Andri: Fram er besta hraðaupphlaupslið á landinu Árni Gísli Magnússon skrifar 25. mars 2023 18:29 Andri Snær Stefánsson, þjálfari KA/Þórs. Vísir/Hulda Margrét Andri Snær Stefánsson, þjálfari KA/Þór, var svekktur með tap gegn Fram á heimavelli í dag en fann þó jákvæða punkta leik liðsins. „Svekktur vissulega því við unnum mikið í að koma til baka og vorum búin að hleypa þessu upp í hörkuleik í lokin, eitt mark, og þær voru í basli með okkur en við hefðum þurft að vera klókari síðustu einu og hálfa mínútuna og þá hefðum við getað klórað stig út úr þessu en auðvitað bara svekkjandi að tapa því að við lögðum mikið í þetta. Það sem við erum að klikka á er að við erum að fá á okkur gríðarlega mikið af mörkum í seinna tempóinu. Fram bara gerir þetta fáránlega vel, ég ætla gefa þeim það, en við engu að síður eigum að leysa þetta betur því við vorum oft á staðnum en það vantaði meiri klókindi í færslunum. Þórey er að fá alltof mikið af færum í seinna tempóinu þar sem við erum bara með lélegar færslur og við þurfum að laga það því mér finnst mjög líklegt að þessi lið mætist í úrslitkeppninni og það er bara áfram gakk.” KA/Þór er sem stendur í 4. sæti og Fram í því fimmta. Ein umferð er eftir af deildinni og þessi lið munu mætast í úrslitakeppninni ef þetta verður lokastaðan að deildarkeppninni lokinni. Hvernig ætlar Andri að nálgast það verkefni ef svo fer að liðin mætist í úrslitakeppninni? „Það kemur í ljós hvort við fáum þær en mér finnst það líklegt. Það er ekkert leyndarmál, það vita allir að Fram er besta hraðaupphlaupslið á landinu og við þurfum bara að halda áfram að skoða hvernig við lögum það því við fundum ekki lausnirnar í dag en engu að síður þá er ég ánægður með margt í leiknum hjá okkur. Mér fannst við vera taka ákveðið skref fram á við miðað við síðustu leiki en það er klárt að það eru áfram hlutir sem við erum að vinna í og við verðum að vera tilbúnar að bretta upp ermar og vinna þá vinnu.” Nathalia Soares og Rut Jónsdóttir skorar 17 af 25 mörkum liðins í dag. Þurfa ekki fleiri leikmenn að stíga upp sóknarlega? „Já klárlega. Við erum að tala um að það er plús á Rut allan leikinn og auðvitað er þetta oft svolítið hikst í kjölfarið að spila á móti svoleiðis vörn en engu að síður vorum við oft að spila okkur í ágætis stöður og ég var alveg ánægður með kerfin sem slík en við hefðum þurft að fara betur með færin og þurftum aðeins að finna betur hornin og línuna og þá hefðum við verið í betri málum.” Leikmenn og þjálfarar KA/Þór voru oft ósáttir með ákvarðanir dómara leiksins og létu óánægju sínu bersýnilega í ljós. Andri vildi þó ekkert tjá sig um það eftir leik. „Ég ætla segja no comment bara. Þeir eru að gera sitt besta og það er bara þannig”. Olís-deild kvenna KA Þór Akureyri Fram Mest lesið Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sport Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi Enski boltinn „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Formúla 1 Langlíklegast að Ísland fari í umspil í mars og lítinn HM-riðil Fótbolti Fyrsta stóra fótboltafélagið sem yfirgefur X-ið: „Hatursvél“ Fótbolti United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Enski boltinn LeBron gefur vísbendingu hvenær hann hættir Körfubolti Veðjar öllum ágóðanum af bardaga sínum á sigur Tysons Sport Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Benni og Drungilas mæta á gamla heimavöllinn Sport Fleiri fréttir Mosfellingar í vandræðum í Grafarvogi en redduðu sér í lokin Anna Karólína varði þrjú víti en það dugði ekki til Guðjón Valur án Íslendinga en áfram í bikarnum Uppgjörið: Grótta - Haukar 25-42 | Haukar kjöldrógu Gróttu FH-ingar í fínum gír án Arons „Enn sáttari með að allir leikmenn fari heilir inn í þetta jólafrí” Embla tryggði Stjörnunni sigur Rúnar frábær í sigri á gamla heimavelli sínum í Eyjum Íslendingalið í bikarúrslit í Noregi en aðeins eitt áfram í þýska bikarnum Uppgjör og viðtöl: Haukar - Fram 20-28 | Sannfærandi sigur Fram Einar Bragi öflugur í stórsigri Kristianstad Þórey Anna minnti á sig í 35. sigri Valskvenna í röð Er HSÍ í samstarfi við Adidas eða ekki? „Það er erfitt að færa þessar fregnir“ Nýja mamman „hefði þurft 1-2 mánuði í viðbót“ Sandra ekki í EM-hópnum en Rut fer með Svona var fundurinn er Arnar tilkynnti EM-hópinn Íslenski risinn sem gnæfir yfir Porto: „Myndi ekki vilja gera neitt annað“ Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Viktor Gísli í úrvalsliði fyrstu tveggja umferða undankeppninnar Andrea öflug í sigri á Söndru og stöllum í Metzungen Dana klikkaði ekki á skoti en Volda tapaði stigi Annar sannfærandi sigur hjá lærisveinum Alfreðs Gísla Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Frábær þriggja marka sigur Vals Botnliðið sótti tvö stig út í Eyjar Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Fram 18-24 | Framkonur góðar í Garðabæ Rakel Dögg: Þá eru meiri líkur á sigri Haukar sóttu sigur á Suðurlandið Má búast við hasar í hörkuverkefni Sjá meira
„Svekktur vissulega því við unnum mikið í að koma til baka og vorum búin að hleypa þessu upp í hörkuleik í lokin, eitt mark, og þær voru í basli með okkur en við hefðum þurft að vera klókari síðustu einu og hálfa mínútuna og þá hefðum við getað klórað stig út úr þessu en auðvitað bara svekkjandi að tapa því að við lögðum mikið í þetta. Það sem við erum að klikka á er að við erum að fá á okkur gríðarlega mikið af mörkum í seinna tempóinu. Fram bara gerir þetta fáránlega vel, ég ætla gefa þeim það, en við engu að síður eigum að leysa þetta betur því við vorum oft á staðnum en það vantaði meiri klókindi í færslunum. Þórey er að fá alltof mikið af færum í seinna tempóinu þar sem við erum bara með lélegar færslur og við þurfum að laga það því mér finnst mjög líklegt að þessi lið mætist í úrslitkeppninni og það er bara áfram gakk.” KA/Þór er sem stendur í 4. sæti og Fram í því fimmta. Ein umferð er eftir af deildinni og þessi lið munu mætast í úrslitakeppninni ef þetta verður lokastaðan að deildarkeppninni lokinni. Hvernig ætlar Andri að nálgast það verkefni ef svo fer að liðin mætist í úrslitakeppninni? „Það kemur í ljós hvort við fáum þær en mér finnst það líklegt. Það er ekkert leyndarmál, það vita allir að Fram er besta hraðaupphlaupslið á landinu og við þurfum bara að halda áfram að skoða hvernig við lögum það því við fundum ekki lausnirnar í dag en engu að síður þá er ég ánægður með margt í leiknum hjá okkur. Mér fannst við vera taka ákveðið skref fram á við miðað við síðustu leiki en það er klárt að það eru áfram hlutir sem við erum að vinna í og við verðum að vera tilbúnar að bretta upp ermar og vinna þá vinnu.” Nathalia Soares og Rut Jónsdóttir skorar 17 af 25 mörkum liðins í dag. Þurfa ekki fleiri leikmenn að stíga upp sóknarlega? „Já klárlega. Við erum að tala um að það er plús á Rut allan leikinn og auðvitað er þetta oft svolítið hikst í kjölfarið að spila á móti svoleiðis vörn en engu að síður vorum við oft að spila okkur í ágætis stöður og ég var alveg ánægður með kerfin sem slík en við hefðum þurft að fara betur með færin og þurftum aðeins að finna betur hornin og línuna og þá hefðum við verið í betri málum.” Leikmenn og þjálfarar KA/Þór voru oft ósáttir með ákvarðanir dómara leiksins og létu óánægju sínu bersýnilega í ljós. Andri vildi þó ekkert tjá sig um það eftir leik. „Ég ætla segja no comment bara. Þeir eru að gera sitt besta og það er bara þannig”.
Olís-deild kvenna KA Þór Akureyri Fram Mest lesið Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sport Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi Enski boltinn „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Formúla 1 Langlíklegast að Ísland fari í umspil í mars og lítinn HM-riðil Fótbolti Fyrsta stóra fótboltafélagið sem yfirgefur X-ið: „Hatursvél“ Fótbolti United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Enski boltinn LeBron gefur vísbendingu hvenær hann hættir Körfubolti Veðjar öllum ágóðanum af bardaga sínum á sigur Tysons Sport Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Benni og Drungilas mæta á gamla heimavöllinn Sport Fleiri fréttir Mosfellingar í vandræðum í Grafarvogi en redduðu sér í lokin Anna Karólína varði þrjú víti en það dugði ekki til Guðjón Valur án Íslendinga en áfram í bikarnum Uppgjörið: Grótta - Haukar 25-42 | Haukar kjöldrógu Gróttu FH-ingar í fínum gír án Arons „Enn sáttari með að allir leikmenn fari heilir inn í þetta jólafrí” Embla tryggði Stjörnunni sigur Rúnar frábær í sigri á gamla heimavelli sínum í Eyjum Íslendingalið í bikarúrslit í Noregi en aðeins eitt áfram í þýska bikarnum Uppgjör og viðtöl: Haukar - Fram 20-28 | Sannfærandi sigur Fram Einar Bragi öflugur í stórsigri Kristianstad Þórey Anna minnti á sig í 35. sigri Valskvenna í röð Er HSÍ í samstarfi við Adidas eða ekki? „Það er erfitt að færa þessar fregnir“ Nýja mamman „hefði þurft 1-2 mánuði í viðbót“ Sandra ekki í EM-hópnum en Rut fer með Svona var fundurinn er Arnar tilkynnti EM-hópinn Íslenski risinn sem gnæfir yfir Porto: „Myndi ekki vilja gera neitt annað“ Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Viktor Gísli í úrvalsliði fyrstu tveggja umferða undankeppninnar Andrea öflug í sigri á Söndru og stöllum í Metzungen Dana klikkaði ekki á skoti en Volda tapaði stigi Annar sannfærandi sigur hjá lærisveinum Alfreðs Gísla Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Frábær þriggja marka sigur Vals Botnliðið sótti tvö stig út í Eyjar Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Fram 18-24 | Framkonur góðar í Garðabæ Rakel Dögg: Þá eru meiri líkur á sigri Haukar sóttu sigur á Suðurlandið Má búast við hasar í hörkuverkefni Sjá meira