Áfram snjóflóðahætta og búist við asahláku austanlands Atli Ísleifsson skrifar 30. mars 2023 07:06 Fylgst er náið með stöðunni en seinni partinn í dag er gert ráð fyrir að úrkoma verði mest orðin í formi rigningar. Vísir/Sigurjón Appelsínugul viðvörun er í gildi á Austfjörðum fram á miðjan dag og gul svo út daginn. Óvissustig vegna snjóflóðahættu er enda í gildi á Austfjörðum og hættustig í Neskaupstað, Seyðisfirði og Eskifirði. Vakthafandi veðurfræðingur hjá Veðurstofunni sagði í samtali við fréttastofu í morgun að fyrir austan sé nú rigning slydda eða snjókoma. Fylgst er náið með stöðunni en seinni partinn í dag er gert ráð fyrir að úrkoma verði mest orðin í formi rigningar. Því er búist við asahláku á svæðinu um miðjan dag í dag. Einhverri úrkomu er síðan spáð á morgun, en ekki eins mikilli og í dag. Um veðrið á landinu segir að búist sé við austlægri átt í dag, sums staða hvassviðri eða jafnvel stormi suðaustanlands og með austurstöndinni. Lítilsháttar rigning eða slydda öðru hvoru vestantil á landinu og verður hiti á bilinu núll til tíu stig. Svalast verður í innsveitum norðaustanlands. „Á morgun leggst hann í suðaustankalda eða -strekking. Úrkomulaust að kalla á Norðurlandi, en annars rigning með köflum og hlýnar í veðri fyrir norðan. Snýst síðan í útsynningskalda á laugardag með skúrum eða slydduéljum og kólnandi veðri,“ segir í hugleiðingum veðurfræðings. Spákort fyrir klukkan 14.Veðurstofan Veðurhorfur á landinu næstu daga Á föstudag: Suðaustan 8-15 m/s, hvassast með austurströndinni. Þurrt að kalla á Norðurlandi, annars rigning eða slydda með köflum, talsverð úrkoma á Suðausturlandi og Austfjörðum. Hiti 2 til 10 stig, hlýjast fyrir norðan. Á laugardag: Suðaustlæg átt, 5-13 m/s og skúrir eða slydduél, en rigning eða slydda suðaustanlands og á Austfjörðum fram eftir degi. Hiti 1 til 8 stig, svalast inn til landsins. Á sunnudag: Suðvestan 8-15 m/s með skúrum eða éljum, en þurrt að kalla á Norður- og Austurlandi. Kólnandi veður í bili. Á mánudag: Gengur í hvassa austanátt með talsverðri rigningu, en sums staðar slyddu eða snjókomu fyrir norðan. Hlýnandi veður. Á þriðjudag: Útlit fyrir hæga suðlæga eða breytilega átt með skúrum víða um land og milt veður. Á miðvikudag: Líklega ákveðin suðvestanátt með skúrum eða éljum og heldur kólnandi veður. Veður Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Brenna líkin á nóttunni Innlent Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Innlent „Ég er ekkert búin að læra“ Innlent Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Erlent Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Innlent Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Innlent Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Innlent Fleiri fréttir Viðvaranirnar sumar orðnar appelsínugular Allhvöss suðvestanátt og hlýtt en illviðri á morgun Suðvestan hvassviðri norðan- og austantil Gefa út gula viðvörun fyrir allt landið vegna norðan áhlaups Suðvestan stormur, rigning og gular viðvaranir Rosalegur hiti á Akureyri seint um kvöld í nóvember Gular viðvaranir vegna hvassviðris eða storms Allt að tuttugu stiga hiti Næsta lægð væntanleg á morgun Víðast hvar rólegt en viðvörun á Vesturlandi Bætir smám saman í vind Á enn eftir að hvessa meira á Norðausturlandi Ofsaveður í kortunum norðvestantil og viðvaranir í gildi Varað við ofsaveðri á Vestfjörðum og Norðurlandi Lægir en næsta lægð nálgast úr suðri Ekki lægri meðalhiti frá árinu 1997 Víða hvasst og gul viðvörun vegna vinds á Snæfellsnesi Spá stormi á Snæfellsnesi á morgun Dregur smám saman úr vindi og úrkomu Rigning eða súld um mest allt land Búist við austlægri átt Fimmtán stiga frost á Grímsstöðum á Fjöllum í nótt Élja- og snjókomubakkar sækja að úr vestri og norðri Vestan- og suðvestanátt með skúrum eða éljum Lægð nálgast úr suðvestri Stormur og talsvert vatnsveður á vestanverðu landinu Styttir upp með kvöldinu og frystir um mest allt land Rigning sunnantil og víða snjókoma norðanlands Tvískipt veður á landinu Skúrir um allt land Sjá meira
Vakthafandi veðurfræðingur hjá Veðurstofunni sagði í samtali við fréttastofu í morgun að fyrir austan sé nú rigning slydda eða snjókoma. Fylgst er náið með stöðunni en seinni partinn í dag er gert ráð fyrir að úrkoma verði mest orðin í formi rigningar. Því er búist við asahláku á svæðinu um miðjan dag í dag. Einhverri úrkomu er síðan spáð á morgun, en ekki eins mikilli og í dag. Um veðrið á landinu segir að búist sé við austlægri átt í dag, sums staða hvassviðri eða jafnvel stormi suðaustanlands og með austurstöndinni. Lítilsháttar rigning eða slydda öðru hvoru vestantil á landinu og verður hiti á bilinu núll til tíu stig. Svalast verður í innsveitum norðaustanlands. „Á morgun leggst hann í suðaustankalda eða -strekking. Úrkomulaust að kalla á Norðurlandi, en annars rigning með köflum og hlýnar í veðri fyrir norðan. Snýst síðan í útsynningskalda á laugardag með skúrum eða slydduéljum og kólnandi veðri,“ segir í hugleiðingum veðurfræðings. Spákort fyrir klukkan 14.Veðurstofan Veðurhorfur á landinu næstu daga Á föstudag: Suðaustan 8-15 m/s, hvassast með austurströndinni. Þurrt að kalla á Norðurlandi, annars rigning eða slydda með köflum, talsverð úrkoma á Suðausturlandi og Austfjörðum. Hiti 2 til 10 stig, hlýjast fyrir norðan. Á laugardag: Suðaustlæg átt, 5-13 m/s og skúrir eða slydduél, en rigning eða slydda suðaustanlands og á Austfjörðum fram eftir degi. Hiti 1 til 8 stig, svalast inn til landsins. Á sunnudag: Suðvestan 8-15 m/s með skúrum eða éljum, en þurrt að kalla á Norður- og Austurlandi. Kólnandi veður í bili. Á mánudag: Gengur í hvassa austanátt með talsverðri rigningu, en sums staðar slyddu eða snjókomu fyrir norðan. Hlýnandi veður. Á þriðjudag: Útlit fyrir hæga suðlæga eða breytilega átt með skúrum víða um land og milt veður. Á miðvikudag: Líklega ákveðin suðvestanátt með skúrum eða éljum og heldur kólnandi veður.
Veður Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Brenna líkin á nóttunni Innlent Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Innlent „Ég er ekkert búin að læra“ Innlent Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Erlent Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Innlent Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Innlent Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Innlent Fleiri fréttir Viðvaranirnar sumar orðnar appelsínugular Allhvöss suðvestanátt og hlýtt en illviðri á morgun Suðvestan hvassviðri norðan- og austantil Gefa út gula viðvörun fyrir allt landið vegna norðan áhlaups Suðvestan stormur, rigning og gular viðvaranir Rosalegur hiti á Akureyri seint um kvöld í nóvember Gular viðvaranir vegna hvassviðris eða storms Allt að tuttugu stiga hiti Næsta lægð væntanleg á morgun Víðast hvar rólegt en viðvörun á Vesturlandi Bætir smám saman í vind Á enn eftir að hvessa meira á Norðausturlandi Ofsaveður í kortunum norðvestantil og viðvaranir í gildi Varað við ofsaveðri á Vestfjörðum og Norðurlandi Lægir en næsta lægð nálgast úr suðri Ekki lægri meðalhiti frá árinu 1997 Víða hvasst og gul viðvörun vegna vinds á Snæfellsnesi Spá stormi á Snæfellsnesi á morgun Dregur smám saman úr vindi og úrkomu Rigning eða súld um mest allt land Búist við austlægri átt Fimmtán stiga frost á Grímsstöðum á Fjöllum í nótt Élja- og snjókomubakkar sækja að úr vestri og norðri Vestan- og suðvestanátt með skúrum eða éljum Lægð nálgast úr suðvestri Stormur og talsvert vatnsveður á vestanverðu landinu Styttir upp með kvöldinu og frystir um mest allt land Rigning sunnantil og víða snjókoma norðanlands Tvískipt veður á landinu Skúrir um allt land Sjá meira