„Það skemmir ekki hár“ Máni Snær Þorláksson skrifar 11. apríl 2023 23:54 Helga Árnadóttir segir að vatnið í Bláa lóninu skemmi ekki hár. Vísir/Vilhelm Myndbönd þar sem fólk segir hárið sitt vera ónýtt eftir heimsókn í Bláa lónið hafa vakið gífurlega athygli á samfélagsmiðlum. Framkvæmdastjóri hjá Bláa lóninu segir þó að innihaldsefni lónsins skemmi ekki hár, þvert á móti hafi þau góð áhrif á það. „Hárið á mér er ónýtt eftir heimsókn í Bláa lónið,“ segir í myndbandi sem hefur fengið rúmlega tuttugu milljónir áhorfa á samfélagsmiðlinum TikTok. Í myndbandinu segir kona að nafni Kat Wellington að hún hafi sett hárið ofan í lónið og í kjölfarið hafi það skemmst. Í öðru myndbandi sem hún birti síðar segir hún að hárið líti vel út en áferðin á því sé slæm. Wellington er ekki sú eina sem hefur birt myndbönd af þessu tagi. Fleiri notendur á TikTok hafa svipaða sögu að segja og svo hafa aðrir varað fólk við því að setja hárið ofan í lónið. Bláa lónið skemmi ekki hár Helga Árnadóttir, framkvæmdastjóri sölu- markaðs og vöruþróunarsviðs Bláa lónsins, segir þó í svari við fyrirspurn fréttastofu að lónið skemmi ekki hárið á fólki: „Einstök innihaldsefni Bláa Lónsins eins og kísill og steinefni hafa jákvæð og góð áhrif á bæði húð og hár. Það skemmir ekki hár. Vissulega breytist áferð hársins til skamms tíma, eins og vel er þekkt, ef gestir nota ekki þá hárnæringu sem þeim er boðið uppá við heimsókn í lónið.“ Helga segir jafnframt að gestir séu upplýstir um eiginleika vatnsins í Bláa lóninu við komuna þangað. Þá sé þeim einnig leiðbeint og sagt frá áhrifum vatnsins. Gestir almennt ánægðir Sem fyrr segir hafa myndböndin um áhrif lónsins á hár vakið gífurlega athygli á samfélagsmiðlum. Helga segir að það sé aldrei gott þegar „óupplýst umræða fer af stað.“ Hún bendir á að Bláa lónið sjálft hefur ekkert breyst síðastliðin þrjátíu ár. „Almennt eru gestir mjög ánægðir með dvöl sína í lóninu og kunna að meta áhrifamátt þess,“ segir hún. Þá sé fyrirtækið meðvitað um það sem fólk hefur verið að segja um áhrif lónsins: „Við fylgjumst með orðræðunni hverju sinni og bregðumst við eftir því sem við teljum að þurfa þyki.“ Bláa lónið Grindavík Hár og förðun Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Brenna líkin á nóttunni Innlent Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Innlent Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Innlent Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Innlent Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Innlent Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Innlent Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Innlent Fleiri fréttir Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Rýnt í kannanir og tendrun jólatrés í Hafnarfirði Alma verði heilbrigðisráðherra í stjórn Kristrúnar Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sjá meira
„Hárið á mér er ónýtt eftir heimsókn í Bláa lónið,“ segir í myndbandi sem hefur fengið rúmlega tuttugu milljónir áhorfa á samfélagsmiðlinum TikTok. Í myndbandinu segir kona að nafni Kat Wellington að hún hafi sett hárið ofan í lónið og í kjölfarið hafi það skemmst. Í öðru myndbandi sem hún birti síðar segir hún að hárið líti vel út en áferðin á því sé slæm. Wellington er ekki sú eina sem hefur birt myndbönd af þessu tagi. Fleiri notendur á TikTok hafa svipaða sögu að segja og svo hafa aðrir varað fólk við því að setja hárið ofan í lónið. Bláa lónið skemmi ekki hár Helga Árnadóttir, framkvæmdastjóri sölu- markaðs og vöruþróunarsviðs Bláa lónsins, segir þó í svari við fyrirspurn fréttastofu að lónið skemmi ekki hárið á fólki: „Einstök innihaldsefni Bláa Lónsins eins og kísill og steinefni hafa jákvæð og góð áhrif á bæði húð og hár. Það skemmir ekki hár. Vissulega breytist áferð hársins til skamms tíma, eins og vel er þekkt, ef gestir nota ekki þá hárnæringu sem þeim er boðið uppá við heimsókn í lónið.“ Helga segir jafnframt að gestir séu upplýstir um eiginleika vatnsins í Bláa lóninu við komuna þangað. Þá sé þeim einnig leiðbeint og sagt frá áhrifum vatnsins. Gestir almennt ánægðir Sem fyrr segir hafa myndböndin um áhrif lónsins á hár vakið gífurlega athygli á samfélagsmiðlum. Helga segir að það sé aldrei gott þegar „óupplýst umræða fer af stað.“ Hún bendir á að Bláa lónið sjálft hefur ekkert breyst síðastliðin þrjátíu ár. „Almennt eru gestir mjög ánægðir með dvöl sína í lóninu og kunna að meta áhrifamátt þess,“ segir hún. Þá sé fyrirtækið meðvitað um það sem fólk hefur verið að segja um áhrif lónsins: „Við fylgjumst með orðræðunni hverju sinni og bregðumst við eftir því sem við teljum að þurfa þyki.“
Bláa lónið Grindavík Hár og förðun Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Brenna líkin á nóttunni Innlent Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Innlent Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Innlent Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Innlent Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Innlent Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Innlent Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Innlent Fleiri fréttir Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Rýnt í kannanir og tendrun jólatrés í Hafnarfirði Alma verði heilbrigðisráðherra í stjórn Kristrúnar Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sjá meira