20. mars er alþjóðlegi hamingjudagurinn Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar 20. mars 2023 07:30 Yfirlýsing Sameinuðu þjóðanna, minnir okkur á að við eigum öll rétt á að njóta hamingju. Við getum ekki lifað hamingjuríku lífi þar sem ríkir ófriður, lítilsvirðing og vantraust. Í slíku umhverfi er líka oft stutt í langvarandi kvíða og veikindi. Þúsundir Íslendinga leita stuðnings við kvíða, vanlíðan og geðvanda Að meðaltali, skv. könnunum, eru Íslendingar ein hamingjusamasta þjóð í heimi. En það er engu að síður óásættanlegt hversu stór hluti Íslendinga líður þannig að þeir njóti sín ekki í starfi og leik og að þúsundir þurfa m.a. þjónustu VIRK, geðlækna og sálfræðinga. Hvernig þarf samfélagið að vera til þess að flestir njóti hamingju? Þau mál þurfum við að ræða af hreinskilni og einlægni. Ég legg hér mitt af mörkum og vona að það opni á frekari umræðu, sem styður þann lífsmáta á Íslandi að þar hafi allir forsendur til að njóta lífsins. Sjálfstraust og virðing Öll framkoma sem veldur öryggisleysi og vanlíðan er uppspretta óhamingju. Við verðum því að hafa sjálfstraust í samskiptum og sýna hvert öðru virðingu. Við séum óhrædd við að ræða ólík sjónarmið án þess að lítilsvirða manninn. Einn sterkasti grunnurinn að hamingju er að njóta góðs atlætis og vináttu ævilangt. Það hefur sérstaklega verið rannsakað að fyrstu 1000 dagar í lífi barns skiptir sköpum í afstöðu og viðhorfum á lífsleiðinni. Þá verði til grunnstuðull hamingjunnar. Það er einnig ljóst, á hvaða aldri sem við erum, að ef við lifum lengi í umhverfi ótta og ósættis fylgir því öryggisleysi og kvíði. Við missum orku sem getur leitt til erfiðra veikindi og kulnunar. Hver er þinn lífsmáti? Öll veljum við okkar lífsmáta. Ég var svo heppinn í því tilfelli að kynnast góðri leið sem hentar mér vel. Það er Qigong lífsmátinn og æfingar sem Gunnar Eyjólfsson leikari kynnti og innleiddi á Íslandi árið 1994. Gunnar var fyrsti lærimeistari minn í Qigong árið 2009. Qigong lífsorkuæfingar hafa verið stundaðar í Kína í 5000 ár. Æfingarnar byggja á djúpri öndun, mjúkum og styrkjandi hreyfingum, með heilandi hugleiðslu. Gunnar lagði alltaf áherslu á að Qigong væri ekki íþrótt heldur lífsmáti. Þar sem við berum ábyrgð á lífi okkar, m.a. með því að virða náttúruna og stunda æfingarnar að meðaltali um 20-30 mínútur á dag, með öðrum orðum um þrjár klukkustundir á viku. Við þökkum lífið, horfum bjartsýn til framtíðar, en lifum í núinu og njótum þess. Ég þakka lífið og vil brosa til þeirra sem ég mæti Með lífsmátanum erum við að styrkja innri orku okkar, vináttu og sjálfsöryggi. Jákvæður hugur, brosið nær til hjartans og við eru óhrædd að brosa til þeirra sem við mætum. Við byggjum upp jákvætt hugarfar og nýtum lífskraftinn vel og erum reiðubúin til að takast á við erfiðleika þegar þeir steðja að okkur. Við erum óhrædd við að tjá okkur og leita stuðnings þegar þess er þörf. Andleg og líkamleg lífsrækt Ljóst er að til að viðhalda heilsu og hamingju þurfum við stöðugt að rækta okkur andlega og líkamlega. Á lífsleiðinni geta allir gert mistök. Berum virðingu fyrir okkur sjálfum, metum vináttuna og temjum okkur að fyrirgefa þegar þess er þörf. Við umberum aldrei lítilsvirðingu eða ofbeldi. Í samskiptum hlustum við af athygli, virðum og metum skoðanir, spyrjum ef þess er þörf og leggjum okkar til málanna. Við finnum til ábyrgðar á eigin lífi, vitum að það er nóg pláss fyrir okkur öll og okkur líður best þegar allir njóta sín. „Heilagar“ 180 mínútur á viku til alhliða heilsueflingar Það er auðvelt að setja falleg orð á blað, en hvert og eitt okkar þarf að ákveða hvaða lífsmáti getur verið grunnur að eigin hamingju. En hvaða leið sem verður fyrir valinu, er okkur nauðsynlegt að taka frá a.m.k. þrjá „heilagar“ klukkustundir á viku til að sinna heilsunni. Gleðjumst, hrósum, hvetjum og virðum hvert annað Alþjóðlegi hamingjudaginn minnir okkur á að það er okkar allra að skapa samfélag þar sem grunnforsendur fyrir hamingjuríku lífi eru til staðar. Lífsmátinn þarf að tryggja að við getum átt góð samskipti, við sýnum hvert öðru virðingu og umburðarlyndi. Hvetjum og styrkjum þannig að allir öðlist sjálfstraust, sjálfstæði og þor til að gera meira af því sem okkur langar til, sjá draumana rætast og lifa heillaríku gefandi lífi. Höfundur er fyrirlesari og leiðbeinandi í Qigong, leiðtogahæfni og jákvæðum lífsmáta. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Ert þú með geðsjúkdóm? Mjög líklega... Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun „Hvenær var þetta samtal við þjóðina tekið?“ spurði garðyrkjubóndinn Halla Hrund Logadóttir Skoðun Geðheilbrigðiskerfi án sálfræðinga, hvernig hljómar það? María Mjöll Björnsdóttir Skoðun Þeir sem þurfa ekki að takast á við afleiðingar gjörða sinna Davíð Már Sigurðsson Skoðun Fær ESB Ísland í jólagjöf? Stefán Vagn Stefánsson Skoðun Náttúruspjöll í sveitarfélagi ársins Kjartan H. Ágústsson Skoðun Tapast hafa sveitarstjórnarmenn af öllu landinu Sigurður Freyr Sigurðarson Skoðun Kjósum Rósu á þing Linda Baldvinsdóttir Skoðun Frekar vandræðalegt Ólafur Hauksson Skoðun Kópavogur lækkar skatta á íbúa Orri Hlöðversson,Gunnar Sær Ragnarsson Skoðun Skoðun Skoðun Betra heilbrigðiskerfi fyrir konur Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun KVISS BANG! - mætti lausnin sem bjargaði Svíum nýtast okkur ? Jakob Frímann Magnússon skrifar Skoðun Kennaramenntun án afkomuótta: Lykill að sterkari samfélögum Kristín Dýrfjörð skrifar Skoðun Náttúruminjasafn Íslands – klárum verkefnið Hilmar J. Malmquist skrifar Skoðun Inngilding erlends starfsfólks á íslenskum vinnumarkaði Ingunn Björk Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Að eta útsæði Sigríiður Á. Andersen skrifar Skoðun Kjósum kratana í þágu dýravelferðar Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Þegar dýrt verður allt í einu of dýrt Trausti Hjálmarsson skrifar Skoðun Frelsi alla leið – dánaraðstoð Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Kjósum velferð dýra Þórunn Sveinbjarnardóttir skrifar Skoðun Líf í skugga flugvallar – upplifun íbúa Haukur Magnússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift skrifar Skoðun Stafrænn heimur og gervigreind til framtíðar Þormóður Logi Björnsson skrifar Skoðun Netöryggi og friðhelgi einkalífs – grundvallarréttur allra Grímur Grímsson,Eva Pandora Baldursdóttir skrifar Skoðun Þetta er víst einkavæðing! Engilbert Guðmundsson skrifar Skoðun Tapast hafa sveitarstjórnarmenn af öllu landinu Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar Skoðun Ábyrg umræða óskast um vinnumarkaðslíkanið Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Næring – hlutverk næringarfræðinga Edda Ýr Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Bætum samskipti ríkis og sveitarfélaga Eiríkur Björn Björgvinsson skrifar Skoðun Kópavogur lækkar skatta á íbúa Orri Hlöðversson,Gunnar Sær Ragnarsson skrifar Skoðun Alþingi kemur Kvikmyndasjóði til bjargar Hópur kvikmyndagerðarfólks skrifar Skoðun Skóli fyrir alla Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Áfram strákar! Heiðbrá Ólafsdóttir skrifar Skoðun Nú er vika fjögur að hefjast í verkfallsaðgerðum KÍ og enn virðast engar lausnir í sjónmáli! Hafdís Einarsdóttir skrifar Skoðun Umhverfismál: „Hvað get ég gert?“ Einar Bárðarson skrifar Skoðun Tölfræðileg líkindi og merkingarleg tengsl – Frá mynstrum til skilnings Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Náttúruspjöll í sveitarfélagi ársins Kjartan H. Ágústsson skrifar Skoðun Frekar vandræðalegt Ólafur Hauksson skrifar Skoðun Fjölskylduhúsið Jón Páll Haraldsson skrifar Skoðun Fær ESB Ísland í jólagjöf? Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Þöglar raddir Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Sjá meira
Yfirlýsing Sameinuðu þjóðanna, minnir okkur á að við eigum öll rétt á að njóta hamingju. Við getum ekki lifað hamingjuríku lífi þar sem ríkir ófriður, lítilsvirðing og vantraust. Í slíku umhverfi er líka oft stutt í langvarandi kvíða og veikindi. Þúsundir Íslendinga leita stuðnings við kvíða, vanlíðan og geðvanda Að meðaltali, skv. könnunum, eru Íslendingar ein hamingjusamasta þjóð í heimi. En það er engu að síður óásættanlegt hversu stór hluti Íslendinga líður þannig að þeir njóti sín ekki í starfi og leik og að þúsundir þurfa m.a. þjónustu VIRK, geðlækna og sálfræðinga. Hvernig þarf samfélagið að vera til þess að flestir njóti hamingju? Þau mál þurfum við að ræða af hreinskilni og einlægni. Ég legg hér mitt af mörkum og vona að það opni á frekari umræðu, sem styður þann lífsmáta á Íslandi að þar hafi allir forsendur til að njóta lífsins. Sjálfstraust og virðing Öll framkoma sem veldur öryggisleysi og vanlíðan er uppspretta óhamingju. Við verðum því að hafa sjálfstraust í samskiptum og sýna hvert öðru virðingu. Við séum óhrædd við að ræða ólík sjónarmið án þess að lítilsvirða manninn. Einn sterkasti grunnurinn að hamingju er að njóta góðs atlætis og vináttu ævilangt. Það hefur sérstaklega verið rannsakað að fyrstu 1000 dagar í lífi barns skiptir sköpum í afstöðu og viðhorfum á lífsleiðinni. Þá verði til grunnstuðull hamingjunnar. Það er einnig ljóst, á hvaða aldri sem við erum, að ef við lifum lengi í umhverfi ótta og ósættis fylgir því öryggisleysi og kvíði. Við missum orku sem getur leitt til erfiðra veikindi og kulnunar. Hver er þinn lífsmáti? Öll veljum við okkar lífsmáta. Ég var svo heppinn í því tilfelli að kynnast góðri leið sem hentar mér vel. Það er Qigong lífsmátinn og æfingar sem Gunnar Eyjólfsson leikari kynnti og innleiddi á Íslandi árið 1994. Gunnar var fyrsti lærimeistari minn í Qigong árið 2009. Qigong lífsorkuæfingar hafa verið stundaðar í Kína í 5000 ár. Æfingarnar byggja á djúpri öndun, mjúkum og styrkjandi hreyfingum, með heilandi hugleiðslu. Gunnar lagði alltaf áherslu á að Qigong væri ekki íþrótt heldur lífsmáti. Þar sem við berum ábyrgð á lífi okkar, m.a. með því að virða náttúruna og stunda æfingarnar að meðaltali um 20-30 mínútur á dag, með öðrum orðum um þrjár klukkustundir á viku. Við þökkum lífið, horfum bjartsýn til framtíðar, en lifum í núinu og njótum þess. Ég þakka lífið og vil brosa til þeirra sem ég mæti Með lífsmátanum erum við að styrkja innri orku okkar, vináttu og sjálfsöryggi. Jákvæður hugur, brosið nær til hjartans og við eru óhrædd að brosa til þeirra sem við mætum. Við byggjum upp jákvætt hugarfar og nýtum lífskraftinn vel og erum reiðubúin til að takast á við erfiðleika þegar þeir steðja að okkur. Við erum óhrædd við að tjá okkur og leita stuðnings þegar þess er þörf. Andleg og líkamleg lífsrækt Ljóst er að til að viðhalda heilsu og hamingju þurfum við stöðugt að rækta okkur andlega og líkamlega. Á lífsleiðinni geta allir gert mistök. Berum virðingu fyrir okkur sjálfum, metum vináttuna og temjum okkur að fyrirgefa þegar þess er þörf. Við umberum aldrei lítilsvirðingu eða ofbeldi. Í samskiptum hlustum við af athygli, virðum og metum skoðanir, spyrjum ef þess er þörf og leggjum okkar til málanna. Við finnum til ábyrgðar á eigin lífi, vitum að það er nóg pláss fyrir okkur öll og okkur líður best þegar allir njóta sín. „Heilagar“ 180 mínútur á viku til alhliða heilsueflingar Það er auðvelt að setja falleg orð á blað, en hvert og eitt okkar þarf að ákveða hvaða lífsmáti getur verið grunnur að eigin hamingju. En hvaða leið sem verður fyrir valinu, er okkur nauðsynlegt að taka frá a.m.k. þrjá „heilagar“ klukkustundir á viku til að sinna heilsunni. Gleðjumst, hrósum, hvetjum og virðum hvert annað Alþjóðlegi hamingjudaginn minnir okkur á að það er okkar allra að skapa samfélag þar sem grunnforsendur fyrir hamingjuríku lífi eru til staðar. Lífsmátinn þarf að tryggja að við getum átt góð samskipti, við sýnum hvert öðru virðingu og umburðarlyndi. Hvetjum og styrkjum þannig að allir öðlist sjálfstraust, sjálfstæði og þor til að gera meira af því sem okkur langar til, sjá draumana rætast og lifa heillaríku gefandi lífi. Höfundur er fyrirlesari og leiðbeinandi í Qigong, leiðtogahæfni og jákvæðum lífsmáta.
Skoðun Inngilding erlends starfsfólks á íslenskum vinnumarkaði Ingunn Björk Vilhjálmsdóttir skrifar
Skoðun Líf í skugga flugvallar – upplifun íbúa Haukur Magnússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift skrifar
Skoðun Netöryggi og friðhelgi einkalífs – grundvallarréttur allra Grímur Grímsson,Eva Pandora Baldursdóttir skrifar
Skoðun Nú er vika fjögur að hefjast í verkfallsaðgerðum KÍ og enn virðast engar lausnir í sjónmáli! Hafdís Einarsdóttir skrifar
Skoðun Tölfræðileg líkindi og merkingarleg tengsl – Frá mynstrum til skilnings Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar