Senda liðsauka austur áður en veðrið skellur á Kristín Ólafsdóttir skrifar 29. mars 2023 11:44 Frá Neskaupstað í morgun. Landsbjörg Tuttugu björgunarsveitarmenn verða sendir með flugi til Austfjarða í dag til viðbótar við þá tugi sem þar eru þegar að störfum. Snjóflóðahætta á svæðinu hefur aukist með versnandi veðurspá. Mikil snjókoma er í kortunum í kvöld og úrkomuviðvörun á svæðinu orðin appelsínugul. Hættustig er enn í gildi vegna snjóflóða í Neskaupstað í byrjun vikunnar - og mikil úrkoma er í kortunum á Austfjörðum fram að helgi. Björgunarsveitarmenn eru nú að störfum á Norðfirði, Seyðisfirði og á Eskifjarðarsvæðinu og frekari liðsauki er væntanlegur að sunnan í dag, segir Jón Þór Víglundsson upplýsingafulltrúi Landsbjargar. „Það fara tólf aðgerðastjórar austur með flugi í dag og átta aðstoðarmenn. Veðurspáin er þannig að við viljum hafa fólk nær og undirbúin. Þessar aðgerðir eru liður í því.“ Ætluðu að ná Norrænu Verkefni dagsins felast að mestu í því að koma í veg fyrir frekara tjón; birgja glugga þar sem rúður brotnuðu og slíkt, að sögn Jóns Þórs. Þá sinntu björgunarsveitarmenn útkalli á Fjarðarheiði í morgun. „Norræna er á áætlun í dag þannig að það var viðbúið að einhverjir myndu reyna að komast yfir Fjarðarheiði. Það var tilkynnt í morgun um þrjá bíla sem voru í vandræðum, þeir reyndust vera fjórir sem voru í vandræðum Egilsstaðamegin á Fjarðarheiðinni. Það fólk var aðstoðað niður en heiðin er ófær eins og stendur,“ segir Jón Þór. Fjarðarheiði er lokuð og verður ekki opnuð í dag, segir á vef Vegagerðarinnar. Í morgun var úrkomuviðvörun uppfærð í appelsínugula fyrir Austfirði en spáð er mikilli snjókomu, sem breytast á í rigningu á sunnanverðum fjörðunum strax í fyrramálið. Og ekkert lát er á úrkomunni fram að helgi, að sögn Eiríks Arnar Jóhannessonar, veðurfræðings. Er þetta varasamt veður sem reiknað er með? „Það er náttúrulega úti viðvörun fyrir snjókomuna, úrkomuviðvörun, og við vitum hvernig ástandið er búið að vera síðustu daga á þessum fjörðum. Það skánar ekki þegar bætir í snjóinn,“ segir Eiríkur. Snjóflóð í Neskaupstað Fjarðabyggð Björgunarsveitir Tengdar fréttir Viðvörunin orðin appelsínugul á Austfjörðum Veðurstofan hefur breytt veðurviðvöruninni á Austfjörðum úr gulri í appelsínugula. Viðvörunin tekur gildi klukkan 19 í kvöld en von er á mikilli snjókomu á svæðinu. 29. mars 2023 11:13 Gekk ekki að fá flugmenn af frívakt á Gæsluþyrluna Ekki tókst að manna þyrlu Landhelgisgæslunnar þegar útkall barst í gærmorgun eftir rútuslys á Öræfum. 29. mars 2023 07:36 Fjórði garðurinn hefði afstýrt hörmungunum Hættuástand er enn í gildi fyrir austan vegna snjóflóða. Ekki er víst að því verði aflétt á næstunni sökum þess hve veðurspáin fyrir svæðið er slæm. Ljóst er að snjóflóðavarnagarðar áttu stóran þátt í því að ekki fór verr þegar stærstu snjóflóðin féllu í gær. 28. mars 2023 22:27 Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Brenna líkin á nóttunni Innlent Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Innlent Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Erlent Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Innlent Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Innlent „Ég er ekkert búin að læra“ Innlent Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Innlent Fleiri fréttir Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Rýnt í kannanir og tendrun jólatrés í Hafnarfirði Alma verði heilbrigðisráðherra í stjórn Kristrúnar Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Sjá meira
Hættustig er enn í gildi vegna snjóflóða í Neskaupstað í byrjun vikunnar - og mikil úrkoma er í kortunum á Austfjörðum fram að helgi. Björgunarsveitarmenn eru nú að störfum á Norðfirði, Seyðisfirði og á Eskifjarðarsvæðinu og frekari liðsauki er væntanlegur að sunnan í dag, segir Jón Þór Víglundsson upplýsingafulltrúi Landsbjargar. „Það fara tólf aðgerðastjórar austur með flugi í dag og átta aðstoðarmenn. Veðurspáin er þannig að við viljum hafa fólk nær og undirbúin. Þessar aðgerðir eru liður í því.“ Ætluðu að ná Norrænu Verkefni dagsins felast að mestu í því að koma í veg fyrir frekara tjón; birgja glugga þar sem rúður brotnuðu og slíkt, að sögn Jóns Þórs. Þá sinntu björgunarsveitarmenn útkalli á Fjarðarheiði í morgun. „Norræna er á áætlun í dag þannig að það var viðbúið að einhverjir myndu reyna að komast yfir Fjarðarheiði. Það var tilkynnt í morgun um þrjá bíla sem voru í vandræðum, þeir reyndust vera fjórir sem voru í vandræðum Egilsstaðamegin á Fjarðarheiðinni. Það fólk var aðstoðað niður en heiðin er ófær eins og stendur,“ segir Jón Þór. Fjarðarheiði er lokuð og verður ekki opnuð í dag, segir á vef Vegagerðarinnar. Í morgun var úrkomuviðvörun uppfærð í appelsínugula fyrir Austfirði en spáð er mikilli snjókomu, sem breytast á í rigningu á sunnanverðum fjörðunum strax í fyrramálið. Og ekkert lát er á úrkomunni fram að helgi, að sögn Eiríks Arnar Jóhannessonar, veðurfræðings. Er þetta varasamt veður sem reiknað er með? „Það er náttúrulega úti viðvörun fyrir snjókomuna, úrkomuviðvörun, og við vitum hvernig ástandið er búið að vera síðustu daga á þessum fjörðum. Það skánar ekki þegar bætir í snjóinn,“ segir Eiríkur.
Snjóflóð í Neskaupstað Fjarðabyggð Björgunarsveitir Tengdar fréttir Viðvörunin orðin appelsínugul á Austfjörðum Veðurstofan hefur breytt veðurviðvöruninni á Austfjörðum úr gulri í appelsínugula. Viðvörunin tekur gildi klukkan 19 í kvöld en von er á mikilli snjókomu á svæðinu. 29. mars 2023 11:13 Gekk ekki að fá flugmenn af frívakt á Gæsluþyrluna Ekki tókst að manna þyrlu Landhelgisgæslunnar þegar útkall barst í gærmorgun eftir rútuslys á Öræfum. 29. mars 2023 07:36 Fjórði garðurinn hefði afstýrt hörmungunum Hættuástand er enn í gildi fyrir austan vegna snjóflóða. Ekki er víst að því verði aflétt á næstunni sökum þess hve veðurspáin fyrir svæðið er slæm. Ljóst er að snjóflóðavarnagarðar áttu stóran þátt í því að ekki fór verr þegar stærstu snjóflóðin féllu í gær. 28. mars 2023 22:27 Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Brenna líkin á nóttunni Innlent Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Innlent Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Erlent Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Innlent Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Innlent „Ég er ekkert búin að læra“ Innlent Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Innlent Fleiri fréttir Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Rýnt í kannanir og tendrun jólatrés í Hafnarfirði Alma verði heilbrigðisráðherra í stjórn Kristrúnar Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Sjá meira
Viðvörunin orðin appelsínugul á Austfjörðum Veðurstofan hefur breytt veðurviðvöruninni á Austfjörðum úr gulri í appelsínugula. Viðvörunin tekur gildi klukkan 19 í kvöld en von er á mikilli snjókomu á svæðinu. 29. mars 2023 11:13
Gekk ekki að fá flugmenn af frívakt á Gæsluþyrluna Ekki tókst að manna þyrlu Landhelgisgæslunnar þegar útkall barst í gærmorgun eftir rútuslys á Öræfum. 29. mars 2023 07:36
Fjórði garðurinn hefði afstýrt hörmungunum Hættuástand er enn í gildi fyrir austan vegna snjóflóða. Ekki er víst að því verði aflétt á næstunni sökum þess hve veðurspáin fyrir svæðið er slæm. Ljóst er að snjóflóðavarnagarðar áttu stóran þátt í því að ekki fór verr þegar stærstu snjóflóðin féllu í gær. 28. mars 2023 22:27