„Fólkinu líður eðlilega illa, þetta er mikið áfall“ Máni Snær Þorláksson og Kristján Már Unnarsson skrifa 27. mars 2023 21:14 Margrét María Sigurðardóttir, lögreglustjóri á Austurlandi, ræddi við fréttastofu um stöðu mála fyrir austan. Sigurjón Ólason Að minnsta kosti þrjú snjóflóð féllu í morgun í Neskaupstað og síðan þá hafa önnur flóð fallið fyrir austan. Fjölmargir viðbragðsaðilar hafa streymt austur og eru til taks ef fleiri flóð verða. Að sögn lögreglustjórans á Austurlandi líður fólki á svæðinu illa. „Fólkinu líður eðlilega illa, þetta er mikið áfall,“ segir Margrét María Sigurðardóttir, lögreglustjóri á Austurlandi, í samtali við fréttastofu í dag. Fjallað var ítarlega um snjóflóðin fyrir austan í fréttatíma Stöðvar 2 í kvöld. Margrét segir að fólk vilji búa í öryggi en að atburðir sem þessir raski því. „Það er ákveðin saga líka sem fólk er að glíma við,“ segir hún en mannskæð snjóflóð hafa áður fallið á svæðinu. Björgunarsveitarmenn á Egilsstaðaflugvelli í dag.Sigurjón Ólason „Þannig auðvitað erum við áhyggjufull yfir því en þetta er veruleikinn sem við erum í og við erum að gera það sem við getum til að tryggja öryggi fólks. Vonandi fer fólkinu að líða betur þegar það sér það.“ Hundar, sérþjálfaðir til leitar að fólki í snjóflóði, voru meðal farþega sem flugu austur á land í dag.KMU Þá segir Margrét að viðbragðsaðilar séu reiðubúnir ef fleiri snjóflóð falla: „Við náttúrulega vonum að það reyni ekki á þetta en við viljum vera tilbúin. Það eru allir að störfum. Það er ástand bæði á Seyðisfirði og í Neskaupstað og síðan núna á Eskifirði.“ Átti ekki von á þessu í gær Guðmundur Jóhannsson, björgunarsveitarmaður í björgunarsveitinni Jökli, segist ekki hafa átt von á því að vakna við snjóflóð í morgun. „Í gær var ekki mikill snjór en svo kemur þetta allt í einu bara í nótt. Þetta er lausamjöll, hún fer af stað við minnstu hreyfingu,“ segir hann. Guðmundur Jóhannsson, björgunarsveitarmaður af Jökuldal.Sigurjón Ólason „Ég átti aldrei von á þessu í gær þegar ég fór á koddann, þá átti ég ekki von á því að fá SMS í morgun um að þetta hefði skeð - alls ekki.“ Ennþá er lokað fyrir eina mikilvægustu samgönguæð Austurlands, veginn um Fagradal. „Ennþá eru vegirnir lokaðir niður eftir þannig við komumst hvorki lönd né strönd héðan,“ segir Guðmundur. Úr björgunarmiðstöðinni á Egilsstöðum í dag.Sigurjón Ólason „En það er varðskip á leiðinni á Vopnafjörð og það verða mögulega sendir aðilar þangað til að leysa af í nótt. Þangað verður okkar viðbragði streymt ef það opnast ekki leiðir.“ Í kvöld fór flokkur uppi á Fjarðarheiði með snjóblásara til að reyna að opna heiðina, þó ekki væri nema bara fyrir viðbragðsaðila. Það er hins vegar óvíst hvenær það verður hægt að opna fyrir umferð um Fagradalsbraut. Snjóflóð á Íslandi Snjóflóð í Neskaupstað Fjarðabyggð Björgunarsveitir Almannavarnir Tengdar fréttir Mættir austur með tryllitæki Að minnsta kosti þrjú snjóflóð féllu í Neskaupstað í Norðfirði í morgun. Björgunarsveitarmenn hafa fjölmennt þangað og í önnur bæjarfélög á svæðinu til að hjálpa og vera til taks ef önnur snjóflóð falla. 27. mars 2023 17:49 Mest lesið Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Innlent Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Innlent Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Erlent Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Innlent „Ég er ekkert búin að læra“ Innlent Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð Innlent Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fleiri fréttir Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Rýnt í kannanir og tendrun jólatrés í Hafnarfirði Alma verði heilbrigðisráðherra í stjórn Kristrúnar Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Sjá meira
„Fólkinu líður eðlilega illa, þetta er mikið áfall,“ segir Margrét María Sigurðardóttir, lögreglustjóri á Austurlandi, í samtali við fréttastofu í dag. Fjallað var ítarlega um snjóflóðin fyrir austan í fréttatíma Stöðvar 2 í kvöld. Margrét segir að fólk vilji búa í öryggi en að atburðir sem þessir raski því. „Það er ákveðin saga líka sem fólk er að glíma við,“ segir hún en mannskæð snjóflóð hafa áður fallið á svæðinu. Björgunarsveitarmenn á Egilsstaðaflugvelli í dag.Sigurjón Ólason „Þannig auðvitað erum við áhyggjufull yfir því en þetta er veruleikinn sem við erum í og við erum að gera það sem við getum til að tryggja öryggi fólks. Vonandi fer fólkinu að líða betur þegar það sér það.“ Hundar, sérþjálfaðir til leitar að fólki í snjóflóði, voru meðal farþega sem flugu austur á land í dag.KMU Þá segir Margrét að viðbragðsaðilar séu reiðubúnir ef fleiri snjóflóð falla: „Við náttúrulega vonum að það reyni ekki á þetta en við viljum vera tilbúin. Það eru allir að störfum. Það er ástand bæði á Seyðisfirði og í Neskaupstað og síðan núna á Eskifirði.“ Átti ekki von á þessu í gær Guðmundur Jóhannsson, björgunarsveitarmaður í björgunarsveitinni Jökli, segist ekki hafa átt von á því að vakna við snjóflóð í morgun. „Í gær var ekki mikill snjór en svo kemur þetta allt í einu bara í nótt. Þetta er lausamjöll, hún fer af stað við minnstu hreyfingu,“ segir hann. Guðmundur Jóhannsson, björgunarsveitarmaður af Jökuldal.Sigurjón Ólason „Ég átti aldrei von á þessu í gær þegar ég fór á koddann, þá átti ég ekki von á því að fá SMS í morgun um að þetta hefði skeð - alls ekki.“ Ennþá er lokað fyrir eina mikilvægustu samgönguæð Austurlands, veginn um Fagradal. „Ennþá eru vegirnir lokaðir niður eftir þannig við komumst hvorki lönd né strönd héðan,“ segir Guðmundur. Úr björgunarmiðstöðinni á Egilsstöðum í dag.Sigurjón Ólason „En það er varðskip á leiðinni á Vopnafjörð og það verða mögulega sendir aðilar þangað til að leysa af í nótt. Þangað verður okkar viðbragði streymt ef það opnast ekki leiðir.“ Í kvöld fór flokkur uppi á Fjarðarheiði með snjóblásara til að reyna að opna heiðina, þó ekki væri nema bara fyrir viðbragðsaðila. Það er hins vegar óvíst hvenær það verður hægt að opna fyrir umferð um Fagradalsbraut.
Snjóflóð á Íslandi Snjóflóð í Neskaupstað Fjarðabyggð Björgunarsveitir Almannavarnir Tengdar fréttir Mættir austur með tryllitæki Að minnsta kosti þrjú snjóflóð féllu í Neskaupstað í Norðfirði í morgun. Björgunarsveitarmenn hafa fjölmennt þangað og í önnur bæjarfélög á svæðinu til að hjálpa og vera til taks ef önnur snjóflóð falla. 27. mars 2023 17:49 Mest lesið Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Innlent Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Innlent Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Erlent Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Innlent „Ég er ekkert búin að læra“ Innlent Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð Innlent Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fleiri fréttir Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Rýnt í kannanir og tendrun jólatrés í Hafnarfirði Alma verði heilbrigðisráðherra í stjórn Kristrúnar Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Sjá meira
Mættir austur með tryllitæki Að minnsta kosti þrjú snjóflóð féllu í Neskaupstað í Norðfirði í morgun. Björgunarsveitarmenn hafa fjölmennt þangað og í önnur bæjarfélög á svæðinu til að hjálpa og vera til taks ef önnur snjóflóð falla. 27. mars 2023 17:49