Ný rannsókn: Stefnir nú í að jafnrétti náist eftir 300 ár Rakel Sveinsdóttir skrifar 19. apríl 2023 07:00 Stella Samúelsdóttir framkvæmdastýra UN Women á Íslandi segir öfgar í orðræðu meðal þess sem skýrir út mikið bakslag í jafnréttismálum, samkvæmt nýrri skýrslu SÞ. Þegar svo er hefur sagan sýnt okkur að konur verða oftar en ekki skotmörk á endanum. Réttindi kvenna til þungunarrofs í Bandaríkjunum er einfalt dæmi, en skoðanapopulismi virðist þó vera að ná tökum víða mun víðar en þar, meðal annars á Norðurlöndunum. Mörg teikn eru á lofti um bakslag á Íslandi líka. Vísir/Stefán Eflaust telja einhverjir að nú sé verið að reyna að herja á jafnréttisbaráttunni með fyrirsögn sem er svo sjokkerandi að hún getur ekki annað en náð athygli. Að jafnrétti náist ekki fyrr en eftir þrjár aldir! Hið rétta er, að þetta eru niðurstöður skýrslu sem Sameinuðu þjóðirnar birtu í lok síðasta árs. Og þótt verið sé að vísa í jafnréttismálin á heimsvísu, er staðan langt frá því að vera sú að við sem Ísland getum fjarlægt okkur frá því bakslagi sem vísbendingar eru um að séu sýnileg alls staðar. Þetta bakslag er líka að mælast hér. Á laugardaginn halda Ungar athafnakonur (UAK) árlega ráðstefnu sem tileinkuð er ungum konum í íslensku atvinnulífi. Yfirskrift ráðstefnunnar er Jafnrétti á okkar lífsleið. Í tilefni ráðstefnunnar, fjallar Atvinnulífið um jafnréttismálin í dag og á morgun. Vestræn ríki og bakslagið Á ráðstefnunni mun Stella Samúelsdóttir, framkvæmdastýra UN Women á Íslandi, halda erindi þar sem hún fer yfir helstu niðurstöður fyrrgreindrar skýrslu Sameinuðu þjóðanna (SÞ) Hún segir skýrsluna í raun hafa verið stöðutékk á heimsmarkmiðum SÞ, því þau voru samþykkt árið 2015 með það að leiðarljósi að ná þeim fyrir árið 2030. „Þótt skýrslan hafi verið stöðutaka fyrir heimsmarkmiðin öll, var áhersla lögð á að skoða jafnréttismálin sérstaklega, sem er heimsmarkmið númer 5. Því til þess að ná öllum öðrum markmiðunum, þurfum við að ná jafnréttinu.“ Niðurstöðurnar voru sláandi. „Það sem kom í ljós er að við erum að fara til baka og að bakslagið er svo djúpt að við munum ekki ná jafnrétti fyrr en eftir þrjár aldir. Sem þýðir margar kynslóðir. Og ef við setjum þessar niðurstöður í samhengi við stöðuna á heimsmarkmiðunum öllum, þýðir þetta að við erum langt frá því að geta náð þeim líka.“ En nú er Ísland sagt nokkuð framarlega í jafnréttismálunum, eru þetta ekki frekar niðurstöður sem vísa í stöðuna annars staðar í heiminum, til dæmis í fátækari löndum? „Svo sannarlega erum við fremst í flokki og það land sem komið er hvað lengst. Enda erum við búin að ná 90% af markmiðunum sem jafnréttismarkmiðið felur í sér,“ segir Stella en bætir við: „Það eru samt sömu teikn á lofti á Íslandi um bakslag og við erum að sjá erlendis og það á ekki aðeins við um jafnrétti kynjanna, heldur líka málefni hinsegins fólks. Því miður er það því ekki okkar hagur að telja okkur eitthvað eyland í þessu.“ Til að setja þessar vísbendingar í samhengi við nútímann og okkar samfélag, nefnir Stella nokkur dæmi. Bakslagið samanstendur auðvitað af mörgum þáttum en það sem má nefna sérstaklega er þessi skoðanapopulismi sem virðist vera að ná tökum svo víða. Þar sem öfgar í orðræðu eru að sýna sig meira en áður. Þegar svo er, hefur sagan sýnt okkur að oftar en ekki verða konur að jafnaði skotmarkið á endanum, þeirra réttindi og þarfir verða undir.“ Stella segir Bandaríkin auðvitað auðvelt dæmi miðað við fréttir þaðan. „Þar eru öfgarnar í orðræðunni búnar að vera mjög sýnilegar. Með þeim afleiðingum að löngu áunninn réttindi kvenna eins og þungunarof er allt í einu orðið að aðaláherslumáli margra aðila. Sem er auðvitað alveg út í hött og ætti yfir höfuð ekki að vera í umræðunni. En þetta er einfalt dæmi um afleiðingar sem öfgar í orðræðu eru líklegar til að leiða af sér.“ COVID 19 og staða efnahagsmála eru líka dæmi um atriði sem hafa haft neikvæð áhrif á stöðu kvenna á heimsvísu. „Rannsóknir hafa sýnt að þegar kreppir að, bitnar það oft versta á konum. Sem dæmi má nefna eru konur líklegar til að borða minna og hreinlega svelta sig ef þess þarf. Því þær láta börnin og fjölskylduna ganga fyrir. Þetta á einnig við um konur á Íslandi.“ Þá segir hún margar þekktar stærðir lengi hafa verið á Íslandi sem enginn framgangur virðist í. „Ég nefni sem dæmi menntunina. Það er löngu ljóst að menntun kvenna á Íslandi er hvorki að skila okkur æðstu stöðum í atvinnulífinu né tryggingu um jöfn laun.“ Ójafnvægið heima fyrir er líka staðreynd á Íslandi. „Á Íslandi og annars staðar sýna gögn líka að konur sinna miklu meira ólaunuðum störfum en karlmenn. Konur eru í umönnunarhlutverki, sjá um heimili, börn og stórfjölskyldur. Allt eru þetta ólaunuð störf sem hvíla mun meira á herðum kvenna en karla. Á tímum COVID jókst ólaunuð umönnun enn frekar og segir skýrslan að aukningin hafi numið í heildina um 672 milljörðum stunda, en 512 milljarðar stunda eða jafnvel meira voru unnar af konum.“ Stella segir það almennt sýna sig um allan heim að þegar samfélög ganga í gegnum áföll, fylgir oft bakslag í jafnrétti. „Í efnahagshruninu var þetta sýnilegt á Íslandi sem og annars staðar. Því þá var verið að fókusera á sértæk úrræði og viðbrögð sem fólu í sér innviðauppbyggingu í samfélaginu, sem aftur er karllægur vettvangur og konur því minna inn í því mengi sem verið var að byggja upp eða sinna og aðgerðirnar því ekki að ná að hafa áhrif á stöðu kvenna í samfélaginu.“ Í Covid tókst betur til og Ísland kom nokkuð vel út úr þeim alþjóðasamanburði. „Það skýrist kannski af lærdómi frá efnahagshruninu og því að í Covid voru 85% framvarðasveitanna konur. Við erum að tala um leikskólakennara, grunnskólakennara, framhaldsskólakennara, hjúkrunarfræðinga, fólk í umönnunarstörfum og svo framvegis. En þótt margt hafi tekist betur þá en áður, þurfum við að horfa á þau teikn sem sjá má á Íslandi og benda til þess að bakslag sé líklegt til að verða enn meira. Persónulega hef ég miklar áhyggjur af þróun mála og finnst mér til dæmis þegar sýnilegt á Íslandi þessi öfga orðræða sem verið er að vara sérstaklega við annars staðar.“ Annað atriði sem Stella nefnir til að skýra út bakslagið sem nú er að mælast er staðan í efnahagsmálum víða. Því þar sýna gögn að þegar kreppir að, leyfa konur sér minna og jafnvel svelta sig til að tryggja að börn og fjölskylda hafi meira í sig og á. Það á líka við á Íslandi. Þá sýna tölur að 1 af hverjum 3 konum hefur upplifað kynbundið ofbeldi og í þeim efnum sker Ísland sig heldur ekki úr.Vísir/Stefán Úkraínustríðið og fleira Í gegnum tíðina hafa Íslendingar oft getað fjarlægt sig frá löndum eins og Afganistan eða Íran, þar sem andstaða gegn réttindum kvenna er gífurlega mikil. „Það er vissulega rétt að í þessum löndum og hinum fátækari löndum einnig, sýna áföll og erfiðir tímar að til að mynda aukast limlestingar á kynfærum kvenna, þvinguðum barnahjónaböndum fjölgar, konur eru seldar mansali og látnar borga fyrir sig með vændi. Þá er það orðið sýnilegra í dag hvernig líkamar kvenna og jafnvel barna eru markvisst notuð sem stríðsvopn, þar sem ofbeldi gegn þeim er hluti af þeirri hernaðartækni sem samfélög nota í stríðum. Þetta hefur svo sem alltaf viðgengst en í dag orðið meira þekkt sem fyrirbæri þar sem skipanir um að nýta þessar ofbeldisaðferðir eru hreinlega teknar á æðstu stöðum.“ En margt annað má líka telja til sem Íslendingar verða að horfa meira til. „Ég nefni sem dæmi að fólksflótti hefur aukist. Frá Úkraínu eru til dæmis 90% þeirra sem hafa flúið, konur og börn, því karlmennirnir verða eftir í stríðinu. Þessum konum mætir oft mikið ofbeldi, þar sem þær eru látnar borga með líkama sínum fyrir lífsbjargandi aðstoð. Þær þurfa að greiða með líkama sínum til að fá húsaskjól og mat fyrir sig og börnin sín. Við hjá UN Women erum sérstaklega að halda utan um þessar upplýsingar til þess að reyna að tryggja að þessi mál verði rannsökuð til hlítar og menn vonandi dæmdir þegar stríðinu lýkur. Því oft standa konur eftir að stríði loknu og fá enga viðurkenningu né aðstoð við því ofbeldi sem þær voru beittar.“ Þá segir hún það staðreynd að víða um heim, sé kynbundið ofbeldi það mikil skömm að þótt verið sé að brjóta markvisst á konum, til dæmis í stríðum, endi konur með að verða útskúfaðar ef þær segja frá því. Við getum samt ekki trúað því að á Íslandi sé allt í lagi vegna þess að versta staðan sé bara í þessum fátækari löndum eða þar sem geisar stríð. Því þessar sömu vísbendingar og teikn eru að sjást í löndum nálægt okkur. Innan ESB, Pólland, Ungverjaland, á Norðurlöndunum. Orðræðan er víða að þróast í þá áttina að hún hallar á konur. Og tölur sýna að 1 af hverjum 3 konum hefur lent í kynbundnu ofbeldi. Það á við um íslenskar konur eins og annars staðar.“ Loftlagsmálin eru líka vísbending um líklegt bakslag. „Loftlagsbreytingarnar munu leiða af sér meiri fólksflótta í heiminum. Og þar sýnir sagan okkur eins og alltaf að konur verða illa úti eins og ég sagði áðan. Eru látnar borga með líkama sínum fyrir lífsbjargandi aðgerðir, svelta sig til að tryggja börn og maka, eru í auknum mæli seldar mansali, kynbundið ofbeldi eykst og svo mætti lengi telja.“ Það sem Stella segir í raun hjálpa hvað mest á Íslandi er velmegunin sem hér ríkir. „Vissulega eru neikvæð teikn á lofti núna í efnahagsmálunum en almennt séð ríkir hér á landi mikil velmegun. Þess vegna er staðan okkar góð miðað við víða í heiminum. En við megum ekki sofna á verðinum, við verðum að að tryggja að konur upplifi sig öruggar hér á landi, öruggar gegn kynbundnu ofbeldi og að konur séu jafn mikilsmetnar í samfélaginu og karlmenn hvað varðar mat á menntun og hæfni. Við höfum gríðarlega mörg tækifæri til þess að ná enn meiri árangri í jafnrétti, en staðreyndin er samt sú að við erum að ganga inn í mjög erfiða tíma og þá er bakslag hér staðreynd eins og annars staðar,“ segir Stella og bætir við: „Ef við ætlum að sporna gegn bakslaginu verðum við öll að vera vakandi og tryggja það að allir hópar njóti jafnra réttinda, hvort sem er á Íslandi eða annarsstaðar í heiminum. Komandi kynslóðir eiga það inni hjá okkur. Við getum ekki talað um jafnrétti fyrr en við erum öll jöfn hvar svo sem við fæddumst í heiminum.“ Jafnréttismál Mannréttindi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Úkraína Sameinuðu þjóðirnar Tengdar fréttir Eigum að horfa meira til framkvæmdastjóraskipta og nýrra aðila í stjórn „Ég kalla eftir samstarfi við háskólasamfélagið eða aðra rannsóknaraðila því hér er mikið til af raungögnum umfram það sem þekkist víða erlendis og því væri hægt að rannsaka það frá ýmsum hliðum hvort einhver munur er á rekstri fyrirtækja eftir því hvort framkvæmdastjóri er karl eða kona,“ segir Dr. Gunnar Gunnarsson, forstöðumaður Greiningar og ráðgjafar hjá Creditinfo. 6. janúar 2023 07:02 Hundruð karlmanna forstjórar en sautján ár á milli kvenráðninga „Sautján ár liðu á milli ráðninga á konu í forstjórastól í skráðu félagi á Íslandi. Á sama tíma hafa karlmenn sem gegnt hafa stöðu forstjóra í skráðum félögum skipta hundruðum,“ segir Ásta Dís Óladóttir dósent við Háskóla Íslands og formaður Jafnvægisvogar FKA en nýlega birti hún, auk Þóru H. Christiansen, Sigrúnar Gunnarsdóttur og Erlu S. Kristjánsdóttur, grein í TVE-Tímariti um viðskipti og efnahagsmál þar sem er rýnt er í skýringar á því hvers vegna þróun á ráðningum kvenstjórnenda í forstjórastöður er jafn hægfara og raun ber vitni. 4. janúar 2023 07:01 Þegar Bjarni hættir: Verður auglýst í starf forstjóra/forstýru? „Ensk starfsheiti endurspegla oftast vel hvert hlutverk starfsins er á meðan þau íslensku eru oft frekar karllæg og tákn um stöðu viðkomandi. Við viljum komast út úr þessu og færa okkur frá stöðutitlum til starfsheita þannig að fólk sé ekki skilgreint eftir því að ,,vera“ starfið sitt, heldur frekar hvað starfið felur í sér,“ segir Ellen Ýr Aðalsteinsdóttir framkvæmdastýra Mannauðs og menningar hjá Orkuveitu Reykjavíkur. 28. október 2022 07:00 Þurfum að fara varlega í að halda að við séum best „Landslagið á Íslandi hefur breyst mikið síðustu árin og nú eru um 15% þjóðarinnar íbúar af erlendum uppruna. Samt erum við ekki að ræða nógu mikið um kynþátt, þjóðerni eða stöðu innflytjenda og tungumálið hefur ekki fylgt eftir þessum breytingum,“ segir Charlotte Biering hjá Marel. 4. júlí 2022 07:01 Ein kona að fjárfesta fyrir hverja þrjá karlmenn í Kauphöll Að valdefla ungar konur og hvetja þær til að fjárfesta er liður í jafnréttisbaráttunni. 25. janúar 2022 13:12 Mest lesið „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ Viðskipti innlent Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Viðskipti erlent KS við það að kaupa B. Jensen Viðskipti innlent Skerðingum að hluta frestað þökk sé hlýindum Viðskipti innlent Sólrún, Brynjar og Aníta til Reita Viðskipti innlent Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Viðskipti innlent Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Viðskipti innlent Níu varðhundar neytenda sameinast á einum vef Neytendur Icelandair byrjar að fljúga til Istanbúl Viðskipti innlent „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Atvinnulíf Fleiri fréttir „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Að byggja upp vinnustað sem hræðist ekki breytingar Stærðin skiptir ekki máli Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Allt í steik: Samtalið við yfirmanninn „Okkur langar til að búa til nýja tegund af bjórmenningu“ „Eitthvað við kvöldin og nóttina sem ég heillast af“ Dýrara að gera ekkert: „Erum öll að pissa í sömu laugina“ Úrelt kerfi: „Síðan kom bara einhver bíll og tæmdi allt“ Sorp: Fólk að hoppa niður plastið í tunnunum til að þjappa því „Ekkert ósvipaður leikur og menn léku í bönkunum fyrir bankahrun“ „Fyrsta verk er án gríns að fá mér lýsi og tékka á Vísi“ Kosningaspenna á vinnustöðum og rifrildi um pólitík Sif Jakobs: „Ekta demantar eru nú einfaldlega ræktaðir“ „Hörðustu samningaviðræðurnar voru við yngsta fólkið Eitraður starfsmaður og góð ráð „Enginn kvartað yfir því þegar ég hef skúrað“ Ekki trompast við fólk í vinnu eða á fundum „Síðan kemur í ljós að við erum í gjörólíkum störfum“ „Opinberi geirinn er að breytast og þar þarf mikinn fjölda verkefnastjóra“ B-týpa sem vill verða A en þarf tíma til að „morgna sig“ Fólki á helst að líða betur eftir vinnudaginn en þegar það mætti Slökkt á asanum: „Hljómar kannski auðveldlega en er það ekki“ Konurnar ofþreyttar en karlmenn vilja meiri frið til að vinna „Allir alltaf að segja að hann sé svo mjúkur“ „Frekar kvöldsvæfur heldur en morgunfúll“ Atvinnumissir: „Það var rosa skrýtið að lenda í þessu“ „En það hefur líka margt fallegt komið út úr þessu“ Sjá meira
Að jafnrétti náist ekki fyrr en eftir þrjár aldir! Hið rétta er, að þetta eru niðurstöður skýrslu sem Sameinuðu þjóðirnar birtu í lok síðasta árs. Og þótt verið sé að vísa í jafnréttismálin á heimsvísu, er staðan langt frá því að vera sú að við sem Ísland getum fjarlægt okkur frá því bakslagi sem vísbendingar eru um að séu sýnileg alls staðar. Þetta bakslag er líka að mælast hér. Á laugardaginn halda Ungar athafnakonur (UAK) árlega ráðstefnu sem tileinkuð er ungum konum í íslensku atvinnulífi. Yfirskrift ráðstefnunnar er Jafnrétti á okkar lífsleið. Í tilefni ráðstefnunnar, fjallar Atvinnulífið um jafnréttismálin í dag og á morgun. Vestræn ríki og bakslagið Á ráðstefnunni mun Stella Samúelsdóttir, framkvæmdastýra UN Women á Íslandi, halda erindi þar sem hún fer yfir helstu niðurstöður fyrrgreindrar skýrslu Sameinuðu þjóðanna (SÞ) Hún segir skýrsluna í raun hafa verið stöðutékk á heimsmarkmiðum SÞ, því þau voru samþykkt árið 2015 með það að leiðarljósi að ná þeim fyrir árið 2030. „Þótt skýrslan hafi verið stöðutaka fyrir heimsmarkmiðin öll, var áhersla lögð á að skoða jafnréttismálin sérstaklega, sem er heimsmarkmið númer 5. Því til þess að ná öllum öðrum markmiðunum, þurfum við að ná jafnréttinu.“ Niðurstöðurnar voru sláandi. „Það sem kom í ljós er að við erum að fara til baka og að bakslagið er svo djúpt að við munum ekki ná jafnrétti fyrr en eftir þrjár aldir. Sem þýðir margar kynslóðir. Og ef við setjum þessar niðurstöður í samhengi við stöðuna á heimsmarkmiðunum öllum, þýðir þetta að við erum langt frá því að geta náð þeim líka.“ En nú er Ísland sagt nokkuð framarlega í jafnréttismálunum, eru þetta ekki frekar niðurstöður sem vísa í stöðuna annars staðar í heiminum, til dæmis í fátækari löndum? „Svo sannarlega erum við fremst í flokki og það land sem komið er hvað lengst. Enda erum við búin að ná 90% af markmiðunum sem jafnréttismarkmiðið felur í sér,“ segir Stella en bætir við: „Það eru samt sömu teikn á lofti á Íslandi um bakslag og við erum að sjá erlendis og það á ekki aðeins við um jafnrétti kynjanna, heldur líka málefni hinsegins fólks. Því miður er það því ekki okkar hagur að telja okkur eitthvað eyland í þessu.“ Til að setja þessar vísbendingar í samhengi við nútímann og okkar samfélag, nefnir Stella nokkur dæmi. Bakslagið samanstendur auðvitað af mörgum þáttum en það sem má nefna sérstaklega er þessi skoðanapopulismi sem virðist vera að ná tökum svo víða. Þar sem öfgar í orðræðu eru að sýna sig meira en áður. Þegar svo er, hefur sagan sýnt okkur að oftar en ekki verða konur að jafnaði skotmarkið á endanum, þeirra réttindi og þarfir verða undir.“ Stella segir Bandaríkin auðvitað auðvelt dæmi miðað við fréttir þaðan. „Þar eru öfgarnar í orðræðunni búnar að vera mjög sýnilegar. Með þeim afleiðingum að löngu áunninn réttindi kvenna eins og þungunarof er allt í einu orðið að aðaláherslumáli margra aðila. Sem er auðvitað alveg út í hött og ætti yfir höfuð ekki að vera í umræðunni. En þetta er einfalt dæmi um afleiðingar sem öfgar í orðræðu eru líklegar til að leiða af sér.“ COVID 19 og staða efnahagsmála eru líka dæmi um atriði sem hafa haft neikvæð áhrif á stöðu kvenna á heimsvísu. „Rannsóknir hafa sýnt að þegar kreppir að, bitnar það oft versta á konum. Sem dæmi má nefna eru konur líklegar til að borða minna og hreinlega svelta sig ef þess þarf. Því þær láta börnin og fjölskylduna ganga fyrir. Þetta á einnig við um konur á Íslandi.“ Þá segir hún margar þekktar stærðir lengi hafa verið á Íslandi sem enginn framgangur virðist í. „Ég nefni sem dæmi menntunina. Það er löngu ljóst að menntun kvenna á Íslandi er hvorki að skila okkur æðstu stöðum í atvinnulífinu né tryggingu um jöfn laun.“ Ójafnvægið heima fyrir er líka staðreynd á Íslandi. „Á Íslandi og annars staðar sýna gögn líka að konur sinna miklu meira ólaunuðum störfum en karlmenn. Konur eru í umönnunarhlutverki, sjá um heimili, börn og stórfjölskyldur. Allt eru þetta ólaunuð störf sem hvíla mun meira á herðum kvenna en karla. Á tímum COVID jókst ólaunuð umönnun enn frekar og segir skýrslan að aukningin hafi numið í heildina um 672 milljörðum stunda, en 512 milljarðar stunda eða jafnvel meira voru unnar af konum.“ Stella segir það almennt sýna sig um allan heim að þegar samfélög ganga í gegnum áföll, fylgir oft bakslag í jafnrétti. „Í efnahagshruninu var þetta sýnilegt á Íslandi sem og annars staðar. Því þá var verið að fókusera á sértæk úrræði og viðbrögð sem fólu í sér innviðauppbyggingu í samfélaginu, sem aftur er karllægur vettvangur og konur því minna inn í því mengi sem verið var að byggja upp eða sinna og aðgerðirnar því ekki að ná að hafa áhrif á stöðu kvenna í samfélaginu.“ Í Covid tókst betur til og Ísland kom nokkuð vel út úr þeim alþjóðasamanburði. „Það skýrist kannski af lærdómi frá efnahagshruninu og því að í Covid voru 85% framvarðasveitanna konur. Við erum að tala um leikskólakennara, grunnskólakennara, framhaldsskólakennara, hjúkrunarfræðinga, fólk í umönnunarstörfum og svo framvegis. En þótt margt hafi tekist betur þá en áður, þurfum við að horfa á þau teikn sem sjá má á Íslandi og benda til þess að bakslag sé líklegt til að verða enn meira. Persónulega hef ég miklar áhyggjur af þróun mála og finnst mér til dæmis þegar sýnilegt á Íslandi þessi öfga orðræða sem verið er að vara sérstaklega við annars staðar.“ Annað atriði sem Stella nefnir til að skýra út bakslagið sem nú er að mælast er staðan í efnahagsmálum víða. Því þar sýna gögn að þegar kreppir að, leyfa konur sér minna og jafnvel svelta sig til að tryggja að börn og fjölskylda hafi meira í sig og á. Það á líka við á Íslandi. Þá sýna tölur að 1 af hverjum 3 konum hefur upplifað kynbundið ofbeldi og í þeim efnum sker Ísland sig heldur ekki úr.Vísir/Stefán Úkraínustríðið og fleira Í gegnum tíðina hafa Íslendingar oft getað fjarlægt sig frá löndum eins og Afganistan eða Íran, þar sem andstaða gegn réttindum kvenna er gífurlega mikil. „Það er vissulega rétt að í þessum löndum og hinum fátækari löndum einnig, sýna áföll og erfiðir tímar að til að mynda aukast limlestingar á kynfærum kvenna, þvinguðum barnahjónaböndum fjölgar, konur eru seldar mansali og látnar borga fyrir sig með vændi. Þá er það orðið sýnilegra í dag hvernig líkamar kvenna og jafnvel barna eru markvisst notuð sem stríðsvopn, þar sem ofbeldi gegn þeim er hluti af þeirri hernaðartækni sem samfélög nota í stríðum. Þetta hefur svo sem alltaf viðgengst en í dag orðið meira þekkt sem fyrirbæri þar sem skipanir um að nýta þessar ofbeldisaðferðir eru hreinlega teknar á æðstu stöðum.“ En margt annað má líka telja til sem Íslendingar verða að horfa meira til. „Ég nefni sem dæmi að fólksflótti hefur aukist. Frá Úkraínu eru til dæmis 90% þeirra sem hafa flúið, konur og börn, því karlmennirnir verða eftir í stríðinu. Þessum konum mætir oft mikið ofbeldi, þar sem þær eru látnar borga með líkama sínum fyrir lífsbjargandi aðstoð. Þær þurfa að greiða með líkama sínum til að fá húsaskjól og mat fyrir sig og börnin sín. Við hjá UN Women erum sérstaklega að halda utan um þessar upplýsingar til þess að reyna að tryggja að þessi mál verði rannsökuð til hlítar og menn vonandi dæmdir þegar stríðinu lýkur. Því oft standa konur eftir að stríði loknu og fá enga viðurkenningu né aðstoð við því ofbeldi sem þær voru beittar.“ Þá segir hún það staðreynd að víða um heim, sé kynbundið ofbeldi það mikil skömm að þótt verið sé að brjóta markvisst á konum, til dæmis í stríðum, endi konur með að verða útskúfaðar ef þær segja frá því. Við getum samt ekki trúað því að á Íslandi sé allt í lagi vegna þess að versta staðan sé bara í þessum fátækari löndum eða þar sem geisar stríð. Því þessar sömu vísbendingar og teikn eru að sjást í löndum nálægt okkur. Innan ESB, Pólland, Ungverjaland, á Norðurlöndunum. Orðræðan er víða að þróast í þá áttina að hún hallar á konur. Og tölur sýna að 1 af hverjum 3 konum hefur lent í kynbundnu ofbeldi. Það á við um íslenskar konur eins og annars staðar.“ Loftlagsmálin eru líka vísbending um líklegt bakslag. „Loftlagsbreytingarnar munu leiða af sér meiri fólksflótta í heiminum. Og þar sýnir sagan okkur eins og alltaf að konur verða illa úti eins og ég sagði áðan. Eru látnar borga með líkama sínum fyrir lífsbjargandi aðgerðir, svelta sig til að tryggja börn og maka, eru í auknum mæli seldar mansali, kynbundið ofbeldi eykst og svo mætti lengi telja.“ Það sem Stella segir í raun hjálpa hvað mest á Íslandi er velmegunin sem hér ríkir. „Vissulega eru neikvæð teikn á lofti núna í efnahagsmálunum en almennt séð ríkir hér á landi mikil velmegun. Þess vegna er staðan okkar góð miðað við víða í heiminum. En við megum ekki sofna á verðinum, við verðum að að tryggja að konur upplifi sig öruggar hér á landi, öruggar gegn kynbundnu ofbeldi og að konur séu jafn mikilsmetnar í samfélaginu og karlmenn hvað varðar mat á menntun og hæfni. Við höfum gríðarlega mörg tækifæri til þess að ná enn meiri árangri í jafnrétti, en staðreyndin er samt sú að við erum að ganga inn í mjög erfiða tíma og þá er bakslag hér staðreynd eins og annars staðar,“ segir Stella og bætir við: „Ef við ætlum að sporna gegn bakslaginu verðum við öll að vera vakandi og tryggja það að allir hópar njóti jafnra réttinda, hvort sem er á Íslandi eða annarsstaðar í heiminum. Komandi kynslóðir eiga það inni hjá okkur. Við getum ekki talað um jafnrétti fyrr en við erum öll jöfn hvar svo sem við fæddumst í heiminum.“
Jafnréttismál Mannréttindi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Úkraína Sameinuðu þjóðirnar Tengdar fréttir Eigum að horfa meira til framkvæmdastjóraskipta og nýrra aðila í stjórn „Ég kalla eftir samstarfi við háskólasamfélagið eða aðra rannsóknaraðila því hér er mikið til af raungögnum umfram það sem þekkist víða erlendis og því væri hægt að rannsaka það frá ýmsum hliðum hvort einhver munur er á rekstri fyrirtækja eftir því hvort framkvæmdastjóri er karl eða kona,“ segir Dr. Gunnar Gunnarsson, forstöðumaður Greiningar og ráðgjafar hjá Creditinfo. 6. janúar 2023 07:02 Hundruð karlmanna forstjórar en sautján ár á milli kvenráðninga „Sautján ár liðu á milli ráðninga á konu í forstjórastól í skráðu félagi á Íslandi. Á sama tíma hafa karlmenn sem gegnt hafa stöðu forstjóra í skráðum félögum skipta hundruðum,“ segir Ásta Dís Óladóttir dósent við Háskóla Íslands og formaður Jafnvægisvogar FKA en nýlega birti hún, auk Þóru H. Christiansen, Sigrúnar Gunnarsdóttur og Erlu S. Kristjánsdóttur, grein í TVE-Tímariti um viðskipti og efnahagsmál þar sem er rýnt er í skýringar á því hvers vegna þróun á ráðningum kvenstjórnenda í forstjórastöður er jafn hægfara og raun ber vitni. 4. janúar 2023 07:01 Þegar Bjarni hættir: Verður auglýst í starf forstjóra/forstýru? „Ensk starfsheiti endurspegla oftast vel hvert hlutverk starfsins er á meðan þau íslensku eru oft frekar karllæg og tákn um stöðu viðkomandi. Við viljum komast út úr þessu og færa okkur frá stöðutitlum til starfsheita þannig að fólk sé ekki skilgreint eftir því að ,,vera“ starfið sitt, heldur frekar hvað starfið felur í sér,“ segir Ellen Ýr Aðalsteinsdóttir framkvæmdastýra Mannauðs og menningar hjá Orkuveitu Reykjavíkur. 28. október 2022 07:00 Þurfum að fara varlega í að halda að við séum best „Landslagið á Íslandi hefur breyst mikið síðustu árin og nú eru um 15% þjóðarinnar íbúar af erlendum uppruna. Samt erum við ekki að ræða nógu mikið um kynþátt, þjóðerni eða stöðu innflytjenda og tungumálið hefur ekki fylgt eftir þessum breytingum,“ segir Charlotte Biering hjá Marel. 4. júlí 2022 07:01 Ein kona að fjárfesta fyrir hverja þrjá karlmenn í Kauphöll Að valdefla ungar konur og hvetja þær til að fjárfesta er liður í jafnréttisbaráttunni. 25. janúar 2022 13:12 Mest lesið „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ Viðskipti innlent Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Viðskipti erlent KS við það að kaupa B. Jensen Viðskipti innlent Skerðingum að hluta frestað þökk sé hlýindum Viðskipti innlent Sólrún, Brynjar og Aníta til Reita Viðskipti innlent Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Viðskipti innlent Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Viðskipti innlent Níu varðhundar neytenda sameinast á einum vef Neytendur Icelandair byrjar að fljúga til Istanbúl Viðskipti innlent „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Atvinnulíf Fleiri fréttir „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Að byggja upp vinnustað sem hræðist ekki breytingar Stærðin skiptir ekki máli Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Allt í steik: Samtalið við yfirmanninn „Okkur langar til að búa til nýja tegund af bjórmenningu“ „Eitthvað við kvöldin og nóttina sem ég heillast af“ Dýrara að gera ekkert: „Erum öll að pissa í sömu laugina“ Úrelt kerfi: „Síðan kom bara einhver bíll og tæmdi allt“ Sorp: Fólk að hoppa niður plastið í tunnunum til að þjappa því „Ekkert ósvipaður leikur og menn léku í bönkunum fyrir bankahrun“ „Fyrsta verk er án gríns að fá mér lýsi og tékka á Vísi“ Kosningaspenna á vinnustöðum og rifrildi um pólitík Sif Jakobs: „Ekta demantar eru nú einfaldlega ræktaðir“ „Hörðustu samningaviðræðurnar voru við yngsta fólkið Eitraður starfsmaður og góð ráð „Enginn kvartað yfir því þegar ég hef skúrað“ Ekki trompast við fólk í vinnu eða á fundum „Síðan kemur í ljós að við erum í gjörólíkum störfum“ „Opinberi geirinn er að breytast og þar þarf mikinn fjölda verkefnastjóra“ B-týpa sem vill verða A en þarf tíma til að „morgna sig“ Fólki á helst að líða betur eftir vinnudaginn en þegar það mætti Slökkt á asanum: „Hljómar kannski auðveldlega en er það ekki“ Konurnar ofþreyttar en karlmenn vilja meiri frið til að vinna „Allir alltaf að segja að hann sé svo mjúkur“ „Frekar kvöldsvæfur heldur en morgunfúll“ Atvinnumissir: „Það var rosa skrýtið að lenda í þessu“ „En það hefur líka margt fallegt komið út úr þessu“ Sjá meira
Eigum að horfa meira til framkvæmdastjóraskipta og nýrra aðila í stjórn „Ég kalla eftir samstarfi við háskólasamfélagið eða aðra rannsóknaraðila því hér er mikið til af raungögnum umfram það sem þekkist víða erlendis og því væri hægt að rannsaka það frá ýmsum hliðum hvort einhver munur er á rekstri fyrirtækja eftir því hvort framkvæmdastjóri er karl eða kona,“ segir Dr. Gunnar Gunnarsson, forstöðumaður Greiningar og ráðgjafar hjá Creditinfo. 6. janúar 2023 07:02
Hundruð karlmanna forstjórar en sautján ár á milli kvenráðninga „Sautján ár liðu á milli ráðninga á konu í forstjórastól í skráðu félagi á Íslandi. Á sama tíma hafa karlmenn sem gegnt hafa stöðu forstjóra í skráðum félögum skipta hundruðum,“ segir Ásta Dís Óladóttir dósent við Háskóla Íslands og formaður Jafnvægisvogar FKA en nýlega birti hún, auk Þóru H. Christiansen, Sigrúnar Gunnarsdóttur og Erlu S. Kristjánsdóttur, grein í TVE-Tímariti um viðskipti og efnahagsmál þar sem er rýnt er í skýringar á því hvers vegna þróun á ráðningum kvenstjórnenda í forstjórastöður er jafn hægfara og raun ber vitni. 4. janúar 2023 07:01
Þegar Bjarni hættir: Verður auglýst í starf forstjóra/forstýru? „Ensk starfsheiti endurspegla oftast vel hvert hlutverk starfsins er á meðan þau íslensku eru oft frekar karllæg og tákn um stöðu viðkomandi. Við viljum komast út úr þessu og færa okkur frá stöðutitlum til starfsheita þannig að fólk sé ekki skilgreint eftir því að ,,vera“ starfið sitt, heldur frekar hvað starfið felur í sér,“ segir Ellen Ýr Aðalsteinsdóttir framkvæmdastýra Mannauðs og menningar hjá Orkuveitu Reykjavíkur. 28. október 2022 07:00
Þurfum að fara varlega í að halda að við séum best „Landslagið á Íslandi hefur breyst mikið síðustu árin og nú eru um 15% þjóðarinnar íbúar af erlendum uppruna. Samt erum við ekki að ræða nógu mikið um kynþátt, þjóðerni eða stöðu innflytjenda og tungumálið hefur ekki fylgt eftir þessum breytingum,“ segir Charlotte Biering hjá Marel. 4. júlí 2022 07:01
Ein kona að fjárfesta fyrir hverja þrjá karlmenn í Kauphöll Að valdefla ungar konur og hvetja þær til að fjárfesta er liður í jafnréttisbaráttunni. 25. janúar 2022 13:12