9,9 prósent innlagðra á geðdeildum fengu nauðungarlyf 2014 til 2018 Hólmfríður Gísladóttir skrifar 11. apríl 2023 10:29 Nauðungarlyfjagjafir eru hlutfallslega flestar á virkum dögum á milli klukkan 10 og 13 og ná hámarki klukkan 22. Vísir/Vilhelm Á árunum 2014 til 2018 fengu 9,9 prósent einstaklinga sem lagðir voru inn á geðdeildir Landspítalans nauðungarlyf, flestir einu til fjórum sinnum. Um er að ræða 400 einstaklinga, sem flestir þjáðust af geðrofssjúkdómi. Þetta kemur fram í nýjasta tölublaði Læknablaðsins, þar sem greint er frá rannsókn Eyrúnar Þorsteinsdóttur, Brynjólfs Gauta Jónssonar og Helgu Bragadóttur á nauðungarlyfjagjöfum á geðdeildum Landspítala árin 2014 til 2018. Nauðungarlyfjagjöf er það þegar sjúklingi eru gefin lyf gegn vilja hans og í sumum tilvikum er viðkomandi haldið eða hann fjötraður á meðan. Tilgangurinn er að róa sjúklinginn, draga úr óæskilegri hegðun eða meðhöndla sjúkdómseinkenni á borð við bráð geðrofseinkenni, geðhæð, spennu og æsing, segir í greininni. Lyfin sem voru til skoðunar voru Lorazepam, Zuclopenthixolum, Haloperidolum og Olanzapinum, sem gefin eru í vöðva. Þau urðu fyrir valinu þar sem þetta eru þau lyf sem oftast eru notuð á Íslandi til að meðhöndla sjúklinga gegn vilja þeirra. Þátttakendur í rannsókninni voru 4.053 en eins og fyrr segir var 400 gefið nauðungarlyf að minnsta kosti einu sinni. 66,8 prósent fengu nauðungarlyf einu til fjórum sinnum, 18,5 prósent fimm til níu sinnum og 14,8 prósent tíu sinnum eða oftar. Meðalfjöldi koma á tímabilinu var á bilinu 10,7 sinnum til 18,7 sinnum. Af einstaklingunum 400 var 241 karl og 159 konur. Meðalaldur karlanna var 39,5 ár en meðalaldur kvennanna 45,6 ár. Um 14,2 prósent voru með erlent ríkisfang. 152 voru greindir með geðrofssjúkdóm, 131 með lyndisröskum og 110 með fíknisjúkdóm. „Af niðurstöðum má sjá að þeir þátttakendur sem fengu nauðungarlyf voru oftast karlar, með erlent ríkisfang og með geðrofsgreiningu (F20-29) og lyndisröskun (F30-39), auk þess að hafa komið oftar í bráðaþjónustu sjúkrahússins, lagst oftar inn á geðdeildir og átt fleiri legudaga en þeir sem ekki fengu nauðungarlyf,“ segir í greininni. Þá segir einnig, meðal annars: „Niðurstöður rannsóknarinnar benda til þess að sjúklingar með erlent ríkisfang fái oftar nauðungarlyf en sjúklingar með íslenskt ríkisfang. Er þetta í samræmi við sumar erlendar rannsóknir en ekki aðrar. Hugsanleg skýring á því að þátttakendur með erlent ríkisfang á Íslandi fái oftar nauðungarlyf en íslenskir þátttakendur er að þeir séu verr staddir félagslega, hafi lítið stuðningsnet og mæti frekar hindrunum sökum tungumálaörðugleika. Vísbendingar eru um að félagsleg staða og atvinnuleysi sjúklinga hafi áhrif en sjúklingum sem búa einir og hafa lítil tengsl við fjölskyldu sína er hættara við að fá þvingaða meðferð og þeir sem eru atvinnulausir eru einnig í aukinni hættu að vera beittir þvingaðri meðferð.“ Heilbrigðismál Geðheilbrigði Lyf Mest lesið Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Innlent Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Innlent Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Erlent Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Innlent „Ég er ekkert búin að læra“ Innlent Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Innlent Milljónir ekki komið til Íslands þótt þær gætu það Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Næstu mánuðir skipta sköpum Erlent Fleiri fréttir Milljónir ekki komið til Íslands þótt þær gætu það Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Rýnt í kannanir og tendrun jólatrés í Hafnarfirði Alma verði heilbrigðisráðherra í stjórn Kristrúnar Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Sjá meira
Þetta kemur fram í nýjasta tölublaði Læknablaðsins, þar sem greint er frá rannsókn Eyrúnar Þorsteinsdóttur, Brynjólfs Gauta Jónssonar og Helgu Bragadóttur á nauðungarlyfjagjöfum á geðdeildum Landspítala árin 2014 til 2018. Nauðungarlyfjagjöf er það þegar sjúklingi eru gefin lyf gegn vilja hans og í sumum tilvikum er viðkomandi haldið eða hann fjötraður á meðan. Tilgangurinn er að róa sjúklinginn, draga úr óæskilegri hegðun eða meðhöndla sjúkdómseinkenni á borð við bráð geðrofseinkenni, geðhæð, spennu og æsing, segir í greininni. Lyfin sem voru til skoðunar voru Lorazepam, Zuclopenthixolum, Haloperidolum og Olanzapinum, sem gefin eru í vöðva. Þau urðu fyrir valinu þar sem þetta eru þau lyf sem oftast eru notuð á Íslandi til að meðhöndla sjúklinga gegn vilja þeirra. Þátttakendur í rannsókninni voru 4.053 en eins og fyrr segir var 400 gefið nauðungarlyf að minnsta kosti einu sinni. 66,8 prósent fengu nauðungarlyf einu til fjórum sinnum, 18,5 prósent fimm til níu sinnum og 14,8 prósent tíu sinnum eða oftar. Meðalfjöldi koma á tímabilinu var á bilinu 10,7 sinnum til 18,7 sinnum. Af einstaklingunum 400 var 241 karl og 159 konur. Meðalaldur karlanna var 39,5 ár en meðalaldur kvennanna 45,6 ár. Um 14,2 prósent voru með erlent ríkisfang. 152 voru greindir með geðrofssjúkdóm, 131 með lyndisröskum og 110 með fíknisjúkdóm. „Af niðurstöðum má sjá að þeir þátttakendur sem fengu nauðungarlyf voru oftast karlar, með erlent ríkisfang og með geðrofsgreiningu (F20-29) og lyndisröskun (F30-39), auk þess að hafa komið oftar í bráðaþjónustu sjúkrahússins, lagst oftar inn á geðdeildir og átt fleiri legudaga en þeir sem ekki fengu nauðungarlyf,“ segir í greininni. Þá segir einnig, meðal annars: „Niðurstöður rannsóknarinnar benda til þess að sjúklingar með erlent ríkisfang fái oftar nauðungarlyf en sjúklingar með íslenskt ríkisfang. Er þetta í samræmi við sumar erlendar rannsóknir en ekki aðrar. Hugsanleg skýring á því að þátttakendur með erlent ríkisfang á Íslandi fái oftar nauðungarlyf en íslenskir þátttakendur er að þeir séu verr staddir félagslega, hafi lítið stuðningsnet og mæti frekar hindrunum sökum tungumálaörðugleika. Vísbendingar eru um að félagsleg staða og atvinnuleysi sjúklinga hafi áhrif en sjúklingum sem búa einir og hafa lítil tengsl við fjölskyldu sína er hættara við að fá þvingaða meðferð og þeir sem eru atvinnulausir eru einnig í aukinni hættu að vera beittir þvingaðri meðferð.“
Heilbrigðismál Geðheilbrigði Lyf Mest lesið Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Innlent Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Innlent Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Erlent Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Innlent „Ég er ekkert búin að læra“ Innlent Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Innlent Milljónir ekki komið til Íslands þótt þær gætu það Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Næstu mánuðir skipta sköpum Erlent Fleiri fréttir Milljónir ekki komið til Íslands þótt þær gætu það Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Rýnt í kannanir og tendrun jólatrés í Hafnarfirði Alma verði heilbrigðisráðherra í stjórn Kristrúnar Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Sjá meira