36 ára Íslendingur í geimbransanum: Forstjórastóllinn kom tíu árum á undan áætlun Rakel Sveinsdóttir skrifar 11. apríl 2023 07:01 Þegar Hjalti Páll Þorvarðarson og unnusta hans Elsa Fanney Jónsdóttir fluttu til Danmerkur eftir stúdentinn, var hugsunin fyrst og fremst að fara að búa saman í stað þess að bíða eftir stúdentaíbúðum heima og búa hjá mömmu og pabba. Í dag er Hjalti forstjóri leiðandi fyrirtækis í geimbransanum, sem skráð er á markað og hann einn af vonarstjörnum danska atvinnulífsins sem Berlinske hefur valið á lista og fjallað um. Fyrir rúmri viku var birtur árlegur listi Berlingske með nöfnum 100 ungra vonarstjarna í dönsku atvinnulífi. Hjalti Páll Þorvarðarson er ekki aðeins á listanum, heldur taldist tilefni til að ræða við Hjalta í heilu opnuviðtali í blaðinu. Einnig birt á netinu. Hjalti er 36 ára, uppalinn í Grafarvogi. Um árabil hefur hann starfað í geimbransanum; Já, þið lásuð rétt: Hjalti starfar í geimbransanum! Hjalti er forstjóri fyrirtækis sem er leiðandi á sínu sviði í Evrópu og heitir Rovsing. Meðal verkefna sem Rovsing kemur nú að er að senda aftur fólk til tunglsins. „Upphaflega fluttum við unnusta mín út til að fara að búa saman. Því heima var ekki hlaupið að því að fá stúdentaíbúð og margir jafnaldrar okkar voru því búsettir heima hjá foreldrum sínum á meðan þeir voru í háskóla,“ segir Hjalti brosandi þegar hann rifjar upp tímann þegar hann og kærastan voru tvítug, fullorðin eins og tvítugu fólki finnst þá, búin með stúdentinn og að taka ákvörðun um framhaldið. Síðan eru liðin tæp sextán ár. Geimbransinn er alls staðar Það er ekkert auðvelt að skilja út á hvað geimbransinn gengur eða það daglega umhverfi sem Hjalti starfar í sem forstjóri Rovsing. Fyrirtækis sem býr til og þróar mikið af hátækni búnaði og lausnum, þar helst búnað og kerfi sem notaður er til ýtarlegra prófana á jörðu áður en geimflaugum og gervihnöttum er skotið á loft. „Það getur vel verið að það sé efni í spennandi bíómynd að eitthvað bili í geimflaugum og fólk jafnvel deyi en í raunveruleikanum er það hins vegar ekki í boði og þess vegna er svo mikið lagt upp úr því að geta gert allar prófanir á kerfum og búnaði áður en geimflugum er skotið upp,“ segir Hjalti og útskýrir meðal annars kerfi sem Rovsing hefur hannað og smíðað sem gengur út á það að skipta út sólarsellum með kerfi sem sér gervihnetti eða geimflaug við þeim rafkrafti sem það myndi fá allt eftir birtu sólar á ferð sinni um geiminn. Meðal viðskiptavina Rovsing eru stofnanir eins og European Space Agency (ESA) og NASA en einnig risafyrirtæki eins og Airbus og Boeing og aðrir aðilar sem eru framarlega í smíðum geimflauga eða gervihnatta. „Sjáðu til, við erum orðin svo háð öllu því sem gerist í geimnum,“ segir Hjalti þegar blaðamaður viðurkennir að það að heyra um geimbransann sé jafn framandi og að reyna að tala finnsku. Tökum dæmi úr daglega lífinu okkar. GPS tæknin sem við erum öll með núna í símanum okkar og notum með kortum og leiðarvísum á netinu. Öll gögnin í GPS koma úr geimnum. Það sama á við um veðurspánna okkar. Hún er orðin jafn góð og hún er í dag vegna þess að daglega fáum við mikið magn af upplýsingum úr geimnum sem nýtast fyrir mun nákvæmari veðurspár en áður var, þegar við helst settum fingurinn bara upp í loft, horfðum á skýin og mældum vindinn.“ Já, auðvitað: Svona nálægt er geimbransinn okkur þá eftir allt saman! Hins vegar er þetta atvinnugrein sem er þekkt erlendis en ekki á Íslandi. Hvernig kom það til að Hjalti fór að starfa í þessum geira? „Í Danmörku fór ég í rafmagnstæknifræði og hluti af því námi var hálfs árs starfsnám. Í því starfsnámi réði ég mig sem nemi til Rovsing en hélt áfram að starfa hjá þeim eftir þann tíma. Eftir tæknifræðina fór ég í meistaranám en var þá kominn í fullt starf hjá Rovsing samhliða. Ég endaði því með að hætta í meistaranáminu og einbeita mér alfarið af starfinu. Enda þá þegar farinn að vinna í skemmtilegum verkefnum í bransa sem mér hafði lengi þótt spennandi.“ Hjalti viðurkennir að hafa ekki búist við að verða forstjóri þrítugur en fyrir rúmri viku síðan var nafnið hans birt á lista sem Berlinske tekur saman árlega yfir 100 helstu vonarstjörnurnar í dönsku atvinnulífi. Hjalti segist með hugann allan við Rovsing núna en sér ekkert endilega fyrir sér að starfa í geimbransanum um aldur og ævi. Stjórnunarstörf í hátæknigeiranum séu eflaust mjög svipuð. Myndirnar voru birtar í stóru viðtali sem Berlinske birti við Hjalta.Linda Kastrup, Berlingske Forstjórastóllinn tíu árum á undan áætlun Fyrirtækið Rovsing var stofnað árið 1992 og það er skráð á hlutabréfamarkað í Danmörku. Ársveltan er um 600 milljónir króna íslenskar sem á dönskum mælikvarða þykir lítið fyrirtæki, en telst ágætlega stórt á íslenska vísu. „Rovsing var skráð á markað árið 2006 þegar þenslan var sem mest. Menn voru þá með háleit markmið um fyrirtækið og ýmsa samninga sem þá voru í gangi, til dæmis við Airbus. Síðan kom krísan og í kjölfarið voru ýmsir samningar sem gengu ekki eftir og það var það sem gerðist hjá þeim.“ Hjalti brann fyrir starfinu hjá Rovsing og tileinkaði sem dæmi B.Eng ritgerðina sína í háskólanum að starfseminni þar. Í fyrirtækinu vann hann sig upp til metorða. Starfaði fyrst sem hönnunarverkfræðingur, síðan tók hann ábyrgð á verkefnum með því að starfa sem verkefnastjóri og loks sem deildarstjóri. „Sem deildarstjóri var ég orðinn að hægri hönd forstjórans sem var einn af stofnendum. Þegar hann hætti var ráðinn Þjóðverji sem forstjóri og þá starfaði ég sem hægri höndin hans. Þegar hann hætti, var enn annar Þjóðverjinn ráðinn sem forstjóri og ég starfaði áfram sem hægri höndin hans,“ segir Hjalti en bætir við: „Það sem skýrir kannski út hversu vel mér gekk var að ég var alltaf tilbúin til að taka ábyrgð og bæta við mig þegar þurfti. Sem reyndist mér vel síðar því í þessum störfum sem ég var í áður kom ég að flestum verkefnum fyrirtækisins, til dæmis að söluhlutanum, gera tilboð og samninga og svo framvegis.“ Rovsing barðist þó í bökkum og virtist seint ætla að ná sér á strik. „Fókusinn var of víða ólíkt því sem er í dag því núna einbeitum við okkur fyrst og fremst að kjarnastarfseminni okkar og því sem okkar sérstaða í þekkingu felur í sér. Fyrir fimm árum síðan var ég síðan á leiðinni í fæðingarorlof með eldri dóttur mína þegar stjórnin kom að máli við mig og bauð mér forstjórastarfið,“ segir Hjalti og bætir við: „Þetta var í rauninni tíu árum á undan áætlun má segja því ég hafði aldrei ætlað mér að verða forstjóri þrítugur. Fyrirtækið stóð hins vegar á bjargbrúninni, það var annað hvort að snúa rekstrinum við eða það færi í þrot. Ég stóð því frammi fyrir því að taka ákvörðun: Að gerast forstjóri og freista þess að snúa rekstrinum við eða fara í fæðingarorlof og hafa jafnvel ekki vinnustað að sækja eftir orlof.“ Forstjórastarfinu biðu erfið verkefni í upphafi. „Ég þurfti að byrja á því að segja upp 30% af starfsfólkinu. Sem var erfitt en ég þurfti einfaldlega að hugsa um þau 70% sem við vorum þá að reyna að verja. Við fórum strax í að skera niður verkefni þannig að kjarnastarfsemin okkar yrði okkar meginstarf. Þetta tók allt saman tíma og kallaði á þrautseigju og seiglu. Enda þurftum við meðal annars að vinna upp orðsporið okkar og ekkert síður traust viðskiptavina okkar.“ Heima hafði Hjalti lengi spilað handbolta. Ég nýtti mér margt úr handboltanum. Því til þess að geta snúið rekstrinum við vissi ég að ég þyrfti að fá fólkið í fyrirtækinu með mér. Þess vegna tala ég aldrei um mig eða segi ÉG heldur tala ég alltaf um okkur og segi VIÐ. Því við erum teymi fyrst og fremst.“ Í dag er fyrirtækið komið á allt annan stað og góðan. Starfsemin hefur skilað rekstrarhagnaði síðustu árin og aftur er starfsmannafjöldinn kominn hátt í það sem hann var þegar Hjalti tók við. „En það hefur svo sem ýmislegt óvænt komið upp á þessum árum líka: Heimsfaraldur og stríð í Úkraínu hafa til dæmis sett strik í reikninginn, hleypt verðbólgunni upp úr öllu sem dæmi. En okkur er að ganga vel og stefnum að því að halda okkar leiðandi stöðu í Evrópu og víka út kvíarnar á öðrum mörkuðum.“ Hjalti og Fanney eiga tvær dætur: Fríðu Rún sex ára og Rósu Björk eins og hálfs ár. Þegar Hjalta bauðst forstjórastarfið var hann á leiðinni í fæðingarorlof með Fríðu Rún. Hjalti segir skipta sköpum hversu mikinn og góðan stuðning hann hefur fengið hjá Fanney síðan hann tók við starfinu. Enda margt gerst síðan: Rekstrinum snúið við og það þrátt fyrir Covid og stríð í Úkraínu. Fjölskyldan og góðu ráðin Unnusta Hjalta er Elsa Fanney Jónsdóttir sem fór í International Business Communication í CBS á sínum tíma þegar skötuhjúin fluttu fyrst út eftir stúdentinn og vinnur í dag hjá Visma e-conomic. Í dag eiga þau tvær dætur, Fríðu Rún sex ára og Rósu Björk eins og hálfs ár. Hjalti viðurkennir að álagið hjá honum í vinnunni hefur verið það mikið, að þar hefur miklu skipt stuðningurinn sem hann hefur fengið frá Elsu alla tíð. Það hefur skipt sköpum að ég er með mjög gott bakland og hefði svo sem ekki geta tekist á við svona mikið ef ekki hefði verið fyrir þennan stuðning Elsu. Enda held ég að maður geti svo sem ekkert verið í stóru starfi og byggja upp heimili um leið nema að eiga góðan maka sem bakkar mann upp. Maður þarf að geta unnið úr hlutunum saman og þegar maður ber ábyrgð á fyrirtæki og öllu fólkinu sem þar er, er maður ekki beint í stöðu til þess að láta ekki ná í sig.“ Hjalti segist þó vera að læra betur og betur á að ná jafnvægi á milli heimilis og vinnu. „Ég reyni að gera þetta þannig að vera þar sem ég er hverju sinni. Þegar ég er að vinna, er ég að vinna. En þegar að ég er heima þá er ég heima. Vissulega þarf maður stundum að vinna á kvöldin og svona. En þá einbeiti ég mér bara að því að vera með dætrunum þegar að ég er með þeim, en sest kannski við tölvuna þegar þær eru sofnaðar. Þannig nær maður frekar að gera það vel sem maður er að gera hverju sinni, í stað þess að gera margt í einu og ekkert af því nógu vel.“ Aðspurður um góðu ráðin fyrir starfsframann segir Hjalti. Ég held að maður þurfi fyrst og fremst að hafa áhuga á því sem maður er að fást við og eflaust hefur það hjálpað mér svolítið að vera með þessa hugsun okkar Íslendinganna: Við reddum þessu. Sem er ólíkt hugsunarhætti Danans. En ég hef bara alltaf hugsað hlutina þannig að ef það þarf að gera eitthvað, þá hef ég ekki hræðst þá ábyrgð að takast á við það heldur frekar lagt áherslu á að fá fólk með mér og nýta styrk fólksins í teyminu og setja markmið þar sem allir eru að tosa í sömu áttina.“ Þá segir hann mikilvægt að læra af fólki. „Ég legg áherslu á að nýta þekkingu fólksins í kringum mig og reyni að læra af því. Samvinna skiptir líka alltaf mjög miklu máli og að passa sig á því þótt það sé krísa, að brenna aldrei neinar brýr að baki sér. Því oft er þetta sama fólk sem maður vill sækja í aftur þegar betur fer að ganga.“ En hvað sérðu fyrir þér framundan? „Ég sé fyrir mér núna að fara að uppskera af því að fyrirtækið sé komið á réttan kjöl og það væri gaman að hafa skemmtilega sögu að segja frá því eftir nokkur ár í viðbót hvernig til hefur tekist. En þótt geimbransinn sé ekki þekktur á Íslandi og hljómi kannski mjög sérhæfður, sé ég ekkert endilega fyrir mér að ég verði alltaf í geimbransanum. Það að leiða tæknifyrirtæki í öðrum geira er ekkert endilega svo ólíkt þannig að ég horfi meira á hvað áskorunin hverju sinni felur í sér og þau tækifæri sem hægt er að sjá. Í augnablikinu er ég samt með hugann við Rovsing.“ Tækni Íslendingar erlendis Starfsframi Góðu ráðin Vinnustaðurinn Tengdar fréttir Nýr 40/40 listi: „Augljóst að mjúkir hæfileikar eru að hjálpa fólki að ná langt“ Nýr 40/40 listi er kominn út en hann er samantekt á rísandi stjörnum í atvinnulífinu. Nafnalistann má sjá neðst í grein. 16. mars 2022 07:01 „Það er allt í einu orðið gæðastimpill að vera Íslendingur“ „Ég er farin að finna núna hvað Íslendingatengslin eru mikil í kvikmyndageiranum erlendis. Þar sem það er orðið þekkt að það að ráða Íslending í vinnu þýðir að þú ert að fá góðan starfskraft. Sem skilar alltaf einverju nýju,“ segir Árni Filippuson kvikmyndatökumaður með meiru. 24. desember 2022 14:01 Aðeins 32 ára í forstjórastólinn og veltir milljörðum á ári Guðrún Ragna Garðarsdóttir varð forstjóri Atlantsolíu aðeins 32 ára gömul. Félagið veltir um sjö milljörðum á ári og þótt fyrirséðar séu breytingar í olíugeiranum vegna orkuskiptanna, er engan bilbug á Guðrúnu eða félaginu að finna. 11. apríl 2022 07:00 Íslenskar áhrifakonur hjá eftirsóttustu vinnustöðum Norðurlanda Í Kaupmannahöfn er starfrækt félagið KATLA Nordic en í því félagi eru íslenskar konur sem margar vinna hjá stærstu og eftirsóknarverðustu vinnustöðum á Norðurlöndum. 17. nóvember 2021 07:00 Hjón í nýsköpun: Hugmyndin kom óvart í feðraorlofi í Barcelona „Fyrstu mánuðina okkar í Barcelona var ég í feðraorlofi og að læra spænsku eftir að hafa flutt fra Danmörku. Ég hafði útbúið gagnagrunn í Excel um fýsileika vindmylluverkefna og velti fyrir mér hvort ég gæti selt þetta sem vöru en áttaði mig þó á því að ég myndi fljótt gera mig atvinnulausan sem ráðgjafi ef ég seldi grunninn frá mér,“ segir Edvald Edvaldsson um aðdragandann að því að nýsköpunarfyrirtækið Youwind Renewables varð til. 6. febrúar 2023 07:01 Mest lesið „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ Viðskipti innlent Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Viðskipti erlent KS við það að kaupa B. Jensen Viðskipti innlent Skerðingum að hluta frestað þökk sé hlýindum Viðskipti innlent Eini sjö sæta rafbíllinn í sínum verðflokki Samstarf Sólrún, Brynjar og Aníta til Reita Viðskipti innlent Kynna nýja samheitaorðbók sem samin er með hjálp gervigreindar Viðskipti innlent Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Viðskipti innlent Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Viðskipti innlent Níu varðhundar neytenda sameinast á einum vef Neytendur Fleiri fréttir „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Að byggja upp vinnustað sem hræðist ekki breytingar Stærðin skiptir ekki máli Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Allt í steik: Samtalið við yfirmanninn „Okkur langar til að búa til nýja tegund af bjórmenningu“ „Eitthvað við kvöldin og nóttina sem ég heillast af“ Dýrara að gera ekkert: „Erum öll að pissa í sömu laugina“ Úrelt kerfi: „Síðan kom bara einhver bíll og tæmdi allt“ Sorp: Fólk að hoppa niður plastið í tunnunum til að þjappa því „Ekkert ósvipaður leikur og menn léku í bönkunum fyrir bankahrun“ „Fyrsta verk er án gríns að fá mér lýsi og tékka á Vísi“ Kosningaspenna á vinnustöðum og rifrildi um pólitík Sif Jakobs: „Ekta demantar eru nú einfaldlega ræktaðir“ „Hörðustu samningaviðræðurnar voru við yngsta fólkið Eitraður starfsmaður og góð ráð „Enginn kvartað yfir því þegar ég hef skúrað“ Ekki trompast við fólk í vinnu eða á fundum „Síðan kemur í ljós að við erum í gjörólíkum störfum“ „Opinberi geirinn er að breytast og þar þarf mikinn fjölda verkefnastjóra“ B-týpa sem vill verða A en þarf tíma til að „morgna sig“ Fólki á helst að líða betur eftir vinnudaginn en þegar það mætti Slökkt á asanum: „Hljómar kannski auðveldlega en er það ekki“ Konurnar ofþreyttar en karlmenn vilja meiri frið til að vinna „Allir alltaf að segja að hann sé svo mjúkur“ „Frekar kvöldsvæfur heldur en morgunfúll“ Atvinnumissir: „Það var rosa skrýtið að lenda í þessu“ „En það hefur líka margt fallegt komið út úr þessu“ Sjá meira
Hjalti er 36 ára, uppalinn í Grafarvogi. Um árabil hefur hann starfað í geimbransanum; Já, þið lásuð rétt: Hjalti starfar í geimbransanum! Hjalti er forstjóri fyrirtækis sem er leiðandi á sínu sviði í Evrópu og heitir Rovsing. Meðal verkefna sem Rovsing kemur nú að er að senda aftur fólk til tunglsins. „Upphaflega fluttum við unnusta mín út til að fara að búa saman. Því heima var ekki hlaupið að því að fá stúdentaíbúð og margir jafnaldrar okkar voru því búsettir heima hjá foreldrum sínum á meðan þeir voru í háskóla,“ segir Hjalti brosandi þegar hann rifjar upp tímann þegar hann og kærastan voru tvítug, fullorðin eins og tvítugu fólki finnst þá, búin með stúdentinn og að taka ákvörðun um framhaldið. Síðan eru liðin tæp sextán ár. Geimbransinn er alls staðar Það er ekkert auðvelt að skilja út á hvað geimbransinn gengur eða það daglega umhverfi sem Hjalti starfar í sem forstjóri Rovsing. Fyrirtækis sem býr til og þróar mikið af hátækni búnaði og lausnum, þar helst búnað og kerfi sem notaður er til ýtarlegra prófana á jörðu áður en geimflaugum og gervihnöttum er skotið á loft. „Það getur vel verið að það sé efni í spennandi bíómynd að eitthvað bili í geimflaugum og fólk jafnvel deyi en í raunveruleikanum er það hins vegar ekki í boði og þess vegna er svo mikið lagt upp úr því að geta gert allar prófanir á kerfum og búnaði áður en geimflugum er skotið upp,“ segir Hjalti og útskýrir meðal annars kerfi sem Rovsing hefur hannað og smíðað sem gengur út á það að skipta út sólarsellum með kerfi sem sér gervihnetti eða geimflaug við þeim rafkrafti sem það myndi fá allt eftir birtu sólar á ferð sinni um geiminn. Meðal viðskiptavina Rovsing eru stofnanir eins og European Space Agency (ESA) og NASA en einnig risafyrirtæki eins og Airbus og Boeing og aðrir aðilar sem eru framarlega í smíðum geimflauga eða gervihnatta. „Sjáðu til, við erum orðin svo háð öllu því sem gerist í geimnum,“ segir Hjalti þegar blaðamaður viðurkennir að það að heyra um geimbransann sé jafn framandi og að reyna að tala finnsku. Tökum dæmi úr daglega lífinu okkar. GPS tæknin sem við erum öll með núna í símanum okkar og notum með kortum og leiðarvísum á netinu. Öll gögnin í GPS koma úr geimnum. Það sama á við um veðurspánna okkar. Hún er orðin jafn góð og hún er í dag vegna þess að daglega fáum við mikið magn af upplýsingum úr geimnum sem nýtast fyrir mun nákvæmari veðurspár en áður var, þegar við helst settum fingurinn bara upp í loft, horfðum á skýin og mældum vindinn.“ Já, auðvitað: Svona nálægt er geimbransinn okkur þá eftir allt saman! Hins vegar er þetta atvinnugrein sem er þekkt erlendis en ekki á Íslandi. Hvernig kom það til að Hjalti fór að starfa í þessum geira? „Í Danmörku fór ég í rafmagnstæknifræði og hluti af því námi var hálfs árs starfsnám. Í því starfsnámi réði ég mig sem nemi til Rovsing en hélt áfram að starfa hjá þeim eftir þann tíma. Eftir tæknifræðina fór ég í meistaranám en var þá kominn í fullt starf hjá Rovsing samhliða. Ég endaði því með að hætta í meistaranáminu og einbeita mér alfarið af starfinu. Enda þá þegar farinn að vinna í skemmtilegum verkefnum í bransa sem mér hafði lengi þótt spennandi.“ Hjalti viðurkennir að hafa ekki búist við að verða forstjóri þrítugur en fyrir rúmri viku síðan var nafnið hans birt á lista sem Berlinske tekur saman árlega yfir 100 helstu vonarstjörnurnar í dönsku atvinnulífi. Hjalti segist með hugann allan við Rovsing núna en sér ekkert endilega fyrir sér að starfa í geimbransanum um aldur og ævi. Stjórnunarstörf í hátæknigeiranum séu eflaust mjög svipuð. Myndirnar voru birtar í stóru viðtali sem Berlinske birti við Hjalta.Linda Kastrup, Berlingske Forstjórastóllinn tíu árum á undan áætlun Fyrirtækið Rovsing var stofnað árið 1992 og það er skráð á hlutabréfamarkað í Danmörku. Ársveltan er um 600 milljónir króna íslenskar sem á dönskum mælikvarða þykir lítið fyrirtæki, en telst ágætlega stórt á íslenska vísu. „Rovsing var skráð á markað árið 2006 þegar þenslan var sem mest. Menn voru þá með háleit markmið um fyrirtækið og ýmsa samninga sem þá voru í gangi, til dæmis við Airbus. Síðan kom krísan og í kjölfarið voru ýmsir samningar sem gengu ekki eftir og það var það sem gerðist hjá þeim.“ Hjalti brann fyrir starfinu hjá Rovsing og tileinkaði sem dæmi B.Eng ritgerðina sína í háskólanum að starfseminni þar. Í fyrirtækinu vann hann sig upp til metorða. Starfaði fyrst sem hönnunarverkfræðingur, síðan tók hann ábyrgð á verkefnum með því að starfa sem verkefnastjóri og loks sem deildarstjóri. „Sem deildarstjóri var ég orðinn að hægri hönd forstjórans sem var einn af stofnendum. Þegar hann hætti var ráðinn Þjóðverji sem forstjóri og þá starfaði ég sem hægri höndin hans. Þegar hann hætti, var enn annar Þjóðverjinn ráðinn sem forstjóri og ég starfaði áfram sem hægri höndin hans,“ segir Hjalti en bætir við: „Það sem skýrir kannski út hversu vel mér gekk var að ég var alltaf tilbúin til að taka ábyrgð og bæta við mig þegar þurfti. Sem reyndist mér vel síðar því í þessum störfum sem ég var í áður kom ég að flestum verkefnum fyrirtækisins, til dæmis að söluhlutanum, gera tilboð og samninga og svo framvegis.“ Rovsing barðist þó í bökkum og virtist seint ætla að ná sér á strik. „Fókusinn var of víða ólíkt því sem er í dag því núna einbeitum við okkur fyrst og fremst að kjarnastarfseminni okkar og því sem okkar sérstaða í þekkingu felur í sér. Fyrir fimm árum síðan var ég síðan á leiðinni í fæðingarorlof með eldri dóttur mína þegar stjórnin kom að máli við mig og bauð mér forstjórastarfið,“ segir Hjalti og bætir við: „Þetta var í rauninni tíu árum á undan áætlun má segja því ég hafði aldrei ætlað mér að verða forstjóri þrítugur. Fyrirtækið stóð hins vegar á bjargbrúninni, það var annað hvort að snúa rekstrinum við eða það færi í þrot. Ég stóð því frammi fyrir því að taka ákvörðun: Að gerast forstjóri og freista þess að snúa rekstrinum við eða fara í fæðingarorlof og hafa jafnvel ekki vinnustað að sækja eftir orlof.“ Forstjórastarfinu biðu erfið verkefni í upphafi. „Ég þurfti að byrja á því að segja upp 30% af starfsfólkinu. Sem var erfitt en ég þurfti einfaldlega að hugsa um þau 70% sem við vorum þá að reyna að verja. Við fórum strax í að skera niður verkefni þannig að kjarnastarfsemin okkar yrði okkar meginstarf. Þetta tók allt saman tíma og kallaði á þrautseigju og seiglu. Enda þurftum við meðal annars að vinna upp orðsporið okkar og ekkert síður traust viðskiptavina okkar.“ Heima hafði Hjalti lengi spilað handbolta. Ég nýtti mér margt úr handboltanum. Því til þess að geta snúið rekstrinum við vissi ég að ég þyrfti að fá fólkið í fyrirtækinu með mér. Þess vegna tala ég aldrei um mig eða segi ÉG heldur tala ég alltaf um okkur og segi VIÐ. Því við erum teymi fyrst og fremst.“ Í dag er fyrirtækið komið á allt annan stað og góðan. Starfsemin hefur skilað rekstrarhagnaði síðustu árin og aftur er starfsmannafjöldinn kominn hátt í það sem hann var þegar Hjalti tók við. „En það hefur svo sem ýmislegt óvænt komið upp á þessum árum líka: Heimsfaraldur og stríð í Úkraínu hafa til dæmis sett strik í reikninginn, hleypt verðbólgunni upp úr öllu sem dæmi. En okkur er að ganga vel og stefnum að því að halda okkar leiðandi stöðu í Evrópu og víka út kvíarnar á öðrum mörkuðum.“ Hjalti og Fanney eiga tvær dætur: Fríðu Rún sex ára og Rósu Björk eins og hálfs ár. Þegar Hjalta bauðst forstjórastarfið var hann á leiðinni í fæðingarorlof með Fríðu Rún. Hjalti segir skipta sköpum hversu mikinn og góðan stuðning hann hefur fengið hjá Fanney síðan hann tók við starfinu. Enda margt gerst síðan: Rekstrinum snúið við og það þrátt fyrir Covid og stríð í Úkraínu. Fjölskyldan og góðu ráðin Unnusta Hjalta er Elsa Fanney Jónsdóttir sem fór í International Business Communication í CBS á sínum tíma þegar skötuhjúin fluttu fyrst út eftir stúdentinn og vinnur í dag hjá Visma e-conomic. Í dag eiga þau tvær dætur, Fríðu Rún sex ára og Rósu Björk eins og hálfs ár. Hjalti viðurkennir að álagið hjá honum í vinnunni hefur verið það mikið, að þar hefur miklu skipt stuðningurinn sem hann hefur fengið frá Elsu alla tíð. Það hefur skipt sköpum að ég er með mjög gott bakland og hefði svo sem ekki geta tekist á við svona mikið ef ekki hefði verið fyrir þennan stuðning Elsu. Enda held ég að maður geti svo sem ekkert verið í stóru starfi og byggja upp heimili um leið nema að eiga góðan maka sem bakkar mann upp. Maður þarf að geta unnið úr hlutunum saman og þegar maður ber ábyrgð á fyrirtæki og öllu fólkinu sem þar er, er maður ekki beint í stöðu til þess að láta ekki ná í sig.“ Hjalti segist þó vera að læra betur og betur á að ná jafnvægi á milli heimilis og vinnu. „Ég reyni að gera þetta þannig að vera þar sem ég er hverju sinni. Þegar ég er að vinna, er ég að vinna. En þegar að ég er heima þá er ég heima. Vissulega þarf maður stundum að vinna á kvöldin og svona. En þá einbeiti ég mér bara að því að vera með dætrunum þegar að ég er með þeim, en sest kannski við tölvuna þegar þær eru sofnaðar. Þannig nær maður frekar að gera það vel sem maður er að gera hverju sinni, í stað þess að gera margt í einu og ekkert af því nógu vel.“ Aðspurður um góðu ráðin fyrir starfsframann segir Hjalti. Ég held að maður þurfi fyrst og fremst að hafa áhuga á því sem maður er að fást við og eflaust hefur það hjálpað mér svolítið að vera með þessa hugsun okkar Íslendinganna: Við reddum þessu. Sem er ólíkt hugsunarhætti Danans. En ég hef bara alltaf hugsað hlutina þannig að ef það þarf að gera eitthvað, þá hef ég ekki hræðst þá ábyrgð að takast á við það heldur frekar lagt áherslu á að fá fólk með mér og nýta styrk fólksins í teyminu og setja markmið þar sem allir eru að tosa í sömu áttina.“ Þá segir hann mikilvægt að læra af fólki. „Ég legg áherslu á að nýta þekkingu fólksins í kringum mig og reyni að læra af því. Samvinna skiptir líka alltaf mjög miklu máli og að passa sig á því þótt það sé krísa, að brenna aldrei neinar brýr að baki sér. Því oft er þetta sama fólk sem maður vill sækja í aftur þegar betur fer að ganga.“ En hvað sérðu fyrir þér framundan? „Ég sé fyrir mér núna að fara að uppskera af því að fyrirtækið sé komið á réttan kjöl og það væri gaman að hafa skemmtilega sögu að segja frá því eftir nokkur ár í viðbót hvernig til hefur tekist. En þótt geimbransinn sé ekki þekktur á Íslandi og hljómi kannski mjög sérhæfður, sé ég ekkert endilega fyrir mér að ég verði alltaf í geimbransanum. Það að leiða tæknifyrirtæki í öðrum geira er ekkert endilega svo ólíkt þannig að ég horfi meira á hvað áskorunin hverju sinni felur í sér og þau tækifæri sem hægt er að sjá. Í augnablikinu er ég samt með hugann við Rovsing.“
Tækni Íslendingar erlendis Starfsframi Góðu ráðin Vinnustaðurinn Tengdar fréttir Nýr 40/40 listi: „Augljóst að mjúkir hæfileikar eru að hjálpa fólki að ná langt“ Nýr 40/40 listi er kominn út en hann er samantekt á rísandi stjörnum í atvinnulífinu. Nafnalistann má sjá neðst í grein. 16. mars 2022 07:01 „Það er allt í einu orðið gæðastimpill að vera Íslendingur“ „Ég er farin að finna núna hvað Íslendingatengslin eru mikil í kvikmyndageiranum erlendis. Þar sem það er orðið þekkt að það að ráða Íslending í vinnu þýðir að þú ert að fá góðan starfskraft. Sem skilar alltaf einverju nýju,“ segir Árni Filippuson kvikmyndatökumaður með meiru. 24. desember 2022 14:01 Aðeins 32 ára í forstjórastólinn og veltir milljörðum á ári Guðrún Ragna Garðarsdóttir varð forstjóri Atlantsolíu aðeins 32 ára gömul. Félagið veltir um sjö milljörðum á ári og þótt fyrirséðar séu breytingar í olíugeiranum vegna orkuskiptanna, er engan bilbug á Guðrúnu eða félaginu að finna. 11. apríl 2022 07:00 Íslenskar áhrifakonur hjá eftirsóttustu vinnustöðum Norðurlanda Í Kaupmannahöfn er starfrækt félagið KATLA Nordic en í því félagi eru íslenskar konur sem margar vinna hjá stærstu og eftirsóknarverðustu vinnustöðum á Norðurlöndum. 17. nóvember 2021 07:00 Hjón í nýsköpun: Hugmyndin kom óvart í feðraorlofi í Barcelona „Fyrstu mánuðina okkar í Barcelona var ég í feðraorlofi og að læra spænsku eftir að hafa flutt fra Danmörku. Ég hafði útbúið gagnagrunn í Excel um fýsileika vindmylluverkefna og velti fyrir mér hvort ég gæti selt þetta sem vöru en áttaði mig þó á því að ég myndi fljótt gera mig atvinnulausan sem ráðgjafi ef ég seldi grunninn frá mér,“ segir Edvald Edvaldsson um aðdragandann að því að nýsköpunarfyrirtækið Youwind Renewables varð til. 6. febrúar 2023 07:01 Mest lesið „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ Viðskipti innlent Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Viðskipti erlent KS við það að kaupa B. Jensen Viðskipti innlent Skerðingum að hluta frestað þökk sé hlýindum Viðskipti innlent Eini sjö sæta rafbíllinn í sínum verðflokki Samstarf Sólrún, Brynjar og Aníta til Reita Viðskipti innlent Kynna nýja samheitaorðbók sem samin er með hjálp gervigreindar Viðskipti innlent Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Viðskipti innlent Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Viðskipti innlent Níu varðhundar neytenda sameinast á einum vef Neytendur Fleiri fréttir „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Að byggja upp vinnustað sem hræðist ekki breytingar Stærðin skiptir ekki máli Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Allt í steik: Samtalið við yfirmanninn „Okkur langar til að búa til nýja tegund af bjórmenningu“ „Eitthvað við kvöldin og nóttina sem ég heillast af“ Dýrara að gera ekkert: „Erum öll að pissa í sömu laugina“ Úrelt kerfi: „Síðan kom bara einhver bíll og tæmdi allt“ Sorp: Fólk að hoppa niður plastið í tunnunum til að þjappa því „Ekkert ósvipaður leikur og menn léku í bönkunum fyrir bankahrun“ „Fyrsta verk er án gríns að fá mér lýsi og tékka á Vísi“ Kosningaspenna á vinnustöðum og rifrildi um pólitík Sif Jakobs: „Ekta demantar eru nú einfaldlega ræktaðir“ „Hörðustu samningaviðræðurnar voru við yngsta fólkið Eitraður starfsmaður og góð ráð „Enginn kvartað yfir því þegar ég hef skúrað“ Ekki trompast við fólk í vinnu eða á fundum „Síðan kemur í ljós að við erum í gjörólíkum störfum“ „Opinberi geirinn er að breytast og þar þarf mikinn fjölda verkefnastjóra“ B-týpa sem vill verða A en þarf tíma til að „morgna sig“ Fólki á helst að líða betur eftir vinnudaginn en þegar það mætti Slökkt á asanum: „Hljómar kannski auðveldlega en er það ekki“ Konurnar ofþreyttar en karlmenn vilja meiri frið til að vinna „Allir alltaf að segja að hann sé svo mjúkur“ „Frekar kvöldsvæfur heldur en morgunfúll“ Atvinnumissir: „Það var rosa skrýtið að lenda í þessu“ „En það hefur líka margt fallegt komið út úr þessu“ Sjá meira
Nýr 40/40 listi: „Augljóst að mjúkir hæfileikar eru að hjálpa fólki að ná langt“ Nýr 40/40 listi er kominn út en hann er samantekt á rísandi stjörnum í atvinnulífinu. Nafnalistann má sjá neðst í grein. 16. mars 2022 07:01
„Það er allt í einu orðið gæðastimpill að vera Íslendingur“ „Ég er farin að finna núna hvað Íslendingatengslin eru mikil í kvikmyndageiranum erlendis. Þar sem það er orðið þekkt að það að ráða Íslending í vinnu þýðir að þú ert að fá góðan starfskraft. Sem skilar alltaf einverju nýju,“ segir Árni Filippuson kvikmyndatökumaður með meiru. 24. desember 2022 14:01
Aðeins 32 ára í forstjórastólinn og veltir milljörðum á ári Guðrún Ragna Garðarsdóttir varð forstjóri Atlantsolíu aðeins 32 ára gömul. Félagið veltir um sjö milljörðum á ári og þótt fyrirséðar séu breytingar í olíugeiranum vegna orkuskiptanna, er engan bilbug á Guðrúnu eða félaginu að finna. 11. apríl 2022 07:00
Íslenskar áhrifakonur hjá eftirsóttustu vinnustöðum Norðurlanda Í Kaupmannahöfn er starfrækt félagið KATLA Nordic en í því félagi eru íslenskar konur sem margar vinna hjá stærstu og eftirsóknarverðustu vinnustöðum á Norðurlöndum. 17. nóvember 2021 07:00
Hjón í nýsköpun: Hugmyndin kom óvart í feðraorlofi í Barcelona „Fyrstu mánuðina okkar í Barcelona var ég í feðraorlofi og að læra spænsku eftir að hafa flutt fra Danmörku. Ég hafði útbúið gagnagrunn í Excel um fýsileika vindmylluverkefna og velti fyrir mér hvort ég gæti selt þetta sem vöru en áttaði mig þó á því að ég myndi fljótt gera mig atvinnulausan sem ráðgjafi ef ég seldi grunninn frá mér,“ segir Edvald Edvaldsson um aðdragandann að því að nýsköpunarfyrirtækið Youwind Renewables varð til. 6. febrúar 2023 07:01