„Gríðarlegur léttir að málinu sé lokið“ Sigurður Orri Kristjánsson skrifar 25. mars 2023 12:41 Jónsi í Sigur Rós var ásamt öðrum meðlimum hljómsveitarinnar sakaður um stórfelld skattsvikabrot. Bjarnfreður Ólafsson, lögmaður Jóns, segir mikinn létti að málinu sé lokið. vísir/vilhelm Margra ára skattsvikamáli hljómsveitarinnar Sigur rósar lauk í gær þegar að Landsréttur vísaði kröfu ríkisskattstjóra frá dómi. Lögmaður Jóns Þórs Birgissonar, eða Jónsa í Sigur rós eins og hann er oftast kallaður, segir skattstjóra hafa of víðtækar heimildir til kyrrsetningar. Málið hefur staðið ansi lengi og höfðu eignir Jóns verið kyrrsettar allt frá árinu 2017 en meðlimir hljómsveitarinnar voru grunaðir um að hafa ekki greitt skatt upp á rúmlega 150 milljónir króna. Máli allra annarra hljómsveitarmeðlima en Jóns voru felld niður árið 2021 en málinu gegn honum var haldið til streitu. Bjarnfreður Ólafsson, lögmaður Jónsa, segir mikinn létti að málinu sé lokið. „Þetta er búið að taka gríðarlega langan tíma. Bara það að standa í þessu er gríðarleg refsing fyrir hvern þann sem þarf að hafa þetta hangandi yfir sér. Háar fjársektir sem eru lágmark ef menn eru dæmdir sekir, í þessu tilfelli hefði það hlaupið á hundruðum milljóna. Þetta er gríðarlegur léttir. “ Alvanalegt sé þó að skattrannsóknir taki langan tíma. „Það er því miður ekki óvenjulegt að þessi mál taki svona langan tíma. Það er verið að vinna í því að einfalda þetta í kerfinu en það gengur allt of hægt að finna fljótari jarðveg fyrir þessi mál. Þetta er of langt ferli. “ En kom áfrýjun yfirvalda á óvart? „Já þeir áfrýjuðu stórum hluta ekki en ákváðu að láta reyna á ákveðna þætti gagnvart Jóni Þór. Það voru gríðarleg vonbrigði og við töldum það ástæðulausa áfrýjun.“ Heimildir yfirvalda séu mjög víðtækar. „Heimildirnar þurfa að vera bundnar einhverjum skilyrðum og það þarf að sýna fram á nauðsyn. Það er mjög erfitt að snúa kyrrsetningum við, þetta eru það víðtækar heimildir. Sigur Rós Dómsmál Skattamál Sigur Rósar Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Brenna líkin á nóttunni Innlent Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Innlent „Ég er ekkert búin að læra“ Innlent Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Erlent Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Innlent Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Innlent Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Innlent Fleiri fréttir Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Rýnt í kannanir og tendrun jólatrés í Hafnarfirði Alma verði heilbrigðisráðherra í stjórn Kristrúnar Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Sjá meira
Málið hefur staðið ansi lengi og höfðu eignir Jóns verið kyrrsettar allt frá árinu 2017 en meðlimir hljómsveitarinnar voru grunaðir um að hafa ekki greitt skatt upp á rúmlega 150 milljónir króna. Máli allra annarra hljómsveitarmeðlima en Jóns voru felld niður árið 2021 en málinu gegn honum var haldið til streitu. Bjarnfreður Ólafsson, lögmaður Jónsa, segir mikinn létti að málinu sé lokið. „Þetta er búið að taka gríðarlega langan tíma. Bara það að standa í þessu er gríðarleg refsing fyrir hvern þann sem þarf að hafa þetta hangandi yfir sér. Háar fjársektir sem eru lágmark ef menn eru dæmdir sekir, í þessu tilfelli hefði það hlaupið á hundruðum milljóna. Þetta er gríðarlegur léttir. “ Alvanalegt sé þó að skattrannsóknir taki langan tíma. „Það er því miður ekki óvenjulegt að þessi mál taki svona langan tíma. Það er verið að vinna í því að einfalda þetta í kerfinu en það gengur allt of hægt að finna fljótari jarðveg fyrir þessi mál. Þetta er of langt ferli. “ En kom áfrýjun yfirvalda á óvart? „Já þeir áfrýjuðu stórum hluta ekki en ákváðu að láta reyna á ákveðna þætti gagnvart Jóni Þór. Það voru gríðarleg vonbrigði og við töldum það ástæðulausa áfrýjun.“ Heimildir yfirvalda séu mjög víðtækar. „Heimildirnar þurfa að vera bundnar einhverjum skilyrðum og það þarf að sýna fram á nauðsyn. Það er mjög erfitt að snúa kyrrsetningum við, þetta eru það víðtækar heimildir.
Sigur Rós Dómsmál Skattamál Sigur Rósar Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Brenna líkin á nóttunni Innlent Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Innlent „Ég er ekkert búin að læra“ Innlent Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Erlent Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Innlent Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Innlent Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Innlent Fleiri fréttir Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Rýnt í kannanir og tendrun jólatrés í Hafnarfirði Alma verði heilbrigðisráðherra í stjórn Kristrúnar Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Sjá meira