
Í heimildaröðinni Skuggastríð sem unnin var af fréttamönnum miðlanna DR, NRK, SVT og Yle er greint frá því að rússneski herinn hafi undanfarið kortlagt vindmyllugarða á sjó, gasleiðslur og sæstrengi á norðurslóðum. Áætlunin er sögð þáttur í undirbúningi Rússa ef til átaka kæmi við Vesturlönd. Greint hefur verið frá því að rússnesk skip hafi kortlagt og ógnað íslenskum sæstreng. Óvissutímar Þórdís Kolbrún segir að eftirlit hafi verið aukið vegna málsins. „Við vitum að þessir kaplar eru mjög krítískir innviðir. En það er mjög mikilvægt að hafa í huga að í Norðursjó er um að ræða kapla sem ekki bara flytja gögn heldur orku, gas og fleira. Þannig það er ákveðinn stigsmunur í því. Það er ástæða fyrir auknu kafbátaeftirliti, allt er það gert til að bæta okkar stöðu vegna hættunnar,“ segir Þórdís Kolbrún í samtali við fréttastofu. Frá stjórnstöð Landhelgisgæslunnar. Gæslan telur sig hafa öruggar heimildir fyrir því að rússnesk skip hafi kortlagt sæstrengi landsins. Landhelgisgæslan Í umfjöllun norrænu miðlana er fjallað um möguleg skemmdarverk ýmsum innviðum. Þórdís Kolbrún segir að gögnin sem fram hafi komið veki upp ýmsar spurningar. „Við lifum á óvissutímum og þetta eru ekki góðar fréttir. En ég vil ítreka að það er ekki þannig að við séum í meiri hættu en Norðurlöndin en við erum heldur ekki ónæm fyrir því sem er að gerast. Þess vegna viljum við líka vinna þéttar með okkar samstarfsríkjum, sérstaklega Bandaríkjunum, á grundvelli okkar tvíhliða varnarsamnings.“ Hún segir áherslu lagða á að Íslendingar verði verðugir bandamenn í Atlantshafsbandalaginu. Því fylgi einnig aukinn fælingarmáttur.
Landhelgisgæslan Utanríkismál NATO Rússland Norðurslóðir Hernaður Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Öryggis- og varnarmál Sæstrengir Tengdar fréttir Forsætisráðherra segir komu kafbáta í samræmi við skuldbindingar Íslands Forsætisráðherra segir þjónustu við kjarnorkuknúna kafbáta hér við land samræmast skuldbindingum Íslands innan Atlantshafsbandalagsins þar sem eftirlit með kafbátum hafi farið fram á Íslandi. Hún og utanríkisráðherra undristrika að þeir kafbátar sem koma í íslenska lögsögu verði ekki búnir kjarnorkuvopnum í samræmi við þjóðaröryggisstefnu Íslands. 18. apríl 2023 19:30 Íslendingar auka framlög sín til öryggis- og varnarmála Fjárhagslegur stuðningur Íslands við Úkraínu í fyrra og á þessu ári er um 4,5 milljarðar króna. Ísland er að auka framlög sín almennt til öryggis- og varnarmála eins og önnur ríki Atlantshafsbandalagsins. Bandalagið hefur áhyggjur af auknu samstarfi Rússa og Kínverja og umsvifum Kína á Kyrrahafi. 5. apríl 2023 19:31 Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Brenna líkin á nóttunni Innlent Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Innlent Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Innlent Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Innlent Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Innlent Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Innlent Sprengdu upp leynilega kjarnorkuvopnarannsóknarstöð í Íran Erlent Fleiri fréttir Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Sjá meira
Forsætisráðherra segir komu kafbáta í samræmi við skuldbindingar Íslands Forsætisráðherra segir þjónustu við kjarnorkuknúna kafbáta hér við land samræmast skuldbindingum Íslands innan Atlantshafsbandalagsins þar sem eftirlit með kafbátum hafi farið fram á Íslandi. Hún og utanríkisráðherra undristrika að þeir kafbátar sem koma í íslenska lögsögu verði ekki búnir kjarnorkuvopnum í samræmi við þjóðaröryggisstefnu Íslands. 18. apríl 2023 19:30
Íslendingar auka framlög sín til öryggis- og varnarmála Fjárhagslegur stuðningur Íslands við Úkraínu í fyrra og á þessu ári er um 4,5 milljarðar króna. Ísland er að auka framlög sín almennt til öryggis- og varnarmála eins og önnur ríki Atlantshafsbandalagsins. Bandalagið hefur áhyggjur af auknu samstarfi Rússa og Kínverja og umsvifum Kína á Kyrrahafi. 5. apríl 2023 19:31