Bein útsending: Ísland gegn áhrifavöldunum Bjarki Sigurðsson skrifar 4. apríl 2023 14:51 Áhrifavaldarnir fjórir sem munu tefla á mótinu. Alþjóðlega Reykjavíkurskákmótið, Reykjavik Open, klárast í dag og í tilefni af því verður blásið til lokaveislu í beinni útsendingu hér á Vísi og Stöð 2 Vísi. Útsláttarhraðskáksmót sem ber yfirskriftina Ísland gegn áhrifavöldunum hefst klukkan 15:30. Einnig er vakt neðst í fréttinni þar sem hægt er að fylgjast með gangi mála. Það eru þrír skáksnillingar sem sjá um að lýsa mótinu og ræða við keppendur. Björn Þorfinnsson, ritstjóri DV, og Birkir Karl Sigurðsson sjá um að að lýsa því sem er í gangi og ræðir Leifur Þorsteinsson við keppendur á milli skáka. Keppendur mótsins eru átta talsins, fjórir koma erlendis frá og fjórir frá Íslandi. Íslensku keppendurnir eru Hjörvar Steinn Grétarsson, Alexander Domalchuk, Hilmir Freyr Heimisson og nýjasti stórmeistari Íslands, Vignir Vatnar Stefánsson. Erlendu keppendurnir eru breski stórmeistarinn Simon Williams, bandaríski alþjóðameistarinn Eric Rosen, kanadíski skákáhrifavaldurinn, eða skákhrifavaldurinn, Alexandra Botez sem er FIDE-meistari kvenna, líkt og hin sænska Anna Cramling sem einnig teflir á mótinu. Útsending hefst klukkan 15:30 og hefjast fyrstu skákirnar á slaginu 16. Hægt er að fylgjast með í spilaranum hér fyrir neðan. Þá er hægt að finna vakt neðst í fréttinni þar sem Arnar Milutin Heiðarsson sér um að skrifa hvað er að gerast. Mótið er með einvígisfyrirkomulagi og er óvenjulegt að því leyti að keppendur munu draga númer frá einum til átta í byrjun viðburðarins. Sá sem dregur númer eitt mun tefla tveggja skáka útsláttareinvígi gegn númer tvö og svo framvegis. Á slíkum mótum er yfirleitt tryggt að þeir sterkustu mætast helst síðast en á þessu móti er ekkert slíkt titlatog. Þeir sterkustu geta vel mæst í fyrstu umferð mótsins með tilheyrandi blóðbaði. Verði einvígin jöfn eftir tvær skákir þá verður tefld svokölluð Armageddon-skák þar sem að sá sem hefur hvítt verður að vinna skákina, annars fellur viðkomandi úr leik. Erlendu keppendurnir eru eins og áður segir í hópi vinsælustu skákhrifavalda, eða skákstreymara heims. Sérstaklega gildir það um Önnu Cramling og Alexöndru Botez. Þær hafa streymt skákum sínum frá Reykjavík Open í beinni útsendingu á Twitch-síðum sínum og hafa áhorfendur verið á bilinu tíu til tuttugu þúsund á hverjum tíma á rásum þeirra sem eru ótrúlegar tölur.
Það eru þrír skáksnillingar sem sjá um að lýsa mótinu og ræða við keppendur. Björn Þorfinnsson, ritstjóri DV, og Birkir Karl Sigurðsson sjá um að að lýsa því sem er í gangi og ræðir Leifur Þorsteinsson við keppendur á milli skáka. Keppendur mótsins eru átta talsins, fjórir koma erlendis frá og fjórir frá Íslandi. Íslensku keppendurnir eru Hjörvar Steinn Grétarsson, Alexander Domalchuk, Hilmir Freyr Heimisson og nýjasti stórmeistari Íslands, Vignir Vatnar Stefánsson. Erlendu keppendurnir eru breski stórmeistarinn Simon Williams, bandaríski alþjóðameistarinn Eric Rosen, kanadíski skákáhrifavaldurinn, eða skákhrifavaldurinn, Alexandra Botez sem er FIDE-meistari kvenna, líkt og hin sænska Anna Cramling sem einnig teflir á mótinu. Útsending hefst klukkan 15:30 og hefjast fyrstu skákirnar á slaginu 16. Hægt er að fylgjast með í spilaranum hér fyrir neðan. Þá er hægt að finna vakt neðst í fréttinni þar sem Arnar Milutin Heiðarsson sér um að skrifa hvað er að gerast. Mótið er með einvígisfyrirkomulagi og er óvenjulegt að því leyti að keppendur munu draga númer frá einum til átta í byrjun viðburðarins. Sá sem dregur númer eitt mun tefla tveggja skáka útsláttareinvígi gegn númer tvö og svo framvegis. Á slíkum mótum er yfirleitt tryggt að þeir sterkustu mætast helst síðast en á þessu móti er ekkert slíkt titlatog. Þeir sterkustu geta vel mæst í fyrstu umferð mótsins með tilheyrandi blóðbaði. Verði einvígin jöfn eftir tvær skákir þá verður tefld svokölluð Armageddon-skák þar sem að sá sem hefur hvítt verður að vinna skákina, annars fellur viðkomandi úr leik. Erlendu keppendurnir eru eins og áður segir í hópi vinsælustu skákhrifavalda, eða skákstreymara heims. Sérstaklega gildir það um Önnu Cramling og Alexöndru Botez. Þær hafa streymt skákum sínum frá Reykjavík Open í beinni útsendingu á Twitch-síðum sínum og hafa áhorfendur verið á bilinu tíu til tuttugu þúsund á hverjum tíma á rásum þeirra sem eru ótrúlegar tölur.
Skák Reykjavík Reykjavíkurskákmótið Mest lesið Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Lífið Tengdó hringdi og vildi vita hvort Sunnu Dís hefði í alvöru liðið svona Lífið Fáir sáu íslenskar bíómyndir sem fengu 350 milljónir króna í styrk Lífið Segir fjölskylduna flutta Lífið „Getur líka fengið Óskarsverðlaun fyrir besta leik í aukahlutverki“ Lífið „Nýja heimsskipanin:“ Leynileg áætlun um heimsyfirráð í undirbúningi? Lífið Skellti sér á djammið Lífið „Er ekki að fara fram á það lifa lífinu í bómull“ Lífið Hundruðum svekktra tónleikagesta vísað frá Hvalasafninu Lífið Hafa bæði kvatt sín fyrrverandi og eru alsæl saman Lífið Fleiri fréttir Hundruðum svekktra tónleikagesta vísað frá Hvalasafninu Skellti sér á djammið Segir fjölskylduna flutta Fáir sáu íslenskar bíómyndir sem fengu 350 milljónir króna í styrk Stílhreinn glæsileiki og svartur marmari á Nesinu „Er ekki að fara fram á það lifa lífinu í bómull“ Conan O'Brien verður kynnir á Óskarnum Hafa bæði kvatt sín fyrrverandi og eru alsæl saman „Nýja heimsskipanin:“ Leynileg áætlun um heimsyfirráð í undirbúningi? Bannað að hlæja: Stressið allsráðandi í upphafi kvöldsins Katrín og Markus orðin tveggja barna foreldrar Tengdó hringdi og vildi vita hvort Sunnu Dís hefði í alvöru liðið svona „Getur líka fengið Óskarsverðlaun fyrir besta leik í aukahlutverki“ Heitir og hýrir flugþjónar í suðrænni stemningu Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Heitasti plötusnúður í heimi í Melabúðinni Emilíana Torrini einhleyp Fólkið sem fer yfir tíu tonn af fatnaði á dag „Vinkonusambönd virka aldrei ef það er afbrýðisemi“ Kári og Erla vilja 330 milljónir fyrir lúxusíbúð við höfnina Eiríkur og Guðrún selja eitt fallegasta hús Vesturbæjarins Edda Falak gaf bróður sínum nafna Krasinski er kynþokkafyllstur í ár Fólk fer of snemma af stað í næsta samband Tók ákvörðun um að hætta að gera ráð fyrir því að fólk hataði sig Linda Ben mætir á skjáinn í fyrsta sinn Stóð ekki á svörum um vandræðalegasta augnablikið Meinta mannætan fékk ófrjósemisaðgerð í afmælisgjöf frá mömmu Hvað skal gera þegar tilhugsunin er meira sexý en kynlífið? Sjáðu stikluna: Zellweger, Firth og Grant öll í nýjustu Bridget Jones Sjá meira