Ríkisstjórnin hafi fallið á báðum prófum Vésteinn Örn Pétursson skrifar 17. apríl 2023 23:23 Jóhann Páll Jóhannsson, þingmaður Samfylkingarinnar. Vísir/Vilhelm Þingmaður Samfylkingarinnar segir að með fjármálaáætlun fyrir árin 2024 til 2028 hafi ríkisstjórnin fallið á báðum prófum sem fyrir henni lágu. Formaður fjárlaganefndar er ósammála en segir áætlunina þó ekki nógu gegnsæja. „Stóra verkefnið núna er annars vegar að berja niður verðbólguna með aðhaldi, kæla hagkerfið, og svo er það hins vegar að verja fólkið í landinu, sérstaklega tekjulægstu hópana, fyrir verðbólgunni og áhrifum hennar. Við höfum talað á þann veg að með þessari fjármálaáætlun sé ríkisstjórnin svolítið að falla á báðum prófunum,“ sagði Jóhann Páll Jóhannsson, þingmaður Samfylkingarinnar, í beinni útsendingu í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld. Hann bendir á að Fjármálaráð hafi gagnrýnt skort á aðhaldi í áætluninni. „Það er verið að reka ríkissjóð með halla til 2027 þrátt fyrir blússandi hagvöxt og hátt atvinnustig. Það þýðir að verðbólga verður meiri og vextir hærri en ella. Þá hefur maður auðvitað áhyggjur af fólkinu sem er fast á leigumarkaði, sem lætur sig dreyma um að eignast húsnæði en kemst ekki inn á fasteignamarkað, og fólkinu sem sér greiðslubyrðina sína rjúka upp eftir að hafa skuldsett sig fyrir fasteign. Þessi fjármálaáætlun gefur þessu fólki enga von eða huggun. Húsnæðisstuðningur stendur bara í stað út áætlunartímann. Þetta er eitt af því mörgu sem við jafnaðarmenn myndum gera öðruvísi í þessum efnum,“ sagði Jóhann Páll. Helsti gallinn sé skortur á gagnsæi Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, þingmaður Vinstri grænna og formaður fjárlaganefndar, var einnig til viðtals og hafnaði málflutningi Jóhanns Páls. „Þessi fjármálaáætlun er fyrst og fremst, þvert á það sem Jóhann Páll segir, til þess að mæta verðbólgunni. Við erum að reyna að stemma stigu við fjárfestingum á næstkomandi ári, sem er mjög nauðsynlegt því við viljum keyra þetta niður. Við erum samt að verja þá sem höllustum fæti standa, í alla staði. Það höfum við gert alla tíð þessarar ríkisstjórnar, og munum halda áfram að gera.“ Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir er þingmaður VG og formaður fjárlaganefndar.Vísir/Vilhelm Rætt verði við fagráðherra í dag og á morgun, en í kjölfarið verði farið yfir áætlunina með fjármálaráðuneytinu. „Þá auðvitað setjum við kannski fram gagnrýni og annað slíkt. En sannarlega er það þannig að fyrst og síðast er fjármálaáætlun ekki nógu gagnsæ. Hvorki fyrir okkur nefndarmenn eða aðra og því þarf að breyta, þannig að við stöndum ekki frammi fyrir því að hver sé að túlka fram á kvöld,“ sagði Bjarkey. Alþingi Efnahagsmál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Brenna líkin á nóttunni Innlent „Ég er ekkert búin að læra“ Innlent Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Innlent Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Innlent Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Erlent Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Innlent Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Innlent Fleiri fréttir Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Rýnt í kannanir og tendrun jólatrés í Hafnarfirði Alma verði heilbrigðisráðherra í stjórn Kristrúnar Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Sjá meira
„Stóra verkefnið núna er annars vegar að berja niður verðbólguna með aðhaldi, kæla hagkerfið, og svo er það hins vegar að verja fólkið í landinu, sérstaklega tekjulægstu hópana, fyrir verðbólgunni og áhrifum hennar. Við höfum talað á þann veg að með þessari fjármálaáætlun sé ríkisstjórnin svolítið að falla á báðum prófunum,“ sagði Jóhann Páll Jóhannsson, þingmaður Samfylkingarinnar, í beinni útsendingu í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld. Hann bendir á að Fjármálaráð hafi gagnrýnt skort á aðhaldi í áætluninni. „Það er verið að reka ríkissjóð með halla til 2027 þrátt fyrir blússandi hagvöxt og hátt atvinnustig. Það þýðir að verðbólga verður meiri og vextir hærri en ella. Þá hefur maður auðvitað áhyggjur af fólkinu sem er fast á leigumarkaði, sem lætur sig dreyma um að eignast húsnæði en kemst ekki inn á fasteignamarkað, og fólkinu sem sér greiðslubyrðina sína rjúka upp eftir að hafa skuldsett sig fyrir fasteign. Þessi fjármálaáætlun gefur þessu fólki enga von eða huggun. Húsnæðisstuðningur stendur bara í stað út áætlunartímann. Þetta er eitt af því mörgu sem við jafnaðarmenn myndum gera öðruvísi í þessum efnum,“ sagði Jóhann Páll. Helsti gallinn sé skortur á gagnsæi Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, þingmaður Vinstri grænna og formaður fjárlaganefndar, var einnig til viðtals og hafnaði málflutningi Jóhanns Páls. „Þessi fjármálaáætlun er fyrst og fremst, þvert á það sem Jóhann Páll segir, til þess að mæta verðbólgunni. Við erum að reyna að stemma stigu við fjárfestingum á næstkomandi ári, sem er mjög nauðsynlegt því við viljum keyra þetta niður. Við erum samt að verja þá sem höllustum fæti standa, í alla staði. Það höfum við gert alla tíð þessarar ríkisstjórnar, og munum halda áfram að gera.“ Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir er þingmaður VG og formaður fjárlaganefndar.Vísir/Vilhelm Rætt verði við fagráðherra í dag og á morgun, en í kjölfarið verði farið yfir áætlunina með fjármálaráðuneytinu. „Þá auðvitað setjum við kannski fram gagnrýni og annað slíkt. En sannarlega er það þannig að fyrst og síðast er fjármálaáætlun ekki nógu gagnsæ. Hvorki fyrir okkur nefndarmenn eða aðra og því þarf að breyta, þannig að við stöndum ekki frammi fyrir því að hver sé að túlka fram á kvöld,“ sagði Bjarkey.
Alþingi Efnahagsmál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Brenna líkin á nóttunni Innlent „Ég er ekkert búin að læra“ Innlent Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Innlent Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Innlent Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Erlent Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Innlent Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Innlent Fleiri fréttir Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Rýnt í kannanir og tendrun jólatrés í Hafnarfirði Alma verði heilbrigðisráðherra í stjórn Kristrúnar Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Sjá meira