Samskiptastjóri Carbfix var efasemdamaður í loftslagsmálum Hólmfríður Gísladóttir skrifar 28. mars 2023 07:34 Ólafur Teitur Guðnason er samskiptastjóri Carbfix. Carbfix „Það er alveg kristaltært í mínum huga að loftslagsváin er ein alvarlegasta ógnin sem mannkynið stendur frammi fyrir. Við höfum stefnt lífsskilyrðum til framtíðar í stórhættu og á okkur öllum hvílir þung ábyrgð um að bregðast hratt og afgerandi við.“ Þetta segir Ólafur Teitur Guðnason, samskiptastjóri hjá Carbfix, í færslu sem hann birti á Facebook í gær en tilefnið er umfjöllun Mannlífs um fortíð Ólafs sem fjölmiðlapistlahöfundur hjá Viðskiptablaðinu á árunum 2004 til 2007. Ólafur var á þessum tíma mikill efasemdamaður í loftslagsmálum og skrifaði meðal annars, samkvæmt Mannlífi: „Yfirborð sjávar er sennilega ekki að hækka. Aðalskýringin á hitastigsbreytingum í andrúmsloftinu eru ekki gróðurhúsalofttegundir heldur mismunandi mikil virkni sólarinnar. Þetta eru því náttúrulegar sveiflur sem óþarfi er að hafa nokkrar áhyggjur af.“ Og: „Umfjöllun fjölmiðla um bráðnun jökla einkennist oftast nær af „hræðsluáróðri öfgamanna.“ Fréttamenn eru ginkeyptir fyrir þessum áróðri og þess vegna er ýmislegt í fréttum sem reynist „tóm þvæla þegar betur er að gáð.“ Pistlanir voru gefnir út í fjórum bókum, þar sem þeirri spurningu var varpað fram á forsíðu hvort fjölmiðlum væri treystandi. Í umfjöllun Mannlífs er vakin athygli á því að Ólafur, sem starfaði áður fyrir ISAL og Rio Tinto Alcan, vinnur nú fyrir fyrirtæki sem hefur það bókstaflega að markmiði að binda koldíoxíð í berglög til að draga úr loftslagsáhrifum. „Ég gengst fyllilega við því að hafa haft þessa skoðun fyrir tæpum 20 árum. Í dag veit ég betur. Mér varð ljóst fyrir mjög mörgum árum að mín fyrri afstaða ætti ekki rétt á sér lengur og væri beinlínis óábyrg,“ segir Ólafur Teitur nú á Facebook. „Stundum tók ég enn sterkar til orða án þess að hafa fyrir því innistæðu“ „Árið 2004, þegar ég var þrítugur, hóf ég að skrifa vikulega pistla í Viðskiptablaðið um fjölmiðla. Í pistlunum gagnrýndi ég fréttir og umfjöllun sem mér fannst ekki standast skoðun. Orðalag mitt í þessum pistlum var oft ögrandi og hvasst. Ég hef ekki nákvæma tölu á hversu marga pistla ég skrifaði en mér finnst ekki ósennilegt að þeir hafi verið öðru hvorum megin við hundrað,“ segir Ólafur Teitur. „Nú hefur verið rifjað upp í Mannlífi að í nokkur skipti gagnrýndi ég fréttir og umfjöllun um loftslagsmál og hlýnun jarðar af mannavöldum. Eins og skrifin bera með sér var ég á þessum tíma í hópi efasemdafólks. Réttilega er rifjað upp að ég skrifaði að málið væri „umdeilt“ og: „Staðreyndin er sú að við vitum þetta ekki fyrir víst.“ Stundum tók ég enn sterkar til orða án þess að hafa fyrir því innistæðu. Og án efa hef ég líka stundum fallið í þá gryfju að leggja trúnað á heimildir sem voru vafasamar og kannski settar fram í óheiðarlegum tilgangi.“ Ólafur Teitur segist ekki telja það rýra afstöðu sína í dag að hafa haft efasemdir í fortíðinni. Þá trufli hann það ekkert að viðurkenna að hann hafi haft rangt fyrir sér. „Aftur á móti væri mér mjög þungbært ef feilspor mín í fortíðinni köstuðu rýrð á það frábæra starf sem kollegar mínir hjá Carbfix hafa unnið hörðum höndum að allt frá árinu 2007; framúrskarandi vísindafólk með botnlausa ástríðu fyrir umhverfis- og loftslagsmálum.“ Umhverfismál Loftslagsmál Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Brenna líkin á nóttunni Innlent Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Innlent Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Innlent Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Innlent Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Erlent Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Innlent Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Innlent Fleiri fréttir Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Séreign áfram leyfð inn á lán og ekkert kílómetragjald „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Rýnt í kannanir og tendrun jólatrés í Hafnarfirði Alma verði heilbrigðisráðherra í stjórn Kristrúnar Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Sjá meira
Þetta segir Ólafur Teitur Guðnason, samskiptastjóri hjá Carbfix, í færslu sem hann birti á Facebook í gær en tilefnið er umfjöllun Mannlífs um fortíð Ólafs sem fjölmiðlapistlahöfundur hjá Viðskiptablaðinu á árunum 2004 til 2007. Ólafur var á þessum tíma mikill efasemdamaður í loftslagsmálum og skrifaði meðal annars, samkvæmt Mannlífi: „Yfirborð sjávar er sennilega ekki að hækka. Aðalskýringin á hitastigsbreytingum í andrúmsloftinu eru ekki gróðurhúsalofttegundir heldur mismunandi mikil virkni sólarinnar. Þetta eru því náttúrulegar sveiflur sem óþarfi er að hafa nokkrar áhyggjur af.“ Og: „Umfjöllun fjölmiðla um bráðnun jökla einkennist oftast nær af „hræðsluáróðri öfgamanna.“ Fréttamenn eru ginkeyptir fyrir þessum áróðri og þess vegna er ýmislegt í fréttum sem reynist „tóm þvæla þegar betur er að gáð.“ Pistlanir voru gefnir út í fjórum bókum, þar sem þeirri spurningu var varpað fram á forsíðu hvort fjölmiðlum væri treystandi. Í umfjöllun Mannlífs er vakin athygli á því að Ólafur, sem starfaði áður fyrir ISAL og Rio Tinto Alcan, vinnur nú fyrir fyrirtæki sem hefur það bókstaflega að markmiði að binda koldíoxíð í berglög til að draga úr loftslagsáhrifum. „Ég gengst fyllilega við því að hafa haft þessa skoðun fyrir tæpum 20 árum. Í dag veit ég betur. Mér varð ljóst fyrir mjög mörgum árum að mín fyrri afstaða ætti ekki rétt á sér lengur og væri beinlínis óábyrg,“ segir Ólafur Teitur nú á Facebook. „Stundum tók ég enn sterkar til orða án þess að hafa fyrir því innistæðu“ „Árið 2004, þegar ég var þrítugur, hóf ég að skrifa vikulega pistla í Viðskiptablaðið um fjölmiðla. Í pistlunum gagnrýndi ég fréttir og umfjöllun sem mér fannst ekki standast skoðun. Orðalag mitt í þessum pistlum var oft ögrandi og hvasst. Ég hef ekki nákvæma tölu á hversu marga pistla ég skrifaði en mér finnst ekki ósennilegt að þeir hafi verið öðru hvorum megin við hundrað,“ segir Ólafur Teitur. „Nú hefur verið rifjað upp í Mannlífi að í nokkur skipti gagnrýndi ég fréttir og umfjöllun um loftslagsmál og hlýnun jarðar af mannavöldum. Eins og skrifin bera með sér var ég á þessum tíma í hópi efasemdafólks. Réttilega er rifjað upp að ég skrifaði að málið væri „umdeilt“ og: „Staðreyndin er sú að við vitum þetta ekki fyrir víst.“ Stundum tók ég enn sterkar til orða án þess að hafa fyrir því innistæðu. Og án efa hef ég líka stundum fallið í þá gryfju að leggja trúnað á heimildir sem voru vafasamar og kannski settar fram í óheiðarlegum tilgangi.“ Ólafur Teitur segist ekki telja það rýra afstöðu sína í dag að hafa haft efasemdir í fortíðinni. Þá trufli hann það ekkert að viðurkenna að hann hafi haft rangt fyrir sér. „Aftur á móti væri mér mjög þungbært ef feilspor mín í fortíðinni köstuðu rýrð á það frábæra starf sem kollegar mínir hjá Carbfix hafa unnið hörðum höndum að allt frá árinu 2007; framúrskarandi vísindafólk með botnlausa ástríðu fyrir umhverfis- og loftslagsmálum.“
Umhverfismál Loftslagsmál Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Brenna líkin á nóttunni Innlent Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Innlent Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Innlent Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Innlent Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Erlent Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Innlent Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Innlent Fleiri fréttir Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Séreign áfram leyfð inn á lán og ekkert kílómetragjald „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Rýnt í kannanir og tendrun jólatrés í Hafnarfirði Alma verði heilbrigðisráðherra í stjórn Kristrúnar Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Sjá meira