Landgræðslunni hugnast ekki heitið Land og skógur fyrir sameinaða stofnun Hólmfríður Gísladóttir skrifar 17. apríl 2023 06:49 Menn hafa haft ákveðnar efasemdir um ágæti sameiningarinnar, enda stangast verkefnin stundum á. Landgræðslan Landgræðslunni hugnast ekki að ný stofnun sem verður til með sameiningu Landgræðslunnar og Skógræktarinnar verði kölluð „Land og skógur“, líkt og lagt er til í samnefndu frumvarpi um hina nýju stofnun. Í umsögn Landgræðslunnar um frumvarpið, sem er undirrituð af Árna Bragasyni landgræðslustjóra, er vitnað í athugasemdir með frumvarpinu þar sem segir meðal annars: „Ákveðið var snemma í ferlinu að velja nýtt og þjált heiti á stofnunina. Land og skógur þykir lýsandi fyrir starfsemi stofnunarinnar og hefur skírskotun til verkefna og heita eldri stofnana.“ Landgræðslunni vill hins vegar finna „heppilegra“ nafn. „Þannig sýnist nafnið Land og skógur hvorki sérstaklega þjált né heldur er auðvelt að átta sig á tengingu við verkefni og heiti eldri stofnana, a.m.k. ekki Landgræðsluna. Landgræðslan leyfir sér að nefna hugmyndir sem upp hafa komið fram í sameiningarferlinu, s.s. Land og líf, Stofnun landgæða og Fold,“ segir í umsögn Landgræðslunnar. „Land og líf“ er heitið á landgræðsluáætlun og landsáætlun í skógrækt til ársins 2031. Þá leggur Landgræðslan til að bætt verði við texta þar sem fjallað er um útgáfu landsáætlunar um landgræðslu og skógrækt til tíu ára. Viðbótin hljóðar þannig: „Áætlunin skal stuðla að framförum í mati á jarðvegsvernd og í landnýtingu, þ.m.t. skógrækt og vernd og endurheimt vistkerfa.“ Í umsögninni er að finna tilvísun í þær efasemdir sem menn hafa haft uppi um ágæti þess að sameina stofnaninar tvær. Þar segir: „Ef sameiningin á að heppnast sem skyldi verður leiðsögn í málaflokknum að vera skýr. Enda þótt stofnanirnar eigi margt sameiginlegt þá eru líka ákveðnir hlutir sem greina þær að, t.d. geta viðfangsefnin ræktun nytjaskóga og verndun vistkerfa stangast á. Það að tryggja það að unnið verði með skýrum og markvissum hætti eftir stefnunni Land og líf, er því lykilatriði í hinu vænta sameiningarferli.“ Skógrækt og landgræðsla Stjórnsýsla Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Brenna líkin á nóttunni Innlent Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Innlent Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Innlent Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Innlent Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Erlent Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Innlent Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Innlent Fleiri fréttir Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Séreign áfram leyfð inn á lán og ekkert kílómetragjald „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Rýnt í kannanir og tendrun jólatrés í Hafnarfirði Alma verði heilbrigðisráðherra í stjórn Kristrúnar Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Sjá meira
Í umsögn Landgræðslunnar um frumvarpið, sem er undirrituð af Árna Bragasyni landgræðslustjóra, er vitnað í athugasemdir með frumvarpinu þar sem segir meðal annars: „Ákveðið var snemma í ferlinu að velja nýtt og þjált heiti á stofnunina. Land og skógur þykir lýsandi fyrir starfsemi stofnunarinnar og hefur skírskotun til verkefna og heita eldri stofnana.“ Landgræðslunni vill hins vegar finna „heppilegra“ nafn. „Þannig sýnist nafnið Land og skógur hvorki sérstaklega þjált né heldur er auðvelt að átta sig á tengingu við verkefni og heiti eldri stofnana, a.m.k. ekki Landgræðsluna. Landgræðslan leyfir sér að nefna hugmyndir sem upp hafa komið fram í sameiningarferlinu, s.s. Land og líf, Stofnun landgæða og Fold,“ segir í umsögn Landgræðslunnar. „Land og líf“ er heitið á landgræðsluáætlun og landsáætlun í skógrækt til ársins 2031. Þá leggur Landgræðslan til að bætt verði við texta þar sem fjallað er um útgáfu landsáætlunar um landgræðslu og skógrækt til tíu ára. Viðbótin hljóðar þannig: „Áætlunin skal stuðla að framförum í mati á jarðvegsvernd og í landnýtingu, þ.m.t. skógrækt og vernd og endurheimt vistkerfa.“ Í umsögninni er að finna tilvísun í þær efasemdir sem menn hafa haft uppi um ágæti þess að sameina stofnaninar tvær. Þar segir: „Ef sameiningin á að heppnast sem skyldi verður leiðsögn í málaflokknum að vera skýr. Enda þótt stofnanirnar eigi margt sameiginlegt þá eru líka ákveðnir hlutir sem greina þær að, t.d. geta viðfangsefnin ræktun nytjaskóga og verndun vistkerfa stangast á. Það að tryggja það að unnið verði með skýrum og markvissum hætti eftir stefnunni Land og líf, er því lykilatriði í hinu vænta sameiningarferli.“
Skógrækt og landgræðsla Stjórnsýsla Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Brenna líkin á nóttunni Innlent Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Innlent Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Innlent Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Innlent Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Erlent Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Innlent Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Innlent Fleiri fréttir Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Séreign áfram leyfð inn á lán og ekkert kílómetragjald „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Rýnt í kannanir og tendrun jólatrés í Hafnarfirði Alma verði heilbrigðisráðherra í stjórn Kristrúnar Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Sjá meira