Ekki útlit fyrir að rýmingum verði aflétt næstu daga Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 28. mars 2023 12:07 Víðir Reynisson hvetur fólk til að fylgjast vel með upplýsingum frá almannavörnum. vísir/vilhelm Ekki er útlit fyrir að rýmingum verði aflétt á næstunni en rýmingar í Neskaupstað, Seyðisfirði og á Eskifirði eru enn í gildi. Mikil snjóflóðahætta er enn á svæðinu og því útlit fyrir að rýmingar haldi næstu daga. Níu gistu í fjöldahjálparstöðinni í Neskaupstað í nótt. „Staðan er þannig að það er enn mikil snjóflóðahætta á Austurlandi. Sérstaklega í Neskaupstað, Seyðisfirði og Eskifirði þannig rýmingum verður að mestu leyti haldið óbreytt áfram. Það verður endurmetið aftur reglulega en það er þó ekkert í kortunum sem við sjáum annað en að þetta verði svona jafnvel næstu daga því annað kvöld kemur aftur inn vont veður með meiri snjókomu þannig það er því miður staðan núna,“ sagði Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn almannavarna. Að neðan má sjá myndir af björgunaraðgerðum í Neskaupstað í gær. Eina svæðið þar sem rýmingu hefur verið aflétt er svæði átján í Neskaupstað. „En það er eini staðurinn sem er talið óhætt að fara í afléttingu á rýmingu en aðrir staðir á Seyðisfirði, Neskaupstað og Eskifirði verða áfram í rýmingu eins og var sett á í gær.“ Í fréttinni hér að neðan er nánar tilgreint hvaða hús tilheyra svæðinu: Óþægilegt að komast ekki heim í einhverja daga Víðir hvetur fólk til að fylgjast vel með upplýsingum frá almannavörnum. Staðan sé reglulega endurmetin. „Þetta er örugglega mjög óþægilegt að þurfa að yfirgefa heimili sitt og geta ekki farið þangað aftur í jafnvel einhverja daga. Ég held að það sé mjög erfitt fyrir alla.“ Níu gistu í fjöldahjálparstöðinni í Neskaupstað í nótt, en alls hafa 429 leitað þangað eftir að hún var opnuð. Fjöldahjálparstöðinni á Seyðisfirði var lokað í gærkvöld eftir að allir voru farnir. Enginn gisti þar í nótt en alls komu sextíu þangað í gær. Þá leituðu 75 í fjöldahjálparstöðina á Eskifirði. Reyna að flytja birgðir milli svæða Ummerki eru um að fleiri snjóflóð hafi fallið fyrir ofan Neskaupstað en þau sem staðfest voru í gær. Þetta segja sérfræðingar Veðurstofunnar en snjóathugunarmenn skoða nú aðstæður fyrir austan Víðir segir að snjómokstursmenn reyni nú að ryðja sér frá Egilsstöðum og yfir Fagradal til að koma birgðum á milli svæða áður en slæmt veður skellur á. Einnig sé unnið að því að ryðja veginn frá Eskifirði og í Neskaupstað, en slíkt getur tekið fjóra til fimm klukkutíma. „En þetta er snúið því það er enn mikil snjóflóðahætta og það er á nokkrum stöðum á þjóðveginum snjóflóðahætta þannig það er ekki víst að opnað verði fyrir almenna umferð um þetta svæði í dag.“ Varðskipið Þór kom til Eskifjarðar í nótt.Hreggviður Sigurþórsson Almannavarnir Snjóflóð í Neskaupstað Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Brenna líkin á nóttunni Innlent „Ég er ekkert búin að læra“ Innlent Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Innlent Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Innlent Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Erlent Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Innlent Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Innlent Fleiri fréttir Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Rýnt í kannanir og tendrun jólatrés í Hafnarfirði Alma verði heilbrigðisráðherra í stjórn Kristrúnar Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Sjá meira
„Staðan er þannig að það er enn mikil snjóflóðahætta á Austurlandi. Sérstaklega í Neskaupstað, Seyðisfirði og Eskifirði þannig rýmingum verður að mestu leyti haldið óbreytt áfram. Það verður endurmetið aftur reglulega en það er þó ekkert í kortunum sem við sjáum annað en að þetta verði svona jafnvel næstu daga því annað kvöld kemur aftur inn vont veður með meiri snjókomu þannig það er því miður staðan núna,“ sagði Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn almannavarna. Að neðan má sjá myndir af björgunaraðgerðum í Neskaupstað í gær. Eina svæðið þar sem rýmingu hefur verið aflétt er svæði átján í Neskaupstað. „En það er eini staðurinn sem er talið óhætt að fara í afléttingu á rýmingu en aðrir staðir á Seyðisfirði, Neskaupstað og Eskifirði verða áfram í rýmingu eins og var sett á í gær.“ Í fréttinni hér að neðan er nánar tilgreint hvaða hús tilheyra svæðinu: Óþægilegt að komast ekki heim í einhverja daga Víðir hvetur fólk til að fylgjast vel með upplýsingum frá almannavörnum. Staðan sé reglulega endurmetin. „Þetta er örugglega mjög óþægilegt að þurfa að yfirgefa heimili sitt og geta ekki farið þangað aftur í jafnvel einhverja daga. Ég held að það sé mjög erfitt fyrir alla.“ Níu gistu í fjöldahjálparstöðinni í Neskaupstað í nótt, en alls hafa 429 leitað þangað eftir að hún var opnuð. Fjöldahjálparstöðinni á Seyðisfirði var lokað í gærkvöld eftir að allir voru farnir. Enginn gisti þar í nótt en alls komu sextíu þangað í gær. Þá leituðu 75 í fjöldahjálparstöðina á Eskifirði. Reyna að flytja birgðir milli svæða Ummerki eru um að fleiri snjóflóð hafi fallið fyrir ofan Neskaupstað en þau sem staðfest voru í gær. Þetta segja sérfræðingar Veðurstofunnar en snjóathugunarmenn skoða nú aðstæður fyrir austan Víðir segir að snjómokstursmenn reyni nú að ryðja sér frá Egilsstöðum og yfir Fagradal til að koma birgðum á milli svæða áður en slæmt veður skellur á. Einnig sé unnið að því að ryðja veginn frá Eskifirði og í Neskaupstað, en slíkt getur tekið fjóra til fimm klukkutíma. „En þetta er snúið því það er enn mikil snjóflóðahætta og það er á nokkrum stöðum á þjóðveginum snjóflóðahætta þannig það er ekki víst að opnað verði fyrir almenna umferð um þetta svæði í dag.“ Varðskipið Þór kom til Eskifjarðar í nótt.Hreggviður Sigurþórsson
Almannavarnir Snjóflóð í Neskaupstað Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Brenna líkin á nóttunni Innlent „Ég er ekkert búin að læra“ Innlent Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Innlent Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Innlent Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Erlent Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Innlent Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Innlent Fleiri fréttir Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Rýnt í kannanir og tendrun jólatrés í Hafnarfirði Alma verði heilbrigðisráðherra í stjórn Kristrúnar Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Sjá meira